Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Ítalskt nautsleður
Stærð: 214 cm Verð frá 270.000 kr
Stærð: 194 cm Verð frá 258.000 kr.
Stærð: 172 cm Verð frá 235.000 kr.
Roby sófar fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís-
lands undirbýr nú að bjóða upp á
styttra nám í hjúkrunarfræði þeim
sem lokið hafa
BA-, BS- eða
B.Ed-prófi. Stefnt
er að því að
kennsla hefjist
haustið 2020.
Fram kemur á
heimasíðu hjúkr-
unarfræðideildar
að allir nemendur
fái metið loka-
verkefni úr fyrra
námi og valeining-
ar sem eru í núverandi námskrá BS-
náms í hjúkrunarfræði. Námsmats-
nefnd hjúkrunarfræðideildar muni
meta námskeið sem nemendur leggja
fram inn í námið. Fólk með aðra próf-
gráðu, sem uppfylli öll skilyrði til
námsins, þurfi ekki að þreyta sam-
keppnispróf.
Herdís Sveinsdóttir, prófessor og
deildarforseti hjúkrunarfræðideildar
HÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að um yrði að ræða samþjappað
nám með krefjandi og hraðri yfirferð.
Námsleiðin sé skipulögð sem tveggja
ára nám, 11 mánuðir hvort námsár
eða 22 mánuðir alls. Jafnframt muni
nemendur bæta við sig klínískum
námsstundum sem nema allt að fjór-
um mánuðum til að uppfylla viðmið
tilskipunar um lengd klínísks náms.
„Námið sem við erum að bjóða upp
á er fyrir fólk sem hefur lokið há-
skólaprófi. Allir verða að hafa lokið
ákveðið mörgum grunneiningum í
klínískum greinum, sál- og fé-
lagsfræði, áður en þeir hefja hið eig-
inlega hjúkrunarfræðinám.“
Herdís segir að við undirbúning
námsleiðarinnar hafi verið horft til
reynslu annarra landa. „Svona styttra
nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem
lokið hafa háskólaprófi hefur til fjölda
ára staðið til boða í Bandaríkjunum.
Þetta er sú námsleið sem er einna
mest vaxandi þar og það er gífurleg
aðsókn. Og það merkilega er að hátt
hlutfall umsækjenda eru karlmenn.
En þetta er tilraun sem við teljum
þess virði að gera hér á landi. Kannski
sækir enginn um, en þá erum við búin
að prófa,“ sagði Herdís.
Samþjappað og
krefjandi nám
Útfærsla styttri námsleiðar í hjúkr-
unarfræði m.a. sótt til Bandaríkjanna
Herdís
Sveinsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Það er eilífðarverkefni að friðlýsa
og menn þurfa að vanda sig,“ segir
Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti
Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Sveitarstjórn hreppsins hafnaði
hugmyndum um stofnun miðhálend-
isþjóðgarðs á sveitarstjórnarfundi
síðastliðinn miðvikudag.
Nú óskar nefnd um stofnun þjóð-
garðs á miðhálendinu eftir umsögn-
um um drög að skilgreiningu marka
þjóðgarðsins, áherslur um skiptingu
landsvæða í verndarflokka og um-
fjöllun um aðkomuleiðir og þjón-
ustumiðstöðvar. Frestur til að skila
umsögnum er til 30. júní.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru mörg sveitarfélög efins
um ágæti hugmyndarinnar um
miðhálendisþjóðgarð. Sveitarstjórn
Bláskógabyggðar tók í sama streng
og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps og lagðist alfarið gegn
áformum um stofnun miðhálendis-
þjóðgarðs í lok mars.
Björgvin telur hugmyndir um
þjóðgarðinn ekki tímabærar en
hreppurinn sé sjálfur að vinna að
ýmsum friðlýsingum í Þjórsárdal.
„Menn þurfa að einbeita sér að
ákveðnum svæðum. Sum svæði er
alveg óþarfi að friðlýsa en ef allt er
sett í einn pakka í einn þjóðgarð þá
eru þar svæði sem hafa í raun ekk-
ert gildi sem þjóðgarður.“
„Stórkarlaleg“ hugmynd
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
lagði fram umsögn þar sem rætt er
um að með stofnun miðhálendisþjóð-
garðs sé vegið að sjálfstæði lands-
byggðarsveitarfélaga. Björgvin seg-
ir sveitarstjórn Skeiða- og
Gnúpverjahrepps sammála því.
„Þó svo að samtals séu sveitar-
félögin meirihluta í stjórnun þá
verður afkoma hvers sveitarfélags
af sínu svæði lítil.“
Björgvin tekur þó fram að sveit-
arstjórnin styðji náttúruvernd á há-
lendinu.
„Það vilja allir bæta umgengnina
um hálendið og við höfum verið að
vinna í því á fullu en svona stór-
karlalegar hugmyndir þar sem 40%
af landinu er hrúgað í einn þjóðgarð
eru ekki vænlegar.
Menn eru svolítið að fara fram úr
sér. Þetta er rosalega flott hugmynd
en ef menn skoða þetta betur og fara
ofan í smáatriðin þá er þetta það
stór biti að ég held að þetta lendi í
tómri vitleysu.“
Ákveðin gulrót þar sem menn
eiga undir högg að sækja
Björgvin segir sveitarfélög sem
eru illa stödd frekar taka vel í hug-
myndirnar en þau sem eru vel stödd.
Þó hafi flest sveitarfélög ýmislegt út
á hugmyndina um miðhálendisþjóð-
garð að setja. „Þar sem er gott at-
vinnuástand og menn eru ekki ör-
væntingarfullir um atvinnumál sjá
þeir ekkert endilega að þetta sé eitt-
hvað sem skapi sérstaklega miklar
tekjur fyrir sveitarfélögin. Þar sem
menn eiga undir högg að sækja í at-
vinnumálum er þetta ákveðin gulrót
sem verið er að veifa framan í menn.
Það er sagt að við stofnun þjóð-
garðsins verði til miklir fjármunir en
ég sé ekki að það skapi meiri fjár-
muni að friðlýsa á þennan hátt frek-
ar en annan.“
Byrjað á vitlausum enda
Anton Kári Halldórsson, sveitar-
stjóri Rangárþings eystra, er einn af
þeim sem eru efins um hugmyndina
um miðhálendisþjóðgarð.
„Við erum skeptísk á þetta eins og
þetta er lagt upp og teljum vera
byrjað á þessu á vitlausum enda.
Það gleymdist eiginlega að skoða
hvort það ætti að gera þetta. Það
vantar það samtal við sveitarfélög-
in.“
Anton tekur undir með sveitar-
stjórnum Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps og Bláskógabyggðar um að
möguleiki sé á að vegið verði að
sjálfstæði landsbyggðarsveitar-
félaga með stofnun þjóðgarðsins.
„Við erum smeyk við að það sé
verið að ásælast skipulagsvald sveit-
arfélaganna. Við viljum í raun koma
að skipulagningu svæðisins og þess
vegna þrýstum við líka á það að
sveitarfélög á Suðurlandi færu sam-
eiginlega af stað með svæðisskipu-
lag fyrir suðurhálendið. Sú vinna er
farin af stað á vegum Sambands
sunnlenskra sveitarfélaga.“
Efasemdir um þjóðgarð
Tvö sveitarfélög hafa nú þegar lagst gegn stofnun miðhálendisþjóðgarðs
Oddviti segir hugmyndina ótímabæra og nauðsynlegt að vanda friðlýsingar
Morgunblaðið/RAX
Friðland að fjallabaki „Ríkisstjórnin, umhverfisráðuneytið og sveitarfélögin eru að vinna að sömu markmiðum og
við erum í sjálfu sér ekki á móti því að þetta sé gert en viljum að þetta sé gert á annan hátt,“ segir Björgvin Skafti.
Reykjavíkurborg áætlar að skipta út
nær öllum götulömpum í Fossvogi og
stórum hluta Breiðholts á árinu fyrir
lampa sem búnir eru LED-ljósum og
smartstýringu. Er áætlunin liður í
ljósvistarstefnu borgarinnar sem hef-
ur það að markmiði að auka öryggi
vegfarenda, efla tengsl hverfa og
svæða, auka rekstraröryggi og
minnka rekstrar- og vistkostnað.
Einnig stendur til að endurnýja lýs-
ingu á Arnarhóli og í Lýðveldisgarð-
inum en búið er að endurnýja ljós á
stígum í Laugardal. Þetta kemur
fram í fréttabréfi Reykjavíkurborgar.
Kostnaður um 290 milljónir
Samkvæmt upplýsingum frá
Reykjavíkurborg eru framkvæmdir
þegar hafnar í Fossvogi þar sem
verða settir upp 2.200 lampar á árinu.
Verkið verður unnið af Orku náttúr-
unnar og er áætlaður kostnaður við
framkvæmdina um 140 milljónir
króna. 2.500 lampar verða settir upp
á götum og stígum í Breiðholti og
Seljahverfi á næsta ári en áætlaður
kostnaður við þá framkvæmd er um
150 milljónir króna.
Í fréttabréfi Reykjavíkurborgar
kemur fram að LED-ljósin séu vist-
vænni en eldri ljóslamparnir, þurfi
minni orku og séu búnir smartstýr-
ingu sem geri stýringu á birtu og ljós-
magni betri en áður. Tekið er fram að
verkefnið sé viðbragð við tilskipun
Evrópusambandsins um bann við
kvikasilfri sem enn er að finna í
mörgum eldri gerðum götulampa í
borginni. rosa@mbl.is
4.700 nýir
ljóslampar
í borgina
Vistvæn lýsing Ljóslampar í Reykja-
vík munu taka breytingum á árinu.