Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 26

Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Hveragerði er nú að taka svip gróanda og blóma, en þar verður um helgina viðburð- urinn Blóm í bæ. Efnt verður til fjölbreyttra uppákoma þar sem inntakið eru blóm, ræktun, endurvinnsla og vistvænt líf. „Við bjóðum fólki í bæinn til að njóta og upplifa,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hún leggur áherslu á að enn sem fyrr sé Hveragerði blómabær, þótt gróðrastöðvunum þar hafi fækkað. Hvergi á landinu sé meira framleitt af sumarblómum, menntasetur garðyrkjunnar á land- inu sé í næsta nágrenni og yfir sum- arið sé bærinn svo sannarlega í miklum blóma. „Veðurspáin fyrir helgina er frá- bær, nú fara í hönd dagar sem verða væntanlega einhverjir þeir bestu á sumrinu. Við höldum Blóm í bæ annað hvert ár og höfum aldrei lagt okkur eftir því að telja fjölda gesta, enda er það aukaatriði. Vit- um þó að þeir skipta þúsundum og bros á hverju andliti.“ Hátíðin í Hveragerði verður sett á morgun kl. 17 og þá tekur við fjöl- breytt dagskrá. Sýningarsvæði verður við Lystigarðinn, í gróð- urhúsinu Eden við Þelamörk verða afurðir græna geirans til sölu, fjöl- breytt sýning og sala á pottablóm- um, markaðir, sýning á páfagaukum og svo mætti áfram telja. Við Breiðumörk verður markaðstorg með nýjum og ferskum afurðum beint frá býlum, vistvænum vörum og svo framvegis. Þá verður sýning á rafbílum og öðrum vistvænum farartækjum við Hótel Örk. Einnig má nefna að á morgun verður undirritaður samningur Hveragerðisbæjar og embættis landlæknis um að bærinn bætist í hóp heilsueflandi bæja. Í því felst að heilsuefling í víðustu merkingu verður áherslumál í sveitarfélaginu og starfsemi þess. Þá verður síð- degis á morgun opið hús á Heilsu- stofnun NLFÍ, hvar fólki gefst kostur á að kynna sér fjölbreytta þjónustu. sbs@mbl.is Blómahjól Allt er skreytt fyrir Blóm í bæ í Hveragerði, sem þar verður um helgina skv. hefð annað hvert ár. Njóta blóma í bænum Aldís Hafsteinsdóttir  Viðburður og veðurspáin er góð  Notið og upplifað Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændur keyptu alla fimm aberdeen angus-holdakálfana sem losna úr ein- angrun síðsumars. Kálfarnir seldust á ríflega tvöföldu lágmarksverði og er verðið sagt ásættanlegt. Nautgriparæktarmiðstöð Ís- lands (Nautís) sem annast innflutn- ing á fósturvísum nýs holdanauta- kyns og rekur einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi auglýsti eftir tilboðum í fimm arfhreina an- gus-nautkálfa af fyrstu kynslóð kyn- bótastarfsins. Tilboðin voru opnuð í gær. Tólf buðu í alla kálfana Tólf bændur gerðu tilboð og buðu allir í alla fimm kálfana. Hæstu tilboð voru á bilinu 1.350 þúsund til 2.065 þúsund, án virðisaukaskatts. Tekið var hæsta tilboði í hvern kálf en þó þannig að enginn fékk fleiri en einn. Niðurstaða útboðsins varð sú að fjórir kálfanna fara í hjarðir á Suð- urlandi og einn í hjörð í Þingeyj- arsýslu. Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Nautís, segir að ekki hafi verið miklar væntingar um verð umfram það lágmark sem sett var. Því hljóti verðið sem fæst að teljast ásættanlegt. Fjármunirnir verði not- aðir í þetta mikla og dýra verkefni, að kynbæta holdanautastofninn og auka framleiðslu á nautakjöti. Sóttkvíartíma kálfanna lýkur 4. júlí næstkomandi. Sveinn segir að þá verði tekin úr þeim sýni til rann- sóknar í Noregi. Ef kálfarnir reynast heilbrigðir, eins og búist er við, verða þeir afhentir nýjum eigendum síð- sumars. Áður verður þó tekið úr þeim sæði til notkunar hér innanlands. Starfið heldur áfram. Ellefu kýr bera á næstunni og er það önnur kyn- slóð arfhreinna angus-kálfa. Þá er verið að kaupa fósturvísa fyrir þriðju umferð. Þeir verða settir upp í kýr í lok ágúst. Angus-kálfarnir fóru á tvöföldu lágmarksverði  Sá eftirsóttasti seldist á 2 milljónir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stóra-Ármót Kálfunum verður sleppt úr sóttkví síðar í sumar. HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.