Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Hveragerði er nú að taka svip gróanda og blóma, en þar verður um helgina viðburð- urinn Blóm í bæ. Efnt verður til fjölbreyttra uppákoma þar sem inntakið eru blóm, ræktun, endurvinnsla og vistvænt líf. „Við bjóðum fólki í bæinn til að njóta og upplifa,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hún leggur áherslu á að enn sem fyrr sé Hveragerði blómabær, þótt gróðrastöðvunum þar hafi fækkað. Hvergi á landinu sé meira framleitt af sumarblómum, menntasetur garðyrkjunnar á land- inu sé í næsta nágrenni og yfir sum- arið sé bærinn svo sannarlega í miklum blóma. „Veðurspáin fyrir helgina er frá- bær, nú fara í hönd dagar sem verða væntanlega einhverjir þeir bestu á sumrinu. Við höldum Blóm í bæ annað hvert ár og höfum aldrei lagt okkur eftir því að telja fjölda gesta, enda er það aukaatriði. Vit- um þó að þeir skipta þúsundum og bros á hverju andliti.“ Hátíðin í Hveragerði verður sett á morgun kl. 17 og þá tekur við fjöl- breytt dagskrá. Sýningarsvæði verður við Lystigarðinn, í gróð- urhúsinu Eden við Þelamörk verða afurðir græna geirans til sölu, fjöl- breytt sýning og sala á pottablóm- um, markaðir, sýning á páfagaukum og svo mætti áfram telja. Við Breiðumörk verður markaðstorg með nýjum og ferskum afurðum beint frá býlum, vistvænum vörum og svo framvegis. Þá verður sýning á rafbílum og öðrum vistvænum farartækjum við Hótel Örk. Einnig má nefna að á morgun verður undirritaður samningur Hveragerðisbæjar og embættis landlæknis um að bærinn bætist í hóp heilsueflandi bæja. Í því felst að heilsuefling í víðustu merkingu verður áherslumál í sveitarfélaginu og starfsemi þess. Þá verður síð- degis á morgun opið hús á Heilsu- stofnun NLFÍ, hvar fólki gefst kostur á að kynna sér fjölbreytta þjónustu. sbs@mbl.is Blómahjól Allt er skreytt fyrir Blóm í bæ í Hveragerði, sem þar verður um helgina skv. hefð annað hvert ár. Njóta blóma í bænum Aldís Hafsteinsdóttir  Viðburður og veðurspáin er góð  Notið og upplifað Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændur keyptu alla fimm aberdeen angus-holdakálfana sem losna úr ein- angrun síðsumars. Kálfarnir seldust á ríflega tvöföldu lágmarksverði og er verðið sagt ásættanlegt. Nautgriparæktarmiðstöð Ís- lands (Nautís) sem annast innflutn- ing á fósturvísum nýs holdanauta- kyns og rekur einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi auglýsti eftir tilboðum í fimm arfhreina an- gus-nautkálfa af fyrstu kynslóð kyn- bótastarfsins. Tilboðin voru opnuð í gær. Tólf buðu í alla kálfana Tólf bændur gerðu tilboð og buðu allir í alla fimm kálfana. Hæstu tilboð voru á bilinu 1.350 þúsund til 2.065 þúsund, án virðisaukaskatts. Tekið var hæsta tilboði í hvern kálf en þó þannig að enginn fékk fleiri en einn. Niðurstaða útboðsins varð sú að fjórir kálfanna fara í hjarðir á Suð- urlandi og einn í hjörð í Þingeyj- arsýslu. Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Nautís, segir að ekki hafi verið miklar væntingar um verð umfram það lágmark sem sett var. Því hljóti verðið sem fæst að teljast ásættanlegt. Fjármunirnir verði not- aðir í þetta mikla og dýra verkefni, að kynbæta holdanautastofninn og auka framleiðslu á nautakjöti. Sóttkvíartíma kálfanna lýkur 4. júlí næstkomandi. Sveinn segir að þá verði tekin úr þeim sýni til rann- sóknar í Noregi. Ef kálfarnir reynast heilbrigðir, eins og búist er við, verða þeir afhentir nýjum eigendum síð- sumars. Áður verður þó tekið úr þeim sæði til notkunar hér innanlands. Starfið heldur áfram. Ellefu kýr bera á næstunni og er það önnur kyn- slóð arfhreinna angus-kálfa. Þá er verið að kaupa fósturvísa fyrir þriðju umferð. Þeir verða settir upp í kýr í lok ágúst. Angus-kálfarnir fóru á tvöföldu lágmarksverði  Sá eftirsóttasti seldist á 2 milljónir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stóra-Ármót Kálfunum verður sleppt úr sóttkví síðar í sumar. HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.