Morgunblaðið - 05.06.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, kulda,
sólskin og lítið vatn, tók það Guð-
rúnu Sigurjónsdóttur frá Glit-
stöðum, formann veiðifélags Norð-
urár, ekki nema tuttugu mínútur að
fá fyrsta lax sumarsins í Borgarfirði
til að taka. Þetta var maríulax Guð-
rúnar sem naut aðstoðar leiðsögu-
manna við þreyta laxinn sem var
kominn í háfinn eftir glæsileg stökk
og nokkurra mínútna tog. Eftir
mælingu og myndatöku var þessum
74 cm hæng sleppt aftur út í straum-
inn en hann tók litla hitstúpu, Haug-
inn, við Eyrina neðan við Laxfoss.
„Þetta var fyrsti laxinn sem ég fæ
og fyrsti fiskurinn sem ég fæ á
flugu,“ sagði Guðrún lukkuleg. Og
henni þótti ganga vel að þreyta lax-
inn og koma honum í háfinn. Hún
lofaði aðstoð leiðsögumannanna,
sagðist án efa hafa farið öðruvísi að
hefði hún verið ein. „Ég var hrædd
um að missa laxinn og það hefði ver-
ið leiðinlegt.
En þetta gekk og var mjög gaman
– það mætti bara vera svolítið
hlýrra.“ Og hlæjandi sagðist hún
ekki hætt að veiða. „Ætli ég verði
ekki óstöðvandi eftir þetta!“
„Það var léttir að sjá laxinn kom-
inn í háfinn,“ sagði Einar Sigfússon
staðarhaldari. „Við þessi skilyrði var
það ekki sjálfgefið. Þetta var yfir-
borðstaka, vatnið er kalt, lofthitinn
ekki nema þrjár, fjórar gráður, svo
þetta var gleðilegt.
Við höfðum séð fiska þarna við
Eyrina í gær en maður er nervus í
svona kulda því þá er hætt við að
tökur séu grannar.“
Blaðamaður hefur mætt við opnun
Norðurár í á annan áratug og aldrei
séð jafn lítið vatn á þessum tíma og
nú. „Það eru vonbrigði að vatnið sé
svona lítið þetta snemma, “ segir
Einar. „Göngufiskurinn mætir,
sama hvað tautar og raular, en ef
þetta verður viðvarandi svona í sum-
ar er hætt við að verði dauft yfir
veiðunum því þá verður vatnið súr-
efnissnautt og fiskur hættir að taka.
En ég ber fullt traust til Einars
nafna míns Sveinbjörnssonar veður-
fræðings; hann spáði rigningarsumri
og nú verður sumarið alveg á hans
ábyrgð,“ segir Einar og brosir.
Sjö laxar veiddust alls á vaktinni.
Fyrstu löxum sumarsins var hins
vegar landað við Urriðafoss í Þjórsá,
þar sem stangveiðar hafa sannað sig
samhliða netaveiði. Veiðin hófst á
laugardaginn var og þriðja árið í röð
fékk Stefán Sigurðsson fyrsta lax-
inn. Veitt er á fjórar stangir og við
lok fyrsta veiðidags höfðu 24 laxar
verið skráðir í bók.
Sumarið á ábyrgð veðurfræðings
Formaðurinn
veiddi fyrst og
fékk maríulaxinn
Morgunblaðið/Einar Falur
Loftfimleikar Guðrún Sigurjónsdóttir þreytir maríulaxinn við Eyrina í Norðurá og nýtur aðstoðar Þorsteins Stefánssonar og Tryggva Ársælssonar.
Ljósmynd/Iceland Outfitters
Lukkulegur Jón Mýrdal með lax sem veiddist opunardaginn við Urriðafoss.