Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
spannaði alla helstu þætti mannlífs-
ins og væri útópísk. Í öðru lagi að
samfélagið væri einsflokksríki. Í
þriðja lagi að ógnarstjórn væri. Í
fjórða lagi að valdhafar réðu öllum
fjölmiðlum. Í fimmta lagi að þeir
hefðu yfirráð yfir öllum mögulegum
vopnum. Í sjötta lagi að hagkerfið
væri miðstýrt.
Stefán segir þá Friedrich og
Brzezinski viðurkenna að margir
þessir þættir komi við sögu í lýð-
ræðisríkjum. Þeir segi hins vegar að
í alræðisríkjum séu þeir allir til stað-
ar og myndi heild og styrki hver
annan. Stefán spurði svo hvort hug-
takið alræði væri frjótt. Nefndi svo
ýmis vandkvæði við hugtakið.
Alræðisríkin ólík innbyrðis
„Fyrsta vandkvæðið er að ríki
sem kennd hafa verið við alræði eru
mjög oft ólík innbyrðis á ýmsan
máta. Svo ólík að velta má því fyrir
sér hvort frjótt sé að fella þau undir
sama hugtak. Þetta kann að þýða að
ekki sé hægt að finna bæði nauðsyn-
leg og nægjanleg skilyrði fyrir beit-
ingu hugtaksins um alræði, gagn-
stætt því sem Friedrich og Brzez-
inski töldu. Það kann að þýða að
ættarmót sé með alræðisríkjum en
það kann líka að þýða að hugtakið sé
ekki frjótt. Annað vandkvæði er að
efasemdir eru um að meint skóla-
dæmi um alræðisstjórn hafi staðið
undir nafni. Hér eru þá skóladæmin
veldi Stalíns og veldi Hitlers,“ sagði
Stefán og rökstuddi mál sitt frekar.
Vitnaði til þýska sagnfræðingsins
Martins Broszats um að nasista-
stjórnin hefði ekki haft alræðisvald,
heldur hefðu ýmsar valdamiðjur
verið í kerfinu, „SS hafi verið hart-
nær sjálfstæð höfuðskepna“.
Því næst vitnaði Stefán í banda-
ríska sagnfræðinginn John Arch
Getty um að myndin af ógnarstjórn
Stalíns byggðist í of miklum mæli á
vitnisburði útlaga. „Hann hefur
rannsakað í kjölinn ógnarstjórn
Stalíns og hafði aðgang að skjölum
sem urðu fyrst opinber eftir fall
Sovétríkjanna. Hann segir að ríkis-
valdið hafi að mörgu leyti verið veikt
og ógnarstjórnin hafi verið tilraun
til að styrkja það. Og að yfir-
gnæfandi meirihluti allra ákvarðana
aðalmiðstöðvar Sovétríkjanna,
stjórnmálanefndarinnar, hafi verið
tekinn án aðkomu Stalíns … Hann
segir að staðbundnir ráðamenn hafi
líka haft talsvert að segja,“ segir
Stefán og tók fram að þetta væri
mjög umdeilt.
Broszat hefði verið ásakaður fyrir
að fegra nasismann og Getty um að
ganga erinda kommúnisma.
Sagðar greinar af sama meiði
Þriðja vandkvæðið var gagnrýni
vinstrimanna á alræðishugtakið.
Þess væru dæmi að vinstrimenn
segðu nasistastjórnina og stjórn
ítölsku fasistanna greinar af sama
meiði. Þá væru þær af sama meiði
og svonefnd hófsöm hægri einræðis-
ríki, á borð við stjórn Francos á
Spáni og stjórn Pinochets í Síle.
Franco og Pinochet hefðu verið
borgaralegir einræðisherrar, líkt og
Mussolini og Hitler. Þeir ættu því
lítið sammerkt með einræðisherrum
kommúnista.
Þessu til varnar segðu vinstri-
menn að í öllum þessum einræðis-
ríkjum hefði verkalýðshreyfingin
verið bönnuð og komið á kerfi þar
sem atvinnurekendur og verkamenn
hefðu verið látnir vinna saman í fé-
lögum. Þá hefðu vinstrimenn verið
ofsóttir.
Alltaf einhver líkindi
Stefán vék svo að fjórða vand-
kvæðinu, sem væri kannski það al-
varlegasta. Það væri heimspekilegt
og varðaði rökgerð samlíkinga.
Ýmsir heimspekingar teldu eitthvað
líkt, eða ólíkt, með öllum fyrir-
bærum.
Stærsta risaeðla allra tíma ætti
það sameiginlegt með stærsta mál-
verki sögunnar að vera stærsta ein-
tak sinnar tegundar. Hins vegar
væri erfitt að sjá í hvaða samhengi
frjótt væri að flokka fyrirbærin
saman.
Sama gilti um nasisma og komm-
únisma, eða nasisma og Franco-
stjórn, að menn gætu fundið eitt-
hvað líkt eða ólíkt en það þyrfti ekki
að skipta máli. Væri það rétt væri ef
til vill ekki eins mikill röklegur
máttur í fyrsta og þriðja vand-
kvæðinu. Þau byggðust enda á sam-
líkingum.
Gamla Framsókn lík nasistum
Stefán sagðist svo vilja bregða á
leik og bera saman hinar ýmsu
stefnur. Því mætti halda fram að
nasistar, fasistar og frjálshyggju-
menn ættu sameiginlega andúð á
kommúnistum og verkalýðs-
hreyfingunni og efuðust um ágæti
lýðræðis.
Það ásamt fleiri þáttum þýddi þó
ekki að frjálshyggjan væri fasísk.
„Ég er að reyna að sýna fram á
hvernig við getum lent í röklegum
ógöngum ef við beinum sjónum
okkar bara að því líka og því ólíka.
Því sem við höldum að sé líkt eða
ólíkt … Það má meira að segja líkja
nasistum við gömlu Framsókn,“
sagði Stefán og rifjaði upp þegar
Kristján X. konungur spurði Jónas
frá Hriflu hvort þar færi maðurinn
sem hagaði sér eins og Mussolini.
Stefán sagði svo margt líkt með
ríki nasista og ríki Stalíns. Þau væru
m.a. einsflokks og valdhafar stundað
fjöldamorð og áætlanabúskap, þótt
takmarkaður væri hjá nasistum.
„Að því gefnu að allt sé líkt og
ólíkt með öllu öðru má efast um að
það þýði að kommúnismi, Stalínismi
og nasismi séu greinar af sama
meiði. Það má fullt eins kalla frjáls-
hyggju fasíska,“ sagði Stefán sem
hélt síðan lengra út á djúpið.
Fjallaði meðal annars um að sumir
heimspekingar gengju svo langt að
segja samlíkingar inntakslausar.
Sjálfur væri hann því ósammála.
„Við getum ekki alhæft án samlík-
inga en ef við getum ekki alhæft
höfum við enga þekkingu,“ sagði
Stefán og vék að þeirri kenningu að
áætlanabúskapur og ríkiseign á at-
vinnutækjum væru uppspretta al-
ræðis. Taldi hann þá kenningu
ranga.
Hún skýrði t.d. ekki hvers vegna
Bretar komu upp áætlanakerfi á
dögum síðari heimsstyrjaldar án
þess að tjáningar- eða félagafrelsi
yrði skert að ráði. Nefndi Stefán svo
fleiri dæmi þessu til stuðnings.
Síðar í fyrirlestrinum lýsti Stefán
þeirri skoðun sinni að kommúnistar
hefðu haft altækt hugmyndakerfi,
nasistar ekki. Nasisminn hefði
frekar verið hugsunarháttur. Þá
væru engin merki í ritum Hitlers
um söguspeki þar sem kynþáttur
léki sama hlutverk og stétt í marx-
isma. Hitler hefði ekki verið andsnú-
inn einkaframtaki og markaði.
Mögulega aðeins svipmót
Hannes Hólmsteinn kvaðst í
meginatriðum sammála Stefáni um
margt. Stefán hefði bent á takmark-
anir eðlisskilgreininga.
„Ef til vill er það svo um nas-
ismann og kommúnismann að það sé
ekki hægt að skilgreina þá saman
heldur sé miklu frekar hægt að sjá
svipmót með nasismanum og komm-
únismanum,“ sagði Hannes.
Hann gerði athugasemdir við
nokkur atriði í máli Stefáns. Sumt
tæki hann undir, annað ekki. Það
væri rétt hjá Stefáni að nasistarnir,
ólíkt kommúnistum, studdust við
einkaframtak. Hitler hefði lært af
marxistum að annað væri glapræði.
Hannes kvaðst helst ósammála
Stefáni um gagnrýni hans á kenn-
ingu Hayeks um tengsl altæks
áætlunarbúskapar og alræðis.
Kenning Hayeks væri sú að ekki
væri hægt að framkvæma allsherjar
skipulagningu atvinnulífsins án þess
að reyna um leið að skipuleggja
mennina. Til að skipuleggja menn-
ina þyrfti að móta mannssálina og til
þess þyrfti að taka í sína þjónustu
ýmis mótunaröfl eins og íþróttir,
listir, vísindi, fjölmiðla og annað,
sem leiddi til alræðis.
Hannes benti á að sjá mætti svip-
mót með ýmsum kenningum. Hann
rifjaði einnig upp að ríkið og flokkar
jafnaðarmanna hefðu að miklu leyti
gróið saman í Noregi og Svíþjóð og
sænskir jafnaðarmenn fylgt mann-
bótakenningum. Konur hefðu verið
gerðar ófrjóar, hafi þær ekki verið
taldar geta átt afkvæmi sem þjónað
gætu sósísalismanum vel.
„Auðvitað er til svipmót af öllu
þessu þótt maður megi ekki leggja
að jöfnu sænska vöggustofusósíal-
ismann og rússneska vinnubúða-
sósíalismann. Þetta er sitthvað.
Annað hélt í frelsið og hitt gerði það
ekki,“ sagði Hannes Hólmsteinn.
Langafi kommúnismans
Hann kvaðst sammála Stefáni um
að þýski heimspekingurinn Georg
Hegel væri ekki ættfaðir nasismans,
þótt Hegel væri „að einhverju leyti
langafi kommúnismans í gegnum
Karl Marx“. Fæstir vissu að faðir
þýska velferðarríkisins væri Ottó
von Bismarck, sem hefði keypt at-
kvæði verkamanna frá sósíalistum.
„Þannig að velferðarríkið á sér upp-
haf í mútum til kjósenda,“ sagði
Hannes.
Á líkan hátt hefðu sænskir
jafnaðarmenn mútað sænsku mið-
stéttinni upp úr 1960 með því að út-
deila réttindum til allra, ekki aðeins
þurfandi.
Þá tók Hannes undir það hjá Stef-
áni að austurríski heimspekingurinn
Karl Popper hefði ekki haft rétt
fyrir sér um að kenningin um sögu-
lega nauðsyn væri rót alræðis.
Gera þyrfti greinarmun á sjálf-
völdum og valdboðnum sósíalisma.
Þjóðernissósíalisminn væri ein
tegund slíks valdboðs, jafnaðar-
stefnan önnur. „Járnkló sænskra
jafnaðarmanna var í bómull. Þeir
drápu ekki neinn. Síðan höfum við
vinnubúðasósíalismann. Það sem all-
ar þessar stefnur eiga sameiginlegt
– jafnaðarmenn í Svíþjóð, komm-
únistar í Rússlandi, nasistar í
Þýskalandi og fasistar á Ítalíu – er
að valdbjóða kenningar sínar í stað-
inn fyrir að leyfa fólki að velja og
hafna sjálfu hvað það vill í lífinu,“
sagði Hannes.
Grundvallarmunur á frjálshyggju
og sósíalisma væri að frjálshyggju-
menn teldu sig eiga sig sjálfir.
Hvar liggja mörk alræðisins?
Stefán Snævarr, prófessor í Lillehammer, efast um skyldleika nasismans og kommúnismans
Margt aðgreini alræðisstefnurnar Hannes Hólmsteinn prófessor varð til svara á málþingi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fræðimenn Stefán Snævarr og Hannes Hólmsteinn á fundi RNH, Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt, og
Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Ólafur Þ. Harðarson prófessor stýrði fundi.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hugmyndafræðilegur skyldleiki
nasismans og kommúnismans var
brotinn til mergjar á málþingi sem
efnt var til í Háskóla Íslands í tilefni
af útkomu bókarinnar Til varnar
vestrænni menningu: Ræður sex
rithöfunda 1950-1958.
Frummælandi var Stefán
Snævarr, prófessor í heimspeki í
Lillehammer í Noregi, en megin-
niðurstaða hans var að margt greini
að þessar tvær alræðisstefnur.
Honum til andsvara var Hannes
H. Gissurarson, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands, sem
telur stefnurnar tvær greinar af
sama meiði. Hannes notaði alræðis-
hugtakið í formála áðurnefndrar
bókar. Þar eru birtar ræður eftir
Tómas Guðmundsson, Gunnar
Gunnarsson, Kristmann Guðmunds-
son, Guðmund G. Hagalín, Sigurður
Einarsson í Holti og Davíð Stefáns-
son frá Fagraskógi. Verður hér
stiklað á stóru í umræðunum.
Leiðir ekki til alræðis
Stefán hóf fyrirlesturinn á að
kynna þrjú hugtök um pólitískt
ofbeldi. Þau væru hagsmunaofbeldi,
á borð við vestræna þrælasölu, hug-
sjónaofbeldi, á borð við byltingar-
ofbeldi bolsévika, og kenndaofbeldi,
á borð við árásir á litað fólk.
Hann myndi í ræðu sinni spyrja
þriggja spurninga. Í fyrsta lagi
hvort hugtakið alræði væri frjótt við
greiningu en svarið var bæði og.
Sem maður hallur undir heim-
speki pragmatisma, sem mæti hug-
tök og fyrirbæri eftir frjómagni
þeirra og hvort þau „virkuðu“,
myndi hann í ræðu sinni skoða hvort
alræðishugtakið kæmi að gagni. Í
öðru lagi hvort áætlunarbúskapur
leiddi til alræðis og í þriðja lagi
hvort Hitler og hans menn hefðu
verið sósíalistar. Svarið var í báðum
tilvikum nei.
Stefán spurði svo fleiri spurninga
sem hér verður ágrip af.
Stefán útskýrði nánar hugtök sín
um pólitískt ofbeldi. Þessir þættir
vefðust gjarnan saman, til dæmis í
ríkum mæli við valdatöku nasista, og
væru sjaldnast einir fyrir hendi.
Spanni alla þætti samfélagsins
Hann rifjaði upp þekkta skilgrein-
ingu á alræði eftir fræðimennina
Carl Joachim Friedrich og Zbigniew
Brzezinski. Forsenda alræðis væri
úthugsuð hugmyndafræði sem væri
opinber kredda samfélagsins. Hún