Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 44

Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 ✝ Sigurður Ör-lygsson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1946. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. maí 2019. Eftirlifandi sam- býliskona Sigurðar til fjórtán ára er Ingibjörg Einars- dóttir frá Hjörsey, f. 1951. Börn henn- ar eru Matthildur, f. 1972, Ein- ar, f. 1975, Guðrún, f. 1981, og Gunnar f. 1992. Foreldrar Sigurðar voru Ör- lygur Sigurðsson listmálari, f. 1920, d. 2002, og Unnur Eiríks- dóttir kaupkona, f. 1920, d. 2008. Systir Sigurðar er Malín Örlygsdóttir fatahönnuður, f. 1950, maki hennar er Gunn- laugur Geirsson læknir, f. 1940. Börn Malínar eru Örlygur, f. 1971, Bergþór, f. 1974, og Unn- ur, f. 1980, faðir þeirra er Jakob Smári sálfræðingur, f. 1950, d. 2010. Dóttir Sigurðar og Hrefnu Steinþórsdóttur, f. 1949, er Theodóra Svala, flugfreyja, f. 1978, maki hennar er Egill Sverrisson, f. 1980, sonur þeirra 1992, í sambúð með Baldvin Einarssyni, f. 1985. Dóttir Ingveldar er Ingveldur Steinunn Ingveldardóttir þýð- andi, f. 1975, maki hennar er Thomas Ivanez, f. 1971. Börn þeirra eru Lúkas, f. 2001, Stella, f. 2004, og Viktor, f. 2010. Sigurður ólst upp í Hafrafelli í Laugardalnum í Reykjavík. Hann gekk í Laugarnesskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hann stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1967-71, í Konunglega listaháskólanum í Kaupmanna- höfn hjá Richard Mortensen 1971-72 og í Art Students League í New York á árunum 1974-75. Sigurður vann að myndlist sinni alla tíð en einnig við myndlistarkennslu, lengst af við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og Myndlistaskólann í Reykjavík auk Listaháskóla Ís- lands. Fyrstu einkasýninguna hélt hann í Unuhúsi 1971. Hann hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Hann hlaut Menningarverðlaun DV árið 1989 og naut af og til starfslauna listamanna. Sigurður beitti mörgum stíl- brögðum myndlistar á ferli sín- um og þekkt eru risastór mál- verk hans. Sigurður verður kvaddur frá Áskirkju í dag, 6. júní 2019, klukkan 15. er Bjarki Hrafn, f. 2014. Börn Theo- dóru úr fyrri sam- búð eru Viktor Gabríel, f. 2000, og Erik Alexander, f. 2002, faðir þeirra er Tomislav Mag- dic, f. 1974. Börn Egils eru Sunneva Líf, f. 2002, og Ragnar Ingi, f. 2008. Sigurður kvæntist Ingveldi Róbertsdóttir, f. 1953, árið 1985. Börn Sigurðar og Ingveld- ar eru 1) Unnur Malín, tónlistar- maður, f. 1984, í sambúð með Arnari Sigurbjartssyni, f. 1965, sonur þeirra er Unnsteinn Magni, f. 2010, en fyrir átti Arn- ar synina Andra Frey, f. 1986, Viktor, f. 1993, d. 2018, og Alex- ander, f. 1995, 2) Þorvaldur Kári, tónlistarmaður og kenn- ari, f. 1985, í sambúð með Önnu Kristínu Sigurðardóttur, f. 1983, sonur þeirra er Atlas, f. 2018, 3) Arnljótur, tónlistar- maður, f. 1987, 4) Gylfi, mynd- listar- og tónlistarmaður, f. 1990, í sambúð með Geirþrúði Einarsdóttur, f. 1989, og 5) Val- gerður, myndlistarmaður, f. Elsku pabbi er fallinn frá. Það er svo margt sem fer um huga minn á þessari stundu. Minning- arnar vakna, ótalmargar, við frá- fall hans. Það er ógjörningur að rifja þær allar upp, en mig lang- ar að minnast hans með því að bregða upp nokkrum myndum með orðum. Ég sit á gólfinu ásamt eldri hluta systkina minna að teikna, lita og mála á vinnustofunni í ris- inu á heimili okkar á Laugavegi 140. Við höfum greiðan aðgang að málningu, litum og penslum og pappír eins og okkur lystir. Kind of Blue með Miles Davis á plötuspilaranum og tónlistin fyll- ir rýmið. Risastórt olíumálverk á gaflveggnum og skúlptúr af flug- vél í smíðum á gólfinu. Lista- verkabækur og myndabækur um allt. Fjöldinn allur af hljómplöt- um í hillum sem hann smíðaði sjálfur. Málningarslettur þekja gólfið og mild angan af terpent- ínu og línolíu leikur um vitin. Myndvarpinn er í gangi og glær- um með geómetrískum formum er varpað á strigann. Pabbi situr í hægindastól með krosslagða fætur og dillar lausa fætinum, pensill ýmist milli fingranna eða tannanna. Hann hallar undir flatt og horfir á verkið sem er í vinnslu og pælir, stendur stund- um upp til að færa til myndvarp- ann eða snúa glærunni. Sól skín inn um glugga og lýsir upp ryk- agnir sem svífa í loftinu. Ég er að dansa á vinnustof- unni á jarðhæðinni á Skerplu- götu 5. Klædd í ljósbláan ball- erínusamfesting, hvítar sokkabuxur, hárið í hnút og ég er með rauðan varalit. Svanavatnið rennur í stríðum straumum úr græjunum og ég dansa af lífsins móð við músíkina. Umvafin mál- verkum í vinnslu á stórum strig- um og trappa á gólfinu. Pabbi leyfir mér að flæða frjálsri um bjart rýmið og túlka tilfinning- arnar sem bærast með mér með hreyfingum. Hann hrósar mér í hástert, segir mig upprennandi dansara og býður mér að fara að læra ballett, en ég segist ekki þurfa að fara í ballettskóla, því ég kunni nú þegar allt. Ég er á leiðinni út af Hring- braut 83 þegar pabbi kallar í mig innan úr stofunni. Hann verður að sýna mér eitt alveg geggjað áður en ég fer. DVD-diskur er í spilaranum og á skjánum er Cecelia Bartoli íklædd flegnum vínrauðum kjól með blúnduerm- um í íburðarmiklum tónleikasal frá endurreisnartímanum. Hún er að syngja Agitata da dua venti eftir Antonio Vivaldi, verk sem ég kannast ekki við að hafa heyrt áður. Ég sé ekki í byrjun hvað pabba finnst eiginlega geggjaðra við þetta verk, en önnur svipuð sem ég hef margoft heyrt. Ég nenni varla að hlusta, langar mest út til vinkonunnar. Ég segi pabba það, en hann segir mér að bíða aðeins. Og þá gerist það. Hún fer að syngja dillandi skala upp og niður tónsviðið svo hratt og af svo mikilli færni og inn- lifun. Pabbi brosir við mér og hlær. Þetta er alveg geggjað! Ég vil sjá þetta aftur og aftur. Ekki líður á löngu þar til ég reyni mig við að syngja þetta eins og Cecilia, en ekki með eins góðum árangri. Pabbi hvetur mig samt til að syngja og styður mig til þess með ráðum og dáð. Elsku pabbi, ég minnist allra góðu stundanna og einkum og sér í lagi ástríðunnar sem logaði í brjósti þér af mesta móð sem ég hef vitað. Minning þín lifir. Unnur Malín Sigurðardóttir. Nafni minn og stórfrændi er látinn úr illskeyttum sjúkdómi, þó að ekki hafi aldurinn verið ýkja hár. Það vinnur enginn sitt dauðastríð. Stríð hans var erfitt síðustu vikur og mánuði, löngu ljóst að hverju stefndi. Enn á ný erum við minnt á að ekkert er gefið í þessum heimi og lífslengd fer ekki eftir verðleikum. Þeim sem stjórna gangi himintungla og sagðir eru ráða lífslokum okk- ar eru stundum mislagðar hendur. Samt er það svo „að koma mun til mín feigðin, hvar sem ég er staddur“, eins og haft er eftir Gunnari á Hlíðarenda. Í uppvextinum áttum við heilmikið saman að sælda, við vorum bræðrasynir. Siggi ólst upp í Laugardalnum, í Hafrafelli, sem var þar sem nú er húsdýra- garðurinn. Íbúðarhús fjölskyld- unnar og vinnustofa Örlygs frænda var síðar notað sem af- drep starfsmanna og sýningar- hús smádýra alls konar. Nú er húsið horfið, Snorrabúð stekkur orðin, því miður. Oft var farið þangað í heimsókn. Siggi var tveimur árum eldri, oftast glað- beittur, mjög uppátækjasamur, og að sjálfsögðu mun þroskaðri en ég, litli frændi. Hann leiddi þess vegna margt skemmtilegt sem við tókum okkur fyrir hendur. Einhvern tíma hafði Siggi byggt risastóran kastala úr SÍBS-kubbum, eins og Lego- kubbar hétu þá. Eitthvað kom ég að smíðinni, sem tók langan tíma, en Siggi var arkitekt og yfirsmið- ur. Þegar byggingu var lokið og hún hafði staðið glæst um tíma var komið að lokaatriðinu, grand finale. Nokkrum kínverjum var troðið í grunn kastalans, síðan sprengt með miklum stæl, kubb- ar þeyttust í allar áttir með mikl- um hávaða, stórfenglegt. Miklu betra en í bíó. Við vorum líklega átta og tíu ára. Ég býst við að svona lýsingar eigi við um marga sem voru börn á þessum árum, en fyrir þessar stundir og minn- ingar hef ég alltaf verið Sigga frænda mínum þakklátur. Sam- skipti okkar urðu minni þegar við eltumst, og önnur viðfangs- efni tóku við, eins og gengur, en alltaf hélst þráður. Siggi fór að mála og auðvitað fylgdumst við með því, sáum sýningar og eign- uðumst stundum verk. Meðal annars fengum við hjá honum mynd af Thelonius Monk úr djassseríunni góðu. Þegar við sóttum myndina hafði Siggi laumað með geisladiski með tón- list Monks, sem mikið hefur ver- ið hlustað á. Siggi málaði undir tónlist, alls kyns, og eftirminni- legt var að koma á vinnustofuna, ekki bar minna á hilluröðum af geisladiskum en málverkum. Siggi var ekki gallalaus maður. Hann bar með sér ættarfylgju, áfengisvanda, og var stundum sjálfum sér verstur, og aðstand- endum sínum og ættingjum líka. Hann fór aldrei í grafgötur með ágalla sína, dró ekki yfir þá fjöð- ur, tókst stundum á við þá í list- inni. Siggi sýndi góðvild og hlýju, þó að hrjúfur gæti hann verið á stundum. Hann var ástríðu- maður í öllu sem hann gerði, stundum yfirgnæfandi og þver, mótsagnakenndur. Hann var því mikill karakter, ekki lognmoll- umaður. Hann skilur eftir sig tóm í sál okkar en minning hans mun lifa í verkum hans. Ég vil votta Ingibjörgu ekkju hans og börnum hans öllum, tengdabörn- um, barnabörnum, Malínu systur og aðstandendum öllum dýpstu samúð. Sigurður Guðmundsson. Í þau rúmlega fjörutíu ár sem ég hef verið þátttakandi í ís- lensku myndlistarlífi hefur Sig- urður Örlygsson verið hluti af til- veru minni, ef ekki í eigin persónu þá í sjónminni. Við rák- um gallerí með góðum vinum á áttunda áratugnum, hengdum nokkrum sinnum upp sýningar fyrir söfn og aðrar liststofnanir og skeggræddum um mynd- og tónlist við ótal tækifæri á þeim mörgu stöðum sem Sigurður bú- setti sig ásamt ört vaxandi fjöl- skyldu. Hann var þá á flótta und- an dýrtíð, innheimtumönnum og óhagstæðum tískustraumum í myndlistinni. Í nýju andlegu jafnvægi en mjög farinn að kröft- um birtist hann svo okkur skrafskúmum á Mokka snemma á þessu ári til að miðla því sem hann átti ósagt. Því fer ég nokkuð nærri um helstu mannkosti Sigurðar. Hann var félagsvera að hætti feðra sinna, gangandi fróðleiks- brunnur um menn, móra og list- ir, ekki síst myndlist og margs konar tónlist, og hamhleypa til allrar þeirrar vinnu sem honum leiddist ekki – mig minnir að við höfum sett upp heila sýningu á ævistarfi Gerðar Helgadóttur á einni kvöldstund. Sem mynd- listarkennari auðsýndi hann nemendum sínum staka nær- gætni og óskipta athygli. Greiða- semi hans var við brugðið, svo og elskusemi gagnvart börnum. Einhvern tímann sagði ég Sig- urði, bæði í alvöru og hálfkær- ingi, að hann hefði getað orðið fyrirtaks fræðimaður af gamla skólanum, einn af þeim kostu- legu karakterum, sérvitrum og mátulega ölkærum, sem Örlygur faðir hans fjallar um í bókum sínum. Ég trúi því enn. Um leið hef ég engar efasemdir um fram- lag hans til íslenskrar mynd- listar. Sigurður er ótvírætt helsti íslenski fulltrúi hinnar stór- brotnu bandarísku strangflata- listar sem oftast er kennd við þá Barnett Newman, Ellsworth Kelly og Kenneth Noland; þetta er myndlist sterkra órofa lita og stórra flata og hæfir þannig stór- lyndum fulltrúa hennar hér uppi á Íslandi. Ströng myndlist hans er heldur ekki neins konar eftir- líking, heldur spyr áhorfandann spurninga á eigin forsendum. Annað markvert tímabil er einn- ig til í myndlist Sigurðar, gríð- arlega umfangsmikill og óreiðu- kenndur sambræðingur þrívíðra hluta og ýmissa aðfanga úr bók- um og blöðum. Þessi verk lýsa drungalegri dystópíu, þar sem uggvænlegir atburðir eru iðulega handan við sjónarrönd. Þessi tvíþætta myndlistararf- leifð, annars vegar hrein og klár gildi Ameríkumálverksins, hins vegar óreiða blönduðu verkanna, er að sínu leyti lýsandi fyrir það ógnarjafnvægi sem á stundum virtist ríkja í hugarheimi Sigurð- ar og varpaði skugga á öll sam- skipti hans við fjölskyldu og vini. Um frændgarð Sigurðar, einkum og sérílagi karllegginn, hefur verið sagt að þar fari tröllaættir en ekki manna. Svo mikið er víst að ekki þurfti nema matskeið af spiritus concentratus til að leysa úr læðingi tröllslega krafta innra með honum. Eftir því sem árin liðu tóku þessir kraftar, í bland við krefjandi sjálfhverfu lista- mannsins, í vaxandi mæli völdin í lífi Sigurðar. En kjölfestan í lífi hans var alltaf myndlistin, og sú myndlist þróaðist til sífellt meiri einföldunar og leikgleði. Aðalsteinn Ingólfsson. Við Siggi Örlygs vorum sveit- ungar í litla Skerjó. Sigurjón sonur minn lék sér með börn- unum í hverfinu og var þar af leiðandi oft heima hjá Sigga og Stellu. En þau voru einstaklega hlýjar og gefandi manneskjur og ánægjulegt að fá að kynnast þeim. Barnahópurinn á Skerplu- götu 5 var stór og kraftmikill eins og foreldrarnir. Ég kynntist Sigga líka sem samkennara í gamla MHÍ. Það var hægt að læra margt af Sigga, hann var óskaplega fróður um myndlist og óperu, sem voru hans stóru ást- ríður í lífinu fannst manni. Hvernig við fórum að því að nálgast listagyðjuna var nokkuð ólíkt og stundum töluðum við alveg í kross, en það var ekki hægt annað en bera virðingu fyr- ir honum sem listamanni. Ég geri ráð fyrir að einhver annar muni gera grein fyrir hans fram- lagi, en hann var áberandi í lista- lífinu lengst af. Ég hitti Sigga stundum seinni árin á Mokka kaffi, þar sem oft er fjör þegar farið er yfir stöðuna í nútíð og fortíð. Sigurður átti við nokkra vanheilsu að stríða seinni árin og vona ég að honum komi skemmtilega á óvart að komast í framhaldslífið sem hann trúði reyndar ekki á. Daði Guðbjörnsson. Nýlega lést einn af þekktari myndlistarmönnum síðari ára fyrir aldur fram. Undirritaður kynntist listamanninum þegar hann bjó í allmörg ár á Lauga- vegi 140. Á efstu hæðinni sem Sigurður hafði byggt var rúmgóð vinnustofa með mikilli lofthæð sem nýttist vel við málun stórra myndverka. Þangað var gaman að koma og horfa á dýrðina sem við blasti. Í minningunni þurfti jafnvel að slaka verkunum út um stóran glugga og láta þau síga niður þegar verkin voru tekin til sýninga. Heimsóknir voru all- margar til listamannsins og var ætíð boðið upp á kaffi og meðlæti af mikilli rausn, síðan tók við spjall um nýjustu málverkin og voru stundum dregin fram eldri verk til samanburðar. Einnig var hlustað á djass og óperur sem blöstu við í mörgum hillum í stof- unni á meðan rætt var um nýj- ustu stefnur og strauma í mynd- list og ekki síst yngri listamenn sem að voru að stíga sín fyrstu skref í sýningarhaldi. Sigurður sýndi stór og metnaðarfull verk á Kjarvalsstöðum í það minnsta þrisvar sinnum þar sem sum verkin voru útbyggð, auk sam- sýninga og fjölda einkasýninga víðsvegar, heima og heiman. Mikið var rætt um myndlist og oft var minnst á gömlu meist- arana, t.d. septemberhópinn. Hann kynntist mörgum þeirra persónulega og fékk jafnvel hjá þeim eiginhandaráritanir sem hann safnaði. Voru margir þeirra í miklum metum í visku og frá- sagnarbrunni listamannsins. Sig- urður stundaði opnanir og mál- verkasýningar af kostgæfni og hittumst við alloft á þeim vett- vangi. Síðustu sýningar á verk- um sínum hélt Sigurður í tilefni af 70 ára afmæli sínu. Var önnur þeirra haldin í Galleríi Gróttu og hin á sama tíma hjá Ófeigi á Skólavörðustíg, voru þær vel sóttar og gerður að þeim góður rómur. Góðar minningar lifa um listamann sem var trúr sínu. Ég votta aðstandendum og fjöl- skyldu mína dýpstu samúð. Bragi Guðlaugsson. Þá hefur kvatt sá mæti lista- maður og lífskúnstner, Sigurður Örlygsson, einn helsti vinur minn í hópi listmálara, ásamt Tryggva Ólafssyni, Sigurði Þórir og Le- land Bell, þeim fína bandaríska málara og djasstrommara, sem kvæntur var Louisu Matthías- dóttur, en lést úr hvítblæði fyrir aldur fram árið 1991. Sigurður Þórir lifir enn. Djassinn var eitt af því sem tengdi okkur sterkum böndum. Tryggvi dáði Louis Armstrong, Siggi Örlygs Miles Davis, Leland Bell Lester Young, en Siggi Þórir kunni betri skil á að strekkja striga en djassleikurum. 1984 gerði ég tvo útvarpsþætti fyrir Rás 1 „Mynd- listardjass“ með Sigga Örlygs, Tryggva og Leland Bell. Leland skildi vel íslensku en mælti á enska tungu án þess að truflun væri að. Það var fín músík er þeir völdu félagarnir. Ég kynntist Sigga Örlygs fyrst í Menntaskólanum á Akur- eyri 1961. Þá var hann frægur fyrir listfengi og hafði fengist við að smíða líkan af Reykjavík 1875 úr balsamviði. Það skemmdist þegar krakkar kveiktu í vinnu- stofu föður hans 1964 og notuðu stjórnarskrána sem eldsneyti. Dómkirkjan í Reykjavík bjarg- aðist þó – krökkunum þótti hún allt of falleg til að brenna. Á þessum árum var Siggi hæglátur og broshýr og langt í að hann færi að lyfta glasi; síðar á ævinni stundum of mörgum. Leiðir lágu seinna saman í Reykjavík, þegar hann hafði lok- ið myndlistarnámi. Myndlist hans hreif mann, hvort sem voru hinar smærri myndir eða flek- arnir risastóru með útbygging- um sem sýndu vel hagleik hans. Við höfðum báðir mikið dálæti á Miles Davis og er Siggi eini Ís- lendingurinn sem ég hef kynnst sem sló mér við í kunnáttu á tón- list Miles Davis eftir að raftíma- bil hans hófst. Ég átti erfitt með að fóta mig í tónlist Miles eftir „Bitches Brew“, en Siggi kenndi mér listina að skilja á milli snilld- arinnar í trompetleik hans og rokkfönkaðs hrynleiksins og langra gítarsólóa. Sátum við oft á vinnustofu hans og ræddum og hlustuðum á rafskífur Miles. Síðasta minningin sem ég á um Sigga og Miles Davis var frá nóttu á vinnustofu hans í Skerja- firði. Þá var mikil veisla á heimili hans og er gestir höfðu yfirgefið slotið sátum við í djúpum tónlist- arpælingum; ég, Siggi og Jói lögga, Jóhannes heitinn Jónas- son, sem slegið hafði í gegn hjá norrænum tónlistarunnendum í sjónvarpsþættinum Kontra- punkti. Á þessum árum hafði djassinn horfið nokkuð í skugga óperanna í lífi Sigga en Miles var enn á sínum stalli. Hér sat ég sem sagt með óperu- og Miles- fræðingnum Sigurði Örlygssyni og Wagner-sérfræðingnum Jó- hannesi Jónassyni og ræddi við þá um tónlist. Þá segir Siggi: „Ég er búinn að finna tónlist með Miles þar sem mikill skyldleiki er við Wagner!“ Svo spilaði hann þetta fyrir okkur og Jói sam- þykkti eftir að hafa hlustað lengi. Þetta var stórkostleg stund, en því miður er ég búinn að gleyma hvaðan dæmin komu og engan hægt að spyrja lengur. Ástvinum Sigurðar Örlygs- sonar færum við Anna Bryndís djúpar samúðarkveðjur og hann mun lifa með mér, ekki síst er ég lít á stofuvegginn heima þar sem hin bláa mynd hans af Miles Davis hangir: Miles in the Sky. Vernharður Linnet. Það var ekki hjá því komist að taka eftir honum í forskóla myndlista- og handíðaskóla Ís- lands fyrir hálfri öld, fasmikill og það stafaði af honum eðlislægur kraftur og heilindi. Skólaárin einkenndust af um- róti ’68-kynslóðarinnar, það var vor í lofti og við eygðum breyt- ingar á því sem áður var algilt og nú voru allar dyr opnar fyrir til- stuðlan Harðar Ágústssonar skólastjóra. Við vorum síðan samstíga við framhaldsnám, hann við Kon- unglegu Akademíuna í Kaup- mannahöfn en ég við Akadem- íuna í Gautaborg. Það var ekki langt á milli okkar og því var það tilvalið að þræða listasöfn Kaup- mannahafnar allt frá birtingu en ölstofur í húminu, með viðkomu hjá Tryggva Ólafssyni á Austur- brú. Heimkomnir frá námi vorum við samstíga í félagsmálum myndlistarmanna, um að búa þeim vinnuaðstöðu og lífsviður- væri. Á haustdögum 1986 vorum við samtímis með sýningu á Kjar- valsstöðum, hann í vestursalnum en ég á ganginum, nýkominn frá gestavinnustofu í Sveaborg í Finnlandi. Þar sýndi Sigurður stóru myndflekana þar sem hinn hefðbundni flötur málverksins nægði honum ekki og verkin spunnu sig út í rýmið. Við deild- um rýminu og opnuðum allar dyr milli gangs og salar. Þessi tími er mér minnisstæð- ur, þegar við Gerður sátum að Sigurður Örlygsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.