Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 „Við erum auðvitað mjög ánægð með það að fá hann Óla hingað og vonum að hann verði sem mest hérna, enda flottur karl,“ segir Árni Aðalbjarnarson, bakarameist- ari í Gamla bakaríinu á Ísafirði. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrver- andi forseti Íslands, er sagður hafa verið að skoða Túngötu 3 á Ísafirði, húsið sem hann ólst upp í, síðustu daga. Er hann enn fremur sagður vera að ganga frá kaupum. Árni segir að um lítið annað sé talað í bænum þessa dagana, að minnsta kosti í bakaríinu. Ólafur Ragnar fæddist á Ísafirði 14. maí 1943 og er einkasonur Gríms Kristgeirssonar og Svanhild- ar Ólafsdóttur Hjartar, sem festu kaup á húsinu við Túngötu á sínum tíma. Er Ólafur Ragnar sagður ávallt hugsa hlýtt til heimahag- anna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Húsið er við Túngötu. Ólafur Ragnar á æskuslóðir  Íbúar ánægðir með að fá „Óla“ aftur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Grafir sem teknar verða í kirkju- görðum á Íslandi á næsta ári, árið 2020, munu þekja tæplega 1,9 hekt- ara lands eða tæplega 19.000 fer- metra. Samsvarar það rúmlega 2,5 löglegum knattspyrnuvöllum (68 metrar á breidd og 105 m á lengd). Þetta kemur fram í nýútkomnum Bautasteini, riti Kirkjugarða- sambands Íslands. Þar kemur einnig fram að í spám Hagstofu Íslands sé gert ráð fyrir að dauðsföllum á hverja þúsund íbúa á Íslandi fjölgi úr 6,6 árið 2017 í 9,5 ár- ið 2050. Fjöldi látinna fer samkvæmt því úr 2.251 árið 2017 í 4.132 árið 2050 sem er fjölgun um 83,5%. Að óbreyttu hefði því mátt gera ráð fyr- ir mikilli stækkunarþörf garðanna vegna þessa. Hins vegar er búist við því líkbrennslum fjölgi áfram en þær draga mjög úr stækkunarþörf kirkjugarða eðli máls samkvæmt. Bálförum hefur fjölgað mjög á síð- ustu árum. Nú eru um 53% útfara á höfuðborgarsvæðinu bálfarir. Lítið er um líkbrennslur á landsbyggðinni og því var hlutfall bálfara á landinu í heild 39,8% árið 2018. „Áhrif líkbrennslu á stækkun kirkjugarða er mikil. Gera má ráð fyrir að bálförum haldi áfram að fjölga og í spá KGSÍ til ársins 2050 er reiknað út frá þremur hlutföllum; 50%, 60% og 70%. Ef hlutfall bálfara færi í 70% á landsvísu árið 2050, sem stjórn KGSÍ telur líklegt, dregur stórlega úr stækkunarþörf garðanna auk þess sem auðvelt er að grafa duftker í kistuleiði sem alltaf er að aukast. Sú hagkvæmni er ekki með í þessum útreikningum,“ segir í Bautasteini. Eina bálstofa landsins er í Foss- vogi og sinnir hún öllu landinu, eftir því sem óskað er. Er staðsetning bálstofunnar talin ástæða þess að lít- ið er um líkbrennslu á landsbyggð- inni. Það kunni að vefjast fyrir fólki að senda kisturnar með flutn- ingabílum á milli landshluta. Bálstofan í Fossvogi er orðin 70 ára og barn síns tíma. Brýnt er talið að koma upp nýrri bálstofu og er horft til þess að hún verði byggð í Gufuneskirkjugarði. Aðalfundur Kirkjugarðasam- bands Íslands verður haldinn á Hall- ormsstað næstkomandi laugardag, 8. júní. Sambandið var stofnað árið 1995 og markmið þess er að efla samstarf starfsmanna og stjórna kirkjugarða. Það gætir hagsmuna kirkjugarða gagnvart stjórnvöldum og miðlar upplýsingum um starf- semina. Grafir munu þekja 2,5 fótboltavelli á næsta ári  Fjölgun líkbrennsla dregur úr stækkunarþörf kirkjugarða Morgunblaðið/Eyþór Kirkjugarðar Færst hefur í vöxt að fólk setji íslenska fánann á leiði ástvina. OUTLET DAG AR Allir Adidas og Nike skór í Out leti á 5000kr.út sunnudag. LAUGAVEGUR 91 Meira úrval í verslun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.