Morgunblaðið - 05.06.2019, Page 2
Ljósmynd/Andri Gunnarsson
Ófært Aurinn sem nær ekki nema nokkur hundruð metra, fyrir miðri mynd,
en hún var tekin síðasta haust. Jökullinn er í bakgrunni hægra megin.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Þegar jöklar hopa á sléttu landi
skilja þeir stundum eftir leirur og
daufís undir því. Það þornar ekki
og verður því aurbleyta og þá verð-
ur ófært,“ segir
Magnús Tumi
Guðmundsson
jarðeðlisfræðing-
ur, en í fyrsta
sinn í 66 ára
sögu vorferða
Jöklarannsókna-
félags Íslands
fannst engin fær
leið upp á Vatna-
jökul um
Tungnaárjökul.
Ástæðan er hopun jökulsins af
völdum loftslagshlýnunar.
Loftslag farið hratt hlýnandi
„Þetta er ein aðalleiðin inn á
Vatnajökul og skilgreind leið sem
ein af aðalleiðunum inn á hann eftir
að þjóðgarðurinn var stofnaður,“
segir Magnús Tumi. „Nú hefur jök-
ullinn hopað svo mikið að þar sem
við höfum farið upp á hann er nú
ísstál og ekki lengur fær vegur upp
á jökulinn sjálfan,“ segir Magnús
Tumi og nefnir að það sé kald-
hæðnislegt að hugsa til þess að
jöklahörfunin sjálf verði nú til þess
að erfiðara sé að komast upp á
jökla til að fylgjast með henni.
„Loftslagið hefur farið hlýnandi
og hlýnað hratt síðustu u.þ.b. 25
árin. Tungnaárjökull mun senni-
lega hlaupa fram aftur, hann er
framhlaupsjökull,“ segir Magnús
Tumi, en jökullinn hljóp fram árið
1945 og aftur árið 1995. „En ef
hann hleypur fram á fimmtíu ára
fresti, þá er langt í að hann gangi
aftur yfir þetta svæði,“ segir
Magnús Tumi.
510 kílómetrar í stað 270
Í færslu á facebooksíðu Jarðvís-
indastofnunar háskólans kemur
fram að á árunum 1995-1998 hafi
verið farið upp á Vatnajökul um
Skálafellsjökul og Jöklasel þar sem
Tungnaárjökull var ófær fyrstu ár-
in eftir framhlaup hans. Síðan hafi
það tvisvar komið fyrir að ekki hafi
verið fært í Jökulheima á tíma vor-
ferðar vegna snjóalaga.
Leiðin sem ferðalangar í vorferð
Jöklarannsóknafélagsins þurftu að
fara frá Reykjavík er u.þ.b. tvöfalt
lengri en sú hefðbundna, en þær
má sjá á kortinu hér til hliðar.
Lengri leiðin á kortinu er 510 kíló-
metrar og sú styttri 270 kílómetr-
ar. Þurftu vísindamennirnir að fara
fyrrnefnda leið um Skálafellsjökul
og Jöklasel.
Mikil þekking úr vorferðunum
Fjöldi vísindamanna frá ýmsum
stofnunum, þ.á m. Jarðvísinda-
stofnun Háskólans og Veðurstofu
Íslands, tekur þátt í ferðinni árlega
auk hóps jöklafélagsfólks úr öllum
geirum samfélagsins. Drjúgur hluti
þeirrar þekkingar sem aflað hefur
verið um Grímsvötn og aðrar eld-
stöðvar í Vatnajökli er byggður á
gögnum sem aflað hefur verið í
vorferðum Jöklarannsóknafélags-
ins.
Í sumar og haust verður athugað
hvort möguleikar séu á því að færa
leiðina við Tungnaárjökul til, en
ekkert er víst í þeim efnum nú og
m.a. þarf að velja leið sem hentar
með tilliti til umhverfisverndar.
Aurbleyta lokar leið vísindamanna
Ein aðalleiðin á Vatnajökul lokuð vegna jökulhörfunar Aurbleyta veldur ófærð framan við jökulinn
Drjúgur hluti þekkingar úr vorferðum Jöklarannsóknafélagsins Rannsaka og mæla Bárðarbungu
Magnús Tumi
Guðmundsson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ísfisktogarinn Engey RE-1, sem HB Grandi hefur gert
út frá Reykjavík frá því skipið kom nýsmíðað frá Tyrk-
landi árið 2017, leysti landfestar á Grandagarði í síð-
asta skipti í gærmorgun.
Skipið hefur verið selt til Rússlands og þar mun út-
gerðin Murmansk Trawl Fleet taka á móti því, eins og
200 mílur á mbl.is greindu fyrst frá síðastliðinn mánu-
dag.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eig-
andi HB Granda, hefur sagt afkomu félagsins á fyrsta
ársfjórðungi óviðunandi. Hann var meðal viðstaddra í
gær. »ViðskiptaMogginn
Morgunblaðið/Hari
Ísfisktogarinn Engey leysti land-
festar í Reykjavík í síðasta skipti
Engey siglir á brott tveimur árum eftir að togarinn kom til landsins
Alþingi samþykkti á mánudag frumvarp til laga um rétt
barna sem aðstandenda foreldra sem glíma við alvarleg
veikindi eða andast.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var
aðalflutningsmaður en aðrir flutningsmenn voru úr öllum
flokkum. Var frumvarpið samþykkt með 57 atkvæðum og
sex þingmenn voru fjarverandi við atkvæðagreiðslu.
„Þessi hópur barna er miklu stærri en fólk gerði sér grein
fyrir og það kom á óvart hve mörg börn missa foreldra
sína vegna skyndidauða; vegna sjálfsvíga eða slysa o.fl.,“
segir Vilhjálmur, en í frumvarpinu er lögð áhersla á frum-
kvæðisskyldu stjórnvalda til að veita börnum í þessari
stöðu upplýsingar um stöðu sína og eftirfylgni til átján ára aldurs.
Fram undan er vinna hjá heilbrigðisstofnunum og öðrum sem koma að
andláti foreldra við að móta verkferla í samræmi við skyldur þeirra sam-
kvæmt lögunum. Vilhjálmur segir það ánægjulegt að þessir aðilar hafi fagn-
að frumvarpinu og þeim skyldum sem á þá eru lögð í því.
Bót fyrir börn alvarlega veikra og látinna
Vilhjálmur
Árnason
Þessa dagana standa yfir mæl-
ingar á Bárðarbungu, m.a. á
þeim breytingum sem orðið hafa
samfara auknum jarðhita í bung-
unni í kjölfar Holuhraunsgossins
2014-2015, en þá seig askja
bungunnar um 65 metra. Þá
stendur yfir viðhald jarðskjálfta-
og gps-mæla á jöklinum og mæl-
ingar á gasútstreymi í Bárðar-
bungu og víðar.
Mælingar
standa yfir
RANNSAKA BÁRÐARBUNGULeiðir jöklavísindamanna á Vatnajökul
Vatnajökull
Tungnaárjökull
Aurbleyta
Reykjavík
Hefðbundin leið 270 km
Ný leið 510 km