Morgunblaðið - 05.06.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.06.2019, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is fyrir heimilið VifturHitarar LofthreinsitækiRakatæki 60 ára Jón Ingi er frá Kálfsskinni á Árskógs- strönd og býr þar. Hann er iðnfræðingur og er frkvstj. Kötlu byggingafélags og sveitarstjórnarfulltrúi og formaður byggða- ráðs í Dalvíkurbyggð. Maki: Guðbjörg Ragnarsdóttir, f. 1959, skrifstofumaður hjá Kötlu. Börn: Ásrún Ösp, f. 1980, Sveinn Elías, f. 1986, og Einar Oddur, f. 1992. Barnabörn: Anton Dagur, Inga Karen, Jón Alex og Sigurður Sölvi. Foreldrar: Sveinn Elías Jónsson, f. 1932, fv. bóndi og byggingameistari,og Ása Marinósdóttir, f. 1932, ljósmóðir. Þau eru bús. á Hauganesi. Jón Ingi Sveinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst þú vera að drukkna í alls kyns misvísandi upplýsingum. Fólk reynir að draga úr þér kjark og athugasemdir þess staðfesta þínar verstu grunsemdir um sjálfa/n þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú finnur til glaðværðar og bjartsýni í dag. Láttu aðra um að leysa sín mál og sinnt þú þínum eigin. Þér tekst að höggva á hnút í deilumáli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú sért að æfa þig að lifa í nú-inu, þýðir það ekki að þurfir ekki að plana fram í tímann. Komdu jafnvægi á vinnu og fjölskyldulíf svo þú komir ein- hverju í verk. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú ferð í verslunarleiðangur er allt eins víst að þín verði freistað. Ekki sitja auðum höndum, það fer þér hreinlega ekki. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gleymdu þeim hlutum sem ekki gengu upp hjá þér á síðasta ári. Stundum verða góðir vinir að fá að hjálpa. Þú kemst á snoðir um gamalt leyndarmál. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samband sem eitt sinn riðaði til falls, er nú á traustum grunni. Þú færð skilaboð sem breyta öllu hjá þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Njóttu þess að vera með börnum í dag. Þú setur einhverjum stólinn fyrir dyrn- ar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhverjir eiga eftir að koma þér á óvart annað hvort með gjafmildi eða frekjugangi. Vertu góð/ur við sjálfa/n þig og aðra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu ekki sætleika valdsins ná tökum á þér. Samræður og eða stutt ferða- lög geta skilað góðum árangri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er rétti tíminn til að láta til skarar skríða varðandi þær breytingar, sem þú hefur velt fyrir þér. Þú ert eitthvað utan við þig þessa dagana. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Stundum er sannleikurinn miklu tilþrifaminni, en þú áttir von á. Gleymdu ekki að líta inn á við og biðja um hand- leiðslu. Forðastu að setja þig í skuldir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reynið að líta hlutina jákvæðum augum en gæta þess jafnframt að færast ekki of mikið í fang. Enginn getur þjónað tveimur herrum. Mosfellsdal, Varmalandi og Reyk- holti í Borgarfirði. Vilhjálmur stofn- aði bókaforlagið Að austan sem gaf út tvær bækur: Magisterinn og Silf- urmaðurinn. Hann var Formaður UMSB 1967-1970 en þá var m.a. Sumarhátíðin í Húsafelli sett á fót. Vilhjálmur er handhafi riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir fram- lag í þágu íþrótta og uppeldis. „Ég mála í frístundum,“ segir Vil- hjálmur spurður hvað hann hafi fyrir stafni. „Það fylgdi mér alla tíð meðan ég var að undirbúa mig fyrir keppni að mála. Ég er á því að síðustu þrír sólarhringarnir bæti ekki líkams- styrk en á þeim tíma getur byggst upp spenna sem þarf að vinna bug á. Fyrst og fremst þarf toppstykkið að vera í lagi og ég notaði jafnan pensla og liti til að slaka á.“ Fjölskylda Eiginkona Vilhjálms er Gerður Unndórsdóttir, f. 1.6. 1941, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Unndór Jóns- son endurskoðandi og Guðrún Sím- onardóttir afgreiðslukona. Börn Vilhjálms og Gerðar eru 1) Rúnar Vilhjálmsson, f. 14.12. 1958, prófessor við HÍ. Maki: Guðrún hjálmi sjálfum. Álitamál þótti hvort kosta ætti för íþróttamanna um hálf- an hnöttinn sem ekkert hefðu þangað að gera. Í nóvember það ár vann Vil- hjálmur til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Stökk Vilhjálms, 16,26 m, var það Ólympíumet í rúma klukku- stund og bæting á persónulegum árangri hans um hálfan metra. Ár- angur Vilhjálms var af virtu frjáls- íþróttariti talið óvæntasta afrek Ólympíuleikanna 1956. Fjórum árum seinna jafnaði Vilhjálmur gildandi heimsmet í með stökki upp á 16,70 m sem er enn í dag ríkjandi Íslandsmet í þrístökki – 63 árum síðar. Vil- hjálmur var kjörinn íþróttamaður ársins fimm sinnum, oftast allra. Starfsferill Vilhjálmur var kennari við Héraðs- skólann á Laugarvatni, 1957-1958; skólastjóri við Héraðsskólann á Laugarvatni, 1959 vorönn; kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, 1959-1960; kennari við Samvinnu- skólann á Bifröst, 1969-1965; skóla- stjóri Héraðsskólans í Reykholti, 1965-1979; skólameistari Mennta- skólans á Egilsstöðum, 1979-2001. Frá 2001 var Vilhjálmur um árabil stundakennari við Menntaskólann á Egilsstöðum og árið 2001 stofnaði hann Námshringjaskólann sem var í námskeiðsformi. „Að sumu leyti var blómlegasta starfið í Reykholti, en skólastarfið þar byggðist á gömlum lýðskóla- hugmyndum frá Grundtvig. Ég er Grundtvig-sinni og tel að skólar séu ekki síður uppeldisstofnanir en ítroðslustofnanir. Við vorum til dæm- is með morgunsöng á morgnana þar sem allir komu saman og var örlítil hugleiðsla. Það setti sinn svip á skóla- starfið fyrir austan að við vorum með bráðabirgðaaðstöðu og fengum ekki varanlegt húsnæði fyrr en skólinn var orðinn tíu ára gamall. En sem betur fer var aðsóknin í skólann mikil og skólastarfið var öflugt.“ Meðal annarra starfa má nefna að hann stofnaði og rak Íþróttaskóla Höskuldar og Vilhjálms ásamt Hösk- uldi Goða Karlssyni íþróttakennara 1960-1972. Var skólinn starfræktur í V ilhjálmur Einarsson fæddist 5. júní 1934 á Hafranesi við Reyðar- fjörð þar sem fjölskylda hans bjó fyrstu þrjú ald- ursár hans en fluttust á 1937 inn í þorpið á Reyðarfirði. Árið 1945 flutti fjölskyldan upp á Hérað í eitt af þremur fyrstu húsunum sem byggð voru þar sem nú er Egilsstaðabær. Á æskuárum sínum naut Vilhjálmur skólagöngu í barnaskól- anum á Reyðarfirði, farskólanum á Völlum, Gagnfræðaskólanum á Seyð- isfirði og Alþýðuskólanum á Eiðum. Á sumrin kynntist hann sveitastörf- um á Mýrum í Skriðdal og síðar byggingarvinnu á Egilsstöðum frá 12 ára aldri. Að loknu landsprófi við Al- þýðuskólanum á Eiðum innritaðist Vilhjálmur í Menntaskólann á Akur- eyri árið 1951 og útskrifaðist sem stúdent frá stærðfræðideild vorið 1954. Að loknu stúdentsprófi starfaði Vilhjálmur í Reykjavík til að geta not- ið tækifæra til að æfa stökkhæfileika sína sem landsliðsmaður í frjálsum íþróttum. „Það var mér mikil hvatn- ing þegar frændur mínir, Svavar Stefánsson, Tómas Árnason og fleiri frændur mínir unnu á landsmóti þeg- ar ég var krakki og leit ég oft bik- arinn augum. Svavar var mikill harm- onikkuleikari og kom eitt sinn með trommu úr kaupstaðarferð og sagði að ég ætti að spila á hana með honum. Og þannig lékum við fyrir dansi á sveitaböllunum.“ Um haustið 1954 hlaut hann skóla- styrk við Dartmouth-háskólann í Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan með BA-próf tveimur árum síðar. Sumarið 1955 starfaði Vilhjálmur hjá húsameistara ríkisins, Zóphóníasi Pálssyni, en hafði einnig getið sér gott orð sem afreksmaður í stökk- íþróttum á þeim tíma. Eftir útskrift frá Dartmouth sumarið 1956 fluttist Vilhjálmur heim og bjó hjá föður- bróður sínum, Sveini Stefánssyni lög- reglumanni, og Ástu Jónsdóttur konu hans á Hagamel í Reykjavík. Segja má að atburðarás í lífi Vil- hjálms seinni hluta ársins 1956 hafi komið öllum á óvart innanlands sem utan landsteinanna og ekki síst Vil- Kristjánsdóttir, prófessor við HÍ. Börn: Kristján, Þorvaldur og Vil- hjálmur; 2) Einar Vilhjálmsson, f. 1.6. 1960, ráðgjafi viðskiptalausna hjá Origo hf. Maki: Halldóra Dröfn Sig- urðardóttir aðstoðarleikskólastjóri. Börn: Gerður Rún, Vilhjálmur Darri, og Valdimar Orri; 3) Unnar Vil- hjálmsson, f. 28.10. 1961, íþróttakenn- ari við MA. Maki: Hólmfríður Jó- hannsdóttir íþróttafræðingur. Börn: Áróra, Sigríður Ýr, Gerður Kolbrá og Hrafnkatla; 4) Garðar Vilhjálmsson, f. 21.9. 1965, framkvæmdastjóri. Maki: Gestrún Hilmarsdóttir, flug- freyja. Börn: Hilmar, Vilhjálmur Árni og Unndór Kristinn; 5) Hjálmar Vilhjálmsson, f. 2.10. 1973, fram- kvæmdastjóri. Maki: Ragnheiður Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá LSÍ. Börn: Elvar Otri, Vilhjálmur Árni og Theodór; 6) Sigmar Vil- hjálmsson, f. 2.1. 1977, framkvæmda- stjóri. Börn: Einar Karl, Vilhjálmur Karl og Ingi Karl. Móðir: Bryndís Einarsdóttir. Barnabarnabörnin eru 11. Bræður Vilhjálms eru Stefán Ein- arsson, f. 8.8. 1940, hljóðvistarfræð- ingur í Svíþjóð, og Baldur Krist- jánsson, f. 6.3. 1951, uppeldisbróðir Vilhjálmur Einarsson, fyrrverandi skólameistari og frjálsíþróttamaður – 85 ára Hjónin Gerður Unndórsdóttir og Vilhjálmur Einarsson fín og flott. Oftast kjörinn íþróttamaður ársins 50 ára Erla er Akur- eyringur. Hún er hjúkrunarfræðingur og með BA í þjóð- félagsfræði frá Há- skólanum á Akureyri Hún vinnur á bráða- móttökunni á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Maki: Matthías Rögnvaldsdóttir, f. 1971, framkvæmdastjóri Stefnu hugbúnaðar- húss. Börn: Rakel, f. 1991, Daníel, f. 1994, Rut, f. 1996, Daði, f. 2000, og Mikael, f. 2001. Barnabarn: Eva Kristín. Foreldrar: Jóhannes Sigvaldason, f. 1936, búfræðingur og Kristín Tómas- dóttir, f. 1940, iðjuþjálfi. Þau eru bús. á Akureyri. Erla Jóhannesdóttir Til hamingju með daginn Kópavogur Hannes Þór Guðlaugsson fæddist 18. september 2018 í Reykja- vík. Hann vó 3.057 g og var 49 cm langur. For- eldrar hans eru Josabeth Albarando og Guðlaugur Siggi Hannesson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.