Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 38

Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þess er minnstí dag að 75 áreru liðin frá innrás bandamanna í Normandí. D-dagur markaði að sönnu þáttaskil í síðari heimsstyrjöld þar sem vesturveldin hófu með innrásinni miklu frelsun þeirra ríkja, sem lent höfðu undir oki nasismans á fyrri árum styrjald- arinnar. Orð munu aldrei fá fyllilega lýst því afreki, sem þeir rúmlega 150.000 hermenn Bandaríkj- anna, Bretlands og Kanada unnu þegar þeir réðust á „Atlants- hafsvirki“ Hitlers þessa daga í júní 1944, en sannkallað Grett- istak þurfti til þess að brjóta víg- girðingar Þjóðverja á ströndum Frakklands á bak aftur. Fórn þeirra rúmlega 10.000 manna, sem gáfu líf sitt á fyrstu dögum innrásarinnar til að tryggja að aðrir mættu búa við frelsi, verð- ur aldrei þökkuð til fulls. Þó að sífellt fenni meir í þau spor sem síðari heimsstyrjöld skildi eftir sig er okkur hollt að muna að sú veröld sem við búum í nú er enn að miklu leyti mótuð af lyktum styrjaldarinnar. Inn- rásin í Normandí lék þar lyk- ilhlutverk þar sem þau ríki sem vesturveldin frelsuðu urðu í kjöl- far styrjaldarinnar öll að öfl- ugum lýðræðisríkjum sem fært hafa þegnum sínum velsæld langt umfram það sem hefði mátt ætla meðan styrjöldin geis- aði. Örlög þeirra ríkja, sem lentu austan megin við víglínuna í styrjaldarlok, voru öllu grimm- ari. Í stað þess oks sem nasism- inn hafði fært þeim fengu þau í staðinn að þjást undir járn- hæl Sovétríkjanna og kommúnismans í rúmlega fjóra áratugi á eftir. Þrautaganga þeirra ríkja, allt fram til falls Berlínarmúrsins, sýnir að baráttan fyrir frelsi get- ur tekið á sig margvíslegar myndir og að henni má aldrei linna. Í seinni tíð hafa einkum fræði- menn rætt um hlut vesturveld- anna við að koma á þeirri skipan þar sem hálf Evrópa varð frjáls en hinn helmingurinn lenti undir einræði Stalíns. Þetta hefur ver- ið gagnrýnt, sem er að vissu leyti skiljanlegt, en hafa verður í huga að Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, voru í þröngri stöðu þegar kom að því að semja við Jósef Stalín um framtíð þeirra ríkja sem Rauði herinn var þá þegar búinn að brjóta undir sig. Það hefði verið mikið átak, og jafnvel óvinnandi vegur á þeirri stundu, að frelsa einnig þjóðir Austur-Evrópu undan oki sósíal- ismans eftir að hafa sigrað nas- ismann í Vestur-Evrópu. Innrásin mikla er líklega mik- ilvægasta orrusta sem háð hefur verið í seinni tíð. Hefði innrásin ekki tekist á þeim tíma má ætla að styrjöldinni hefði lokið á allt öðrum og verri forsendum en hún gerði. Þá hefði þeim sem börðust fyrir frelsi og lýðræði í Evrópu vegnað verr og alls óvíst hvort íbúar álfunnar nytu þess frelsis sem þeim nú þykir sjálf- sagt. Innrásin í Normandí markaði þáttaskil} Fórn sem aldrei verður fullþökkuð Sérstakur sak-sóknari rann- sakaði í tvö ár hvort að Trump forseti hefði ekki örugglega stolið forsetakosning- unum haustið 2016 frá Hillary Clinton og það í samráði við og jafnvel með at- beina Pútíns forseta. Þetta hefði ekki verið neitt smámál ef rétt hefði reynst. Það rann fljótt upp fyrir Mu- eller, með sínu öfluga liði sak- sóknara sem nær allir höfðu starfað fyrir eða gefið fé í kosn- ingabaráttu Hillary, að ekki var fótur fyrir þessum ásökunum. Hann kvað þó ekki upp úr með það fyrr en vel eftir þingkosn- ingarnar haustið 2018, enda hefðu demókratar ella vart náð meirihluta í Fulltrúadeildinni. En fyrst engin haldföst sök fannst hjá Trump, hvað þá með Rússana? Niðurstaða Muellers var sú að þeir höfðu ekki bein áhrif á nein atkvæði á kjörstað, en höfðu varið fé í auglýs- ingar á samfélags- miðlum sem mun fremur var beint gegn Hillary en Trump þótt ekki væri það einhlítt. En þess- ar fjárhæðir reyndust svo smá- ar að óhugsandi væri að þær hefðu náð mælanlegum ár- angri. „Fjárausturinn“ nam sem svaraði því sem stóru flokkarnir tveir eyddu í 18 mánuði fyrir kosningar að með- altali á hverjum 2-3 klukkutím- um! En á Íslandi notuðu valda- flokkarnir í borginni fjármuni ÚR BORGARSJÓÐI, hlutfalls- lega óendanlega stærri upp- hæðum, til að hvetja valda hópa, sem kannanir sýndu að væru hallir undir blokkina til að kjósa! Hvers vegna taka yfirvöld ekki fast á einstæðri misnotk- un opinbers fjár í kosningum?} Einstæð misnotkun Þ að er áhugavert að fylgjast með um- ræðum um breytingar á fjár- málastefnu ríkisins fram til ársins 2022. Ég ætla þó ekki að þreyta les- endur með ítarlegri upptalningu á því sem þarf að taka til endurskoðunar og end- urmats vegna breyttra aðstæðna í efnahagslíf- inu. Aftur á móti sjá og vita þeir sem vilja að burtséð frá því hversu vel við skipuleggjum þá þarf stundum að endurskoða áætlanir með tilliti til breyttra aðstæðna. Það á við um alla hluti lífs- ins og þar eru fjármál ríkisins ekki undanskilin. Breyttar aðstæður, m.a. vegna loðnubrests og breytinga í ferðaþjónustunni, gera það að verk- um að endurskoða þarf fjármálastefnu ríkisins. Að miklu leyti er verkefnið sem þarf að leysa tæknilegt – en óneitanlega er dregin mjó lína á milli tæknilegra úrlausna og hugmyndafræð- innar. Umræða um skatta fer iðulega yfir þessa línu. Sjálfstæð- isflokkurinn, sem stýrir fjármálaráðuneytinu, hefur lagt áherslu á að lækka skatta. Sumir gagnrýna forystu Sjálf- stæðisflokksins fyrir að lækka skatta ekki nógu mikið og sú gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér. Á hinn bóginn eru vinstri menn sem telja aldrei réttan tíma til að lækka skatta, hvort sem vel árar í hagkerfinu eða illa. Þetta kristallaðist meðal annars í orðum þingmanns Sam- fylkingarinnar á Alþingi í vikunni sem gagnrýndi fjár- málaráðherra, ekki bara fyrir að lækka skatta heldur fyrir að hækka ekki skatta. Þingmaðurinn talaði um „vannýtt tekjuúrræði“ í þessu samhengi. Sami þingmað- ur gagnrýndi fjármálaráðherra einnig fyrir að lækka skatta þegar fjármálastefnan var upp- haflega lögð fram, þegar útlitið í hagkerfinu var betra en það er nú. Í hugarheimi Samfylkingar fela lægri skattar – að skilja meira eftir í vasa launafólks – í sér „afsal“ á tekjum ríkissjóðs. Þingmaðurinn spurði fjármálaráðherra hvort ekki væri rétt að taka upp auðlegðarskatt og hvort að við vildum í raun hafa 27 milljarða króna „skattastyrk“ til ferðaþjónustunnar – sem endurspeglar viðhorf vinstri manna að lágir skattar séu opinber styrkur til atvinnulífsins. Samfylkingin vill í raun að allir, bæði ein- staklingar og fyrirtæki, borgi meira af erfiði sínu til ríkisins alveg óháð stöðu ríkissjóðs. Ekki hentar að lækka skatta þegar vel gengur og því síður þegar staða hagkerfisins er verri. Það er nöturlegt að verða vitni að því þegar stjórnmálamenn líta á skattgreiðendur sem endalausa upp- sprettu fjármagns. Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr. Við ætlum að lækka skatta enn frekar og leyfa einstaklingum og fyrirtækjum að njóta erfiðisins. Það á við um alla skattstofna, tekjuskatt, út- svar, tryggingargjald, erfðafjárskatt, stimpilgjöld og svo má lengi telja. Við höfum aldrei litið á dugnað og útsjónarsemi sem uppsprettu fyrir ríkissjóð. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Vannýtt tekjuúrræði? Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skipulagsstofnun hefur birtálit á mati á umhverfis-áhrifum sem unnið varvegna aukinnar vatns- vinnslu Veitna, sem fyrirhuguð er í Vatnsendakrikum í Heiðmörk. Telur stofnunin að sýnt hafi verið fram á að óveruleg breyting verði á stærð aðrennslissvæðisins vegna aukinnar vatnstöku Veitna og Vatnsveitu Kópavogs á svæðinu og líklegt sé að vatnstakan muni hafa lítil áhrif á rennslisstefnu grunnvatns. Vatns- vinnsla muni einnig hafa óveruleg áhrif á yfirborði s.s. á stöðuvötn og gróður en hins vegar muni draga úr rennsli Kaldár. Telur Skipulags- stofnun brýnt að vakta grunnvatns- borð á svæðinu eins og Veitur áforma að gera. Felldi úr gildi ákvörðun að vinnslan væri ekki matsskyld Þetta álit Skipulagsstofnunar ætti ekki að koma mjög á óvart þeg- ar rifjað er upp að í desember árið 2014 komst stofnunin að þeirri nið- urstöðu að fyrirhuguð aukin vatns- vinnsla Orkuveitu Reykjavíkur og Kópavogsbæjar í Vatnsendakrikum í skrefum til ársins 2030 væri ekki líkleg til að hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þessi ákvörðun var umdeild og kærði Hafnarfjarðarbær ákvörð- unina hvað varðar vatnsvinnslu OR til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA), sem felldi ákvörðun Skipulagsstofnunar um aukningu á vinnslu OR úr gildi í des- ember 2016. Því þyrfti umhverf- ismat að fara fram. Þetta kærumál hefur þó ekki haft áhrif á áform Veitna um aukna nýtingu í Vatnsendakrikum. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, talsmanns Veitna, hélt undirbúningur áfram meðan á kæruferlinu stóð. „Aukin nýting í Vatns- endakrikum hefur, á þessu stigi, einkum þann tilgang að auka öryggi vatnsöflunar Veitna úr Heiðmörk,“ segir Eiríkur í svari við fyrirspurn blaðsins. „Þegar búið verður að tengja nýjar holur þar við vatnsveit- una geta megin-vatnstökusvæðin – efra svæðið þar sem Vatnsenda- krikar eru og neðra svæðið þar sem Gvendarbrunnar og fleiri svæði eru – stutt hvort við annað og jafnvel komið hvort í stað annars um hríð. Þau hafa svolítið annað upp- takasvæði vatns þannig að við áfall af einhverju tagi á öðru svæðinu get- ur hitt svæðið komið þess í stað að mestu leyti,“ segir Eiríkur. Að sögn hans er svæðið í Vatns- endakrikum öruggara en neðri svæðin ekki síst vegna þess að þar eru vatnstökuholurnar dýpri en á neðri svæðunum þar sem vatnstaka hófst fyrir réttum 110 árum. Aukin vatnsvinnsla í Vatns- endakrikum er ekki síst hugsuð til að auka öryggi í afhendingu á neysluvatni og að nauðsynlegt sé að hafa til frambúðar tvö aðskilin vatnstökusvæði í Heiðmörk. Er í fersku minni þegar mengun af völd- um jarðvegsgerla kom í ljós í neyslu- vatni í borginni í janúar á síðasta ári. Takmarka þurfti vinnslu vatns á neðra vatnstökusvæði Veitna í Heið- mörk vegna örverumengunar og því er ljóst að þörf sé á frekari dreifingu vatnsöflunar af svæð- inu. Þá er einnig ótalin þörf á auk- inni vatnsvinnslu til að mæta fyr- irsjáanlegri fjölgun íbúa á næstu árum. Veitur ætla að auka vatns- vinnslu í Vatnsendakrikum í 300 lítra á sekúndu (l/s) úr þremur bor- holum sem búið er að bora og Vatns- veita Kópavogs hefur heimild fyrir allt að 350 l/s vinnslu. Óveruleg áhrif en brýnt að vakta svæðið Vatnsendakrikar Áformað er að nýta vatnsvinnslusvæðið sem mest yfir hlákutímann og verður því mest dæling þegar grunnvatnsstaðan er hæst. Fram kemur í matsskýrslunni að vatnsborðslækkun í Kald- árbotnum vegna aukinnar vatnsvinnslu í Vatns- endakrikum hafi skapað óvissu um áhrif á rekstrarskil- yrði Vatnsveitu Hafnarfjarðar og möguleika hennar til að auka sína vinnslu í framtíð- inni. Veitur fengu Íslenskar orkurannsóknir til að gera út- tekt á þessum þáttum. Í skýrslu Skipulagsstofnunar segir að aukin vatnstaka í Vatnsendakrikum muni hafa í för með sér neikvæð áhrif á vatnsból Hafnarfjarðar í Kald- árbotnum. Ljóst sé að Hafn- arfjarðarbær, sem lengi hafi búið við sjálfrennandi vatn, þurfi að dæla oftar en verið hefur. Líkur á lægsta vatns- borði við Kaldárbotna séu hins vegar á þeim tíma árs sem Veitur geti aflað vatns annars staðar en áformað er að nýta Vatnsendakrikasvæðið sem mest yfir hlákutímann. Áhrif á vatnsból Hafnfirðinga AUKIN VATNSTAKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.