Morgunblaðið - 05.06.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.06.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 „Þetta var algengara áður fyrr en í seinni tíð þá hefur þetta ekki tíðk- ast. Þess vegna er það ánægjuefni að þessi félög hafa ákveðið að ganga saman að borðinu til að ræða sam- eiginleg málefni,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasam- bands Íslands (KÍ), spurður um þá ákvörðun fimm aðildarfélaga KÍ, að skrifa sameiginlega undir samkomu- lag við Samband íslenskra sveitar- félaga um viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga. Gengið var frá samkomulaginu fyrir skemmstu en félögin sem um ræðir eru Félag grunnskólakennara (FG), Félag kennara og stjórnenda í tónlistar- skólum (FT), Félag leikskólakenn- ara (FL), Félag stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélag Íslands (SÍ). Samningar þessara kennara- félaga renna út í lok júní og lok júlí og felur samkomulagið í sér að að- ilar komi saman til fundar í júní, kynni skipan samninganefnda og leggi fram helstu markmið og áherslur í komandi kjaraviðræðum. Hafi samningar ekki náðst fyrir 15. ágúst verður viðræðuáætlunin end- urskoðuð. „Flest félögin eru tilbúin með sína kröfugerð og núna stendur yfir vinna við að fara yfir kröfugerðir félaganna og sjá hvar þessir sam- eiginlegu þræðir liggja sem hægt er að sameinast um og svo semja félögin hvert um sig um sín sér- tækari mál,“ seg- ir hann. Að sögn Ragnars Þórs unnu fé- lögin hvert um sig að sinni kröfu- gerð með baklandinu en að því búnu sáu menn að augljóslega væru ein- hverjir fletir á kröfugerðunum sem hægt var að sameinast um. ,,Í fram- haldi af því var ákveðið að ganga saman til verka um þá fleti og semja svo sérstaklega í hverju félagi um sértækari mál. “ Kröfugerðirnar hafa ekki verið opinberaðar en ein af meginkröfum kennara, m.a. framhaldsskólakenn- ara sem hófu viðræður í vor, er að launakjörin fylgi kjörum viðmiðun- arhópa og kennarar dragist ekki aft- ur úr launaþróuninni. Ragnar Þór kveðst vona að hægt verði að ljúka samningum í sumar en segir stöðuna í kjaraviðræðum á vinnumarkaðinum snúna og flókna. Lífskjarasamningarnir hafi að sjálf- sögðu áhrif. ,,Það er eflaust margt í þeim sem hægt er að byggja á en við sjáum að t.d. BHM hefur hafnað krónutöluhækkun, sem var kjarna- atriði í lífskjarasamningunum. Það er þess vegna alveg ljóst að ef BHM stendur við þá afstöðu sína, þá munu samningar í sumar byggja á fleiri þáttum en eingöngu lífskjarasamn- ingunum,“ segir hann. ,,Þetta er býsna snúin og flókin staða sem er uppi en við erum í þessu af heilum hug og nálgumst þetta bara bjart- sýn.“ omfr@mbl.is Fimm félög ganga saman til verka  Formaður KÍ er vongóður um gerð kjarasamninga í sumar en segir stöðuna bæði snúna og flókna Ragnar Þór Pétursson Umferðin á hringveginum jókst um 6,5 prósent í maí sem er mun meiri aukning en á sama tíma í fyrra en þá jókst umferðin um 3,8% á milli mán- aða. Þetta kemur fram í umferðarsam- antekt Vegagerðarinnar. Bent er þó á að umferðin á Austurlandi dróst saman í nýliðnum mánuði. „Aukn- ingin í umferðinni fyrstu fimm mán- uði ársins er töluverð en eigi að síður minnsta aukningin síðan árið 2015. Reikna má með að heildaraukning á árinu gæti orðið um tvö prósent á hringvegi. Fram kemur að mest jókst um- ferðin um mælisnið á Vesturlandi eða 10,4% en 7,2% samdráttur varð um mælisnið á Austurlandi. ,,Þó að heildaraukning sé mikil þarf að leita aftur til ársins 2013 til að finna sam- drátt í einhverju landsvæði á þessum tíma árs. Af einstaka mælisniðum þá jókst umferðin mest yfir mælisnið undir Hafnarfjalli eða um 12,7% en 16,7% samdráttur mældist yfir snið á Mý- vatnsöræfum,“ segir í frétt um um- ferðarmælingarnar á vefsíðu Vega- gerðarinnar. Ef litið er á tímabilið frá áramótum til maíloka kemur í ljós að umferðin jókst mest á Vest- urlandi á þeim tíma eða um 8,1% en á sama tíma mældist 1,6% samdráttur um Austurland. ,,Það sem af er ári hefur umferð aukist á öllum vikudögum en hlut- fallslega mest á sunnudögum eða um 10,3% en minnst hefur umferð aukist á föstudögum eða um 2,3%. Mest hefur verið ekið á föstudög- um en minnst er ekið á þriðjudög- um,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferðin fer vax- andi á hringvegi  Mest aukning á Vesturlandi á árinu Morgunblaðið/Ómar Bílar Líkur benda til þess að um- ferðin í ár gæti aukist um 2%. Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn í hinu svokallaða Klausturmáli, eyddi hljóðupptökum sínum við athöfn á skemmtistaðnum Gauknum í miðbæ Reykjavíkur í gær- kvöldi. Var það Persónuvernd sem gerði henni skylt að eyða upptökunum, en samkoman í gær var nokkuð skrautleg líkt og meðfylgjandi ljósmynd sýnir. Morgunblaðið/Eggert Eyddi upptökum sínum af Klaustri Fór eftir tilmælum Persónuverndar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enn liggja 1.460 rúllubaggar með ís- lensku grasi óseldir á hafnarsvæðinu á Vestnes á Mæri og Romsdal í Nor- egi. Er þetta afgangurinn af um 33 þúsund böggum sem samvinnufélög bænda í Noregi keyptu síðasta haust og fram á vetur til að hjálpa bændum á þurrkasvæðunum í Noregi til að fóðra búpening sinn. Héðan voru seldir alls nærri 40 þúsund baggar. Í blaðinu Nationen er greint frá þessum birgðum og jafnframt sagt að heyið sé enn að ganga út, þó það hafi ekki tekist að selja upp fyrir 1. júní eins og að var stefnt. Búist er við því að síðustu rúllubaggarnir seljist á næstunni. Fram kemur að á ýmsan hátt hafi ræst betur úr hjá norskum bændum eftir þurrkasumarið en útlit var fyrir. Þannig hafi fengist ágætis uppskera seint síðasta haust, menn hafi gefið hálm og aukið fóðurbætisgjöf í vetur og margir bændur hafi byrjað að nýta beit snemma í vor. Benedikt Hjaltason, verktaki í Eyjafirði, sem stóð að heyútflutn- ingnum í fyrra segist lítið hafa fylgst með málum í Noregi en telur ekki mikið þó 1.500 rúllur séu eftir af 30 til 40 þúsund rúllum. Kaupendurnir völdu að flytja heyið til Vestnes sem er fjarri þeim héruðum sem verst urðu úti í þurrkunum. Flytja þurfi rúllurnar um langan veg með bíl frá höfninni til endanlegra kaupenda og það kunni að vera hluti af skýringu. Benedikt segist engan áhuga hafa á heyútflutningi í haust, þótt mark- aður kunni að vera fyrir íslenskt hey. Hann hafi lagt of mikið í þessa tilraun í fyrra, við að hjálpa bændum í Nor- egi og hér heima, og tapað peningum á viðskiptunum. Útflutningurinn hafi dregist fram á veturinn vegna breyt- inga á skipulagi við skipaflutningana en hann geti þó engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að útflutn- ingurinn stóð ekki undir sér. 1.460 íslenskir rúllu- baggar enn óseldir  Útflytjandi tapaði á viðskiptunum Útskipun Benedikt Hjaltason vinn- ur að útflutningi heys til Noregs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.