Morgunblaðið - 05.06.2019, Blaðsíða 27
vinna riðilinn þegar upp var staðið.
Staða á heimslista: 2. sæti.
SPÁNN hefur þokað sér í áttina
að bestu liðunum á undanförnum ár-
um og komst á HM í fyrsta sinn 2015
en vann ekki leik. Hefur komist í 8-
liða úrslit á EM í tvö síðustu skipti.
Staða á heimslista: 13. sæti.
KÍNA var eitt stórveldanna fyrir
aldamót og fékk silfur á HM 1999.
Komst í 8-liða úrslit 2015. Brons á
tveimur síðustu Asíumótum, í fyrra
með Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem
þjálfara en hann var rekinn eftir að
hafa tryggt liðinu sæti á HM.
Staða á heimslista: 16. sæti.
SUÐUR-AFRÍKA er á HM í
fyrsta sinn eftir að hafa fengið silfur
í fimmta sinn á Afríkumótinu 2018.
Staða á heimslista: 49. sæti.
C-RIÐILL:
ÁSTRALÍA er á HM í sjöunda
skiptið í röð og hefur komist í 8-liða
úrslit á þremur síðustu mótum. Hef-
ur fengið silfur á tveimur síðustu
Asíumótum eftir sigur þar 2010. Eru
með 13 leikmenn úr bandarísku at-
vinnudeildinni.
Staða á heimslista: 6. sæti.
BRASILÍA hefur leikið á öllum sjö
lokamótum HM, fékk silfur 2007 og
brons 1999 en féll út í 16-liða úrslit-
um 2015. Suður-Ameríkumeistari í
þrjú síðustu skipti og sjö sinnum í
átta mótum frá upphafi.
Staða á heimslista: 10. sæti.
ÍTALÍA er á HM í fyrsta sinn frá
1999 og í þriðja sinn alls. Tvisvar
silfur á EM fyrir aldamót en féll út í
riðlakeppni EM 2017.
Staða á heimslista: 15. sæti.
JAMAÍKA er á HM í fyrsta skipti
eftir að hafa náð 3. sæti í Norður- og
Mið-Ameríkukeppninni í fyrsta sinn
2018. Eiga m.a. fjóra leikmenn í
norsku úrvalsdeildinni og markvörð-
urinn Nicole McClure hefur leikið
með Selfossi og HK/Víkingi.
Staða á heimslista: 53. sæti.
D-RIÐILL:
ENGLAND leikur á HM í fimmta
sinn og náði besta árangrinum 2015
þegar liðið fékk bronsverðlaun.
Fékk silfur á EM 2009 og var í
fjórða sæti 2017 og hefur verið að
koma sér fyrir í fremstu röð í heim-
inum síðustu árin.
Staða á heimslista: 3. sæti.
JAPAN hefur alltaf verið með á
HM en liðið varð nokkuð óvænt
heimsmeistari 2011 og tapaði úr-
slitaleiknum 2015. Eitt besta lið
heims síðasta áratuginn og með
mikla reynslu. Asíumeistari tvisvar í
röð, 2014 og 2018 og silfur á ÓL
2012.
Staða á heimslista: 7. sæti.
SKOTLAND leikur á HM í fyrsta
skipti eftir að hafa haft betur gegn
Sviss í riðlakeppninni. Skotar voru í
fyrsta sinn í lokakeppni EM 2017 en
komust ekki áfram úr riðlakeppn-
inni.
Staða á heimslista: 20. sæti.
ARGENTÍNA lék áður á HM 2003
og 2007 en tapaði öllum sínum leikj-
um. Fékk brons í Suður-Am-
eríkukeppninni í fyrsta sinn 2018.
Staða á heimslista: 37. sæti.
E-RIÐILL:
KANADA er í sjöunda sinn í röð á
HM og komst í 8-liða úrslit á heima-
velli 2015 en var áður í 4. sæti 2003.
Brons á tveimur síðustu Ólympíu-
leikum og silfur í síðustu Norður- og
Mið-Ameríkukeppni en vann hana
árið 2010.
Staða á heimslista: 5. sæti.
HOLLAND er á HM í annað sinn
en liðið var þar í fyrsta skipti 2015
og féll út í 16-liða úrslitum. Liðið
varð óvænt Evrópumeistari 2017 og
var þá aðeins í þriðja sinn í loka-
keppni þar. Eitt mesta uppgangslið
síðustu ára. Komst á HM með því að
sigra Danmörku í umspili.
Staða á heimslista: 8. sæti.
NÝJA-SJÁLAND, með KR-inginn
Betsy Hassett innanborðs, leikur á
HM fjórða skiptið í röð og í fimmta
sinn alls. Hefur þó aldrei unnið leik í
lokakeppni. Eyjaálfumeistari í fjög-
ur skipti í röð.
Staða á heimslista: 19. sæti.
KAMERÚN leikur á HM í annað
sinn eftir að hafa komist í 16-liða úr-
slitin í Kanada 2015 þar sem liðið
vann óvæntan sigur á Sviss. Liðið
hefur verið í verðlaunasætum á Afr-
íkumótinu í fjögur skipti í röð, fékk
brons 2018.
Staða á heimslista: 46. sæti.
F-RIÐILL:
BANDARÍKIN eru sigursælasta
lið HM, hefur verið með frá upphafi
og unnið oftast, 1991, 1999 og 2015
en verið í verðlaunasætum í hin fjög-
ur skiptin. Liðið hefur unnið Norð-
ur- og Mið-Ameríkukeppnina í átta
skipti af níu og fengið fjögur gull á
Ólympíuleikum.
Staða á heimslista: 1. sæti.
SVÍÞJÓÐ er eitt stórvelda
kvennafótboltans og hefur alltaf ver-
ið með á HM. Silfur 2003 og brons
1991 og 2011 en féll út gegn Þýska-
landi í 16-liða úrslitum 2015. Evr-
ópumeistarar 1984, sjö sinnum silfur
eða brons á EM og silfur á síðustu
Ólympíuleikum.
Staða á heimslista: 9. sæti.
TAÍLAND lék í fyrsta sinn á HM
2015 og vann einn leik en komst ekki
áfram. Fjórða sæti á síðasta Así-
umóti en varð Asíumeistari 1983.
Staða á heimslista: 34. sæti.
SÍLE er komið á HM í fyrsta sinn
eftir að hafa fengið silfur á Suður-
Ameríkumótinu 2018. Nær helm-
ingur leikmannanna spilar með
spænskum liðum.
Staða á heimslista: 39. sæti.
veisla í Frakklandi
AFP
Góðar Amandine Henry fyrirliði Frakka og Saki Kumagai fyrirliði Japana
eru í hópi bestu knattspyrnukvenna heims, og eru samherjar hjá Lyon.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019
Diego Jóhannesson skoraði eitt
marka Real Oviedo þegar liðið vann
Rayo Majadahonda 4:3 í næstsíðustu
umferð spænsku 1. deildarinnar í fót-
bolta. Diego var ekki valinn í íslenska
landsliðshópinn sem mætir Albaníu og
Tyrklandi á laugardag og þriðjudag, og
gat því leikið í gær og í lokaumferðinni
á laugardag. Real Oviedo er í 8. sæti,
tveimur stigum á eftir liðinu í 6. sæti
og á því enn von um að komast í um-
spil um sæti í efstu deild.
Knattspyrnumennirnir Daniel Stur-
ridge og Alberto Moreno yfirgefa Evr-
ópumeistara Liverpool þegar samn-
ingar þeirra renna út um næstu
mánaðamót en félagið staðfesti þetta
í gær. Sturridge hefur leikið með Liver-
pool frá 2013 og Moreno frá 2014.
Hanknattleikskappinn Kristinn
Hrannar Bjarkason er genginn til liðs
við Fram frá Aftureldingu. Kristinn er
fæddur árið 1995 og er hornamaður
að upplagi en getur líka spilað sem
skytta.
Real Madrid hefur keypt serbneska
knattspyrnumanninn Luka Jovic frá
Eintracht Frankfurt
í Þýskalandi en
kaupverðið er tal-
ið vera um 50
milljón evrur. Jo-
vic er 21 árs og
sló ræki-
lega í
gegn
með
þýska
liðinu
í vet-
ur.
Eitt
ogannað
1991 í Kína:
Bandaríkin – Noregur ............ 2:1
Bronsverðlaun: Svíþjóð.
1995 í Svíþjóð:
Noregur – Þýskaland ............ 2:0
Bronsverðlaun: Bandaríkin.
1999 í Bandaríkjunum:
Bandaríkin – Kína ........ (0:0) 5:4
Bronsverðlaun: Brasilía.
2003 í Bandaríkjunum:
Þýskaland – Svíþjóð .............. 2:1
Bronsverðlaun: Bandaríkin.
2007 í Kína:
Þýskaland – Brasilía ............. 2:0
Bronsverðlaun: Bandaríkin.
2011 í Þýskalandi:
Japan – Bandaríkin ...... (2:2) 5:3
Bronsverðlaun: Svíþjóð.
2015 í Kanada:
Bandaríkin – Japan ............... 5:2
Bronsverðlaun: England.
2019 í Frakklandi:
Úrslitaleikur í Lyon 7. júlí.
Bronsleikur í Nice 6. júlí.
Sjö úrslitaleikir á HM
HEIMSMEISTARAMÓT KVENNA FÓR FYRST FRAM 1991
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla
Knattspyrnumaðurinn Árni Vil-
hjálmsson verður væntanlega ekki
áfram hjá Chornomorets í Úkraínu
eftir að tímabilinu lýkur nú í júní.
Árni hefur skorað sjö mörk í 13
leikjum fyrir liðið og er sennilega
„of dýr“ fyrir Chornomorets, að
sögn umboðsmanns Árna. Þessi 25
ára framherji er í eigu pólska fé-
lagsins Termalica en fór til Chorno-
morets að láni í lok febrúar.
„Ég held að Chornomorets hafi
ekki efni á honum og sjálfur vill
hann komast á hærra stig. Dynamo
Kiev er til að mynda áhugasamt,
sem og fleiri félög í Úkraínu og öðr-
um löndum,“ segir Cesare March-
etti, umboðsmaður Árna, við úkra-
ínska miðilinn Sport Arena. Hann
nefnir þrjú önnur félög í Úkraínu,
Ufa í Rússlandi og Craiova í Rúm-
eníu í þessu sambandi.
Árni lék með Chornomorets í 0:0-
jafntefli við Kolos í gær í fyrri leik
liðanna um sæti í úrvalsdeildinni á
næstu leiktíð, en Chornomorets á á
hættu að falla og Kolos freistar
þess að komast upp úr 1. deild.
Ljósmynd/chernomorets.odessa.ua
Öflugur Árni Vilhjálmsson var tilnefndur sem besti leikmaður úkraínsku
úrvalsdeildarinnar í maí eftir góða frammistöðu með Chornomorets.
Árni eftirsóttur eftir góða
frammistöðu í Úkraínu