Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 45

Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 kvöldlagi á heimili Sigurðar og Ingveldar og límdum frímerki á boðsmiða líkt og tíðkaðist þá, því sýningin var í höfn og sigurinn unninn. En nú er komið að vatnaskil- um, pensillinn lagður til hliðar og djassinn er þagnaður. Eftir stendur nærveran ein sem við ávinnum okkur með samferðamönnum og vinum, nærvera sem kann að vera sterk- ari í minningunni en hún var í raunheimum. Helgi Gíslason. Elsku vinur, ég kveð þig með söknuði og nokkrum línum. Þú trúlaus maðurinn gafst upp and- ann á uppstigningardag. Það fannst mér vera þinn síðasti per- formans. Við kynntumst fyrst í Myndlistar- og handíðaskólanum 1968. Þú varst einu til tveimur árum á undan mér. Það var nokkur sláttur á ykkur eldri nemendunum – það var kominn í ykkur svolítill listamaður. Síðan fórum við sitt í hvora áttina til náms erlendis en leiðir okkar lágu saman á ný þegar við fórum að starfa saman að félagsmálum myndlistarmanna. Náðum báðir að verða formenn sýningar- nefndar FÍM um tíma. Upp úr þessu fórum við að hittast reglu- lega, spjalla um listina og lífið og tefla skák. Við gerðumst meðlim- ir í taflklúbbi með góðum gæjum sem starfar enn og þar verður þín sárt saknað. Alltaf þegar við hittumst ræddum við listina og framgang málverksins og vorum stórhuga. Fórum m.a. með öðrum listamönnum að reyna að eignast gömlu Ölgerðina á Frakkastíg til að breyta henni í listamiðstöð. Vorum komnir vel á veg með þetta og höfðum fengið til liðs við okkur fjársterka áhugamenn um myndlist. Reykjavíkurborg átti verksmiðj- una og vildi selja en þegar til kom brást R-listinn okkur lista- mönnunum – megi hann hafa ævarandi skömm fyrir. Þegar við hittumst var rætt um listina og stöðu listmálara og vorum við óhressir með þeirra hlut. Flestir málarar þurfa að berjast fyrir til- veru sinni og er aldrei boðið að sýna á opinberum stöðum. Hafa þurft að kosta sýningarhaldið sjálfir, alltaf á nálum hvernig fjárhagsútkoman yrði – aldrei opinber meðbyr. Megi þeir sem stýra opinberum sýningarsölum megi þeir hafa skömm fyrir. Elsku vinur, stundum var líka fengið sér í glas og þú gast verið drjúgur í drykkjunni. Ég sagði við þig einhverju sinni þegar þú komst til mín á vinnustofuna vel þéttur: „Er þetta ekki full mikið hjá þér Siggi minn?“ Þá kom þetta fína svar: „Heldurðu að ég sé einhver Barbídúkka Siggi?“ Þar með var það útrætt. Við sýndum saman vellukkaðar mál- verkasýningar bæði hér heima og í Köben. Báðir nálguðumst við málverkið með abstrakt formum og sterkum hreinum litum. Þú varst trúr málverkinu alveg fram í andlátið. Varst með í bígerð að mála 200 smámynda seríu og sýna við tækifæri. Varst búinn að mála u.þ.b. 100 myndir þegar sjúkrahúsið kallaði þig til sín. Á spítalanum skoðaðir þú lista- verkabækur með hugann við málverkið eins og áður og þar til yfir lauk. Alltaf frjór og stórhuga enda engin Barbídúkka. Ég sendi aðstandendum og vinum samúðarkveðjur. Lifi listin og málverkið. Sigurður Þórir Sigurðsson. Daginn sem Siggi sýndi dúk- ana 7 á Kjarvalsstöðum í mars 1988 fékk íslensk myndlistarsaga ný viðmið. Hann hafði svo sem sýnt tilburði í þessa átt löngu áð- ur, en með þessari sýningu var blásið í lúðra og hljómurinn var feitur. Hvílíkur kraftur, hvílíkt áræði, hugvit og handbragð. Þessi magnaði myndlistarmaður átti svo eftir að fylgja þessum stórviðburði eftir með alls kyns tilbrigðum ævina á enda, en höf- undareinkenni Sigga leyndu sér þó aldrei jafnvel þótt myndflöt- urinn minnkaði og væri kannski bara á stærð við handarbak og penslarnir númer 4. Nei, Siggi var alltaf samur við sig. Siggi málaði allt … með hjartanu! „Þeir eru að finna út úr þessu, strákarnir,“ sagði hann, þegar maður spurði hvernig hann hefði það. „Þetta eru fínir strákar.“ En nú var hann kominn á sjúkrahús alvarlega veikur, vildi þó áfram bara ræða menningu og listir. Læknisfræðina lét hann „strák- unum“ eftir. Já, hann kvartaði ekki þótt ómaklega væri að honum vegið enda herbergisfélagarnir Ells- worth Kelly og Frank Stella og yst við gluggann, þar sem ís- kaldir geislar sumarsólar náðu að viðhalda lífinu ögn lengur, lá Miles Davis með lúðurinn. Góður félagsskapur það. Nei, Siggi vildi ekki ræða hvað amaði að honum. Það voru skóla- árin með öllum þeim gáska og gassagangi, sem þeim fylgdu, sem hann vildi rifja upp, fallus- skúlptúrinn ógurlegi, sem við gerðum hjá Jóhanni Eyfells, for- boðna lífsýnið, sem við náðum frá yfirkennaranum, brottrekstrarn- ir 3, að ógleymdum kúnstugum Masterpiece-vinnustofuheim- sóknum okkar félaga til alvöru- myndlistarmanna á borð við Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúla og Gústa Pet. En svo vildi hann líka ræða daginn í dag. Listalífið í dag. Hvað nafnarnir Jón Óskar og Jón Axel væru að bardúsa þessa dagana eða þá Hockney, sem ég hafði heimsótt til Parísar í fyrra. Og nú var ég á leiðinni til New York að sjá sjálf- an Basquiat. Siggi var spenntur. Basquiat var okkar maður. Þegar ég hins vegar kom til baka var þessi góði vinur allur eitthvað svo grár og gugginn og bað um að fá að hvílast frekar en að heyra hvernig Basquiat hefði haft það. „Þeir eru að finna út úr þessu hjá mér, strákarnir. Þeir finna út úr þessu, ég veit það. Við tölum um Basquiat í næstu viku.“ En nú ertu allur, elsku kall- inn … þú, fallegi, skemmtilegi og fyrirferðamikli vinur og tómið, sem þú skilur eftir þig, að sjálf- sögðu eins og allt í þínu lífi … stórt. Dúkarnir 7 á Kjar- valsstöðum eru þar enn og verða alla tíð … en nú blakta þeir að- eins í hálfa stöng. Aðstandendum öllum sendum við Kristín innilegar samúðar- og kærleikskveðjur. Egill Eðvarðsson. Sigurður Örlygsson listmálari er látinn 72 ára að aldri. Við börn eftirstríðsáranna lifðum þá miklu umbrotatíma er Ísland komst inn í hinn alþjóðlega heim. Þetta hafði m.a. þau áhrif að margt af hinu gamla og góða þótti ekki nógu spennandi, t.d. í byggingar- list. Þannig var t.d. mjög sótt að hinni gömlu fallegu Reykjavík og átti, samkvæmt skipulagi, að rífa flest hús í Kvosinni. Um miðjan 6. áratuginn fer að verða breyt- ing á þessari afstöðu. Um ferm- ingu er Siggi búinn að átta sig á fegurð gömlu byggðarinnar, sem m.a. kemur fram í því að hann gerði einfalt módel af Kvosinni. Með hippaárunum verður mikil vakning er varðar gildi gömlu húsanna og gerir Siggi þá módel af Bernhöftstorfunni og málar í líflegum litum. Torfan var þá í daufum litum eins og flest hús í Reykjavík, og að auki í niðurníðslu, svo algengt viðkvæði var að rífa þyrfti þessar dönsku fúaspýtur. Tel ég að módel Sigga hafi átt mikinn þátt í að opna augu fólks fyrir fegurð Torf- unnar. Vormorgun einn 1973 hóf ungt fólk – í leyfisleysi – að mála Torf- una, í torfulitunum fallegu. Þá sáu enn fleiri hve þessi látlausu hús eru falleg. Þetta leiddi til þess að hætt var við niðurrifið og húsaröðin vernduð. Á unglingsárum átti ég heima skammt frá Laugardalnum þar sem Siggi bjó ásamt foreldrum sínum, Unni og Örlygi listmál- ara. Var mikið ævintýri að kom- ast í listaverkabækurnar, og ræða við Sigga, sem var geysi- fróður um listir. Í pistli í bók minni Mótun framtíðar, sem er á heimasíðu minni, rifjar Siggi upp kynni okkar: „Alltaf þegar við hittumst finnum við strax þráðinn… Um- ræðurnar hafa oft snúist um þemu í sjónrænum listum: liti, form og hugmyndir. Þessir fund- ir hafa hjálpað okkur báðum, því greiningartækni okkar er lík.“ Já, greiningartækni. Siggi var mjög metódískur málari. Í seinni tíð notaði hann ásamt agaðri myndhugsun, flæði og tilviljanir til að gera myndir sínar meira spennandi. Þessi aðferð nýttist honum vel við að losna úr viðjum þess stífa í eldri geómetrískum verkum sínum. Upphaf málaralistar Sigga var í geómetríunni og eftir tímabil fantasíu landslags og tilfinninga- þrunginna fjölskyldumynda, tók hann aftur til við geómetríuna. Nýja geómetríu-tímabilinu kom hann á framfæri í tveimur sýn- ingum þegar hann varð sjötugur. Eftir þær sýningar tók Siggi til við nýja seríu geómetrískra mynda sem er, að mínu mati, það besta er eftir Sigga liggur. Ég þakka fyrir hinar góðu og fræðandi samræður um líf og list í nær 60 ár. Trausti Valsson. Það var árið 2002 að ég var beðinn að koma sem arkitekt að hóteli sem ætti að fara að byggja í Aðal- stræti 4, nú Hótel Plaza, að leiðir okkar Gísla lágu fyrst saman. Þar tókst með okkur Gísla vin- átta sem hélst óslitið næstu sautján árin eða þar til hann féll frá. Við áttum einkar auðvelt með að vinna saman og bárum fulla virðingu fyrir faglegri kunn- áttu hvor annars. Við settumst vel yfir okkar verk í byrjun. Hann sagði mér aldrei hvernig ég ætti að hanna húsin sem við byggðum, sagðist ekkert hafa vit á byggingarlist og það væri mitt að sjá um það. Hann myndi svo byggja það. Ég verð þó að nefna eitt. Hann sagðist vera búinn að fá lóð fyrir hótel. Það yrði þó að leysast þannig að hann ætti 70 ofna sem væru 170 cm á lengd og þá yrði að nota. Þannig voru þessir ofnar hönnunarforsendan fyrir 72 her- bergja hótelinu sem nú er verið að opna við Eyraveg á Selfossi. Þar sem við unnum saman sem teymi hönnuðum við svo til allt sem Gísli byggði seinustu árin. Ég held að við getum verið stolt af því sem við höfum gert saman. Þetta eru allt byggingar í góðum gæðaflokki. Við höfðum aldrei úr miklum peningum að spila en nýttum þá vel. Gísli var góður fagmaður og útsjónarsamur. Hann hafði þjálf- að upp gott gengi litháskra iðn- aðarmanna sem fylgdi honum. Á vissan hátt var vinátta okkar Gísla svolítið sérkennileg, því við ræddum mjög sjaldan um per- sónulega hluti. Ég vissi t.d. ekki að hann ætti sex börn fyrr en ein dóttir hans veiktist í vetur. Það verður einkennilegt að fá hann ekki strunsandi inn á stof- una, setjast við borðið og segja jæja. Gísli Guðmundsson ✝ Gísli Guðmunds-son fæddist 19. nóvember 1953. Hann lést 21. maí 2019. Útför Gísla fór fram 3. júní 2019. Það tómarúm sem Gísli skilur eftir sig verður erfitt að fylla. Ég votta fjöl- skyldu hans inni- lega samúð. Guðni Pálsson. Hvernig skrif- ar dóttir um mann sem var stundum stærri en lífið sjálft? Elsku pabbi minn er horfinn á vit feðra sinna, fyrir aldur fram. Það var aldrei nein lognmolla í kringum pabba og það skiptust á skin og skúrir í lífi hans. Pabbi var hrókur alls fagnaðar og hafði yndi af því að fá fólkið sitt sam- an. Hann var svo hlýr og það var svo skemmtilegt að vera í kring- um hann. Pabbi dró aldrei dul á bresti sína og hann gerði aldrei mikið úr afrekum sínum. Hann var atorkusamur alla sína ævi, hlífði sér aldrei og vann fram á síðasta dag. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og lét sér annt um okkur öll. Það er ómetanlegt að eiga föður sem alltaf er hægt að leita til. Hann hafði ráð undir rifi hverju en tróð manni aldrei um tær. Hjá honum var alltaf hægt að leita skjóls og aldrei dæmdi hann mann. Hann hvatti mann áfram í lífinu og var stoltur af manni. Með hans hjálp héldum við ógleymanlega brúðkaups- veislu sem hefði aldrei orðið jafn glæsileg nema vegna aðstoðar hans og Sollýjar. Ég man er hann leiddi mig upp að altarinu og taugar mínar voru þandar til hins ítrasta. Létt klapp frá hon- um og allt í einu voru manni allir vegir færir. Hann var alltaf til staðar fyrir okkur, róaði mann niður og virtist geta leyst öll heimsins vandamál. Ef langt hafði liðið frá síðustu heimsókn manns í Bergsmárann þá hringdi hann. Það leið aldrei langt á milli og þegar við hjónin bjuggum erlendis var það ómet- anlegt hve duglegur hann var að hafa samband. Þau hjónin voru alltaf boðin og búin að skutla okkur og sækja er við þvæld- umst á milli landa. Það skipti ekki máli hvaða dag eða hvenær dags. Alltaf var hægt að sækja okkur eða skutla. Ég á ógleym- anlegar minningar frá ferðalagi vestur um firði og yfir Kjalveg, þegar vatn flæddi inn í bílinn. Er við rifjum upp tímann okkar saman stendur upp úr þakklæti fyrir að hafa átt hann að sem föður, tengdaföður og afa. Hann tók afahlutverkið alvar- lega og taldi að höfuðhlutverk sitt í uppeldi afastelpunnar væri að gefa henni ís. Í eitt skipti er enginn ís var til og afastelpan í heimsókn voru góð ráð dýr. Þeg- ar heim var komið var dinglað, þá stóð Aron Freyr fyrir utan með íspinna í klakapoka. Afi sendi ísinn þá bara í heimsend- ingu. Með þessum fátæklegu orðum reyni ég að kveðja föður minn sem studdi mann í gegnum lífið með ráðum og dáð. Heimili hans og Sollýjar stóð mér og mínum ávallt opið og fyrir það erum við þakklát. Við eigum minningarn- ar og gildin sem hann innrætti okkur og þau munu lýsa okkur veginn áfram. Elsku Sollý, Ásmundur Óli og Aron Freyr, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við tökumst á við þetta saman. Erla Guðrún, Finnur og Katrín Anna. Látinn er vinur, já, virkilega tryggur og góður vinur alveg frá barnæsku. Við Gísli vorum ákaf- lega nánir vinir og héldum alltaf sambandi í gegnum árin. Ég veit ekki til þess að Gísli hafi nokkurn tíma átt neina óvini, eða gert nokkrum manni illt, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og styðja aðra. Ég fer oft austur fyrir fjall og keyri þá framhjá þar sem faðir Gísla byggði sumarbústað, rétt austan Rauðhóla, á móti Gunnarshólma, en þar á ég mín- ar fyrstu og sterkustu minningar um Gísla og föður hans. Ég man það eins og það hafi verið í gær og hugsa um í hvert skipti þegar ég ek þar framhjá þegar við vor- um að hjálpa til við að gróð- ursetja trén sem eru nú orðin svo risastór að bústaðurinn sést ekki í dag. Það voru ófáar stund- irnar sem við eyddum þarna og á ég frábærar minningar um Gísla á þessum stað. Það var sárt þegar Gísli missti pabba sinn aðeins níu ára gam- all, hann var góður maður sem höfðaði vel til mín, ég man meira að segja enn svipinn á honum. Já, við Gísli áttum einnig frá- bæra tíma saman sem unglingar og geymi ég þær minningar í hug og hjarta. Eftir að við fórum að búa, giftum okkur og eignuðumst börn var gisnara samband en hittumst alltaf reglulega. Ég á Gísla mikið að þakka, hjálpsemi og góðar stundir. Við höfðum töluverð sam- skipti síðustu mánuði og fylgdist ég með honum berjast við veik- indi sín. Ég votta konu hans, sem hef- ur verið mikill klettur og stoð, mína dýpstu samúð og börnum hans. Daginn áður en Gísli kvaddi þennan heim ákvað ég að heilsa upp á kallinn. Hann var búinn að segja mér að hann vildi sko eng- ar heimsóknir, en hann hafði nú ekkert val um það. Hann hafði orð á því að hann væri ánægður að sjá mig. Gísli var mjög veikur og leit ekki vel út þennan dag. Ég hugsaði stöðugt til hans, þar til Lilja dóttir hans hringir í mig um hádegið daginn eftir og kynnir sig, þá vissi ég hver næsta setning væri. Hann pabbi kvaddi í morgun. Mér var auðvitað brugðið þótt ég ætti alveg eins von á þessum fréttum. Það tekur í og er sárt að missa góðan æskuvin. Gísli minn, takk fyrir allt, guð veri með ykkur elsku Solla og börn. Hafsteinn Sigurbjarnason. Það kom á óvart mörgum sem þekktu Hilmar Pét- ur Þormóðsson að lesa dánartilkynningu hans nú fyrir nokkru. Að vísu vissum við sem höfðum kynni af þeim Hilm- ari og Björgu að hann hefði síð- ustu mánuði búið við vanheilsu, ólæknandi mein, en kallið kom „á snöggu augabragði“ eins og seg- ir í sálmi Hallgríms. Hilmari hrakaði hratt, m.a. eftir óhöpp. „Líf mannlegt endar skjótt.“ Það er sannarlega við hæfi að úr hópi nemenda Hilmars Péturs í Vestmannaeyjum heyrist þakk- arrödd, svo einstæður og elsk- aður kennari sem hann var. Þau Hilmar og Björg komu til Eyja haustið 1964 með drengi sína tvo, kornung og glæsileg, hófu að kenna við Gagnfræðaskólann og voru þar í fjögur ár. Hilmar kenndi íslensku aðallega og Björg dönsku. Þau voru sam- hent; gagnkvæm virðing þeirra og ást fór ekki fram hjá okkur unglingunum og var mannbæt- andi í ólgu þroskaáranna. Það er ekki hverjum manni lagið að kenna íslensku, síst málfræði, óráðnum unglingum í gagn- fræðaskóla, en með glettni sinni, þekkilegu viðmóti og hjálpsemi tókst Hilmari það svo að allir reyndu sitt besta. Við biðum oft spennt eftir því að hann birtist í gættinni; öruggt merki þess að hann væri á næsta leyti var hið létta skóhljóð er inniskór hans strukust við línóleumdúkinn á ganginum. Aginn gat ekki verið betri og kennarinn samvisku- samur, kom vel undirbúinn og með heimastílana undir hendinni eða verkefnin sem hann hafði falið okkur að vinna. Jafnan fylgdu þeim hvatningarorð eða Hilmar Pétur Þormóðsson ✝ Hilmar PéturÞormóðsson fæddist 19. mars 1942. Hann lést 10. maí 2019. Útför Hilmars fór fram í kyrrþey 22. maí 2019. málshættir eins og „Þolinmæði þrautir vinnur allar“. Þann- ig kveikti hann lær- dómslöngun eða efldi hana svo að nemendur fengu ást á móðurmálinu. Hilmar Pétur lagði að vissu leyti grunn að þeirri námsleið sem ég valdi mér síðar í há- skóla og ég vona að það hafi glatt hann; og næsta víst er að þá leið hefði hann sjálfur viljað fara ef aðstæður hefðu leyft; slíkt yndi hafði hann af máli, byggingu þess og notkun, og bókmenntum frá öllum tímum. Hilmar og Björg fluttust til Reykjavíkur eftir dvöl sína í Eyjum og hann fór að vinna á Morgunblaðinu sem varð starfs- vettvangur hans upp frá því. Enn reyndist hann mér heilla- þúfa þegar hann stuðlaði að því 1974 að ég kæmi til sumarstarfa á blaðinu í sveit hans, sem skip- uð var miklu úrvalsfólki. Eftir miklar tæknibreytingar á blaðinu vann hann við að búa bæði handrit greina og frétta til prentunar, þ.e. ritstjórnarlestur, áður en setning hófst, prófarka- lestur og prentun. Þá mátti enn mikið af Hilmari læra. Af djúp- hygli og smekkvísi færði hann margt til betri vegar og þó af fullri virðingu við höfund hverju sinni. Þessi samvinna við Hilmar á blaðinu kom mér svo í kynni við ritstjórn, blaðamenn, um- brotsmenn og fleiri, kynni sem hafa enst lengi og verið mér dýr- mæt. Við fráfall Hilmars Péturs er okkur nemendum hans úr Eyj- um þakklæti efst í huga fyrir þær góðu minningar sem við eig- um um hann og kennslu hans. Útför hans fór fram í kyrrþey, sú var ósk hans og í samræmi við látleysi hans og hógværð. Veri hann Guði falinn. Björgu, sonum hans og fjölskyldu allri sendum við innilegar samúðarkveðjur. Helgi Bernódusson. Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.