Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Dómsmálaráðuneytið hefurákveðið að rannsaka skuli
kosningasvindl fyrir síðustu borg-
arstjórnarkosningar. Með því er
ákvörðun sýslumanns snúið við en
ákvörðunin er í samræmi við álit
Persónuverndar sem komst að
þeirri niðurstöðu
að brotin hefðu
verið lög í
tengslum við fram-
kvæmd sveit-
arstjórnarkosninga
í Reykjavík.
Brotin snúastum að send
voru skilaboð til
ákveðinna hópa fyrir kosningar.
Svo heppilega vildi til fyrir þáver-
andi meirihluta í borginni, sem
reyndar féll engu að síður og hef-
ur síðan stuðst við hækju Við-
reisnar, að hóparnir sem fengu
sérstaka hvatningu eru einmitt
hópar sem líklegri voru en aðrir til
að styðja þáverandi meiri-
hlutaflokka.
Vigdís Hauksdóttir borg-arfulltrúi hefur þrýst á um að
tekið verði á þessum brotum meiri-
hlutans og í samtali við mbl.is í
gær segir hún að hinn fallni meiri-
hluti eigi „ekki að komast upp með
kosningasvindl“.
Kosningar verða að vera yfirvafa hafnar og ríkjandi
stjórnvöld eiga ekki að komast upp
með að nýta aðstöðu sína til að
hanga á völdum umfram það sem
eðlilegt getur talist í kosningum
þar sem rétt er gefið.
Furðu vekur að núverandimeirihluti í borginni, ekki síst
sá hluti hans sem kom inn eftir
kosningar, skuli ekki taka þessu af
alvöru og keppast við að þvo af sér
þennan ljóta blett í stað þess að
streitast á móti.
Vigdís
Hauksdóttir
Kosningasvindlið
verður rannsakað
STAKSTEINAR
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Sigþrúður Erla Arnardóttir hafnaði
í gær í þriðja sæti á heimsmeistara-
móti Alþjóðakraftlyftingasambands-
ins í klassískum kraftlyftingum í
flokki 50-60 ára, en hún fékk brons í
hnébeygju og brons fyrir saman-
lagðan árangur. „Ég varð Evrópu-
meistari í fyrra í Helsingborg og
núna jafnaði ég hnébeygjuna mína,
bætti mig í bekk[pressu] og bætti
mig í samanlögðu,“ segir Sigþrúður,
en hún hafnaði í fjórða sæti í bekk-
pressu og réttstöðulyftu. Dagmar
Agnarsdóttir keppti einnig á mótinu
í flokki 60-70 ára og fékk brons í
réttstöðulyftu.
Hröð uppleið í lyftingunum
Ekki er ýkja langt síðan Sig-
þrúður Erla hóf að stunda kraftlyft-
ingar, en hún æfir á Seltjarnarnesi
með Kraftlyftingafélagi Reykjavík-
ur undir handleiðslu Ingimundar
Björgvinssonar. „Ég byrjaði haustið
2014. Þetta hefur verið hröð uppleið,
það má segja það,“ segir hún og fer
fögrum orðum um félagana á Sel-
tjarnarnesi. Hún segir kraftlyfting-
arnar henta fyrir hvern sem er og
alla aldurshópa. „Allir í kraftlyft-
ingar. Þetta er íþrótt fyrir alla ald-
urhópa og flottur og góður hópur
sem stundar hana,“ segir hún.
Fékk brons á heimsmeistaramótinu
Jafnaði í beygju, bætti sig í bekk og samanlögðu „Allir í kraftlyftingar“
Hópurinn Gleði með árangurinn.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við förum nú í að þróa hugmyndir
og klárum að vinna þetta í lok ársins.
Hugmyndin er að brunnlokin verði
frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík
sumarið 2020,“ segir listakonan Elsa
Jónsdóttir.
Á dögunum fékk Elsa ásamt Birni
Loka Björnssyni, en saman kalla
þau sig Krot og krass, tveggja millj-
ón króna styrk úr Miðborgarsjóði til
að framleiða mynstur á brunnlok í
miðborg Reykjavíkur.
„Verkefnið snýst um að framleiða
nýtt útlit á járnlok þar sem unnið er
með sögufræga staði, ljóð og sögur,
flóru Íslands, listaverk, frímerki og
leiðarvísa svo eitthvað sé nefnt.
Verkefnið á sér fyrirmynd m.a. í
Japan en unnið verður með íslenska
sögu. Með verkefninu er ætlað að
vekja athygli á áhugaverðum stöð-
um í miðborginni á jákvæða og skap-
andi vegu, bæði í borgarlandinu og
einnig sem myndbirting á al-
þjóðavettvangi,“ segir í umfjöllun
um styrkveitinguna.
Elsa segir í samtali við Morg-
unblaðið að þau hafi unnið vegg-
listaverk í almannarými og hug-
myndin um brunnlokin spretti út frá
sömu hugmyndafræði. „Að taka
hversdagslegan hlut og gera hann
sérstakan. Við erum sjúklega ánægð
að borgin skuli vera til í að taka þátt
í svona verkefni.“
Hún segir að gerð verði tíu brunn-
lok sem komið verði fyrir í miðborg
Reykjavíkur. Hluti af ferlinu sem nú
fer í gang er að ákveða staðsetn-
ingar fyrir lokin. „Við höfum mikið
verið að vinna með íslenskt mál;
málshætti, orðtök og áhugaverða
hluti úr íslenskunni. Við höfum líka
verið að spá í að færa okkur yfir í
myndrænni útfærslur og leita á nýj-
ar slóðir,“ segir Elsa um mögulegt
útlit brunnlokanna.
Hanna útlit á brunn-
lok í miðbænum
Fengu tveggja
milljóna króna styrk
Ljósmynd/Rafael Pinho
Krot og krass Listamennirnir Elsa
Jónsdóttir og Björn Loki Björnsson.