Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
GRILLJÓN
ástæður til að grilla
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
... því það er bongó
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fasteignamat hækkar mun meira á
landsbyggðinni en á höfuðborgar-
svæðinu þegar nýtt mat tekur gildi
um næstu áramót. Heildarmatið
hækkar um 6,1%. Heildarfasteigna-
matið hækkar um 5,3% á höfuðborg-
arsvæðinu en 10,2% á Vesturlandi.
Allra mesta hækkunin verður á Akra-
nesi, 19,1%, og íbúðamatið þar hækk-
ar enn meira eða um 21,6%.
Þjóðskrá Íslands kynnti í gær fast-
eignamat fyrir árið 2020. Heildarmat-
ið verður liðlega 9 þúsund milljarðar
króna sem er 6,1% hækkun frá árinu í
ár. Þetta er aðeins um helmingur af
þeirri hækkun sem varð í ár og á síð-
asta ári þegar heildarmat fasteigna
hækkaði um 12-14%, hvort ár.
Lóðaverð sumarhúsa lækkar
Samanlagt mat íbúða á landinu öllu
hækkar um 6% og er meiri hækkun á
sérbýli en fjölbýli, eins og sést á með-
fylgjandi töflu. Fasteignamat íbúða á
höfuðborgarsvæðinu hækkar um 5%
en 9,1% á landsbyggðinni. Ef aðeins
er litið til mats á íbúðum sést að
mesta hækkunin verður á Akranesi,
21,6%, 17,7% í Suðurnesjabæ sem er
sameinað sveitarfélag Sandgerðis og
Garðs og um 16,6% í Vestmannaeyj-
um. Hækkunin í þessum bæjum er
því þre- til fjórföld miðað við höfuð-
borgarsvæðið.
Fasteignaverð sumarhúsa hækkar
aðeins um 0,7% á milli ára. Sú skýring
er gefin að nokkrar breytingar hafi
verið gerðar á aðferðafræði við út-
reikning á fasteignaverði sumarhúsa.
Matssvæðum er fjölgað og útreikn-
ingi lóðaverðs breytt þannig að minni
sumarhúsalóðir lækka í mati en þær
stærri hækka. Þetta leiðir til þess að
lóðaverð sumarhúsa lækkar að jafn-
aði um 23% en húsamatið sjálft hækk-
ar um 7,5%.
Tilkynningar um nýtt fasteignamat
verða sendar eigendum eignanna raf-
rænt og geta þeir nálgast upplýsing-
arnar frá 15. þessa mánaðar í póst-
hólfi sínu á upplýsinga- og þjónustu-
vefnum island.is.
Fasteignaskattar til sveitarfélaga
eru lagðir á fasteignamatsverð íbúða
og hækka því á næsta ári eins og mat-
ið nema álagningarprósentan verði
lækkuð. Félag atvinnurekenda skor-
ar á sveitarfélögin að lækka álagning-
arprósentu fasteignaskatta á atvinnu-
húsnæði við gerð fjárhagsáætlana
fyrir næsta ár.
Hækkun fasteignamats 2020
Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Landið allt
Heimild: Þjóðskrá Íslands
Sérbýli Fjölbýli Atvinnuhúsnæði
9,1%
5,2%
9,1%
4,8%
9,3%
5,9%
Hækkun fasteignamats eftir landshlutum
Höfuðborgarsvæðið
Suðurnes
Vesturland
Norðurland vestra
Norðurland eystra
Austurland
Suðurland
5,3%
9,8%
10,2%
6,7%
7,4%
6,7%
8%
Akranes 19,1%, Vestmannaeyjar 14,7%, Suðurnesjabær 14,2%6,1% er hækkun heildarmats allra fasteigna 2020
6,6%
▼ 5,3%
▼
6,9%
▼
Mesta hækkun:
Fasteignamat hækkar
meira á landsbyggðinni
6,1% heildarhækkun Mesta hækkunin á Vesturlandi
„Við munum lækka álagningarprósentu fasteigna-
skatta umtalsvert til þess að tryggja að staðið verði
við yfirlýsingu sem gefin var út við gerð lífskjarasamn-
inga um að gjöld íbúa muni hækka að hámarki um
2,5%,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á
Akranesi. Þar hækkar heildarmat fasteigna um 19,1%
en íbúar og fyrirtæki verða ekki fyrir auknum álögum
vegna áforma bæjaryfirvalda um áframhaldandi lækk-
un álagningarprósentu.
„Ég tel að þetta sé gott fyrir Akranes. Sýnir í raun
þá þróun sem verið hefur síðustu ár,“ segir Sævar Freyr um hækkun
fasteignamatsins sem endurspeglar þróun fasteignaverðs. Mikil upp-
bygging er á Akranesi og ásókn í að kaupa fasteignir. Sævar segir að
byggingafyrirtæki séu að fá gott verð fyrir eignirnar en þrátt fyrir það
séu þær boðnar á 30-40% hagstæðara verði en víða á höfuðborg-
arsvæðinu.
Lækka álagningarprósentu
AKRANESBÆR KEMUR TIL MÓTS VIÐ ÍBÚA OG FYRIRTÆKI
Sævar Freyr
Þráinsson
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Lífeyrisþegar sem búsettir eru erlend-
is eða dvelja þar langdvölum og fá líf-
eyri sinn greiddan inn á erlendan
bankareikning gætu í sumum tilfellum
verið með hærri greiðslur en ef greitt
er inn á innlendan reikning. Þessi
sömu lífeyrisþegar gætu allt eins feng-
ið minna greitt inn á erlendan banka-
reikning en íslenskan.
Samkvæmt frétt Morgunblaðsins á
þriðjudag jukust greiðslur inn á er-
lenda reikninga lífeyrisþega frá
Tryggingastofnun, um 47% á síðasta
ári. Samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun eru almannatrygg-
ingabætur greiddar í íslenskum krón-
um enda réttindin og fjárhæð bóta til-
tekin í íslenskum krónum í lögum og
reglugerðum þar um. Bætur og
greiðslur eru greiddar inn á reikning
sem viðkomandi aðili óskar eftir og er í
eigu hans.
Ef lífeyrisþegi óskar eftir að lagt sé
inn á erlendan reikning í eigu viðkom-
andi þá verður Tryggingastofnun við
þeirri beiðni. Slík millifærsla fer í
gegnum þjónustubanka sem miðar þá
við gengi þess dags þegar millifærsla á
sér stað og getur endanleg greiðsla til
viðkomandi breyst eftir gengisskrán-
ingu hvers dags. Lífeyrisþegi ber sjálf-
ur kostnað af millifærslunni enda ekki
að finna heimild til greiðslu slíks
kostnaðar í almannatryggingalögum.
Samkvæmt upplýsingum frá Lands-
bankanum kostar 3000 kr. að millifæra
af íslenskum bankareikningi yfir á er-
lendan ef þess er óskað símleiðis. Milli-
færsla í gegnum heimabanka er 1.900
kr.
Ef reiðufé er tekið út með íslensku
kreditkorti erlendis er tekin 2,75%
þóknun en lágmarksþóknun er 800 kr.
Þóknun á úttekt af debetkorti í erlend-
um hraðbanka eða banka er 2% og sé
greitt með debetkorti hjá sölu- eða
þjónustuaðila erlendis er þóknunin
1%. Mismunandi vextir á milli landa og
breytilegt gengi og fjöldi lífeyrissjóða
sem greiðslur koma frá er ein breyta
sem lífeyrisþegar þurfa að skoða þeg-
ar þeir ákveða hvers konar reikning
þeir vilja fá lífeyri sinn lagðan inn á.
Lífeyrir lagður í
erlendan banka
Lífeyrisþegar greiða kostnaðinn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fyrirhyggja Að mörgu þarf að hyggja þegar dvalið er erlendis.
Kostnaður
» 1.900 til 3.000 króna kostn-
aður við að leggja inn á erlend-
an reikning.
» Borgar sig að safna öllum
lífeyri inn á einn reikning.
» Mismunandi þjónustu- og
vaxtagjöld milli banka og
landa.
» Gengi ræður upphæð líf-
eyris sem lagður er í erlendan
banka.