Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 39

Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Sprell Það getur verið gaman að standa á höndum á góðum sumardegi í Nauthólsvík í Reykjavík. Hari Ráðherrarnir fjórir stóðu í hlaðvarpanum á Keldum, þeir voru ekki þar að flytja þjóðinni neinar gleðifréttir. Þeir voru þar að flytja fréttir af ákvörðunum ríkisstjórnar og til- kynningu um að þeir hygðust leggjast í vörn og aðgerðir sem væru nauðvörn gegn því sem þeir stæðu nú frammi fyrir. Ástæð- an! Landið verður opnað fyrir inn- flutningi á hráu kjöti sem fylgir meiri áhætta en því frysta. Stað- arvalið Keldur hljómar eins og öf- ugmæli að því leyti að þaðan hafa dýrasjúkdómarnir sem hingað hafa borist erlendis frá verið kveðnir nið- ur, oft eftir sáran og kosnaðarsaman niðurskurð búfjárstofna. En við átt- um og vonandi eigum enn kjarkaða dýralækna og vísindamenn á Keld- um, en þeir einatt sögðu „nei,“ í nafni vísindanna, dýraverndar og mannhelgi þegar pólitískur breysk- leiki var í aðsigi. Íslenskur búfén- aður hefur nefnilega verið frelsaður undan plágunum frá Vísindastöðinni að Keldum. Því er öldin önnur. Þegar við opn- um landið þá eykst áhættan og vissulega er nauðvörn ríkisstjórn- arinnar rétt ef ráðherrarnir og emb- ættismennirnir skilja um hvað málið snýst. Ísland býr ekki enn við neyð flestra annarra þjóða í Evrópu varð- andi allskyns dýrasjúkdóma sem berast milli landa eða vegna sýkla- lyfja í matvælum frá verk- smiðjubúum sem valda fólki lífshættu, en spáð er að eftir fimmtíu ár deyi fleira fólk úr sýklalyfjaóþoli en krabbameini. Innlendir og ekki síður erlendir læknar og prófessorar segja: „Ísland býr við öfunds- verða stöðu í landbún- aði og matvæli sem eru einstök.“ Hér er minnst notk- un á pensilíni í heim- inum í búfé og hér var bannað að gefa búfé pensilín í fóðri. Nú vill Al- þjóða heilbrigðisstofnunin taka á siðleysinu og stöðva glæpsamlegt athæfi í búskap víða um heim, verk- smiðjubúin eru þar langglæp- samlegust. Á sama tíma erum við nauðbeygð, segja stjórnmálamenn- irnir, að opna landið, um það er að vísu deilt hvort dómur EFTA sé byggður á réttum rökum. Ráðherrar og embættismenn vita kannski ekki og vita þó? Nú stríða Evrópa, Ameríka og Kína við illvíga svínapest, „afrísku svínapestina“, og stjórnvöld í Kína ráðgera að skera niður allt að þriðj- ungi síns svínastofns til að verjast. Þessi svínapest er sögð berast með hráu kjöti m.a. Hver veit hvaðan unnar kjötvörur koma þó pakkaðar séu í Evrópu? Jú, pestin er líka í ESB. Nú er frumskylda hér að fylgja þessu eftir með því að stofna mat- vælaráðuneyti með sterkri landbún- aðardeild annars vegar og sjáv- arútvegsdeild hins vegar. Að blessaður landbúnaðarráðherrann þurfi ekki að deila ráðuneytisstjóra með öðrum ráðherra. Ekki gátu fé- lags- og barnamála- og velferð- arráðherra gert það, þar var stokk- að upp. Og að landbúnaðarráðherra búi nú við þær aðstæður að enginn sérmenntaður vísindamaður í land- búnaði sé starfandi í ráðuneytinu, núverandi ráðherra ber ekki einn ábyrgð á þessari þróun, hún hefur gerst á tólf árum frá árinu 2007. Engum ráðherra er boðið upp á þessar aðstæður en matvæla- og landbúnaðarráðuneyti er ekkert síð- ur mikilvægt en heilbrigðisráðu- neyti eins og mál eru að þróast. Og svo ætti að fela íslenskum bændum að framleiða sem allra mest af þeim vörum sem við neytum í landinu, af mjólkurvörum, kjötvörum og græn- meti, í því væri fólgið mikið öryggi fyrir landsmenn. Ráðherrar skrifa villandi grein Það henti nú þau Kristján Þór Júlíusson og Svandísi Svavarsdóttur ráðherrana að skrifa villandi grein saman í Moggann eftir Keldnafund- inn þar segja þau í upphafi „að ætl- unin sé að stemma stigu við frekari útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á Ís- landi“. Það er eins og þau viti ekki að þau ætla að opna fyrir áhættuna enn frekar. Meðfylgjandi mynd sýn- ir einstaka stöðu Íslands, besta staða lands í Evrópu hvað varðar litla sýklalyfjanotkun í búvörum, meðan mörg lönd búa við ógnvæn- lega stöðu. Svo bæta þau við og segja: „Við vonumst til þess að um það skapist samstaða að Ísland verði í fremstu röð þegar kemur að vörnum gegn útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmra baktería.“ Það er eins og þau viti ekki að Ísland og Nor- egur eiga algjöra sérstöðu hvað varðar landbúnað og matvæli án sýklalyfja og innflutningurinn á hráa kjötinu skapar okkur nýja áhættu. Ég sá að samgöngu- ráðherrann og dýralæknirinn Sig- urður Ingi Jóhannsson skrifaði og skildi að þetta voru aðgerðir gegn nýrri ógn sem mun valda áhættu bæði gagnvart mannfólki og búfé. Um það deila læknar og vís- indamenn ekki. Eftir Guðna Ágústsson »Nú stríða Evrópa, Ameríka og Kína við illvíga svínapest, „afrísku svínapestina“, og stjórnvöld í Kína ráðgera að skera niður allt að þriðjungi síns svínastofns. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Ríkisstjórnin í vandræðum sínum á Keldum Flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og samgönguyfirvöld ráð- gera nú að fjárfesta um- talsvert í borgarlínu. Og eru tilbúin með fyrsta milljarðinn í undir- búning. Borgarlína virð- ist eiga að vera eins kon- ar nýtt stofnbrautakerfi fyrir sérhannaða vagna til að flytja okkur um höfuðborgarsvæðið fljótt og vel. Með skjótari og hag- kvæmari hætti en einkabíllinn getur. Er þetta örugglega hagkvæm nýting fjármuna? Hér skal viðurkennt að ekki hef ég lesið ógnarmikið um málið en mér virð- ist talsmenn borgarlínu tala um hana sem næstum því töfralausn sem við munum þyrpast um að nota. Þar með yrði allur samgönguvandi höfuðborg- arsvæðisins leystur. Engar tafir (hvað þá tafagjöld) og borgarlínan muni moka okkur fram og aftur milli hverfa og bæja með mikilli afkastagetu sinni. Önnur lausn? En ég spyr: Verður borgarlína betri kostur en betrumbætt strætókerfi? Með öðrum orðum: Mætti ekki end- urbæta strætókerfið þannig að það geti gegnt hlutverki sínu betur? Fyrir margfalt færri milljarða króna? Ef strætó fær meiri forgang í umferðinni en nú er og yrði þar með fljótari í för- um væri kannski hægt að búast við að fleiri nýttu sér þann kost. Leggja mætti fleiri sérakreinar fyrir strætó, veita strætó víðar forgang á gatnamót- um og almennt gera leiðakerfið víð- tækara og greiðara með meiri tíðni, áherslu á hraðferðir og kannski splæsa í hraðari endurnýjun vagna. Þetta hef- ur svosem verið á dagskrá en strætó- fyrirtækið getur örugglega sinnt þessu hlutverki enn betur ef það fengi meira fjármagn. Þetta hljómar kannski frek- ar sem gömul tugga en töfralausnin en mér finnst ekki hafa komið fram mikil umræða um þennan möguleika. Dýr tilraun? Ég sé ekki að borg- arlína muni koma okkur upp til hópa til að nota almenningssamgöngur og minnka notkun einka- bílsins. Af hverju er hægt að ætlast til þess að við notum borgarlínu ef við notum varla strætó í dag? Bara af því að vagnarnir eru nýir og kerfið er nýtt? Eða bara af því að þetta kostar tugi milljarða króna og við þurfum að gera það fyrir yfirvöldin að nýta fjár- festinguna? Borgarlínuhugmyndin virðist í fljótu bragði vera eins og óþarflega dýr tilraunastarfsemi. Er ekki betri nýting á fjármunum að verja broti af þessari upphæð til að bæta strætókerfið og sjá hvort við myndum þá ekki ferðast meira með strætó? Annars má almennt segja um umferð- ina á höfuðborgarsvæðinu að auðvitað væri best að allir samgöngumátar fengju að ganga nokkurn veginn trufl- unarlítið. Kannski er þó hugarfarsbreyting líklegust til þess að fá okkur inn í al- menningsvagna. Væri ekki ráð að byrja þar? Og hafa kannski bara ókeypis í strætó eins og á Akureyri? Er borgarlína betri en strætó? Eftir Jóhannes Tómasson Jóhannes Tómasson »Er ekki betri nýting á fjármunum að verja broti af þessari upphæð til að bæta strætókerfið og sjá hvort við myndum þá ekki ferðast meira með strætó? Höfundur er bíleigandi á eftirlaunum. jotor52@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.