Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 22

Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Samið Gunnar Björn Gunnarsson formaður Gunnarsstofnunar og Lilja Alfreðsdóttir menntmálaráðherra undirrita samning um stuðning. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sem endranær verður í sumar efnt til margvíslegra menningar- viðburða í Gunnarshúsi á Skriðu- klaustri í Fljótsdal. Aðalhlutverk Gunnarsstofnunar er að kynna, sýna og segja frá bókmenntaverk- um og sagnaheimi Gunnars Gunn- arssonar rithöfundar þar sem af nægu er að taka. Á síðari árum hefur hin mikla saga staðarins leikið æ stærra hlutverk í starf- seminni. Má þar nefna sýningu um arfleifð og sögu klaustursins sem starfrækt var á Skriðu um og eftir aldamótin 1500. Heillegar rústir þess sem hafa verið vel merktar eftir fornleifauppgröft og gera þær staðinn um margt einstakan. „Skriðuklaustur er opið og lif- andi menningarsetur,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar. Hún var stofn- sett árið 1997 en eiginleg starf- semi hennar á Skriðuklaustri hófst árið 2000 þegar menningarsetrið var opnað í minningu þeirra hjóna. Verk Gunnars víða lesin Málavextir eru þeir að Gunnar Gunnarsson og Franzisca kona hans fluttu að Skriðuklaustri árið 1939, eftir að hafa átt sín bestu ár í Danmörku þar sem Gunnar varð bæði frægur og fjáður rithöf- undur. Í Fljótsdalnum hugðist Gunnar helga sig ritstörfum jafn- hliða búrekstri, sem ekki gekk upp þegar á reyndi. Eftir níu ára skrykkjóttan búskap á Skriðu- efnt til samkomu og dagskrár í Gunnarshúsi við Dyngjuveg í til- efni af því að þann dag voru liðin 130 ár frá fæðingu Gunnars Gunn- arssonar. Við það tækifæri var m.a. undirritaður nýr samningur á milli Gunnarsstofnunar og mennta- og menningarmálaráðu- neytis sem tryggir stofnuninni um 50 millj. kr árlegt framlag á fjár- lögum. Við það tilefni var undirritaður samningur Gunnarsstofnunar, Kvikmyndasafns Íslands og Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands um aldarafmæli kvikmyndarinnar Saga Borgarættarinnar sem gerð var eftir skáldsögu Gunnars og kvikmynduð á Íslandi. Í tilefni aldarafmælis myndarinnar verður lokið við stafræna endurgerð hennar og Þórður Magnússon tón- skáld hefur verið fenginn til að semja tónlist við myndina. Kvik- myndin verður síðan sýnd í Hofi á Akureyri og Hörpu við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á næsta ári þegar liðin er öld frá frumsýningu. Fjármagna Aðventu Við sama tilefni var minnst á tvö kvikmyndaverkefni tengd sög- um Gunnars. Annars vegar er Kvikmyndafélag Íslands að vinna að fjármögnun kvikmyndar eftir Aðventu sem Ottó Geir Borg hef- ur skrifað handrit að. Hins vegar var nýverið und- irritaður samningur milli Páls Grímssonar kvikmyndaframleið- anda og erfingja skáldsins um sjónvarpsþáttaröð sem byggist á Svartfugli.  Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri er fjölsóttur staður  Verk skáldsins í nýjum þýðingum og útgefin í mörgum löndum  Kvikmyndagerð í undirbúningi  Merk arfleifð á sögustaðnum austur í Fljótsdal Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skriðuklaustur Það eru ekkert margir rithöfundar sem lifa sjálfa sig og mikilvægt að laða að nýja lesendur,“ segir Skúli Björn Gunnarsson. Opið og lifandi menningarsetur klaustri gáfust þau hjónin upp og ánöfnuðu þau ríkinu hús og jörð til ævarandi eignar. Höfðu þau meðal annars í huga að þar yrði sett á laggirnar menningar- starfsemi í einhverri mynd sem gekk ekki eftir fyrr en áratugum síðar, en í millitíðinni var á Skriðuklaustri lengi rekin til- raunastöð í landbúnaði. Óhætt er segja að starfsemi Gunnarsstofnunar hafi verið afl- gjafi fyrir Austurland, enda er staðurinn fjölsóttur. Þá eru skáld- verk Gunnars Gunnarssonar bæði seld og lesin víða um þessar mundir, en höfundarréttur þeirra er í höndum Gunnarsstofnunar. Nýlega kom Svartfugl, sem er eitt af hans þekktustu verkum, út í nýrri þýðingu í Noregi og í Aserbaídsjan og skáldsagan Að- venta á spænsku, ítölsku, arab- ísku, hollensku, færeysku, tékk- nesku og norsku. Mætti þá tiltaka fleiri nýjar útgáfur af verkum Gunnars, sem aftur undirstika að hann var á sínum bestu tímum í fremstu röð evrópskra rithöfunda. Skáld lifa í verkum sínum „Þegar starfsemin hér hófst voru valkostirnir í raun tveir,“ segir Skúli Björn Gunnarsson. „Annar var sá að hér yrði skálda- heimili, eins og þekkt eru erlendis, með uppstilltu augnabliki fortíðar af heimili skáldsins. Sannleikurinn er þó sá að slíkar stofnanir þar sem íverustaður látinna skálda er í aðalhlutverki eiga alltaf undir högg að sækja, því lesendahóp- urinn er alltaf að minnka. Það eru ekkert margir rithöfundar sem lifa sjálfa sig og mikilvægt að laða að nýja lesendur. Því fórum við þá leið að gera Skriðuklaustur að alhliða menn- ingarsetri þar sem fólk fær við- kynningu af mörgu og verður jafn- framt margs fróðara um Gunnar Gunnarsson. Sannleikurinn er sá að skáld lifa í verkum sínum – en ekki í einstökum byggingum.“ Þann 18. maí síðastliðinn var „Rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson lifir áfram í verk- um sínum og arfleifð hans veitir innblástur og orku til nýrrar listsköpunar,“ sagði Skúli Björn Gunnarsson. „Auðvitað eru verkin eins misjöfn og þau eru mörg, en í öllu tilliti er Svartfugl sígilt verk og sömuleiðis Að- venta; ferðalag Fjalla-Bensa um öræfin og huga sinn á erindi við alla, hvort sem lesið er á arabísku eða Norð- urlandamálum. Ég gæti líka nefnt skáldsögur eins og Fjallkirkjuna, sem lifir enn góðu lífi. Sjálfur taldi Gunnar að Vikivaki yrði sú saga sín sem lengst myndi lifa og væri lykilverk. Ég skal ekki segja; kannski er það lykilsaga sem við höfum ekki enn fundið lykilinn að.“ Innblástur til listsköpunar SKÁLDVERKIN LIFA Gunnar Gunnarsson LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Kaldunnið þorskalýsi 100% náttúruleg vara Fæst í öllum betri apótekum og heilsubúðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.