Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 28

Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími 570 8600 Smyril Line Seyðisfjörður 470 2808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Heimsæktu Færeyjar eða Danmörku með Norrænu Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Innifalið: Sigling með Norrænu fram og til baka, flutningur á bíl og gisting í 2m klefa án glugga. Verð miðast gengi DKK 2. apríl 2019 og getur breyst. DANMÖRK FÆREYJAR Lágannatímabil verð á mann ISK 58.000 Miðannartímabil verð á mann ISK 77.000 Háannatímabil verð á mann ISK 150.000 Lágannatímabil verð á mann ISK37.250 Miðannartímabil verð á mann ISK57.900 Háannatímabil verð á mann ISK88.800 með ódæmigerða kyntjáningu þá leita þeir oft til okkar.“ Ótti foreldra er eðlilegur Þegar Sigríður Birna er spurð að því hvort foreldrar sem til hennar leita vegna slíks gruns séu óttaslegnir, segir hún að það sé al- gerlega eðlilegt að foreldrar séu hræddir í þeirri stöðu. „Hræðslan stafar af því að fólk veit lítið eða ekkert um þetta ferli eða hvað er að fara að gerast. Það er svo stutt síðan að trans var al- gerlega óþekkt í samfélaginu okk- ar. Það er eðlilegt að við bregð- umst við út frá okkar eigin reynsluheimi, til dæmis vissi fólk ekki hér áður að trans fólk væri til, það var bara öðruvísi, var áreitt og lenti í einelti. Helsti ótti for- eldra trans barna er að barnið þeirra lendi í einelti, verði út- undan, verði ekki hamingjusamt, nái ekki að fóta sig í lífinu og muni hvarvetna mæta höfnun. Þetta er ótti sem auðvelt er að slá á, sér- staklega þegar við erum að tala um börn og ungmenni, því í okkar samfélagi þá mæta trans börn og ungmenni afskaplega litlum og jafnvel engum fordómum. Leik- skólar og grunnskólar hafa tekið mjög vel á þessum málum og um leið og einhver grunur vaknar, þá er leitað fræðslu og ráðgjafar. Öll vilja þau gera hlutina vel.“ Engin regla, engir tveir eins Sigríður Birna segir að börn sem ekki tjá sig á „samþykktan“ hátt sem stelpa eða strákur hafi að sjálfsögðu alltaf verið til. „Við höfum öll þekkt börn með ódæmigerða kyntjáningu, þau sem tjá sig með einhverjum hætti utan við þau kynjabox sem eru föst í samfélaginu okkar. Þessi börn eru langt frá því að vera öll trans börn, sum þeirra eru hinsegin og koma út úr skápnum seinna meir í lífinu, önnur eru sís kynja, það er að segja sátt í sínu úthlutaða kyni, og gagnkynhneigð,“ segir Sigríður Birna og bætir við að allur gangur sé á ferlinu, hversu snemma komi fram að börn séu trans. „Sum börn eru mjög skýr með að tjá kynvitund öfugt við úthlutað kyn, alveg frá því þau byrja að tjá sig, jafnvel sum áður en þau byrja að tala. Þetta getur verið mjög skýrt alveg frá tveggja til þriggja ára aldri. Ef þau eru alveg skýr með sína kyntjáningu fram til sjö eða átta ára aldurs, þá sýna rann- sóknir að líklega muni það haldast. Sum börn geta verið með ódæmi- gerða kyntjáningu án þess að vera trans. Mörg börn og ungmenni ná ekki að setja orð á það að þau séu trans fyrr en seinna, sumir ekki fyrr en þeir eru orðnir fullorðnir. Það er engin regla í þessu af því engir tveir eru eins.“ Ekki próf eða blóðprufa Þegar Sigríður Birna er spurð að því hvað hún ráðleggi foreldrum þegar kemur að því að styðja barn sitt sem mögulega er trans, segir hún að ef barnið sé ungt, þá sé hið eina rétta að leyfa barninu að tjá sig eins og það vill. „Enginn annar en barnið sjálft eða ungmennið getur sagt hvort það sé trans. Það er ekki hægt að taka próf eða blóðprufu eða annað slíkt til að ganga úr skugga um það. Ég ráðlegg alltaf að foreldrar leyfi barninu að tjá sig eins og það vill. Mikilvægt er að hafa í huga að það er ekkert hættulegt að leyfa barni að klæða sig í föt sem það vill klæða sig í þó það sé á skjön við hugmyndir okkar, það er ekk- ert hættulegt að leyfa barni að vera með hár eins og það vill, hafa það sítt eða stutt, setja í það teygju eða raka það af. Það er ekki heldur hættulegt að nota önnur orð um barnið, eins og hún í stað- inn fyrir hann, eða hán í staðinn fyrir hún eða hann. Eða jafnvel nota eitthvað annað skírnarnafn, því það er ekkert hættulegt að Jón heiti Jóna í einhvern tíma og svo aftur Jón. Við ættum frekar að vera að ein- beita okkur að því að breyta þess- um hugmyndum samfélagsins og vinna að því að valdefla öll börn þannig að þau geti valið nákvæm- lega sínar eigin leiðir fyrir utan öll „kynjabox“. Það eru engin líkamleg inngrip hjá trans barni fyrr en hugsanlega við kynþroska, svo þetta litla barn sem er að tjá sig með ódæmigerð- um hætti það þarf ekki að fara til læknis, heldur þarf foreldri aðeins að leyfa því að vera eins og það vill. Og ef það hættir við, þá er það ekkert mál. Ég segi foreldrum að það sé best að slaka á og njóta þess að kynnast barninu sínu eins og það er og reyna að skilja það.“ Trans nær yfir alla sem ekki eru sáttir í sínu úthlutaða kyni Sigríður Birna segir að foreldrar séu stundum hræddir við hvernig hinir krakkarnir í kringum börnin taki þessu. „Það er ekkert að óttast, því börn hafa mikla aðlögunarhæfni og eru ekkert að velta sér upp úr málunum, þau skilja þetta yfirleitt betur en fullorðna fólkið og taka hlutunum eins og þeir eru,“ segir Sigríður Birna og bætir við að þegar ungmenni komi til hennar sem eru eldri og eru ekki viss um kynvitund sína, eru leitandi og viti ekki hvernig þau eigi að snúa sér, þá ráðleggi hún þeim oft að prófa bara og gera tilraunir með kyn- tjáningu og sjá hvernig þeim líður með það. „Það er ekkert að óttast, og ef þau vilja er oft gott að prófa að breyta kyntjáningu, það getur hjálpað þeim að komast að því hvernig þeim líður best,“ segir Sig- ríður Birna og leggur áherslu á að trans sé regnhlífarhugtak og nái yfir allt fólk sem ekki er sátt í sínu úthlutaða kyni. „Ekki allt trans fólk velur að fara í kynleiðréttingu og engir tveir eru eins. Kynsegin fólk fellur líka undir trans regnhlífina, fólk sem upplifir sig hvorki karl né konu, eða bæði karl og konu eða flakka á milli. Sumt kynsegin fólk velur að nota fornafnið hán.“ Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Kyntjáning segir ekkert til um kynið okkar og það er mikilvægt að við fáum að tjá kyn okkar eins og við viljum,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir sem hefur undanfarinn áratug starfað sem ráðgjafi hjá Samtökunum 78, en hún var í rýni- hóp fyrir bókina Trans barnið, handbók fyrir fjölskyldur og fag- fólk, sem nýlega kom út á íslensku. „Mér finnst frábært að fólk hafi nú aðgang að bók á íslensku þar sem fjöl- skyldur og fag- fólk er leitt í gegnum ferða- lagið sem fylgir því að eiga og ala upp trans barn eða barn með ódæmigerða kyntjáningu. Þessi bók nýtt- ist mér í ráð- gjöfinni í mörg ár á ensku áður en Trausti Steinsson hafði frumkvæði að því að þýða hana,“ segir Sigríð- ur Birna sem er fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur. „Ráðgjafarþjónusta samtakanna 78 hefur stækkað gífurlega frá því ég byrjaði. Um tíma var ég eini ráðgjafinn en núna erum við sex og menntun okkar fjölbreytt. Að- sókn í þjónustuna hefur aukist gríðarlega og heldur áfram að aukast milli ára. Þessi ráðgjaf- arþjónusta er ætluð hinsegin fólki og aðstandendum þeirra. Síðustu árin hef ég sérhæft mig í trans börnum, ungmennum og aðstand- endum þeirra,“ segir Sigríður Birna og bætir við að miklu fleiri foreldrar og ungmenni leiti til ráð- gjafarþjónustunnar en áður, því meðvitund um þessi mál hafi vakn- að og umræðan mikil í samfélag- inu. „Um leið og foreldra grunar að barn geti mögulega verið trans eða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigríður Birna Hún segir að börn eigi að geta valið nákvæmlega sínar eigin leiðir fyrir utan öll „kynjabox“. Getty Images Kyn Börn hafa mikla aðlögunarhæfni og taka hlutunum eins og þeir eru.  Enginn annar en barnið sjálft eða ungmennið getur sagt hvort það sé trans  Ekkert hættulegt að Jón heiti Jóna í einhvern tíma og svo aftur Jón  Leyfa barninu að tjá sig eins og það vill Að eiga og ala upp trans barn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.