Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 36
SVIÐSLJÓS
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Óvenjulegt verður um að litast á
Normandíströnd Frakklands í dag
en þar verður minnst með marg-
víslegum hætti 75 ára afmælis
áhlaups bandamanna á hernámslið
þýska hersins á D-deginum svo-
nefnda. Auk tignarfólks og ráða-
manna verða þar herskarar ferða-
manna sem margir hverjir eru langt
að komnir til að taka þátt í skipuleg-
um viðburðum afmælisins.
Enn eru á lífi nokkur hundruð
hermanna sem þátt tóku í innrásinni
í Frakkland 6. júní 1944 og mun
þorri þeirra saman kominn í Norm-
andí og í Suður-Englandi. Víst þyk-
ir, að aldurs þeirra vegna verði þetta
síðasta þátttaka þeirra í atburðum
til minningar um árásina. Rétt eins
og 1944 sigldu 300 fyrrverandi D-
dags hermenn í gærkvöldi með far-
þegaskipi frá Portsmouth á suður-
strönd Englands að ströndum
Normandí til að rifja upp minningar
frá siglingunum umfangsmiklu fyrir
75 árum. Þeir taka svo þátt í við-
burðum dagsins, en meðal við-
staddra verða þjóðhöfðingjar landa
bandamanna og fleiri.
Innrásardaginn í Normandí munu
bandamenn hafa misst 4.413 menn;
2.501 bandaríska, 1.449 breska, 391
kanadíska og 73 frá öðrum löndum.
Manntjón Þjóðverja er talið hafa
verið milli 4.000 og 9.000 manns, að
föllnum, særðum og stríðsföngum
meðtöldum. Að kvöldi hans höfðu
innrásarsveitirnar náð fótfestu í
Frakklandi. Og innan við ellefu mán-
uðum seinna voru hersveitir nasista
í Evrópu endanlega yfirbugaðar.
Innrásin í Normandí mun vera
umfangsmesta herför sögunnar,
bæði fyrr og seinna. Að meðtöldum
fallhlífarhermönnum gengu 156.000
hermenn bandamanna á land þann
dag á fimm strandfestustöðum. D-
dags innrásin var upphafið að herför
sem endað með frelsun Vestur-
Evrópu úr klóm herja nasista og
endalokum heimsstyrjaldarinnar
seinni. Af hermönnunum 156.000
voru 73.000 bandarískir og 83.115
breskir og kanadískir. Mikill meiri-
hluti innrásarsveitanna var breskur,
kanadískur og bandarískur, en í at-
burðum D-dagsins og orrustunni um
Normandí tóku auk þeirra þátt her-
menn frá Ástralíu, Belgíu, Tékkó-
slóvakíu, Danmörku, Frakklandi,
Grikklandi, Hollandi, Nýja-Sjálandi,
Noregi og Póllandi. Lauk orrustunni
í Normandí í lok ágúst 1944 og er þá
jafnan miðað við frelsun Parísar 25.
ágúst. Alls féllu rúmlega 100.000 her-
menn beggja stríðsaðila næstu tæp-
lega þrjá mánuðina. Þá biðu um
20.000 óbreyttir Frakkar bana, að-
allega af völdum loftárása banda-
manna.
Áfram héldu herflutningar frá
Bretlandi til Frakklands. Fimm dög-
um eftir upphaf innrásarinnar voru
til Normandí komnir 326.547 her-
menn, 54.186 farartæki og hergögn
og 104.428 tonn af vistum og vopnum.
Í þessum aðgerðum tók gríðarlegur
skipafloti þátt, alls 6.393 skip, þar af
1.213 herskip, 4.126 landgönguskip
og prammar, 736 hjálpar- og þjón-
ustuskip og 864 kaupskip.
Til stuðnings innrásarsveitunum á
D-deginum höfðu bandamenn 11.590
flugvélar, m.a. vélar er fluttu fallhlíf-
arhermenn. Fóru þær í alls 14.674
ferðir inn yfir Frakkland og komu
127 ekki til baka. Fallhlífarhermenn
voru sendir með 2.395 flugvélum og
867 svifflugum inn yfir báða vængi
herfylkingarinnar á strönd Norm-
andí. Þann 30. júní lauk sjálfri inn-
rásaraðgerðinni en þá höfðu herir
bandamanna náð góðri fótfestu í
Normandí og norðurströnd Frakk-
lands.
Vaxandi túrismi
Hin síðari ár hefur ört vaxandi að-
sókn verið að minnisvörðum um
seinna heimsstríðið meðfram
ströndum Normandí, að söfnum og
fornum vígvöllum. Hefur straumur
ferðamanna gefið vel af sér en sætt
þeirri gagnrýni að einhver skelfileg-
asti kafli heimssögunnar skuli hafa
verið flekkaður af ófágaðri gróða-
hyggju.
Áhlaup ferðamanna hófst að ráði
árið 1994 með veglegu 50 ára afmæli
innrásar bandamanna í Frakkland.
Þar voru fyrrverandi hermenn áber-
andi og settu sterkan svip á sam-
komur. Árið eftir heimsóttu 2,9
milljónir manna Normandí sem
sögðust gagngert komnir þangað til
að skoða arfleifð stríðsins. Stöðugt
hefur fjölgað í þessum hópi ferða-
manna ár frá ári og reyndust þeir
fimm milljónir í fyrra.
„Fyrstu söfnin voru sett á fót fjór-
um til fimm árum eftir stríðið. Hófst
það með söfnun einstaklinga á mun-
um, tækjum og tólum sem innrás-
arherirnir skildu eftir sig. Síðan
tóku söfnin við,“ segir Dominique
Saussey, sérfræðingur um D-daginn
við AFP-fréttastofuna. Tók aðsókn-
in kipp árið 1988 er hið opinbera
minjasafn um innrásina var opnað í
borginni Caen. Í það koma að jafnaði
ríflega þúsund manns á degi hverj-
um, eða um 370.000 gestir á ári.
Enn sem fyrr hafa stríðsgrafreitir
Storma um strandir Normandí
Hátíðarhöld fara fram í dag á 75 ára
afmæli innrásarinnar í Normandí
Innrásin mun vera umfangsmesta
herför sögunnar, bæði fyrr og seinna
AFP
AFP
Umfangsmikil aðgerð Hermenn bandamanna á strönd Frakklands á innrásardeginum í Normandí 6. júní 1944.
Stríðsminjar Leifar Mulberry
flotbryggjunnar sem sett var
saman á fyrstu stundu innrás-
arinnar og gerði kleift að setja
vélknúin stríðstól á land. Í baksýn
má sjá hamrana sem hermenn urðu
að klífa, oft undir kúlnahríð.
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
Vinsamlegast pantið tíma hjá ráðgjafa í síma 580 3900
Fastus ehf. | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I fastus.is
fastus.is
Agility
Föhr 4 FUHR Super 8
Mini Comfort
RAFSKUTLUR