Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 50

Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 50
Sæl! Ég stend frammi fyrir því að verða bensínlaus innan nokkurra mánuða ef ég geri ekki breytingar á því hvernig ég vinn. Ég starfa á skrifstofu við tölvuna allan daginn og er að kafna úr áreiti. Ég hef heyrt að þú aðstoðir kon- ur við slíkt og langar að fá hjá þér ráð. Ég hef ekki áhuga á að ræða þetta í vinnunni eða að gera of mik- ið úr þessu núna. Vinn í miklu samkeppn- isumhverfi þar sem kulnun er hluti af veruleika okkar. Ég er bólgin og þreytt og sam- skiptin í kringum mig eru orðin meiðandi. Held ég sé meðvirk. Hvernig sný ég þessu við? Sæl og takk fyrir bréfið. Í meðvirkni þá upplifum við okkur ómissandi, við eigum erfitt með að forgangsraða og setja fókusinn á okkur. Við verðum óörugg í sam- skiptum og óttumst höfnun. Þegar farið er yfir mörk okkar þá getum við fundið fyrir líkamlegum ein- kennum með- virkni, sem er m.a. langvarandi þreyta, verðum andstutt, eigum erfitt með að stjórna hugs- unum okkar og tilfinningum. Ef vandi þinn er meðvirkni þá er ég nokkuð viss um að þú munir þurfa stuðning við að breyta eft- irfarandi hlutum í þínu lífi: Svefn Fæst okkar sofa of lengi. Að ein- setja sér að sofa í átta tíma á sóla- hring er góður siður að mínu mati. Lítill svefn veikir mótstöðu okkar og orku og þá verður erfiðara að setja skýr og góð mörk. Ég hef heyrt af 700 ólíkum leiðum til að sofa betur. Nokkrir hlutir sem hafa nýst vel eru sem dæmi að fjar- lægja öll raftæki úr svefnherberg- inu. Að drekka róandi kamillute fyr- ir svefninn eða magnesium. Að halda dagbók og lesa yfir þakklæt- islista fyrir svefninn. Að hugleiða og biðja. Vinnustundir/Tölvupóstur Litlir hlutir eins og að setja til- kynningu á póstinn þinn um að þú svarir ekki tölvupóstinum frá fimm á daginn til níu næsta morgun geta gert kraftaverk. Ef þú ert að kljást við meðvirkni, þá mun þetta vera erfitt fyrir þig að framkvæma. En mundu að það er eðlilegt og heilbrigt að setja mörk og fólk mun bera virðingu fyrir tím- anum þínum ef þú gerir það sjálf. Ég mæli með að þú vinnir ekki meira en átta stundir á dag í þessu ástandi. Enda ættu allir að hugsa sig um, hvort það sé þess virði að vera í vinnu, þar sem meira en átta stundir daglega er vinnuskylda. Næring Næring er eitt af því mikilvæg- asta í þínu ástandi, að mínu mati. Ef þú skipuleggur þrjár máltíðir á dag sem eru orkumiklar máltíðir og reynir að fá þér eitt sem dæmi epli eftir hverja máltíð muntu finna fyrir meiri orku og blóðsykurinn fellur síður með ávextinum eftir máltíðina. Fullur diskur af grænmeti og pró- teini gefur góða orku. Fita er nauð- synleg og morgunmaturinn er án efa það sem þú ættir að leggja hvað mest áherslu á. Þeir sem eru meðvirkir eru sjaldnast góðir í þessu að mínu mati. Eitt lítið skref í rétta átt daglega er nóg. Eftir nokkra mánuði verður komin á regla á mataræðið. Hreyfing Ef þú getur sett göngutúr eða sundferð á dagskrána hjá þér dag- lega muntu finna orkuna fara upp aftur. Þó þú farir einungis lítinn hring í kringum húsið, þá er það já- kvætt. Að mæta í sund þó þú syndir ekki neitt getur gert kraftaverk líka. Að vera úti í náttúrunni er góð and- leg tenging. Að lokum vil ég benda þér á að vera góð við þig. Þú ert þess virði að setja sjálfan þig í fyrsta sætið. Þú þarft ekki að vera 150% þú. Ein þú ert nóg. Ef þú gefur þér þá skilyrð- islausu ást sem þú átt skilið núna þá muntu rata aftur í þitt náttúrulega ástand. Gangi þér vel! „Er að upplifa kulnun“ Kona sendir inn bréf til Elínrósar Líndal einstak- lings- og fjölskylduráðgjafa þar sem hún spyr hvernig best sé að snúa við einkennum kulnunar. Ljósmynd/Colourbox Kulnun Svefn er lykilatriði þegar fólk finnur fyrir kulnun. Elínrós Líndal MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfatnaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.