Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
AROUNDTHEWORLD.IS
S. 564 2272
Faldar perlur Ítalíu
14. – 30. september 2019
Innifalið flug, gisting í 13 nætur með
morgunmat, 7 kvöldverðir, sigling til
Capri, matreiðslunámskeið, allar
skoðunarferðir, íslensk fararstjórn.
Verð í tvíbýli kr. 459.500 á mann.
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Það sem af er þessu ári hafa fimm
einstaklingar leitað á Landspítala
með gat á lunga sem virðist mega
rekja til rafrettureykinga. Þetta er
talsverð fjölgun á slíkum tilfellum
frá fyrri árum og má líklega rekja til
aukningar á rafrettureykingum eða
veipi að mati Tómasar Guðbjarts-
sonar, prófessors og læknis á hjarta-
og lungnaskurðdeild Landspítala
sem hefur meðhöndlað þessa sjúk-
linga.
„Þetta er í flestum tilfellum ekki
lífshættulegt ástand, en getur verið
býsna alvarlegt og er óþægilegt fyr-
ir þann sem fyrir þessu verður,“ seg-
ir Tómas.
Í fjórum tilvikum féll annað lung-
að saman, sem kallast loftbrjóst og
hjá einum sjúklingi myndaðist svo-
kallað loftmiðmæti. „Þá klýfur loftið
sig inn miðmætið, sem liggur á milli
lungnanna og umlykur hjartað,
barkann og vélindað,“ segir Tómas
sem ritar grein um þessi tilvik í nýj-
asta tölublað Læknablaðsins ásamt
Úlfi Thoroddsen lækni á hjarta- og
lungnaskurðdeildinni. Hann segir að
í öllum þessum tilvikum hafi verið
um að ræða unga karla þar sem inn-
öndun ertandi veipgufu virðist koma
við sögu. „Veipgufan er ertandi, hún
veldur hóstakasti og yfirþrýstingi í
lungum og getur rofið gat á þau.
Svipuðum tilfellum hefur verið lýst
erlendis eftir kannabis- og krakk-
reykingar, enda er reynt að halda
reyknum eins lengi í lungunum og
hægt er til að fá sem mest áhrif af
því efni sem verið er að reykja,“ seg-
ir Tómas.
Brjóstverkir og rám rödd
Í greininni í Læknablaðinu segir
frá ungum og hraustum karlmanni
sem leitaði á bráðamóttöku Land-
spítala vegna skyndilegra brjóst-
verkja. Skömmu áður hafði hann
reykt rafrettu sem olli öflugu hósta-
kasti, verkurinn versnaði við djúpa
innöndun og við hreyfingu og kyng-
ingu og rödd unga mannsins varð
rámari. Eftir myndrannsóknir kom í
ljós að um var að ræða loftmiðmæti
og var maðurinn lagður inn á spít-
alann þar sem hann fékk viðeigandi
meðferð.
Yfirleitt ekki lífshættulegt
Tómas segir að ungi maðurinn
hafi greint frá því að eftir að hann
hefði haldið reyknum lengi niðri í sér
hefði honum skyndilega fundist eins
og eitthvað brysti inni í sér. „Þó að
loftmiðmæti sé að öllu jöfnu ekki
lífshættulegt nema í einstaka til-
fellum, t.d. þegar fólk er statt þar
sem loftþrýstingur er lágur, þá er
þetta klárlega alvarlegur atburður;
sárt og heldur dramatískri upplifun
fyrir fólk. Þegar lungað fellur saman
verður síðan að koma fyrir slöngu og
hífa lungað upp,“ segir Tómas.
Að sögn Tómasar hafa lang-
tímaáhrif rafrettna á lungu lítið ver-
ið rannsökuð. „Það er þó talsvert af
rannsóknum í gangi á þessu núna
þar sem m.a. er verið að skoða astma
og áhrif á lungnaþembu,“ segir
hann. „Það er þó alveg ljóst að raf-
rettur geta engan veginn talist
heilsusamlegar, hvað þá fyrir þá sem
eru með viðkvæm lungu.“
Með gat á lunga vegna rafrettna
Fimm hafa leitað á LSH í ár með gat á lunga sem rakið er til rafrettureykinga Allt ungir karl-
menn Áhrifin lítið rannsökuð segir Tómas Guðbjartsson læknir „Eins og eitthvað brysti innra“
Ljósmynd/Úlfur Thoroddsen
Tölvusneiðmynd Loftmiðmæti hjá unga manninum sem fjallað er um í greininni. Loftið sem er svart sést greinilega
utan við vinstra lungað og teygir sig upp á háls og undir húð. Þar sem loftið þrýsti á raddböndin breyttist röddin.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Tómas Guðbjartsson Segir langtímaáhrif veips lítið hafa verið rannsökuð.
Loftmiðmæti
» Þetta ástand er oftast af
óþekktum orsökum og kallast
þá sjálfsprottið, en getur líka
orðið af völdum inngripa
lækna, eins og t.d. eftir vél-
inda- eða berkjuspeglun.
» Loftið klýfur sig inn í mið-
mætið, sem er það svæði lík-
amans sem liggur á milli
lungnanna og umlykur hjartað,
barkann og vélindað.
» Að sögn Tómasar er loft-
miðmæti að öllu jöfnu ekki
lífshættulegt.
» Þetta ástand getur þó haft
veruleg óþægindi, jafnvel
sársauka, í för með sér.
» Til eru mörg tilfelli af loft-
miðmæti eftir kannabisreyk-
ingar og neyslu krakks/
kókaíns, en einungis einu til-
felli hefur verið lýst eftir
notkun rafsígarettu að því er
fram kemur í grein Tómasar og
Úlfs í Læknablaðinu.
Rafrettur eða veipur innihalda
ekki krabbameinsvaldandi efni líkt
og hefðbundnar sígarettur, en
nikótínvökvinn sem notaður er í
þær getur innihaldið jafn mikið,
jafnvel meira, nikótín en reyk-
tóbak. Rannsókn rannsóknamið-
stöðvarinnar Rannsóknir og grein-
ing, sem gerð var í fyrra, sýndi að
hátt í helmingur nemenda í 10.
bekk grunnskóla hefur reykt raf-
rettur og að tæpur fjórðungur
reykti þær daglega. Hlutfall barna
og unglinga sem veipa hefur auk-
ist ár frá ári og hefur það m.a.
verið rakið til þess að vökvinn
hefur verið markaðssettur sem
litríkt sælgæti.
Í reglugerð um merkingar á um-
búðum rafrettna og áfyllinga, sem
tók gildi um nýliðin mánaðamót,
segir meðal annars að merking-
arnar skuli vera áberandi, þekja
30% af pakkningunni, umbúðir
megi ekki gefa í skyn að innihald-
ið dragi úr áhrifum skaðlegra efna
eða hafi eiginleika sem geti aukið
lífsþrótt eða lækningarmátt. Þá
megi umbúðirnar hvorki líkjast
matvælum né snyrtivörum.
Tómas segir þessar reglur
vissulega geta verið til bóta og að
þær muni vonandi stuðla að því
að veip höfði síður til barna og
unglinga. „Við læknarnir verðum
stundum varir við að fólk telur
þetta vera algerlega skaðlaust,“
segir hann. „En nikótín, sem er
eitt mest ávanabindandi efni sem
til er, getur aldrei verið gott efni
til að innbyrða sama í hvaða
formi það er. Hvað þá þegar um
er að ræða börn og unglinga, en
þetta er orðinn sannkallaður far-
aldur þar sem afleiðingarnar eru
óljósar. Okkur læknum ber að
vara við því sem er ekki heilsu-
samlegt fyrir fólk og það er mik-
ilvægt að foreldrar séu vakandi
fyrir þessu. Að mínu mati og
margra annarra lækna ætti ein-
ungis að selja veip gegn lyfseðli
til fullorðins fólks sem vill hætta
að reykja tóbak.“
Segir marga telja rafrettur algerlega skaðlausar
UMBÚÐIR UM RAFRETTUR OG VÖKVI Í ÞÆR MEGA HVORKI LÍKJAST MATVÆLUM NÉ SNYRTIVÖRUM
Morgunblaðið/Hari
Rafrettur Tómas Guðbjartsson læknir segir að læknum beri að vara við því sem sé
ekki heilsusamlegt. Hann segist telja að einungis ætti að selja veip gegn lyfseðli.