Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
- G Ó LFMOTTUR -
Marvel 170x240 kr. 61.200Marvel 170x240 kr. 61.200 Rugged 170x240 kr. 52.700
Magic 160x230 kr. 71.400Ravi 170x240 kr. 116.300 Stark 160x230 kr. 99.900
Vestmannaeyjar
eru eyjaklasi við suð-
urströnd Íslands þar
sem á fimmta þúsund
Íslendinga hefur kos-
ið sér búsetu.
Eyjarnar eru þekkt-
ar fyrir stórbrotna
náttúrufegurð, ævin-
týralega byggðasögu,
fjölbreytt dýralíf og
ekki síst elju, sam-
stöðu og gleði eyja-
skeggja. Það sem færri þekkja þó
er að Vestmannaeyingar hafa
lengi verið í fremstu röð á heims-
vísu hvað varðar vistvæna orku-
framleiðslu.
Hraunhitaveitan
Eins ótrúlegt og það hljómar er
enginn jarðhiti í Vestmannaeyjum
og upphaflega voru hús hituð með
kolum, olíu en loks rafmagni. Í
ársbyrjun 1974 í kjölfar Heimaeyj-
argossins var settur upp einfaldur
varmaskiptir á Eld-
fellshrauni sem kalt
vatn rann í gegnum.
Vatnið hitnaði í heitu
hrauninu og var leitt
inn á hitakerfi húsa.
Um 1978 voru flest
hús í Vestmanna-
eyjum tengd hraun-
hitaveitu sem hitaði
upp hús í Vest-
mannaeyjum í yfir 10
ár eða þar til hraunið
fór að kólna. Hraun-
hitaveitan var fyrsta
og eina sinnar tegund-
ar sem starfrækt hefur verið í
heiminum svo vitað sé.
Sorp til húshitunar
Þegar sorporkustöð var starf-
rækt í Vestmannaeyjum á árunum
1993-2013 var það í fyrsta skipti á
landinu sem sorp var notað sem
orkugjafi til húshitunar en í kjöl-
far hertra umhverfisreglugerða
var þeirri stöð lokað og tekið að
flytja sorp frá Vestmannaeyjum
með ferju sem siglir á olíu og að
sama skapi þurfti á ný að kynda
húsnæði Eyjaskeggja með
ótryggri raforku og olíu.
Landsnet lagði nýjan sæstreng
til Eyja sem var tekinn í notkun
árið 2013 og tryggði stórbætt af-
hendingaröryggi orkunnar. Fram-
kvæmdin gekk mjög hratt og vel
fyrir sig, eða á methraða, enda var
ekki neinu málþófi fyrir að fara
hvað þann sæstreng varðaði.
Sjóvarmadælustöð
Í síðustu viku var vígð ný og
glæsileg sjóvarmadælustöð HS
veitna í Vestmannaeyjum og sú
næststærsta í heiminum, en
varmadælustöðin er að mati HS
veitna ódýrasti virkjunarkosturinn
um þessar mundir. Tilgangurinn
með framkvæmdinni var að leita
að hagkvæmasta úrræði til upphit-
unar húsnæðis í Eyjum til fram-
tíðar litið og um leið að treysta
orkuöflunina en þar er sjór nýttur
sem endurnýjanlegur orkugjafi í
húsum í fyrsta skipti á Íslandi.
Nýr Herjólfur rafknúinn
Ný Vestmannaeyjaferja er loks-
ins á leið heim frá Póllandi og
verður þar með fyrsta rafknúna
farþegaferjan á Íslandi. Sam-
gönguráðherra ákvað í byrjun árs
2018 í ljósi áherslna ríkisstjórn-
arsáttmálans í loftslagsmálum að
rafvæða ferjuna að fullu þannig að
þegar hún siglir á milli Vest-
mannaeyja og Landeyjahafnar
getur hún siglt á raforkunni einni
saman en hún þarf hins vegar að
reiða sig á olíu í lengri siglingum.
Stuðningur hins opinbera
HS Veitur er gott dæmi um það
hvernig einkafyrirtæki á sam-
keppnismarkaði tekur af skarið og
leiðir samfélagið inn á nýjar og
spennandi slóðir, umhverfinu og
samfélaginu til heilla. Hið opin-
bera getur veitt ýmsan stuðning
við slík jákvæð verkefni, með
lagasetningum, í styrkjaformi líkt
og í varmadæluverkefninu, beinni
íhlutun líkt og í nýrri Vest-
mannaeyjaferju, fræðslu eða í
formi skattaívilnana. Sveitar-
félögin geta að sama skapi komið
til móts við slíka starfsemi í formi
samvinnu við deiliskipulag og
framkvæmdir, stuðnings og hvatn-
ingar til nýsköpunar o.fl. líkt og
hefur verið keppikefli Vest-
mannaeyjabæjar á undanförnum
árum.
Framtíðin í okkar höndum
Framtíð Vestmannaeyja líkt og
allrar jarðkringlunnar veltur fyrst
og fremst á möguleikum mann-
skynsins til að takast á við okkar
alvarlegustu vandamál sem eru
m.a. afleiðingar okkar eigin hegð-
unar. Lausn þessara alvarlegu
vandamála er að miklu leyti fólgin
í þessari sömu hegðun og þá ýmist
tregðu okkar eða vilja til að
breyta henni, veröldinni til vansa
eða vegsemdar.
Vistvænar Vestmannaeyjar
Eftir Hildi Sólveigu
Sigurðardóttur
Hildur Sólveig
Sigurðardóttir
» Vestmannaeyjar
hafa verið í far-
arbroddi í vistvænni
orkuframleiðslu í 45 ár.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
oddviti Sjálfstæðisflokksins
í Vestmannaeyjum.
hildursi@gmail.com
Á forsíðu Bændablaðsins 23. ágúst
2018 kemur fram að 87% raforku á
Íslandi séu sögð framleidd með
kjarnorku, kolum, olíu og gasi. Þá er
sagt að íslensk raforkufyrirtæki selji
syndaaflausnir fyrir mengandi orku-
iðnað í Evrópu. Á sama tíma er okk-
ur sagt að leggja einkabílnum.
En treystum við fólki, sem selur
syndaaflausnir í orkumálum, fyrir
þriðja orkupakkanum?
Vestlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Orkupakkar
Niðurstöður úr vor-
ralli Hafró eru ekki
upplífgandi. Vísitala
þorsksins minnkaði
annað árið í röð.
Hafrómenn eru þó
keikir og benda á að
hún sé hærri nú en
hún var 1985-2011.
Aflaheimildir í þorski
voru ekki skornar í
fyrra, því þá notuðu menn tölur úr
haustrallinu ári fyrr til að toga upp
vísitöluna. Það er ekki hægt núna
því vísitalan snarlækkaði í síðasta
haustralli. Fróðlegt verður að sjá
hvaða brögðum menn beita til að
koma í veg fyrir niðurskurð í þorsk-
afla.
Vísitala ýsu lækkaði líka og vísi-
tala ufsa lækkaði verulega svo vitn-
að sé beint í skýrsluna en ufsastofn-
inn minnkar mikið þrátt fyrir að
miklu minna hafi verið veitt úr
stofninum en ráðgjöfin gerði ráð
fyrir. Þá er nýliðun þorsks ekki
beysin, árgangur 2016 lélegur en sá
frá 2017 virðist (ennþá) nærri með-
allagi. Samt hefur hrygningarstofn
þorsks verið risastór í mörg ár eða
síðan makríllinn kom inn í lögsög-
una og fóður varð til handa stórum
fiski eftir hrygningu.
Þegar verkefnastjóri togararalls-
ins, fiskifræðingur, var spurður
hvort ekki hefði mátt vænta betri
nýliðunar hjá sterkum þorskstofni
heldur en raun hefur verið síðustu
ár svaraði hann að það hefði í sjálfu
sér ekki verið verkefni þessa leið-
angurs að meta samband hrygning-
arstofns og nýliðunar.
„Það virðist hafa vera mikil
hrygning í gangi og því er ekki að
neita að við hefðum viljað sjá þenn-
an stóra hrygningarstofn skila meiri
nýliðun. Hún hefur ekki verið í réttu
hlutfalli við stærð hrygningarstofns-
ins, sem segir manni þá að ein-
hverjir aðrir þættir hafa áhrif á ár-
gangastærð. Á næstu árum verður
væntanlega lögð aukin áhersla á
rannsóknir á nýliðun til að reyna að
átta sig betur á stöðunni,“ segir
verkefnisstjórinn.
Það blasir við og hefur gert lengi
að ekki er líffræðilegur grundvöllur
fyrir fiskveiðistefnu Hafró. Margir
fræðimenn hafa gagnrýnt það sem
kallast veljandi veiðar, veiða stærsta
og besta fiskinn en forðast að veiða
þá smærri, nokkuð sem leiðir til
hungurs og vanþrifa hjá smáfiski.
Niðurstöður stofnmælinga nú
sýna að 1-5 ára þorskur er horaður
og á það einkum við fjögurra ára
gamlan fisk. Gefa þær niðurstöður
ekki augljóslega til kynna að auka
beri sóknina í smáfisk?
Hjá mörgum þorskstofnum hefur
verið sýnt fram á að öfugt samband
er milli hrygningarstofns og nýlið-
unar, sem má þá skýra þannig að
þegar hrygningarstofninn er stór,
og þar með heildarstofninn, þá er
ekki pláss fyrir meiri ungfisk. Þann-
ig komu tveir stærstu árgangar í
seinni tíð, 1983 og 1984, undan
litlum hrygningarstofni, sem var um
140 þús. tonn en nú er hrygning-
arstofninn nær fjórfaldur á við það
og er að gefa sáralitla nýliðun. Enda
sagði leiðangursstjórinn að menn
yrðu að „reyna að átta sig betur á
stöðunni“.
Þessi aðferðafræði, að byggja upp
stærri þorskstofn til að unnt verði
að veiða meira, hefur gersamlega
brugðist. Lagt var af stað með að
væri ráðgjöf Hafró fylgt yrði unnt
að veiða 500 þús. tonn af þorski ár-
lega. Það hefur heldur betur brugð-
ist, nú erum við að slefa upp í 260
þús. tonn og líkur eru á því að aflinn
verði skorinn niður í vor, verði 20%
aflareglunni fylgt, en allar líkur eru
á því, en hún virðist háð alþjóða-
samningum því Hafró er ekki sjálf-
stæð og þarf að bera allt undir
ICES.
Þessi regla, að veiða minna en við
gerðum áratugum saman, að taka
nú 20% úr stofninum í stað 35% áð-
ur, hefur þýtt að þorskaflinn hefur
áratugum saman verið um 200 þús.
tonnum minni á hverju ári en hann
hefði getað verið. Svo eru menn að
gera veður út af tapaðri loðnuvertíð,
sem stafar m.a. af allt of stórum
þorskstofni. Loðnan er nefnilega að-
alfæða þorsksins á grunnslóð fyrir
norðan tvö fyrstu æviár hennar.
Brostnar vonir, þorskstofninn
farinn að dragast saman
Eftir Sigurjón
Þórðarson og Jón
Kristjánsson
Jón KristjánssonSigurjón Þórðarson
Höfundur er líffræðingur og
Jón Kristjánsson fiskifræðingur.
» Grundvöllur fisk-
veiðiráðgjafar Hafró
er augljóslega rangur.
Fasteignir