Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi
Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign,
hafðu samband í síma 533 4200 eða arsalir@arsalir.is
Ársalir
fasteignamiðlun
533 4200
159.000.000 kr. - 725,2 m²
Vandað og gott atvinnuhúsnæði sem
skiptist í 515 m² á jarðhæð með tvennum
innkeyrsluhurðum og hárri lofthæð, og
210 m² á efri hæð, sem henta vel fyrir
skrifstofur og þh. Góð aðkoma og bílastæði
á lóð.
99.500.000 kr. - 374,9 m²
Gott 375 m² atvinnuhúsnæði við Skútuvog
í Reykjavík. Húsnæðið á jarðhæð sem er
256 m² með hárri og góðri innkeyrsluhurð,
lofthæð ca. 4,3m Skrifstofur, kaffistofa og
snyrting á efri hæð, eru 119 m² allt í mjög
góðu ástandi.
59.000.000 kr. - 148,3 m²
Falleg og mikið endurnýjuð efri sérhæð
í tvíbýlishúsi, með bílskúr. Nánari lýsing:
Eldhús með vandaðri sérsmíðaðri innrét-
tingu og góðum tækjum. Uppþvottavél í
innréttingu fylgir. Tvö bílastæði fylgja eign-
inni. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð
síðustu ár. Ný gólfefni og loftaklæðning í
allri íbúðinni.
74.000.000 kr. - 154,2 m²
Til sölu einstaklega vandað sumarhús
neðan við 11. brautina á einum fallegasta
golfvelli landsins, Kiðjabergi. Húsið er á
skjólsælum og fallegum útsýnisstað. Fjögur
rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi
með sturtu. Sér geymsla. Hiti er í öllum
gólfum. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar
og vandaðar. Lóðin er 11.000. m² eignarlóð.
Björgvin
Björgvinsson,
löggiltur fasteignasali
Dragháls 10, 110 Reykjavík Skútuvogur 10B, 104 Reykjavík Þinghólsbraut 28, 200 Kóp. Kiðjaberg lóð 9, 801 Selfoss
Gera sýklalyf gagn við eyrna-bólgum, hálsbólgum og kvefi?Öll þekkjum við kvef og aðrar
sýkingar í efri loftvegum. Hálssær-
indi og hálsbólga getur verið hvimleið
og langvinn, iðulega samtímis kvefi
og nefrennsli. Hósti dag- og næt-
urhósti fylgir oft í kjölfarið og jafnvel
eyrnaverkur. Hvað er til ráða? Er
ekki hægt að lækna þetta með sýkla-
lyfjum, er algeng spurning og skilj-
anleg þegar veikindin hafa staðið um
lengri tíma. Hvenær er rétt eða þörf á
að meðhöndla þessi einkenni með
sýklalyfjum. Sjaldan eða aldrei í raun.
Sturta eða hækkað
undir höfðalagi
Hvað er þá þessi eyrnabólga?
Eyrnabólga er sýking í miðeyra, bak
við hljóðhimnuna, iðulega í tengslum
við kvef þegar vökvi hefur safnast í
miðeyranu og veldur undirþrýsting
eða jafnvel bólgu. Við mikinn þrýst-
ing getur hljóðhimnan rofnað – þá
tæmist sýkingin út og verkurinn
minnkar. Sýkingin er langoftast
veirusýking, hvort sem er eyrna-
bólga, hálsbólga eða kvef og þá eru
sýklalyf jú gagnslaus.
Í daglegu starfi hafa læknar klín-
iskar leiðbeiningar, bæði íslenskar og
erlendar til að styðjast við, hvort sem
vandamálið er kvef, eyrnabólgur eða
annað. Nýjustu leiðbeiningar leggja
áherslu á ýmis úrræði, önnur en
sýklalyf. Oft duga einföld verkjalyf,
til að slá á eyrnaverk. Að hækka und-
ir höfðalaginu og nota raka, gott bað
eða sturta getur bætt líðan.
Leikskólabarn sem er kvefað með
hor en hitalaust og hresst þarf ekki
sýklalyf, jafnvel þó sjáist útbungun á
hljóðhimnu eða vökvi í miðeyra.
Lyf eða ástunga
Við endurteknar eyrnabólgur,
hvort sem þarf sýklalyf eða ekki, eða
langvinnan vökva í miðeyra, er skoð-
að hvort þörf sé á öðrum úrræðum til
dæmis ástungu eða rörum og börnum
þá vísað á háls-, nef- og eyrnalækna
til mats.
Barn undir eins árs aldri með
eyrnabólgu þarf yfirleitt sýklalyf,
einnig ef barnið er mikið veikt með
háan hita eða mikil einkenni. Við
svona veikindi er sjálfsagt að leita
læknis.
Á öllum heilsugæslustöðvum er op-
in dagvakt þar sem hjúkrunarfræð-
ingur tekur á móti erindum, hvort
sem er í síma eða viðtal á stofu, og ef
þörf krefur kemur læknir og skoðar.
Þannig er hægt að komast að sam-
dægurs, fá ráð og eftir þörfum skoð-
un, góður valkostur fyrir foreldra
veikra barna. Jafnvel stutt innlit
næsta dag til meta gang veikindanna,
er bólgan að hjaðna eða versna, er
þörf á annarri meðferð eða er allt á
réttri leið. Reynslan sýnir að sjaldn-
ast er þörf á meiri meðferð.
Skynsamlegri
notkun sýklalyfja
Eins og hjá börnum er sjálfsagt
fyrir fullorðna að nota ýmis úrræði til
að bæta líðan, nefúði hvort sem er
saltvatnslaus til skolunar, nefúði sem
dregur úr þrota í nefslímhúð er í lagi
að nota í stuttan tíma og einnig er til
bólgueyðandi nefúði, sterar til stað-
bundinnar notkunar. Allt þetta getur
bætt líðan og hjálpað. Raki, gufa,
drekka vel og önnur einkenna-
meðferð skiptir einnig máli.
Í dag er lögð mikil áhersla á að
draga úr notkun sýklalyfja og hefur
náðst mikill árangur en betur má ef
duga skal. Með skynsamlegri notkun
sýklalyfja er hægt að minnka sýkla-
lyfjaónæmi. Við viljum tryggja að
hafa góð lyf þegar á þarf að halda, að
hafa aðgang að sýklalyfjum sem virka
þegar þörf krefur.
Endurteknar eyrna-
bólgur og lækning
Morgunblaðið/ÞÖK
Læknisheimsókn Læknar hafa klíniskar leiðbeiningar, bæði íslenskar og erlendar, til að styðjast við, hvort sem
vandamálið er kvef, eyrnabólgur eða annað. Sýklalyf reynast vel við þessum kvillum, en notkun þarf að vera í hófi.
Heilsuráð
Sigríður Dóra Magnúsdóttir
framkvæmdastjóri lækninga,
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Nú í vikunni var undirritað sam-
komulag um að ferðaþjónustufyr-
irtækið Arctic Adventures yrði einn
af helstu bakhjörlum Fiskidagsins
mikla á Dalvík. Jafnframt var tilkynnt
um verkefni í hreinsun á fjörum við
utanverðan Eyjafjörð í tengslum við
hátíðina. Arctic Adventures mun út-
vega báta og búnað til að fara upp í
fjörur og hreinsa þar til. Áætlað er að
fara í þessa hreinsun fimmtudaginn
8. ágúst í sumar. Ruslið og það sem
finnst við strendurnar verður svo til
sýnis á Fiskideginum mikla, laug-
ardaginn 10. ágúst, til að vekja fólk
til umhugsunar og til að sýna hvað
það finnst í fjörum. „Mikil vakning
hefur orðið fyrir mikilvægi þess að
hreinsa hafið og strandlengjur lands-
ins. Við utanverðan Eyjafjörð eru
margar fjörur illfærar og þar mun
verkefnið að mestu fara fram, segir í
fréttatilkynningu.
Haft er eftir Júlíusi Júlíusson,
framkvæmdastjóra Fiskidagsins
mikla, að stuðningur Arctic Advent-
ures sé mikið fagnaðarefni. Hjá fyrir-
tækinu og meðal starfsmanna þess
sé sterk umhverfisvitund sem haldist
í hendur við að á Fiskideginum mikla
séu umhverfismál nú efst á baugi.
Önnur umhverfisverkefni sem Arctic
Adventures stendur fyrir ásamt
starfsmönnum sínum eru minnkun
úrgangs, aukin endurvinnsla og
fræðsla til ferðamanna um mikilvægi
umhverfisverndar, bæði fyrir komuna
til landsins og í ferðum með Arctic
Adventures. Fyrirtækið hefur einnig
fjárfest í rafbílum og ætlar að fjölga
þeim.
Fiskidagurinn mikli á Dalvík fær nýjan bakhjarl
Hreinsa fjörurnar við Eyjafjörð-
inn í aðdraganda hátíðarinnar
Stuðningur Freyr Antonsson frá Arctic Adventures og Júlíus Júlíusson Fiskidags-
maður um borð í hvalaskoðunarbátnum Draumi þegar samningur var undirritaður.
Ljósmynd/Atli Rúnar
Sjávarfang Gert að fiski á hátíðinni
miklu á Dalvík síðasta sumar.
Á morgun, föstudaginn 7. júní, kl. 16, opnar Randa Mul-
ford sýninguna Teppi á veggnum í Listasal Mosfellsbæjar.
Randa er bandarísk en hefur sterk tengsl við Ísland og
Mosfellsbæ. Hún er, segir í fréttatilkynningu, einstakur
textíllistamaður og sérhæfir sig í bútasaumslist. Í verk-
unum blandar Randa saman ýmsum aðferðum og þenur
út þetta óvenjulega listform til hins ýtrasta. Niðurstaðan
verður bæði ótrúlega nákvæm fígúratíf verk og flókin
mynsturverk sem virðast iða á veggnum. Verk Röndu
hafa hlotið víðtæka viðurkenningu á bútasaumssýningum
víðsvegar um Bandaríkin og unnið til margra virtra verð-
launa vestanhafs, þar sem mjög sterk hefð er fyrir búta-
saumi.
Sýningin í Mosfellsbænum er opin á virkum dögum kl. 12-18 og á laug-
ardögum kl. 12-16. Síðasti sýningardagur er 5. júlí. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.
Sýnir teppi í Mosfellsbænum
Randa
Mulford