Morgunblaðið - 06.06.2019, Page 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
Gruna en ekki sjá. Skynja en ekkiskilja.“ Þannig hljómar bókartextium andrúmið sem ríkir í ljósmynda-bókinni Allt eitthvað sögulegt eftir
Báru Kristinsdóttur ljósmyndara. Hún sýnir
okkur inná járnsmíðaverkstæðið Nælonhúðun í
Garðabæ þar sem vinna tveir menn, eigandinn
Elías og Baldur. Bókin hefst á mynd af sterk-
legum stól úr járni með gatslitinni og saman-
hnýttri tausessu; færir sig síðan frá smáatriðum
í umhverfinu yfir að sögu-
persónunum Elíasi, Baldvini
og kisa. Svo birtist okkur
sjálft verkstæðið þar sem
Baldvin situr við vél og vinn-
ur. Það er létt að skynja að
hér eiga allir hlutir sinn stað
og hver og einn hefur sitt
hlutverk. Í gegnum alla bók-
ina skiptist sjónin frá um-
hverfi að persónum. Í sögu-
lok sést hvar verkfærum fækkar á vegg og
innanstokksmunir greinilega farnir. Snemma í
bókinni sést Elías, gagnrýninn og svipsterkur á
mynd en síðar birtist hann dauflegur í fasi með
auðan verkstæðisvegginn að baki sér.
Bára heimsótti verkstæðið á þriggja ára
tímabili og myndar á síðustu starfsárum þess.
Þannig myndar hún hægan dauðdaga vinnu-
staðarins. Sagan í þessu verki Báru er mjög
sterk í einfaldleika sínum en samt full af örsög-
um og útúrdúrum sem gæðir hana mikilli dýpt.
Hver mynd sýnir hve lúið og slitið allt umhverf-
ið er þar sem verkstæðisrykið skilur eftir för á
hverri mynd. En það segir ekki alla söguna því
þreytulegt umhverfið er innrammað af járni,
þungum vinnuvélum og „herklæðum“ iðn-
armannsins sem vottar um styrk og stöð-
ugleika.
Bára leyfir tímanum að líða hægt í sögunni,
jólakaktus í blóma er seinna búinn að fella blóm
og brauðkringla víkur fyrir banana í nestispoka
á vegg. Líkast löngu ljóði sjáum við endurtekin
stef í sögunni eins og skítugir veggir, verkfæri
og járn en einnig látlausari atriði líkt og hendur
Elíasar og auðir stólar.
Bára og fleiri samtímaljósmyndarar hafa
undanfarin ár verið ötulir við að mynda mann-
laus manngerð rými. Þar sem myndir af hýbýl-
um utan sem innan og innanstokksmunir fá að
segja sögu fólks án nærveru þeirra í myndfleti.
Í þessari sögu er það hins vegar nærvera Elías-
ar og Baldvins sem skiptir sköpum fyrir áhrifa-
mátt bókarinnar og tilfinningaupplifun. Fram-
setning Báru á þeim er tilgerðarlaus og hæglát
sem undirstrikar hvernig tíminn og þeir sjálfir
hafi staðið í stað. Ein áhrifamesta mynda bók-
arinnar er aftur á móti mannlaus og sýnir
groddalega hlífðargrímu hanga úr lofti tengda
með slöngu við fyrirferðarmikla vél. Þarna þarf
maðurinn ekki að vera í myndfleti til að við skilj-
um samsvörun vélar og iðnaðarmanns. Á eftir
koma myndir af Baldvini í þykkri leðursvuntu
og með grímu. Sú myndaþrenna gæti staðið ein
og sér sem ljósmyndaverk og er gott dæmi um
sögu innan í sögunni.
Texti eftir Jón Kalman Stefánsson og texta-
brot úr samtali Báru við Elías fléttast saman við
ljósmyndirnar. Textagerðin er ákaflega vel
gerð, stutt og vel dreifð um bókin. Það er mikill
vandi að texta ljósmyndabækur því textinn þarf
að þræða þann gullna veg að elta ljósmynd-
arann; vera sjálfstæður án þess að ræna áhrif-
um myndarinnar og ekki svo ákafur að hann
stýri upplifun um of. Þessu nær Jón Kalman
ákaflega vel. Hann fangar bæði hið ljóðræna í
myndverkinu sem og færir Báru sjálfa sterkt
inn í söguþráðinn.
Hönnun bókarinnar í höndum Ármanns Agn-
arssonar er virkilega vönduð. Bókarkápa er
appelsínugul og strigakennd prýdd ljósmynd af
grímuklæddum járniðnarmanni í háglans. Með-
an liturinn er skírskotun í litaveröld verkstæðis
er textíláferðin ákveðinni mótsögn svo úr verð-
ur samspil mýktar og hörku. Svipuð leið er farin
í sjálfri bókinni þar sem ólík áferð er á blaðsíð-
um bókarinnar. Textinn ásamt einhverjum
myndum birtast á möttum fölgrænum pappír
sem gefur bókverkinu ákveðna mýkt meðan
stærsti hlutinn er prentaður á glanspappír sem
fellur vel að efnisheimi verkstæðis. Þessi leið í
hönnun er, eins og textinn, leið til að auka
áhrifamátt bókarinnar. Prentun og litgreining
er með sóma. Eitthvað sem vert er að nefna sér-
staklega nú á dögum.
Allt eitthvað sögulegt kom út síðasta haust og
hluti verksins var sýning í Hafnarborg í Hafn-
arfirði. Bára vann einnig vídeóverk samhliða
myndatökum. Bókverkið er með sanni ein besta
ljósmyndabók sem sést hefur lengi, falleg og
áhrifarík. Bára hefur frábær tök á söguforminu
og hefur ótrúlega næmni fyrir smáatriðum án
þess að nokkurn tímann tapa sjónar af stóru
sögunni. Engu er ofaukið og allar myndir virð-
ast jafn mikilvægar. Þetta er saga sem hefur
upphaf, miðju og hjartnæman endi. Vinnu-
klæddir karlar og verkstæðið sem leið undir lok
verða táknræn fyrir hverfulleikann eða eins og
Jón Kalman færir svo vel í orð: „Því fyrr eða síð-
ar þurfum við að standa upp og tæma skrif-
borðið, tæma húsið. Uns ekkert verður eftir
nema auðir veggir, og fjarveran.“ Að-
alsöguhetjan Elías Guðmundsson lést árið 2017
og er bókin tileinkuð minningu hans.
Þegar ljósmynd er ljóð verður allt sögulegt
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ljósmyndari Bára hefur tvisvar áður fest horfinn veruleika á filmu líkt og hún gerir í búðinni.
Ljósmyndabók
Allt eitthvað sögulegt bbbbb
Ljósmyndari: Bára Kristinsdóttir.
Texti: Jón Kalman Stefánsson. Hönnuður: Ármann
Agnarsson. Prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Ramskram gallerí, 2018.
LINDA
ÁSDÍSARDÓTTIR
BÆKUR
Járnsmíðaverkstæði Bára tók ljósmyndir á járnsmíðaverkstæðinu Nælonhúðun á þriggja ára
tímabili, á síðustu starfsárum þess, og myndaði þannig hægan dauðdaga vinnustaðarins.
Lagið „Sýnir“ með hljómsveitinni
Kælan mikla er upphafslag Gösta,
nýrrar gamanþáttaraðar eins
þekktasta leikstóra Svía, Lukas
Moodysson sem á m.a. að baki kvik-
myndirnar Lilya 4-Ever og Fucking
Åmål. Lagið hljómar í byrjun þátt-
anna og gleðst Sólveig Kristjáns-
dóttir, ein liðskvenna Kælunnar, yf-
ir því á Facebook og segir virkilega
spennandi að lagið hafi verið valið í
þættina. Þættina framleiðir HBO
Nordic, hinn norræni armur stór-
fyrirtæksins HBO og má sjá stiklu
úr þáttunum á YouTube. Moo-
dysson skrifar bæði handrit þátt-
anna og leikstýrir þeim og hefjast
sýningar í september á þessu ári.
Kælan á upphafslag þátta Moodysson
Tríó Kæluna skipa Sólveig Matthildur, Margrét Rósa og Laufey Soffía Þórsdóttir.
Myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson veitir leiðsögn í
kvöld kl. 20 um sýningu sína Gröf í D-sal Listasafns
Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Í verkum sínum rann-
sakar hann eigin uppruna, sjálfsmynd og umhverfi
og vinnur meðal annars með vídeó, ljósmyndir og
tónlist.
Gunnar er 37. listamaðurinn sem sýnir í sýning-
arröð D-salar. Gunnar lauk BA-prófi í myndlist frá
Listaháskóla Íslands árið 2012.
Aðgöngumiði á safnið gildir á leiðsögnina en frítt
er fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur
og Menningarkorts Reykjavíkur.
Gunnar veitir leiðsögn um Gröf í D-sal
Gunnar Jónsson
Frístunda- og atvinnufatnaður
frá REGATTA
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna