Morgunblaðið - 06.06.2019, Qupperneq 57
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
„ÞAÐ ER ÞRENNT Í STÖÐUNNI.”
„MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ GEFA EINHVER
LÍFFÆRI Á MEÐAN SVÆFINGIN VARIR,
LÁRUS MINN?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... fyrsti
afmælissöngurinn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KETTIR FINNA Á SÉR
ÞEGAR ÓHÖPP ERU Á
NÆSTA LEITI
HVERNIG? VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR ERU OFTAST ORSÖKIN
HVAÐ ER Í
MATINN? FINNDU EITTHVAÐ Í GRÆNMETISBEÐINU!
að setja upp fleiri sýningar þegar ég
er búin í fæðingarorlofinu.“
Helstu áhugamál Lilju eru leik-
list, kvikmyndir, bókmenntir, nátt-
úran og náttúruvernd og útivera,
íþróttaiðkun, ævintýramennska,
tungumál, sagnfræði, heimspeki, og
ferðalög. „Ég vann meðal annars í
Þríhnjúkagíg og það voru algjörir
töfrar, alveg magnað og hef einnig
unnið fyrir Landvernd eins og allir
ættu að gera.“ Þess má líka geta að
Lilja hefur verið talskona fyrir
Amnesty International á Íslandi og
lesið inn á auglýsingar fyrir sam-
tökin og gert myndbönd.
Fjölskylda
Eiginmaður Lilju er Ólafur Gauti
Guðmundsson, f. 15. febrúar 1978,
hugbúnaðararkitekt og fram-
kvæmdastjóri á tæknisviði (senior
director of engineering) hjá Trip
Advisor. Foreldrar hans eru Guð-
mundur G. Þórarinsson, f. 29. októ-
ber 1939, verkfræðingur, og Anna
Björg Jónsdóttir, f. 15. maí 1939,
læknaritari. Þau eru fráskilin.
Börn Lilju og Ólafs eru Emma
Björg Ólafsdóttir, f. 3. nóvember
2013, og Birta Sigrún Ólafsdóttir, f.
5. október 2018.
Bróðir Lilju er Magnús Þór-
arinsson, f. 6. september 1980,
slökkviliðsmaður í Gautaborg í
Svíþjóð.
Foreldrar Lilju eru hjónin Sigrún
Reynisdóttir, f. 16. október 1955, líf-
eindafræðingur og Þórarinn Magn-
ússon, f. 31. desember 1955, húsa-
smíðameistari og eldvarnar-
eftirlitsmaður. Þau eru búsett í
Eyvík í Grímsnesi og eru fyrrver-
andi bændur þar.
Lilja Nótt
Þórarinsdóttir
Þórarinn Magnússon
húsasmíðameistari og
eldvarnareftirlitsmaður í Eyvík
Guðbjörg Jónsdóttir
leikskólaliði í Reykjavík
Jón Meyvantsson
sjómaður í Reykjavík
Guðrún Stefánsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Kolbeinn Reynisson bóndi í Eyvík
Ingibjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þórarinn Magnússon
skósmiður í Reykjavík
Magnús Þórarinsson
leiksviðsstjóri í Þjóðleikhúsinu
Guðmundur Þórarinsson landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum
Helga Þórarinsdóttir handavinnukennari og formaður Þjóðdansafélagsins
Kristinn Magnússon fornleifafræðingur
Tómas Sigurtryggvason
bóndi á Syðri-Neslöndum og í Björk
Guðrún Sigtryggsdóttir
húsfreyja á Syðri-
Neslöndum í Mývatnssveit
og í Björk í Grímsnesi
Reynir Tómasson
bóndi í Eyvík
Guðmundur Jóhannesson „Gvendur í Króki“ bóndi í Króki í Grímsnesi
Emma Kolbeinsdóttir
hannyrðakona og húsfreyja í Eyvík
Kolbeinn Jóhannesson
bóndi í Eyvík
Steinunn Magnúsdóttir
húsfreyja í Eyvík
Úr frændgarði Lilju Nóttar Þórarinsdóttur
Sigrún Reynisdóttir
lífeindafræðingur í Eyvík í Grímsnesi
Það er mörg „vegferðin“, – Ólaf-ur Stefánsson yrkir:
Þegar ataðist upp fyrir haus,
í yrkingum, sem voru hnaus-
þykkar að formi
með þjóðlegu normi.
Þá hugur við útkomu hraus.
Ingólfur Ómar var fyrir helgina í
blíðskaparveðri austur í Grímsnesi
og beðinn að yrkja stöku þar sem
yrkisefnið væri góður, betri, bestur:
Gott er að eiga góða dvöl
í grænum lundi að vonum, –
betra er þó að bergja öl
en best að gagnast konum.
Og nú rifjast upp vísa Káins:
Góður, betri, bestur
burtu voru reknir;
illur, verri, verstur
voru aftur teknir.
Pétur Stefánsson nýtur góðviðr-
isins:
Leikur allt í lyndi hér,
ljómar sól um bæinn.
Veðurblíða úti er
uppstigningadaginn.
Þegar þetta er skrifað er ég á för-
um norður og hef í farangrinum Ey-
firðingabók séra Benjamíns Krist-
jánssonar. Þar segir frá því að
Gunnlaugur Briem (f. 1773) sýslu-
maður og Valgerður kona hans hafi
verið há, grannvaxin og fríð sýnum.
Eitthvert sinn kvað Gunnlaugur í
gamni við Valgerði, er þau voru í til-
hugalífinu:
Varla get ég, Valgerður mín, ætlað,
að veröldin okkur verði of þröng,
við erum bæði mjó og löng.
Ólafur Briem timburmeistari á
Grund, sá snjalli hagyrðingur og
rímnaskáld, var sonur þeirra sýslu-
mannshjóna . Hann orti í gamni um
prest:
Hann fór suður himinblár,
heim kom aftur svartur,
þessi Herrans húðarklár
á himnum verður bjartur.
Þessa virðist Ólafur yrkja um
matgogg:
Líkastur ertu maðki í mold
því matarins eins þú gætir.
Ef djöfullinn hefði dauðlegt hold
dræpir þú hann og ætir.
Hallmundur Guðmundsson yrkir
á Boðnarmiði „Lítið ljóð að norðan“:
Ef sólin hátt á himni skín,
hjúpuð skýjatrafi;
er ósköp sælt að sötra vín
í svalanum frá hafi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Yrkisefnin koma
héðan og þaðan
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
La Mol l la - fa l leg útskr i f targ jöf !
í tö lsk hönnun frá Tiz iana Redav id