Morgunblaðið - 05.06.2019, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Strengjakvartettinn Siggi gaf nýver-
ið út plötuna South of the Circle hjá
útgáfunni Solo Luminus. „Þetta eru
fimm verk eftir fimm íslensk tón-
skáld,“ segir Una Sveinbjarnardóttir
fiðluleikari um plötuna. Ásamt henni
samanstendur kvartettinn af Helgu
Þóru Björgvinsdóttur fiðluleikara,
Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleik-
ara og Sigurði Bjarka Gunnarssyni
sellóleikara. Platan hefur að geyma
verk eftir Unu sjálfa, Valgeir Sig-
urðsson, Hauk Tómasson, Mamiko
Dís Ragnarsdóttur og Daníel Bjarna-
son.
„Þetta eru ólík verk. Það má ef til
vill greina mínímalískan stíl á plöt-
unni. Þó er ekki beint hægt að lýsa
plötunni sem mínímalískri en það er
mínímalískur þráður í gegn. Hvert
verk hefur svo sín sérkenni og við er-
um mjög ánægð með hvað þau eru
fjölbreytt,“ segir Una um verkin á
plötunni.
„Þetta er spennandi listform“
„Þetta eru allt verk sem við höfum
spilað mikið og flest þeirra eru samin
fyrir okkur,“ segir Una og nefnir sem
dæmi að Haukur skrifaði verk sitt
fyrir kvartettinn og að þau hafi pant-
að verk Mamiko sérstaklega.
Verk Unu sem var frumflutt árið
2015 er einnig samið fyrir kvart-
ettinn. „Ég er svo heppin að stykkið
fékk að þróast í kvartettinum.“
Una segir mikla grósku vera í ný-
sköpun fyrir strengjakvartett. „Þetta
er mjög spennandi listform sem
byggist á gamalli hefð. Þetta er gríð-
arlega spennandi.“
Kvartettinn hefur einnig unnið
með klassísk verk og Una nefnir að
mörg af verkunum á plötunni hafi þau
unnið samhliða verkum eftir Beet-
hoven og Mozart. „Við njótum þeirra
forréttinda að vera íslensk og fá að
vasast í öllu. Það er engin sérstök sér-
hæfing í gangi hjá okkur. Ég held að
við höfum grætt á því að hafa fengið
að spila mjög mikið af stórum klass-
ískum verkum. Það er búið að vera
mjög gaman,“ segir Una og nefnir að
kvartettinn hafi sinnt fjölbreyttum
verkefnum, t.d. unnið leikhústónlist
með Veigari Margeirssyni.
„Mjög lýðræðislegt samstarf“
Una lýsir muninum á því að vinna
með ný verk og gömul; nálgunin sé
ólík. „Þegar maður er að spila eitt-
hvert alveg nýtt fær maður oft meiri
tækifæri til að móta það sjálfur og
prófa sig áfram. Þetta er mjög lýð-
ræðislegt samstarf hjá okkur og
stundum er eins og við séum á til-
raunastofu. Við prófum bara allt og
sjáum hvað virkar. Þetta er mjög opið
ferli. Hins vegar, ef maður er að
vinna Beethoven, þá veit maður
meira hvað virkar, hvaða nálgun er
best.“
„Við einblíndum mikið á alls konar
landafræði og náttúru þegar við vor-
um að taka upp plötuna.“ Una nefnir
sem dæmi að verk Mamiko sé um
náttúru á Tröllaskaga og sé mjög
myndrænt. Verk Daníels er undir
áhrifum frá gömlum ljósmyndum og
verk Valgeirs er innblásið af náttúru
Nebraska. „Hann var með á hreinu
hvernig Nebraska liti út, ímyndaði
sér miklar víðáttur, þó að hann hefði
aldrei komið þangað.“
Fyrir sunnan heimskautsbaug
Una skýrir titil plötunnar South of
the Circle með þessari áherslu á
landafræði og náttúru. „Við vorum
mjög fókuseruð á hvar við værum.
Við tókum plötuna upp í Masterkey-
stúdíóinu hjá Marketu Irglovu og
Sturlu Mio Þórissyni á Seltjarnar-
nesi. Það er fyrir sunnan heimskauts-
baug og þaðan kemur titillinn.“
Strengjakvartettinn heldur útgáfu-
tónleika í Mengi á föstudaginn, 7.
júní, kl. 17. Þá verður frumflutt
myndband eftir Takahiro Kayano,
japanskan vídeólistamann. Mynd-
bandið er við annan kaflann í verki
Unu, „Opacity“. „Við kynntumst hon-
um þegar við spiluðum verkið mitt og
verk Valgeirs, „Nebraska“, í Tókýó í
september. Það var alveg yndislegt,“
segir Una og bætir við: „Það er ótrú-
lega gaman að spila nýja tónlist í
Asíu. Það var röð út á götu. Íslensk
tónlist er greinilega mjög inn þar.“
Kvartettinn hefur spilað saman
síðan árið 2012 og segir Una að þau
séu hvergi nærri hætt. „Við erum rétt
að byrja, þetta er svo gaman.“
Næsta verkefni þeirra er að taka
upp verk eftir Halldór Smárason,
þrjá strengjakvartetta og fleiri
kammerverk. Það er fyrir sömu út-
gáfu og South of the Circle, Solo
Luminus. „Það gerum við á Ísafirði
og í það skipti verðum við komin nær
heimskautsbaugnum.“
„Eins og á tilraunastofu“
Strengjakvartettinn Siggi gefur út plötuna South of the Circle „Við erum
mjög ánægð með hvað verkin eru fjölbreytt,“ segir Una Sveinbjarnardóttir
Siggi Helga Þóra, Sigurður
Bjarki, Una og Þórunn Ósk skipa
strengjakvartettinn Sigga.
Trompetleik-
ararnir Jóhann
Nardeau og
Baldvin Oddsson
koma fram með
David Cassan,
organista frá
Frakklandi, í
Hallgrímskirkju
í kvöld kl. 20 og
flytja tónlist eft-
ir Charpentier,
Vivaldi, Händel o.fl. Jóhann og
Baldvin hlutu góðar viðtökur á
tónleikunum Hátíðarhljómar um
síðustu áramót og snúa nú aftur
með hinum margverðlaunaða
Cassan sem mun leika af fingrum
fram milli verka. Cassan leikur
tríósónötu nr. 1 eftir J.S. Bach, Úr
Pieces for a musical clock eftir
Georg Friedrich Händel og Árstíð-
irnar eftir Vivaldi í umskrift fyrir
orgel ásamt því að spinna í bar-
okkstíl. Miðasala fer fram á midi.is
og í Hallgrímskirkju og eru tón-
leikarnir á dagskrá Kirkju-
listahátíðar.
Barokkspuni á
orgel milli verka
Jóhann Nardeau
trompetleikari.
Kammertónleikar verða haldnir í
Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 19 og
eru þeir afrakstur samvinnuverk-
efnis Tónlistarskóla Kópavogs og
tónlistarháskólans Santa Cecilia í
Róm sem hlutu styrk úr Erasmus+.
Flutt verður ítölsk tónlist í samleik
nemenda beggja skóla sem unnu að
undirbúningi þeirra í vetur og
héldu tvenna tónleika í Róm í maí-
lok. Yfirskrift tónleikanna í kvöld
er Tengsl tveggja tónlistarheima
og er aðgangur að þeim ókeypis.
Tengsl tveggja
tónlistarheima
Í Róm Nemendur við Tónlistarskóla
Kópavogs á ferðamannaslóðum í Róm.
Myndlistarmaðurinn Ólafur Elías-
son snýr aftur í Tate Modern-
nútímalistasafnið í London í sumar
og opnar þar sýningu 11. júlí sem
ber titilinn In Real Life, eða Í raun-
veruleikanum. Verður það viða-
mikil yfirlitssýning á list Ólafs, ef
marka má tölvupóst frá Kynning-
armiðstöð íslenskrar myndlistar,
og fyrsta sýningin af því tagi sem
haldin er í Bretlandi.
Á sýningunni verða yfir 30 verk
eftir Ólaf og spanna þau um 30 ára
tímabil. Má af einstökum verkum
nefna innsetninguna „Beauty1993“
sem Ólafur gerði snemma á ferli
sínum og ný verk verða líka sýnd,
m.a. málverk og skúlptúrar.
Sýningin mun einnig ná til veit-
ingastaðar safnsins því eldhústeymi
stúdíós Ólafs mun setja saman sér-
stakan matseðil og viðburða-
dagskrá, að því er fram kemur á
vef Tate-listasafnanna.
Ólafur vakti mikla athygli á sín-
um tíma með innsetningu sinni
„The Weather Project“ í Tate Mod-
ern sem var í formi stærðarinnar
sólar og var loftið þakið speglum.
Sóttu yfir tvær milljónir gesta þá
sýningu í Túrbínusal safnsins árið
2003.
Í fyrra vakti Ólafur einnig mikla
athygli fyrir gjörning sinn Ice
Watch í London sem fólst í því að
flytja ís frá Grænlandi til borg-
arinnar þar sem hann varð hitanum
að bráð við Tate Modern.
Ljósmynd/Marina Imperi
Sól Verk Ólafs, „The Weather Project“, í Túrbínusal Tate Modern 2003.
Yfirlitssýning á list
Ólafs í Tate Modern
TIS SOT WATCH E S .COM
TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION
#ThisIsYourTime
SKARTGRIPIR & ÚR
SÍÐAN 1923
DEEPIKA PADUKONE.
TISSOT pr 100 lady.
TOP WES SELTON
DIAMONDS.
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is