Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Þegar listamaðurinn Nasarus kynntist nasaflautu árið 2016 um- turnaðist líf hans. „Þá gaf stórvinkona mín hún Bergljót mér lítinn pakka og þar var flautan. Ég hafði nú aldrei séð svona verkfæri áður og fór bara með þetta heim og prófaði að blása í alla enda og svo loksins kom hljóð. Við höfum eiginlega bara verið eitt síðan, ég og þessi flauta.“ Nasarus opnaði nýverið stór- skemmtilega fésbókarsíðu þar sem hann tjáir sig um einkalífið og tengsl sín við flautuna. Þar mun hann birta sitt fyrsta frumsamda lag á alþjóðlegum degi nasaflaut- unnar fjórtánda júní. „Eins og Bubbi sagði, þetta verð- ur algjör bomba og nýmæli í tónlist- arlífi Íslendinga. Ég held að þarna verði hreinlega lagður grunnur að nýrri tónlistarstefnu,“ segir Nas- arus glaðbeittur en hingað til hefur hann aðallega spilað lagið „Komdu kisa mín“. Hleypir almenningi inn „Það má segja að flautan hafi haft mjög umfangsmikil áhrif á mitt líf, að hún hafi bara breytt því alveg,“ segir Nasarus en í persónulegri færslu á fésbókarsíðu hans tjáir Nasarus sig um það þegar konan hans yfirgaf hann vegna flautunnar. „Það er nú eitthvað sem ég vil svona síður ræða en konan gaf mér náttúrulega ákveðna kosti. Ég verð að segja svona eftir á að hyggja að það var ekki erfitt val af því að það er bara eitt verkfæri í þessum heimi sem á hjarta mitt og það er flaut- an.“ Flautan virðist hafa heltekið Nas- arus. Því er ekki úr vegi að spyrja hann hvað það sé sem sé svo heill- andi við nasaflautuna. „Það eru ákveðin hughrif sem fara í gang þegar maður blæs í hana. Ég hef oft sagt að hún sé svona seiðandi, eins og maður sé að sigla á bát á lygnri tjörn og allt í einu heyrir maður í sírenu syngja sem reynir að seiða mann til sín. Hljóðheimur flaut- unnar er þannig og hún hefur heill- að alla sem ég hef spilað fyrir, sem hafa reyndar ekki verið margir en þessir tveir voru mjög ánægðir.“ Nasaflautan „tröðkuð niður“ Staða nasaflautunnar er Nasarusi mikið hjartans mál. „Hún hefur í raun verið tröðkuð niður í samfélag- inu. Henni hefur verið haldið niðri og hún ekki verið viðurkennd og ekki hennar réttindi. Hún er með stórt hjarta og hefur mikið að segja, hún er með litla rödd og ég hjálpa henni við að koma sínu á framfæri,“ segir Nasarus sem bætir því við að staða þessarar sérstöku flautu sé einstaklega slæm hérlendis. Það er þó ekki alltaf dans á rós- um fyrir Nasarus að spila á flaut- una. „Ég er með skakkt miðsnes sem er algengt og ég blæs í raun bara með einni nös í flautuna. Ég þurfti svolítið að berjast til þess að koma mér af stað í þetta. Ég hef náð mér vel á strik núna og hef í raun náð einstöku lagi á að nota bara aðra nösina við blásturinn.“ Stóri draumur Nasarusar er svo að fá að spila á skemmtistaðnum Nasa. „Annað hvort myndi ég vilja spila á Nasa við Austurvöll eða fyrir starfsmenn NASA vegna þess að það held ég að sé fólk sem skilur al- veg hvað ég er að tala um og það sem ég hef gengið í gegnum.“ Um það hvort ekki sé erfitt að hleypa almenningi inn í einkalíf sitt, eins og Nasarus gerir á Facebook, segir hann: „Mér finnst ég vera að opna ákveðið Pandórubox með því að tala og ég veit að ég er náttúru- lega á jaðrinum. Ég er bæði jaðar- settur tónlistarlega séð og jaðar- settur í samfélaginu sem einhleypur karlmaður sem býr hjá móður sinni. Ég lít á mig sem talsmann og rödd þessa jaðarhóps.“ Nasarus þráir að spila á Nasa Morgunblaðið/Eggert Nasarus „Ég krefst þess að ríkisstjórn Íslands taki nám á nasaflautu inn í helstu menntastofnanir Íslands,“ segir nasaflautuleikarinn Nasarus.  „Eini alvörunasaflautulistamaður íslensku þjóðarinnar“ er heltekinn af hinni óvenjulegu flautu  Hyggst leggja grunninn að nýrri tónlistarstefnu  Vill að nasaflautan hljóti meiri virðingu Bandaríski rapparinn Jay-Z hefur náð þeim áfanga að verða fyrsti milljarðamæringurinn úr röðum hip hop-listamanna í heimssögunni, ef marka má úttekt viðskiptaritsins Forbes. Er þá átt við milljarðamær- inga í dollurum talið. Jay-Z er 49 ára og er viðskipta- veldi hans metið á milljarð dollara hið minnsta, jafnvirði um 126 millj- arða króna. Jay-Z á margvíslegar eignir, m.a. fasteignir og verðmætt safn listaverka. Þá á hann hlut í kampavínsfyrirtækinu Armand de Brignac og í D’Ussé sem framleiðir koníak. Jay-Z hleypti líka af stokk- unum Tidal-streymisveitunni og fjárfesti í Uber. Þá er lagasafn hans metið á um 75 milljónir dollara. Fyrsti hiphop-milljarðamæringurinn Auðug Jay-Z og eiginkona hans Beyoncé. Dulur nefnist listaverkasýning Önnu Þóru Karlsdóttur sem opnuð verður í Galleríi Gróttu, sýning- arsal Bókasafns Seltjarnarness, í dag kl. 17. Anna Þóra líkir verkum sínum við hálfgegnsæjar vatns- litamyndir þar sem mjúk litalög hleypa ljósi í gegn en þéttari flóki sé hins vegar meira í líkingu við ol- íumálverk. „Flókarnir eru töfrandi og þétt- leikinn einstaklega fjölbreyttur. Ull er fyrst og fremst textíll. Lit- urinn kemur meira að innan en ut- an og sauðalitirnir í verkunum eru miklu heldur dregnir fram en fald- ir. Nafngiftin Dulur er lýsandi fyr- ir verkin. Efnið er loftkennt en tog- ið hrindir einmitt frá sér vatni á sauðfénu. Þetta kallar fram hug- hrif og endurspeglast í næf- Anna sýnir í Galleríi Gróttu Dulur Verk eftir Önnu Þóru Karlsdóttur. urþunnu efni og gegnsæjum litum verkanna á sýningunni. Yfirskrift- ina má e.t.v. túlka sem léttlíðandi áru; efni fegurðar og dulúðar,“ segir í tilkynningu. Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugard. í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 LISTHÚSINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.