Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019
Um þessar mund-
ir er á dagskrá Al-
þingis frumvarp til
laga sem fela í sér
breytingu á raf-
orkulögum og lögum
um Orkustofnun.
Kemur þetta frum-
varp í kjölfarið á
þriðja orkupakk-
anum en tilgang-
urinn með því er að
aðlaga íslensk lög reglugerð 2009/72/
EB sem fjallar um sameiginlegar
reglur um innri markað fyrir raforku.
Í þessum nýju lögum er það eink-
um þrennt sem ég hnýt um og veldur
mér áhyggjum. Fyrir það fyrsta er
verið að gera Orkustofnun að sjálf-
stæðri stofnun sem getur meðal ann-
ars tekið ákvarðanir um
sektir. Þetta er fyrsta
skrefið í að slíta Orku-
stofnun undan ríkinu og
gefa henni meira svigrúm
til eigin verka. Ég tel það
áhyggjuefni því ráðherra
getur ekki lengur haft
áhrif á það eftirlit sem hún
sinnir en það eftirlit er
ekki einvörðungu að fylgj-
ast með heldur jafnframt
að framkvæma ef eitthvað
er ekki eins og það á að
vera.
Annað atriði sem veldur mér ekki
síður áhyggjum er ný grein sem á að
fella inn í lögin og fjallar um stjórn-
valdssektir. Skilgreiningin á þessum
stjórnvaldssektum er afskaplega
fljótandi og geri ég ekki ráð fyrir að
gefin verði út sektaskrá sem hægt
verður að fylgja heldur verði þær
lagðar á eftir eyranu. Það versta er að
hámarkssekt sem stofnunin hefur
leyfi til að leggja á er 10 hundraðs-
hlutar af veltu fyrirtækis eða 10% af
veltu. Þegar horft er til stórra fyrir-
tækja eins og Landsvirkjunar, með
veltu upp á tugi milljarða, þá hlaupa
þessar sektir á milljörðum. Það er því
ekkert grín fyrir fyrirtæki að verða
fyrir einni slíkri. Í raun tel ég mikið
glapræði að leiða í lög slíkar stjórn-
valdssektir.
Það þriðja sem truflaði mig við
lestur þessara lagabreytinga var
hækkun á raforkueftirlitsgjaldi. HS
orka bendir réttilega á að sú hækkun,
úr 1 eyri í 1,45 aur, nemur 45% og
mun sá kostnaður vissulega enda hjá
neytendum. Samkvæmt greinargerð
með lögunum er þessi hækkun til-
komin vegna þess að nú ætlar Orku-
stofnun að færa út kvíarnar og mun
því þurfa meira fjármagn til að geta
stundað sína starfsemi. Þess að auki
þarf Orkustofnun nú að standa
straum af ACER með hinum lönd-
unum í EFTA og því fer hluti af þess-
um gjöldum beinustu leið til Evrópu-
sambandsins.
Ég er ekki sú eina sem hefur
áhyggjur af þessum atriðum en orða-
lag um stjórnvaldssektirnar var með-
al álitsgjafa talið of opið og víðtækt.
Nefndin hins vegar blæs á þær
áhyggjur og telur ákvæðið nógu af-
markað. Mér finnst það kærulaust
viðhorf og myndi ég heldur vilja hafa
allar viðmiðanir vel skilgreindar og
afmarkaðar svo jafnréttis sé gætt til
hins ýtrasta. Raunverulega mun ég
ávallt vera á móti því að Orkustofnun
geti í einræði sínu knésett fyrirtæki
með gígantískum stjórnvaldssektum.
Ég vil ekki að hún hafi heimild til að
vofa yfir raforkufyrirtækjunum eins
og gráðugur dreki sem bíður í eftir-
væntingu eftir að þau geri mistök svo
hún geti skutlað á þau milljarða sekt-
um. Sektum sem enda ekki hjá raf-
orkufyrirtækinu sjálfu heldur seytla
beint út í verðlagið svo orkuverð til
heimilanna hækkar. Flestir Íslend-
ingar búa við öfundsverð raforkukjör,
hvers vegna að raska þeim með laga-
breytingum sem gera ekkert nema
íþyngja fólkinu í landinu?
Með lögum skal land byggja en ekki brjóta niður
Eftir Hildi Sif
Thorarensen » Annað atriði sem
veldur mér ekki síð-
ur áhyggjum er ný grein
sem á að fella inn í lögin
og fjallar um stjórn-
valdssektir.
Hildur Sif Thorarensen
Höfundur er verkfræðingur.
hildursifgreinar@gmail.com
Ögmundur Jón-
asson skrifar í Morg-
unblaðið 26. maí og
spyr nytsamra spurn-
inga sem þarfnast
nytsamra svara.
Fyrr í mánuðinum
sótti ég fund með
fræðslu- og kynning-
arfólki í evrópska
skógargeiranum. Tvo
ræddi ég við sem
vinna að kolefnisjöfnunarverkefnum
með skógrækt. Báðir lögðu þeir
áherslu á að slík skógrækt mætti alls
ekki vera aflátssala. Þeir sem vildu
kolefnisjafna yrðu að hafa stefnu um
að draga úr losun. Kolefnisjöfnunin
kæmi á móti þeirri losun sem erfiðara
eða tímafrekara væri að láta af.
Þetta er andinn í þeirri kolefn-
isjöfnun sem rætt er um að ráðist
verði í með skógrækt. Aflátssala sem
viðhéldi óbreyttri losun væri álits-
hnekkir fyrir skógrækt og kæmi illa
niður á henni. Slík starfsemi hugnast
fæstu skógræktarfólki. Aflátsbréf
páfa forðum áttu að forða hrelldum
sálum frá hreinsunareldi, að því er
haldið var að lýðnum. Að-
almarkmið þeirra var þó að
afla fjár til stórfram-
kvæmda í Róm. Þeim er að
þakka að Péturskirkjan
stendur í Páfagarði.
Þótt meginmarkmiðið sé
að draga úr losun eru lofts-
lagssérfræðingar þó flestir
á einu máli um að jafn-
framt verði að binda. Bæði
þarf að draga úr losun og
binda koltvísýring úr and-
rúmsloftinu. Til hins síðar-
nefnda gagnast skógrækt
mjög vel. Heimskra manna ráð væru
að mæla með skógrækt til að réttlæta
áframhaldandi eða aukna mengun, til
dæmis með auknum flugferðum. Mik-
il meðvitund er um þetta meðal skóg-
ræktarfólks innan lands og utan. Það
vill ekki feta í fótspor páfans með
syndaaflausnum.
Í grein Ögmundar er sagt að
skógarbændur fái greitt fyrir hverja
gróðursetta plöntu á jörðum sínum,
að hrísla í jörð þýði krónur í vasann.
Með þessu er teygður sannleikurinn
því þetta má skilja sem svo að þarna
sé gróðastarfsemi fyrir landeigendur.
Vissulega fylgja samningum um
skógrækt á lögbýlum framlög sem
duga fyrir kostnaði við gróðursetn-
ingu trjáplantna og framkvæmdum
sem henni tilheyra. En bóndinn legg-
ur land sitt undir skóginn til langs
tíma og það er ekki svo að hann sitji
eftir með digra sjóði þegar plönturn-
ar eru komnar í jörð. Gróðinn verður
komandi kynslóða og þjóðarbúsins í
framtíðinni sem fær fjárfestinguna
margfalda til baka, bæði í formi kol-
efnisbindingar og ýmiss konar við-
arafurða.
Með nýsamþykktum lögum um
skógrækt er Skógræktinni skylt að
gera lands- og landshlutaáætlanir í
skógrækt. Í þessum áætlunum verð-
ur skýrar kveðið á um en áður hvar
og hvernig skuli rækta skóg. En jafn-
vel þótt ekki hafi verið slík ákvæði
fram að þessu hefur skógrækt á lög-
býlum verið bundin margvíslegum
reglum og takmörkunum. Skógrækt
sem nýtur opinberra styrkja er ræki-
lega skipulögð af skógfræðingum og
háð framkvæmdaleyfum.
Í grein Ögmundar er gefið í skyn
að skógrækt á lögbýlum fari fram
með ólíkum hætti og alúðarstarf
skógræktarfélaga. Starf skógar-
bænda er í langflestum tilfellum al-
úðarstarf einnig. Hugað er að útsýni,
ásýnd, skógarjöðrum og svæðum þar
sem skógarbóndinn vill ekki breyta
gróðurfari. En þar sem búfjárbeit er
aflétt breytast berjalönd og lyngmóar
yfirleitt fljótt í annars konar gróður-
lendi hvað sem skógrækt líður. Birki
og víðir sáir sér inn í svæðin og fleiri
þróttmiklar plöntutegundir taka við.
Í skógi má rækta aðalbláberjalyng og
fá mikla uppskeru.
Hætt er við að sérfræðingum
Skógræktarinnar og skógarbændum
þyki að sér vegið með tilvitnun Ög-
mundar í gestgjafa hans. Því er hér
snúist til varnar. Á greininni er að
skilja að gestgjafinn eigi sumar-
bústað á skógarjörð á Norðurlandi og
sjái nú minna og minna til fjalls vegna
skógarins sem vex upp í hlíðinni fyrir
ofan. Orðrétt er haft eftir gestgjaf-
anum um viðkomandi skógarbónda
að hann fái „styrk fyrir hverja plöntu
sem hann kemur í jörð. Og því miður
er hann þannig sinnaður að hann
gildir einu hvar gróðursett er. Og
bókhaldara fjárveitandans er líka
sama. Hann telur bara trén“.
Sem fyrr segir skipuleggja lærðir
skógfræðingar alla skógrækt sem
nýtur opinberra framlaga. Það er alls
ekki svo að hjá Skógræktinni sé ein-
hver bókhaldari sem gildi einu hvar
gróðursett sé og telji bara tré. Þetta
eru ómakleg ummæli í garð fólks sem
vinnur af alúð og samviskusemi sam-
kvæmt lögum, reglum og skipulags-
skilmálum. Ómaklegt er líka að segja
að landeigendum sé sama hvar gróð-
ursett sé í land þeirra enda markmið
skýr í skógræktarsamningum þeirra.
Skógrækt á Íslandi er stunduð með
gát.
Sannarlega er nauðsynlegt að
skoða alla hluti gagnrýnum augum.
Skógrækt á Íslandi hefur þurft að
þola harða gagnrýni í heila öld og
meira en það. Greinin hefur þróast
undir þessari gagnrýni og haft gott af
því. Ræktaður skógur er nú á tæpu
hálfu prósenti landsins. Það eru öll
ósköpin. Jafnvel þótt ræktaður skóg-
ur kunni að verða á fáeinum prósent-
um landsins eftir nokkra áratugi
hverfa engin fjöll.
Í kolefnisskógrækt sem fram und-
an er á Íslandi verða höfð í heiðri þau
mikilvægu skilaboð sem meðal ann-
ars hafa borist frá formanni Lofts-
lagsráðs að í öllum aðgerðum gegn
röskun loftslagsins sé aðalatriðið að
draga úr losun gróðurhúsalofts. Kol-
efnisskógrækt á Íslandi verður ekki á
formi aflátsbréfa. Hún verður fram-
lag í baráttunni gegn þeirri vá sem
steðjar að jörðinni.
Skógrækt með gát
Eftir Pétur
Halldórsson
Pétur Halldórsson
»Kolefnisskógrækt á
Íslandi verður ekki á
formi aflátsbréfa. Hún
verður liður í baráttu
gegn loftslagsvánni.
Draga þarf úr losun en
líka binda.
Höfundur er kynningarstjóri
Skógræktarinnar.
petur@skogur.is
Þórdís Kolbrún býð-
ur, í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins, þjóð-
inni enn og aftur upp á
merkilega tuggu.
Tuggan saman-
stendur af lofi um
Sjálfstæðisflokkinn á
90 ára afmælinu, lofi
um sjálfan greinarhöf-
undinn og forystusveit
flokksins fyrir meinta
málefnalega og sanngjarna með-
höndlun á orkupakka 3 og sama
lágkúrulega niðrandi talinu um
andstæðinga þessa sama pakka.
Þórdís segir að það trufli ekki
sjálfstæðismenn að vera ósammála
um sumt í þágu þess að grundvall-
argildin nái fram að ganga.
Af þessum ummælum sést hvað
hún er í litlu sambandi við aðra
flokksmenn og litlu sem engu við
kjósendur í landinu. Hún gerir sér
greinilega enga grein fyrir því að
hér eru það einmitt grundvallar-
gildin sem verið er að traðka á.
Þórdís segir það ekki vera stíl
flokksforystunnar að valta yfir efa-
semdaraddirnar innan flokksins,
þau vilji taka þær alvarlega og fara
vandlega ofan í saumana á þeim.
Það hafa þau kannski
gert, að nafninu til,
en svo valta þau bara
yfir þær samt.
Hún og meðreiðar-
sveinar hennar hafa
ekkert hlustað á
fjölda málsmetandi
manna sem hafa bent
okkur á að með sam-
þykkt þessa orku-
pakka sé óhjákvæmi-
lega og óafturkræft
verið að leiða okkur
inn á brautir sem
þjóðin vill alls ekki fara. Þvert á
móti stagast þau á því að málflutn-
ingur andstæðinga orkupakkans sé
fullur af hreinræktuðum rangfærsl-
um, án þess þó nokkurn tíma að
benda á hverjar þessa rangfærslur
eru.
Þórdís, Guðlaugur og Áslaug
Arna hafa hins vegar verið óspör á
að gera andstæðingum sínum upp
slíkar rangfærslur. Hversu oft höf-
um við ekki fengið að heyra „það
er ekkert í orkupakkanum sem
skyldar stjórnvöld til að leggja sæ-
streng“.
Þessi langþreytta tugga á vænt-
anlega að slá einhverjar keilur hjá
fólki sem ekki fylgist vel með um-
ræðunni. Svona uppsláttur er í ætt
röksemdafærslu sem kölluð er
„strámaður“ þar sem þú býrð sjálf-
ur til röksemdafærslu andstæðings-
ins og skýtur hana svo í kaf með
stæl.
Ég veit ekki til þess að nokkur
maður hafi yfirleitt haldið þessu
fram, þ.e. að stjórnvöld yrðu skuld-
bundin til að leggja sæstreng, þetta
er bara vitleysa.
Mér finnst felast í því mikill
hroki og yfirdrepsskapur að kalla
baráttu okkar gegn 3. orkupakk-
anum „fellibyl í fingurbjörg“. Ef
þetta er hugarfarið sem beitt er
þegar efasemdaraddir eru teknar
alvarlega og farið vandlega ofan í
saumana á þeim, þá er varla von á
góðu.
Að lokum. Þessir „fáeinu menn
sem tala við sjálfan sig“, eins og
ÞKRG orðar það svo yfirlætislega,
eru rödd fólksins í landinu, og það
hefur aldrei stýrt góðri lukku að
smána þá rödd.
Í hvaða heimi býr Þórdís
Kolbrún R. Gylfadóttir?
Eftir Árna
Árnason » Þessi langþreytta
tugga á væntanlega
að slá einhverjar keilur
hjá fólki sem ekki fylgist
vel með umræðunni.
Árni Árnason
Höfundur er vélstjóri.
Í umræðum um
orkupakka þrjú er
mikið talað um
„raforkuverð í Evr-
ópu“ (Evrópusam-
bandinu). Það er
ekki rétt að tala um
þetta með þessum
hætti þar sem það
eru 28 aðildarríki
innan Evrópusam-
bandsins og hvert og
eitt þeirra er með mismunandi raf-
magnsverð til almennings.
Samkvæmt tölum Eurostat fyrir
annan ársfjórðung ársins 2018 er
Danmörk með dýrasta rafmagnið,
það er selt á 0,3123 á kWh (EUR
per kWh). Næstdýrast er raf-
magnið í Þýskandi, þar sem það
kostar 0,3 á kWh. Verðlag á Ís-
landi er í samanburðinum 0,1457 á
kWh. Meðaltalsverð EU-28 er
0,2113 á kWh. Meðaltalsverð á
evrusvæðinu er 0,2242 á kWh.
Ísland er langt frá því að vera
með lægsta rafmagnsverð til neyt-
enda innan Evrópusambandins og
EES. Ódýrasta rafmagnsverðið er
í Búlgaríu (0,1005 á kWh) og
Litháen (0,1097 á kWh).
Það er fleira rangt í þessari um-
ræðu með orkupakka þrjú, þar á
meðal rafmagnsverð í Noregi.
Norðmenn þurfa eingöngu að
borga 0,1917 á kWh fyrir raf-
magnið og þó hafa þeir
verið tengdir öðrum
ríkjum undanfarna
áratugi og verið bæði
að selja og flytja út
rafmagn á þessum
tíma.
Það er því rangt sem
er haldið fram í
tengslum við orku-
pakka þrjú að raf-
magnsverð muni
breytast á Íslandi við
innleiðingu hans. Verð-
myndun á rafmagni er
alltaf ákvörðun stjórnvalda á
hverjum tíma (skattar og gjöld) og
þeirra söluaðila rafmagns sem þar
er að finna.
Samkvæmt Eurostat er allt upp-
gefið verð með öllum sköttum og
gjöldum sem eru mismunandi milli
ríkja innan Evrópusambandsins og
EES.
Heimild: https://ec.europa.eu/eurostat/
statistics-explained/index.php/
Electricity_price_statistics
Raforkuverð í Evrópu
Eftir Jón
Frímann Jónsson
» Ísland er langt frá
því að vera með
lægsta rafmagnsverð til
neytenda innan
Evrópusambandins og
EES.
Jón Frímann Jónsson
Höfundur er rithöfundur.
jonfr500@gmail.com