Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Par skógarþrasta hefur búið sér til
hreiður á fánastöng í húsgarði í Að-
algötu á Hauganesi. Anna Lilja Stef-
ánsdóttir, eigandi garðsins, segir að
húnninn, efst á fánastönginni, hafi
farið af í slæmu veðri í vetur og þrest-
irnir hafi komið sér fyrir í skálinni
sem eftir varð efst á fánastönginni.
Hún segir þrestina hafa verið mik-
ið á ferðinni síðustu daga og telur að
þeir hafi verið að gefa ungunum.
Anna Lilja segist þó ekki geta séð í
hreiðrið enda stöngin há. Segir hún
mikið fuglalíf í kringum húsið, mikið
sé um skógarþresti en í vetur hafi
hún séð starra í fyrsta sinn á svæð-
inu.
Næði á fánastönginni
Anna Lilja kveðst hafa nokkrar
áhyggjur af því þegar ungarnir komi
niður úr hreiðrinu þar sem mikið sé
um ketti í bænum. Telur hún þrestina
hafa séð sér leik á borði að fá næði á
fánastönginni enda hafi þeir valið
hana fram yfir þrjár stórar aspir sem
einnig séu rétt við húsið.
„Maður vonar bara það besta en
það er gaman að fylgjast með þessu,“
segir Anna Lilja sem kveðst ekki
ætla að flagga á næstunni. „Ég gat
ekki flaggað á sjómannadaginn. Ég
held að þetta sé í fyrsta skipti síðan
við fengum stöngina. Maðurinn minn
var sjómaður og það var náttúrulega
alltaf flaggað á sjómannadaginn.
Nema núna,“ segir Anna Lilja og
hlær. „Fuglinn fékk bara að hafa sinn
frið.“
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Næði Þrösturinn gæti hafa valið hreiðurstað á fánastönginni í von um að fá frið fyrir heimilisköttum bæjarins.
Ala unga sína á fánastöng
Vildi ekki raska ró fugla og flaggaði ekki á sjómannadag
Forsvarsmenn fjölda sveitarfélaga
þar sem meirihluti landsmanna býr,
telja þau illa í stakk búin til þess að
innrita börn við 12 mánaða aldur á
leikskóla. 32 sveitarfélög með um
20% íbúa landsins eru aftur á móti
vel í stakk búin til þessa.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur við kortlagningu Valgerðar
Freyju Ágústsdóttur, sérfræðings á
hag- og upplýsingasviði Sambands
íslenskra sveitarfélaga, á aldri leik-
skólabarna við innritun á seinasta
ári í sveitarfélögum landsins. Nið-
urstöðurnar voru kynntar á stjórn-
arfundi sambandsins. Í fjármála-
áætlun ríkisstjórnarinnar er stefnt
að lengingu fæðingarorlofs í 12
mánuði og viðræðum við sveitar-
félög um að þau tryggi börnum dag-
vistun á leikskóla frá 12 mánaða
aldri.
Meðal þess sem fram kemur er að
33 sveitarfélög í athuguninni segjast
hafa sett sér stefnu eða viðmið um
að innrita börn á leikskóla við 12
mánaða aldur eða yngri. Þar búa
17% landsmanna. ,,Fimm sveitar-
félög hafa sett sér viðmið á milli 14-
17 mánaða innritunaraldurs og þar
búa um 24% þjóðarinnar. Sex sveit-
arfélög, þar á meðal Reykjavíkur-
borg, hafa sett sér viðmið um 18
mánaða aldur en þar búa 45% lands-
manna. Greinileg tengsl eru á milli
stærðar sveitarfélaga og viðmiðun-
araldurs. Þau sem eru fámennari
eru líklegri til þess að hafa lægra
aldursviðmið en þau sem fjölmenn-
ari eru,“ segir á minnisblaðinu.
Þegar spurt var svo hvernig þess-
um málum er háttað í reynd kom
fram að mikil dreifing er á aldri
barna sem innritast í leikskóla eftir
sveitarfélögum. Flest eru á aldrin-
um 19 til 24 mánaða gömul eða í
þriðjungi tilvika en rúmlega fjórð-
ungur barna innritast 13 til 18 mán-
aða gömul á leikskóla. Þegar spurt
var hversu mörg börn væru á bið-
lista í leikskólum fengust svör frá 50
sveitarfélögum. Fram kemur að um
47% barna á biðlistum voru 12 til 18
mánaða gömul en ríflega þriðjungur
barna á biðlistum voru yngri en 12
mánaða.
Sveitarfélög voru beðin að svara
hversu vel eða illa þau væru í stakk
búið til þess að innrita börn við 12
mánaða aldur. Komu fram greinileg
tengsl á milli stærðar sveitarfélaga
og þess hve vel eða illa þau telja sig í
stakk búin til þess að innrita börn
við 12 mánaða aldur á hefðbundnum
innritunartíma (júní – september).
,,Alls telja 32 sveitarfélög sig vel eða
mjög vel í stakk búin til þess að inn-
rita 12 mánaða gömul börn á þessu
tímabili, en í þeim sveitarfélögum
búa 20% landsmanna. Á hinn bóginn
telja 14 sveitarfélög sig illa eða mjög
illa í stakk búin til þess að innrita
börn á þessum aldri á hefðbundnum
innritunartíma, en þar búa 75%
þjóðarinnar.“ omfr@mbl.is
Mörg illa í stakk búin að
innrita 12 mánaða börn
20
12
6
2%
9
5
Biðlistar á leikskólum og svigrúm sveitarfélaga
Börn á biðlista 1. nóv. 2018 eftir aldri* Áætlað svigrúm sveitarfélaga til að
innrita börn við 12 mánaða aldur**
Fjöldi sveitarfélaga Sem hlutfall íbúa
Yngri en 12 mánaða 12-18 mánaða
19-24 mánaða 25-30 mánaða
Mjög vel Vel Hvorki né Illa Mjög illa
10% 10%
63%
12%
9 sveitar-
félög, þar
sem 63%
þjóðarinnar
búa, telja
sig vera illa í
stakk búin**Spurning: Hversu vel eða illa er sveitarfélagið í stakk búið m.t.t. húsnæðis, starfsfólks og aðbúnaðar
til að innrita börn við 12 mánaða aldur á hefðbundnum
innritunartíma? Alls svöruðu 52 sveitarfélög hvar búa
96% þjóðarinnar.
Alls
1.914
börn á
biðlista*
*50 sveitarfélög svöruðu. Fjögur fámenn sveitarfélög svöruðu
ekki en voru að líkindum ekki með börn á biðlista.
37%
47%
13%
2%
Heimild: Hag- og
upplýsingasvið
Sambands ísl.
sveitarfélaga
Ríkissjóður hefur keypt húseignina
Jónstótt ásamt lóð og er miðað við
að eignin verði afhent í maí. Ríkis-
eignir taka við umráðum eignar-
innar með sambærilegu fyrirkomu-
lagi og er gagnvart Gljúfrasteini.
Áætlaður kostnaður vegna kaupa
og lágmarksendurgerðar á fast-
eigninni liggur á bilinu 120–145
milljónum króna. Komið er að
miklu viðhaldi á eigninni og verður
ákvörðun um framkvæmdir tekin
svo fljótt sem verða má.
Kemur þetta fram í svari
mennta- og menningarmálaráð-
herra við fyrirspurn frá Bryndísi
Haraldsdóttur um Laxnesssetur.
Svörin eru birt á síðu Alþingis.
„Kaupin eru mikilvæg fyrir upp-
byggingu Laxnessseturs við
Gljúfrastein í Mosfellsbæ. Þar er
m.a. litið til þess að samkvæmt
deiliskipulagi fyrir Þingvallaveg er
gert ráð fyrir breytingum á legu
vegarins sem myndi gera núver-
andi bílastæði við Gljúfrastein ónot-
hæft, en bílastæði í landi Jónstóttar
lægi mjög vel við safninu,“ segir
þar en skipaður verður starfshópur
í tengslum við verkefnið.
Um 150 milljónir í Jónstótt við Gljúfrastein
Guðrún Erlingsdóttir
Snorri Másson
Hælisleitandinn sem var staðinn að
því að safna sýru á brúsa í búsetuúr-
ræði Útlendingastofnunar á Ásbrú
gaf við yfirheyrslu þá skýringu að
hann ætlaði að losa um stíflu í vaski.
Hefur Morgunblaðið það samkvæmt
áreiðanlegum heimildum.
Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlög-
regluþjónn á Suðurnesjum, telur að
hælisleitandinn hafi í örvæntingu
sinni verið að berjast fyrir til-
verurétti sínum. Það sé hægt að
ímynda sér að um sjálfsbjargar-
viðleitni hafi verið að ræða til þess
að fá að vera áfram í landinu, en hæl-
isleitandinn mun hafa vitað af yf-
irvofandi brottvísun. Var honum vís-
að úr landi í kringum 22. maí sl.
þegar endanleg niðurstaða um hæl-
isumsókn hans lá fyrir.
Bjarney telur ólíklegt að söfnun
geymasýru hafi verið til þess ætluð
að skaða aðra. Að sögn hennar var
lögreglan á Suðurnesjum aldrei köll-
uð með beinum hætti að málinu. Ör-
yggisvörður í Ásbrú, sem er staðsett
í umdæmi lögreglunar á Suður-
nesjum, gerði Útlendingastofnun
viðvart um að brúsi með rafgeyma-
sýru hefði fundist. Starfsmaður Út-
lendingastofnunar hafði samband
við lögreglumann á höfuðborgar-
svæðinu. Sá lögreglumaður lét
Bjarneyju óformlega vita af geyma-
sýrufundinum sama kvöld. Ekki
hefði komið fram hver hefði átt í hlut
en upplýst var að sýran hefði verið
tekin af manninum og fjarlægð.
Að sögn Bjarneyjar stóð til að
hafa frumkvæði að því að kanna mál-
ið á vettvangi morguninn eftir en
ekki hafi gefist svigrúm til þess
vegna anna, en þann dag kom upp
fíkniefnamál og þurfti lögreglan þá
meðal annars að sinna fangaflutn-
ingum.
Sýrumálið var ekki
kannað vegna anna
Sagðist ætla að losa stíflu í vaski
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barátta Hælisleitendur leita ýmissa
leiða til þess að vekja athygli á mál-
stað sínum og koma í veg fyrir að
þeim sé vísað úr landi.
Í rafgeymum bifreiða er að finna
vatnsblandaða brennisteinssýru.
Samkvæmt upplýsingum frá
Eitrunarmiðstöð Landspítala er
helsta eiturverkun sýru æting
sem veldur bruna. Sýrur sem
komast í snertingu við húð valda
mestu skemmdum á ystu lögum
húðarinnar. Margir þættir hafa
áhrif á það hversu miklum skaða
sýrurnar valda, s.s. styrkur sýr-
unnar, pH-gildi, snertitími, milli-
verkanir við önnur efni og fleira.
Bein snerting við sýrur getur
valdið miklum sársauka, sárum
og drepi og inntaka bruna í
munni, vélinda og maga.
Sár og drep
af sýru
RAFGEYMASÝRA