Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
„Citrus Cocktail Co.“ sem Jónas Heiðarr er í
forsvari fyrir býður upp á þá þjónustu að mæta
með allt hráefni í mismunandi kokkteila og
blanda kokkteilana á staðnum fyrir þyrsta gesti
í veislum af ýmsum toga. Hann heimsótti Ísland
vaknar í vikunni og sagði frá vinsældum þjón-
ustunnar. Margir velja orðið að kaupa þessa
þjónustu í staðinn fyrir að bjóða upp á pylsubíl,
matarvagn eða annað en hann bendir á að þjón-
ustan kosti sitt. Undirbúningur barþjónanna er
mikill, sérstaklega þegar gestirnir í veislunni
eru margir. Jónas þarf oft að vakna klukkan 8 á
morgnana til að byrja undirbúning fyrir brúð-
kaup með því að kreista fram safa fyrir kokkt-
eilana, búa til sírópið, útvega ferska ávexti, svo
eitthvað sé nefnt. Svo þarf auðvitað að fara með
öll herlegheitin í veisluna og blanda kokkteilinn
á staðnum.
Jónas segir að hann hafi ekki farið í sértækt
nám til að læra að vera kokkteilbarþjónn heldur
sé hann sjálfmenntaður. Í fjölskylduboðum,
þegar Jónas er spurður við hvað hann starfi,
veki titillinn kokkteilbarþjónn mun meiri eft-
irtekt heldur en að segjast bara vera barþjónn.
Nýjar uppskriftir að kokkteilum skjóta oft
upp kollinum og sumir þeirra ná fótfestu. Þeir
klassísku halda aftur á móti vinsældum sínum.
Basil Gimlet er einn þeirra en þar er á ferðinni
grænn drykkur sem mörgum þykir girnilegur.
Þessi kokkteill er grænn að
lit, borinn fram í fallegu
glasi og standa basilíkulauf
upp úr drykknum. Kristín Sif,
einn þáttastjórnenda Ísland
vaknar sagði í þættinum að þetta
væri hennar nýi uppáhalds-
kokkteill þó að hún hefði aldrei
smakkað hann. Það er því ljóst að stór hluti
upplifunarinnar af því að drekka vandaðan
kokkteil felst í útliti hans. Hráefnið í Basil er
gin, ferskur lime-safi, sykursíróp og fersk
basilíkulauf. Þetta er allt sett saman í
réttum hlutföllum í blandara og hrist
vel.
Ástæður fyrir því að kokkteilarnir
virðast vera að ná fyrri hæðum í vinsæld-
um má að einhverju leyti rekja til þess að
á Slippbarnum var fyrsti íslenski kokkt-
eilbarinn opnaður, en fjölmargir áhuga-
menn um góða kokkteila leggja leið sína þangað
til að kynna sér nýjar tegundir. Jónas vakti at-
hygli á því að Slippbarinn hefði í upphafi gefið
sig út fyrir að bjóða ekki upp á drykkinn Mojito
enda var hann í boði á nánast öllum öldurhúsum
borgarinnar og naut gríðarlegra vinsælda.
Jónas segir að gæði kokkteila liggi að miklu
leyti í hráefnunum. Áðurnefndur Slippbar aug-
lýsti til að mynda að þeir byðu upp á ferskt hrá-
efni sem Jónas segir að skipti gríð-
arlega miklu máli fyrir
viðskiptavini sem vilji vandaða og
góða vöru.
Margir kokkteilbarþjónar sýna listir sem
minna á sirkusatriði þegar þeir blanda kokkt-
eila. Þannig henda menn flöskum upp í loft, láta
þær snúast í heilan hring áður en kokkteillinn
er blandaður og sumir kasta þeim aftur fyrir sig
og yfir höfuð eins og heimsbyggðin sá til dæmis
í vinsælu kvikmyndinni Cocktail með Tom
Cruise í aðalhutverki á níunda áratug síðustu
aldar. Jónas segir að hann ástundi þessar listir
ekki mikið en þó séu margir kokkteilbarþjónar
á Íslandi býsna flinkir í þessu. Stælar af þessu
tagi hafa hins vegar alls ekkert úrslitavald um
gæði kokkteilbarþjónsins.
Þeir sem ekki drekka áfengi og þeir sem vilja
ekki verða ölvaðir þurfa ekki að upplifa sig út-
undan. Lítt áfengir og jafnvel áfengislausir
kokkteilar verða stöðugt vinsælli að sögn Jón-
asar og eru fjölmargar uppskriftir til að slíkum
sem náð hafa miklum vinsældum. Þannig geta
menn nú drukkið kokkteila án þess að þurfa að
hafa áhyggjur af timburmönnum daginn eftir.
islandvaknar@k100.is
Jónas Heiðarr kokkteilbarþjónn segir að þeim fjölgi stöðugt sem
ráða barþjóna til að mæta í gleðskapinn á heimilinu, í brúðkaupið
eða á aðra mannfagnaði til að búa til alvöru kokkteila.
Kokkteilbarþjónar
mæta í veisluna
Ferskur Lime leaf
Daiguquiri þykir
bragðgóður.
Kokkteilbarþjónn
Jónas Heiðarr.
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vandaðir þýskir
póstkassar, hengi-
lásar, hjólalásar
og lyklabox.
MIKIÐ ÚRVAL
Vefverslun brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16 Fagmennska í 100 ár