Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 26

Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 fluttum og framandi jurtum verið plantað í sárin. „Náttúran er einstök og er fjöl- breytni flóru og fánu engu lík. Eftir að Madagaskar rak frá Indlandi og Afríku hefur plöntu- og dýralíf þróast í mikilli einangrun, í meira en hundrað milljón ár. Það er því fjölbreyttara og öðruvísi en á nokkrum öðrum stað í heiminum,“ segir Vilmundur. Á Madagaskar lifa um 5% plöntu- og dýrategunda heimsins og 90% þeirra eru ein- göngu til á þessari eyju. Baobabtré einkenna flóruna á ákveðnu svæði sem kallað er Bao- bab-breiðstræti. Baobab-plantan er eins og tré á hvolfi, þar sem ræt- urnar snúa upp, en útlitið blekkir og tekur grasafræðingurinn fram að þessi einkennisjurt landsins sé í raun ekki tré heldur þykkblöð- ungar. Lemúrar eru einkennisdýr Madagaskar. Til eru um 50 teg- undir af ýmsum stærðum og gerð- um en lemúrar finnast hvergi ann- ars staðar í heiminum. Vilmundur nefnir einnig eina rándýrið á Madagaskar, fosa sem er sérstök kattartegund og er aðeins til þarna. Vilmundur segir að náttúran hafi látið á sjá á undanförnum áratug- um vegna fjölgunar fólks og ann- arra breytinga í umhverfinu. Fjöldi dýra og plantna hafi horfið. Taktu því rólega! Þótt Madagaskar sé vanþróað land koma þangað margir ferða- menn til að njóta einstakrar nátt- úru. Eftir stjórnarkreppu eða bylt- ingu sem varð fyrir um áratug hrundi ferðamannaiðnaðurinn. Þó koma um 900 þúsund ferðamenn á ári nú og þótti staðarleiðsögumanni hópsins merkilegt að heyra töl- urnar frá Íslandi sem er aðeins um þriðjungur af stærð Madagaskar. Mikil fátækt er í landinu, enda um 50% atvinnuleysi, þótt einnig sé ríkidæmi hjá ákveðnum stéttum. „Munurinn sést þegar maður gistir á góðum hótelum og borðar á fínum veitingahúsum og sér síðan að- stæður og eymd fólksins þegar maður ekur eftir vegunum. Annars fannst mér fólkið yndislegt. Þótt víða sé verið að selja glingur við göturnar er ekki sama ágengni og víða annars staðar. Mér finnst þó vanta drifkraft í fólkið enda er mér sagt að kjörorð þess séu „mura, mura“: Taktu því rólega! Hvernig á fólkið líka að vinna þegar hitinn fer upp í 40 stig.“ Vilmundur mælir hiklaust með Madagaskar sem áfangastað. Vel sé gert við ferðamenn og margt for- vitnilegt að sjá og upplifa. Þá sé öll þjónusta afar ódýr á vestrænan mælikvarða, jafnvel þótt vel sé smurt á verðið til ferðamanna. Fjölbreytni flóru og fánu engu lík  Eyjan Madagaskar í Indlandshafi er ævintýraheimur Vilmundar Hansen blaðamanns  Lemúrar og baobabtré eru afrakstur náttúru sem fengið hefur að þróast í mikilli einangrun í milljónir ára Ljósmyndir/Vilmundur Hansen Baobab-breiðstræti Stórfenglegt er að sjá baobabtré, eða apabrauðstré á Baobab-breiðstræti á Madagaskar. Samkvæmt skilgreiningu grasafræðinnar er þetta þó ekki tré heldur þykkblöðungur, vissulega líkur tré á hvolfi. Tveir hræddir Lemúr ákvað að skríða yfir höfuð Vilmundar Hansen. Höfuðborgin Endalausar biðraðir virðast vera í margmenninu í Antanan- arívó, höfuðborg og langstærstu borg Madagaskar. Mikil fátækt er þar eins og víða í landinu enda atvinnuleysi mikið, allt að 50%. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er náttúran sem heillaði. Plöntu- og dýralíf hefur þróast á sínum eigin forsendum í milljónir ára og er allt öðruvísi en annars staðar í heiminum,“ segir Vilmund- ur Hansen, blaðamaður á Bænda- blaðinu. Hann fór í hálfs mánaðar ferð til Madagaskar um páskana og viðurkennir fúslega að honum þyki plönturnar merkilegastar enda er hann menntaður grasafræðingur. Madagaskar er í Indlandshafi undan ströndum Afríku. Eyjan er gríðarstór enda talin fjórða stærsta eyja heims. Hún var lengi nýlenda Frakklands og eru frönsk áhrif áberandi. Skrítin eyja á landakortinu Vilmundur hefur lengi haft áhuga á Madagaskar. „Þetta er æv- intýraheimur sem prentaðist inn í mig þegar ég var barn. Skrítin eyja á landakortinu, svona langt í burtu.“ Hann segist hafa ætlað að fara þangað fyrir tíu árum en ekki orðið úr. Hann verður sextugur á þessu ári og ákvað að gefa sjálfum sér ferð þangað í afmælisgjöf. Hann var í tólf manna hópi sem fór til Madagaskar um páskana í ferð sem ferðaskrifstofan Farvel skipulagði. Hópurinn skiptist þó í tvennt þegar út var komið. Fjórir fóru í sérsniðna ljósmyndaferð undir forystu Þorkels Þorkelssonar ljósmyndara og hinir í hefðbundn- ari ferð þar sem náttúruskoðun var stór þáttur. Einstök náttúra Það kom Vilmundi á óvart hvað mikið var af evrópufuru á Mada- gaskar, hús í skoskum stíl á lands- byggðinni og miklar auðnir. Skýr- ingin á skosku húsunum er sú að þar bjó skoskur arkitekt og hafði mikil áhrif á húsagerðarlist. Mikil skógareyðing er á Madagaskar og hefur evrópufuru og fleiri inn- Heimavellir hf. hefur birt lýsingar í tengslum við umsókn um að skuldabréfaflokkarnir HEIMA071225 og HEIMA071248 verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Lýsingarnar eru dagsettar 5. júní 2019 og staðfestar af Fjármálaeftirlitinu, gefnar út á íslensku og birtar á vefsíðu Heimavalla hf., https://www.heimavellir.is/ is/fyrir-fjarfesta/skuldabrefautbod. Lýsingarnar má nálgast á vefsíðunni næstu 12 mánuð. Nasdaq Iceland hf. tilkynnir opinberlega, með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara, ef skuldabréfin eru tekin til viðskipta og þá hvenær fyrsti mögulegi viðskiptadagur með bréfin eru á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Skuldabréfin eru gefin út af Heimavöllum hf.. Höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa í flokknum HEIMA071225, sem öll hafa verið seld nemur 1.140.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. Auðkenni flokksins er HEIMA071225. ISIN-númer skuldabréfanna er IS0000030799. Bréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er hver eining skuldabréfanna 20.000.000 kr. að nafnverði. Höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa í flokknum HEIMA071248, sem öll hafa verið seld nemur 4.260.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. Auðkenni flokksins er HEIMA071248. ISIN-númer skuldabréfanna er IS0000030807. Bréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er hver eining skuldabréfanna 20.000.000 kr. að nafnverði. Nánari upplýsingar um Heimavelli hf. og skuldabréfaflokkana HEIMA071225 og HEIMA071248 má finna í Lýsingu skuldabréfa HEIMA071225 og Lýsingu skuldabréfa HEIMA071248 gefnar út 5. júní 2019. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með því ferli að fá skuldabréfin tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Reykjavík 6. júní 2019 Stjórn Heimavalla hf. Birting lýsinga Útgefandi: Heimavellir hf., kt. 440315-1190, Lágmúla 6, 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.