Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 62

Morgunblaðið - 06.06.2019, Síða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þegar ég var kornungur ætlaði ég að verða skákmaður eða stærðfræð- ingur. Síðan tók tónlistin yfir þegar ég var 12 ára,“ segir Mikael Máni Ásmundsson djassgítarleikari. Hann gefur út sína fyrstu sólóplötu, Bobby, sem innblásin er af ævi Bobby Fischer. Með honum spila Skúli Sverrisson á bassa og Magnús Trygvason Elíassen á trommur og víbrafón. „Ég var að lesa ævisögu Bobby Fischer, Endatafl eftir Frank Brady, fyrir svona tveimur eða þremur árum. Titillagið á plötunni, „Bobby“, kom svo til mín alveg full- mótað. Það var mjög dramatískt, mun dramatískara en nokkuð sem hefur gerst í mínu lífi og þá áttaði ég mig á því að það tengdist því að ég hafði verið að lesa ævisögu Bobby Fischer. Þá ákvað ég að gera heilt prógramm út frá þeirri bók,“ segir Mikael um tilurð plötunnar. „Ég ákvað að túlka ævisöguna og búa til sögur út frá henni. Þetta er ekki al- veg sannsögulegt heldur tek ég oft eitthvað úr fari annars fólks sem minnir mig á Bobby og sem lögin með það í huga.“ Reynir að ofhugsa ekki „Fyrst og fremst þá reyni ég ekki að ofhugsa konseptið þannig að það taki yfir tónlistina,“ segir Mikael um ferlið að vinna plötu upp úr ævisögu. „Ég hafði mjög sterka sögu og byggi formið á lögunum út frá því sem ég er að reyna að segja. Sérhverri mel- ódíu fylgir sterk tilfinning, hvort sem það er gleði eða angist, sem tengist ákveðnu tímabili í lífi Bobby. Það er svona fyrsta skrefið.“ Annað skrefið segir Mikael vera að vinna tónlistina með Skúla og Magnúsi sem spila með honum á plötunni. „Ég vildi ekki neyða hug- myndinni á þá heldur leyfa tónlist- inni að koma náttúrulega. Svo við töluðum ekki um hvernig lögin tengdust Bobby af því ég vildi ekki að konseptið tæki yfir. Ég treysti því bara að lögin myndu segja söguna og svo útsettu Maggi og Skúli þau hreint og beint út frá tónlistinni.“ Plötuumslag Bobby prýða myndir teknar fyrir utan Bókabúð Braga en Mikael naut aðstoðar ljósmyndarans Spessa við að fanga andrúmsloft búðarinnar. „Eftir að Bobby kom til Íslands kom hann í Bókabúð Braga hérumbil á hverjum degi held ég. Á baksíðu albúmsins er einmitt tafl- borðið sem hann tefldi sjálfur á. Við stilltum upp stöðu ú sjöttu skákinni á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Reykjavík 1972, þar sem Fisch- er keppti gegn Spasskíj.“ Mikael skapar marglaga verk með því að leyfa stuttum textum um tengsl tónlistarinnar við ævi Bobby Fischer að fylgja hverju lagi. „Það sem ég vil ná helst úr tónlistinni minni eru tilfinningaleg áhrif, að fólk fái gæsahúð þegar það hlustar. Ég hef reynt að greina það hvað það er sem vekur upp þessi tilfinningalegu áhrif hjá mér og oft er það tengsl texta og melódíu sem hefur þessi sterku áhrif á mig. Mér finnst oft auðveldast að tjá mig þegar það fylgir texti með.“ Líkindi með djassi og skák Mikael hefur unnið talsvert með söngkonu og segir það vera gefandi. Hann er hins vegar gítarleikari og þegar hann semur tónlist sem er ekki hugsuð með söngvara í huga koma hefðbundnir söngtextar ekki til greina. „Ég reyni þá að skjóta inn þessum textalegu áhrifum svona.“ Mikael leggur áherslu á að hlust- andinn ráði sjálfur hvort hann lesi textana eða ekki. „Sumir kunna að meta það en sumir vilja það ekki. Ég ber mikla virðingu fyrir því þegar fólk veit hvað virkar fyrir það. Ég geri náttúrulega bara helminginn en hlustandinn hinn helminginn á móti.“ Mikael segir að vel megi sjá lík- indi með tónlistinni á plötunni Bobby og skák. „Í djasstónlistinni sem er á plötunni er alltaf laglína, svo er spuni í miðjunni og loks kem- ur laglínan aftur. Í góðri djasstónlist byggist spuninn í miðjunni á laglín- unni sem var í byrjun. Það minnir á skák að því leyti að byrjunartaflið er oft fyrirfram ákveðið og byggir á teoríu. Svo byggir miðtaflið alltaf á því sem gerðist í byrjunartaflinu. Þá er held ég mun meiri spuni. Þar geta komið endalausir möguleikar og þá getur maður ekki lengur treyst á teoríuna. Það er eins með tónlistina. Það er ekki hægt að ákveða fyrir fram hvað maður ætlar að gera í spuna af því að það eru svo margar breytur.“ Útgáfutónleikar verða haldnir 9. júní í Kaldalóni. Þar mun systir Mikaels, Lilja María Ásmundsdóttir píanóleikari, leika verkið „Chess Pieces“ eftir John Cage. „Cage gerði málverk af taflborði sem sýnt var á myndlistasýningu. Í mörg ár vissi enginn að hann hefði gert tónverk líka. Mörgum árum seinna, eftir að hann dó, var tónverkið flutt í fyrsta sinn. Það verður forleikur að tónlist- inni minni á tónleikunum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tónskáld „Mér finnst oft auðveldast að tjá mig þegar það fylgir texti með,“ segir Mikael Máni um plötu sína sem byggist á ævi Bobby Fischer. Vill ná fram tilfinningalegum áhrifum  Mikael Máni Ásmundsson gefur út sína fyrstu sólóplötu  Byggist á brotum úr ævisögu Bobby Fischer  „Sérhverri melódíu fylgir sterk tilfinning,“ segir Mikael um lögin á plötunni Bandaríski píanistinn Richard Goode leikur píanókonsert nr. 25 eftir W.A. Mozart á loka- tónleikum starfsárs Sinfón- íuhljómsveitar Íslands (SÍ) í kvöld kl. 19.30. Goode hefur hlotið Grammy-verðlaun fyrir hljóðrit- anir sínar og nýverið skrifaði tónlistarrýnir dagblaðsins New York Times að tónleikar hans í Carnegie Hall hafi einkennst af stórbrotinni og djúpri túlkun, að því er fram kemur í tilkynningu frá SÍ. Á tónleikunum leikur hljómsveitin einnig fyrstu sinfón- íu Brahms undir stjórn hollenska hljómsveitarstjórans Edo de Wa- art en hann var óbóleikari í Con- certgebouw-hljómsveitinni og hóf stjórnandaferil sinn sem aðstoð- armaður Leonards Bernsteins hjá New York-fílharmóníunni. Richard Goode á lokatónleikum SÍ Píanisti Richard Goode leikur píanókonsert nr. 25 eftir Mozart í Eldborg í kvöld. Hrönn Björnsdóttir opnar sýning- una Þyt í dag kl. 18 í Mjólkurbúð- inni, sal Myndlistarfélagsins, í Listagilinu á Akureyri. Á sýning- unni má sjá verk unnin á árunum 2016-19 með blandaðri tækni, ýmist á striga eða pappír. Sýningin er fimmta einkasýning Hrannar sem hefur tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum hér á landi og erlendis. Opið verður daglega kl. 12-17. Þytur í Mjólkurbúðinni á Akureyri Litríkt Eitt af verkum Hrannar. SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.