Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
60 ára Jón er Reykvík-
ingur og er slökkviliðs-
og sjúkraflutningam.
Maki: Ingunn Jón-
mundsdóttir, f. 1963,
hárgreiðslumeistari.
Börn: Arnar Snorri, f.
1981, Sandra Dögg, f.
1986, Lára Sif, f. 1996, og Írena Sóley, f.
2001. Stjúpdóttir: Margrét Kristjáns-
dóttir, f. 1986.
Barnabörn: Emilíana Unnur, Ingunn
Birna, Mikael Máni, Daníel Darri og Sara
Guðrún.
Foreldrar: Pétur Jónsson, f. 1937, og
Sveinbjörg Pétursdóttir, f. 1937. Þau eru
bús. í Reykjavík.
Jón
Pétursson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að athuga vel hvernig þú
setur hlutina fram því það skiptir sköpum
að allir skilji hvert þú ert að fara.
20. apríl - 20. maí
Naut Hafðu varann á og gættu þess að
persónulegar upplýsingar um þig séu
öruggar. Jákvæðni fleytir þér langt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ættir að láta til þín taka í
vinnunni í dag. Þú ert ekki til í að láta
stjórna þér en þú hefur látið það viðgang-
ast of lengi. Göngutúr í náttúrunni hressir
andann.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Mundu að láta aðra í friði með sín
leyndarmál. Reyndu að nota tækifærið og
snúa hlutunum þér í hag.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert á réttri leið en þarft þó að vera
ákveðin/n til að hlutirnir gangi hraðar fyrir
sig. Mundu að sannleikurinn er sagna
bestur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú situr uppi með sjálfa/n þig, til
viðbótar við þá sem þú kýst að vera sam-
vistum við. Verkefnin eru næg og þú verð-
ur að skella þér í þau af krafti.
23. sept. - 22. okt.
VogMundu að allir hafa eitthvað til síns
ágætis. Eitthvað sem sagt er hefur mikil
áhrif á þig. Komdu hjólinu þínu í lag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú munt komast að því að
hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum.
Drífðu í því að kalla fjölskyldu og vini sam-
an og njóttu þess að eiga með þeim góða
stund.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert í millibilsástandi. Gerðu
ráð fyrir lagfæringum og viðgerðum heima
fyrir og taktu frá tíma fyrir mikilvæg fjöl-
skyldumál. Eitthvað innra með segir þér
að flýta þér hægt í ástamálunum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þetta er góður dagur til að
ræða við fjölskylduna um fjármálin og allt
sem þeim tengist. Ekki láta plata þig til að
kaupa hluti sem þú hefur enga þörf fyrir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú færð oft góðar hugmyndir
en gleymir þeim jafnóðum. Skrifaðu þær
niður. Þú hittir manneskju sem þú hefur
forðast lengi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér verður gert tilboð sem hljómar
þannig að það er of gott til að vera satt.
Hugur þinn er fullur af lausnum.
er í fæðingarorlofi núna svo hún tók
sér frí frá því að leika í sýningunni.
Hún hefur samt verið að leika í sjón-
varpsseríunni Ráðherrann sem
verður sýnd á RÚV um áramótin.
„Ég hef undanfarin ár verið að
tertainment sem setti upp sýn-
inguna Íslendingasögurnar sem þau
sömdu. Sýningin hefur verið í Hörpu
frá 2016 og er bókuð fram á mitt ár
2020, en þar eru Íslendingasögurnar
40 teknar fyrir á 75 mínútum. Lilja
L
ilja Nótt Þórarinsdóttir
fæddist 6. júní 1979 í
Reykjavík og ólst upp í
sveitasælunni í Eyvík í
Grímsnesi. „Maður fór í
öll störf eins og gerist í sveitinni og
fór að keyra traktor tíu ára sem yrði
ekki leyft í dag. Foreldrum mínum
var mikið í mun að ég færi ekki á mis
við neitt þótt ég ætti heima í sveit-
inni svo ég æfði allar íþróttir sem
hægt var, fótbolta, handbolta, körfu-
bolta og dans, en ég var mest í frjáls-
um og komst í unglingalandslið og
svo var ég mikil hestakona og er
enn.“
Lilja kláraði 8. bekk í Ljósafoss-
skóla en lauk grunnskólaprófi úr
gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar
1995. Hún varð stúdent frá Kvenna-
skólanum árið 1999 og lauk B.f.A-
gráðu í leiklist frá Listaháskóla Ís-
lands árið 2009. „Það var tiltölulega
snemma sem ég vildi verða leikkona
og lék í öllu sem hægt var í barna-
skóla og framhaldsskóla.“
Lilja hefur starfað sem leikkona
frá útskrift með ýmsum leikhópum
og í Þjóðleikhúsinu með hléum. Í
Þjóðleikhúsinu lék hún m.a. í
Brennuvörgunum, Gerplu og Snæ-
fríði Íslandssól í Íslandsklukkunni,
sem var 60 ára afmælissýning leik-
hússins. Sjálfstæðu fólki og Karítas.
Hún hefur leikið í ýmsum kvikmynd-
um eins og Reykjavík-Rotterdam og
í sjónvarpsþáttum eins og Rétti,
Ástríði, Ófærð og Sense 8 sem leik-
stjórar Matrix-myndanna gerðu.
Hún hefur unnið sem við-
burðastýra, framleiðandi á Íslandi
og erlendis, og er meðhöfundur í
ýmsum sviðslistaverkum. „Það var
lögð áhersla á það í mínum bekk að
búa til okkar eigin verk. Það er alltaf
verið að spyrja um drauma-
hlutverkið og ég lék strax í byrjun
Snæfríði Íslandssól og hvað svo,
spurði maður. Ég ákvað því að búa
til mín eigin draumahlutverk með
því að fara að skrifa og geta stjórnað
meira mínum ferli.“
Lilja setti ásamt öðrum upp sýn-
inguna Eftir lokin eftir Dennis Kelly
í Tjarnarbíói og stofnaði í félagi við
Ólaf Egilsson og Jóhann G. Jó-
hannsson fyrirtækið Welcome En-
skrifa læknaseríu og Saga film er
komin í verkefnið og tökur ættu að
geta hafist á næsta ári. Svo er ég að
vinna að nýrri seríu ásamt bresku
fyrirtæki og er búin að stofna fyrir-
tækið Pinklar Media og ætla að fara
Lilja Nótt Þórarinsdóttir, leikkona og framleiðandi – 40 ára
Fjölskyldan Lilja og Ólafur ásamt Emmu Björgu og Birtu Sigrúnu í Colombo á Srí Lanka.
Býr til sín eigin draumahlutverk
Í þríhnjúkagíg Lilja ásamt foreldrum sínum. Íslandsklukkan Sýning frá 2010.
30 ára Andrea er
Hafnfirðingur en býr í
Sjálandshverfinu í
Garðabæ. Hún er
margmiðlunarhönn-
uður frá Margmiðl-
unarskólanum, með
diplómu í grafískri
miðlun frá Florence University of Arts
og BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Ís-
lands.
Hún er margmiðlunarhönnuður og graf-
ískur hönnuður hjá auglýsingastofunni
Kiwi.
Bróðir: Ágúst Arnar Hringsson, f. 1988.
Móðir: Ólafía Lára Ágústsdóttir, f.
1959, kennari í Setbergsskóla í Hafn-
arfirði.
Andrea Guðrún
Hringsdóttir
Til hamingju með daginn
Þessar kátu og duglegu
stelpur, þær Arnheiður Ísleif
Ólafsdóttir, Anika Snædís
Gautadóttir og María Sól
Helgadóttir söfnuðu flöskum
á Akureyri og gáfu Eyjafjarð-
ardeild Rauða krossins ágóð-
ann, samtals 1.632 krónur.
Hlutavelta
Utanborðsmótorar
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar
Fyrirliggjandi á lager,
margar stærðir
utanborðsmótora
Verkstæði Vélasölunnar
hefur á að skipa sérhæfum
starfsmönnum til viðgerða
og viðhalds á Mercruiser
bátavélum og Mercury
utanborðsmótorum.
Bátar á
sjó og vötn
Ný sending af TERHI bátum
TERHI 475 BR TERHI 450