Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Mikilvægast fyrir mig er að finna gott lið þar sem ég er metinn mikils. Ég þarf að finna hamingjuna aftur í því að spila fótbolta,“ segir Aron Jó- hannsson við Morgunblaðið. Þessi 28 ára knattspyrnumaður, sem uppalinn er hjá Fjölni og á 19 landsleiki að baki fyrir Bandaríkin, hefur nú kvatt þýska félagið Werder Bremen. Óvíst er hvað tekur við en Aron segir það ánægjulegt hve mik- inn áhuga hann finni frá félögum víða um heim sem vilja fá þennan markahrók í sínar raðir, þrátt fyrir að hann hafi ítrekað glímt við meiðsli síðustu ár. Eftir að hafa gjörsamlega raðað inn mörkum fyrir AGF í Danmörku og AZ í Hollandi spilaði Aron aðeins 28 leiki á fjórum árum í þýsku 1. deildinni, flesta sem varamaður, og skoraði 2 mörk. Nú vonast hann til þess að sólin rísi að nýju og að hann nái að sýna snillina sem býr í fótunum: „Eins og staðan er í dag þá get ég eiginlega ekki sagt til um hvað muni gerast. Það er mikill áhugi á mér frá ýmsum löndum en ég bíð bara eftir því að rétta félagið og rétta tækifær- ið komi. Að allt smelli svo ég geti í rauninni endurræst ferilinn eftir erfitt tímabil. Ég er ekki nema 28 ára og er að fara inn í það sem er talað um að séu bestu árin á fót- boltaferlinum. Ég þarf að finna gott lið til að koma mér í gang og hver veit, kannski verð ég kominn aftur til Þýskalands á næsta ári?“ segir Aron þegar Morgunblaðið slær á þráðinn til hans og truflar hann í leik við Ölbu, tveggja ára gamla dóttur sína, á heimili þeirra í Kópa- vogi. Þó að Aron hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit hjá Werder Bremen ber hann félaginu vel söguna. Það er helst að hann sé óánægður með tímabil tvö, veturinn 2016-2017, en fyrst og fremst gerðu margs konar meiðsli það að verkum að hann lék aðeins 9 leiki í byrjunarliði í þýsku deildinni. Í vetur lék hann aðeins einn deildarleik vegna ökklameiðsla sem héldu honum frá keppni í tæpt ár, fram í miðjan mars síðastliðinn. Útskúfað einn vetur en fengið góðan stuðning í meiðslunum „Félagið gerði allt til þess að hjálpa mér í meiðslunum og studdi mjög vel við bakið á mér. Það var bara á einum tímapunkti, þegar ég kom til baka eftir mín fyrstu meiðsli hjá félaginu [árið 2016], ellefu mán- aða fjarveru, sem ég var ekki nægi- lega ánægður. Ég spilaði fyrstu þrjá leikina, þjálfarinn var svo rekinn og ég var í banni fyrstu tvo leikina hjá nýjum þjálfara en svo ekki einu sinni valinn í hóp á leikdegi. Þá tók við helvíti leiðinlegt tímabil þar sem ég var eiginlega heill heilsu yfir heilt tímabil en fékk bara ekkert að spila. Þetta var rosalega skrýtið. Þjálf- arinn mætti á fyrstu æfingu og frá og með henni var ég bara útilok- aður. Hann vildi losna við mig en ég vildi ekki fara því ég var sannfærður um að ég væri nógu góður og betri en aðrir sem væru að spila þarna, og sagði honum það bara. Hann gaf sig hins vegar ekki. Ég man að ég sagði það við fjölskylduna mína að ég yrði lengur í Werder Bremen en hann, og það varð á endanum raunin. Þarna hefði ég viljað meiri stuðning frá félaginu. Það kom svo nýr þjálf- ari og þá byrjaði ég að spila strax, en meiddist því miður aftur,“ segir Aron. Hann er einn 13 Íslendinga sem spilað hafa í efstu deild Þýska- lands, þó að leikirnir séu aðeins 28. „Þetta er auðvitað ekki mikið. Fé- lagið eyddi miklum peningum í mig á sínum tíma og hafði trú á mér, sem var vissulega gaman, en þegar mað- ur lítur yfir þennan tíma og öll þessi meiðsli þá er þetta dálítið leiðinlegur tími. En núna eins og áður þá hef ég fulla trú á sjálfum mér og ég veit að ef ég hefði verið heill heilsu þá væri staðan ekki þessi í dag. Þá væri ég búinn að spila helling af leikjum og skora helling af mörkum.“ En hve sterka deild gæti Aron komist í á þessum tímapunkti? „Vegna minnar meiðslasögu þá eru kannski ekki mörg félög tilbúin að taka áhættuna á að fá mig, mann sem hefur spilað um 30 leiki með Werder Bremen síðustu fjögur ár. Það hefur þó eiginlega komið mér á óvart hve mikill áhugi mér er sýnd- ur og það gefur mér byr undir báða vængi. Það er gaman að sjá að mað- ur sé enn eftirsóknarverður. En það getur vel verið að ég fari núna til Skandinavíu og taki sénsinn þar, til að byggja mig upp aftur.“ Aron hef- ur fengið mörg tilboð frá félögum í löndum eins og Kína, Sameinuðu ar- abísku furstadæmunum og fleirum þar sem há laun eru í boði fyrir knattspyrnumenn: Fáir skilja hvernig manni líður „Ég er búinn að ýta þessu að mestu leyti frá mér því eins og ég segi þá er ég enn aðeins 28 ára. Ef ég væri 33 myndi ég frekar skoða það. Mikilvægast fyrir mig er að finna gott lið þar sem ég er metinn mikils og mun njóta þess aftur að spila fótbolta, því það er ekki búið að vera neitt rosalega gaman að vera alltaf meiddur eða á bekknum. Ég þarf að finna hamingjuna aftur í því að spila fótbolta, og ég held að ég geri það ekki núna með því að fara til dæmis til Kína eða Tyrklands.“ Blaðamaður kemst ekki hjá því að sjá mikil líkindi með ferli Arons og Kolbeins Sigþórssonar. Báðir röð- uðu inn mörkum í Hollandi áður en þeir fengu verðskuldað tækifæri í sterkari deild en hafa svo sáralítið spilað síðustu ár: „Við þekkjumst alveg og spjöllum einstaka sinnum saman. Við höfum gengið í gegnum margt svipað, sem aðrir hafa ekki gengið í gegnum. Þegar maður hefur verið svona lengi meiddur þá eru ekki margir í þess- um fótboltaheimi sem skilja hvernig manni líður. Fólk heldur alltaf að það sé bara dans á rósum að vera at- vinnumaður í fótbolta, en ég get al- veg lofað því að það að eiga við svona meiðsli og mótlæti sem þeim fylgir að stríða er alls ekkert auð- velt,“ segir Aron alvarlegur, en verður svo að taka stutt hlé til að hlæja aðeins með blaðamanni þegar Alba litla tilkynnir skýrt og skil- merkilega að hún sé nú búin að kúka á gólfið. Síðan bætir hann við: „Það sem mér finnst flott hjá okk- ur Kolbeini er að við viljum finna hamingjuna í því að spila fótbolta aftur. Ég get rétt ímyndað mér að Kolbeinn hafi líka fengið góð tilboð frá framandi löndum, þar sem félög- in eru mikið fjárhagslega sterkari, en við höfum báðir trú á því sem við getum og vitum að þegar við erum heilir þá stöndum við okkur.“ Vil finna hamingjuna í fótboltanum aftur  Félög víða um heim sýna Aroni áhuga þrátt fyrir erfið ár hjá Werder Bremen Aron Jóhannsson » Er 28 ára gamall og skoraði 13 mörk í 37 deildarleikjum hjá Fjölni áður en hann fór í at- vinnumennsku 2010, þá 19 ára. » Skoraði 23 mörk í 65 deild- arleikjum fyrir AGF í Dan- mörku, og 29 mörk í 60 deild- arleikjum fyrir AZ í Hollandi. » Skoraði 2 mörk í 28 deildar- leikjum hjá Werder Bremen ár- in 2015-2019. AFP Þýskaland Aron Jóhannsson í leik með Werder Bremen í fyrra, áður en hann meiddist og var úr leik í tæpt ár. Hvenær er í lagi að fara í brúðkaup og hvenær er ekki í lagi að fara í brúðkaup? Þetta virðist hafa verið vinsælt um- ræðuefni á kaffistofum landsins síðustu daga vegna þeirrar ákvörðunar Hannesar Þórs Hall- dórssonar að ferðast til Ítalíu í glæsilegt brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Það er sem sagt ekki nóg með það að keppni í Pepsi Max- deild karla í sumar sé eins skemmtilega ófyrirsjáanleg og spennandi og hún hefur verið, og leikirnir margir frábær skemmt- un, heldur eru núna í deildinni leikmenn sem hver einasti Ís- lendingur þekkir og vill taka þátt í kaffispjalli um. Það held ég að sé frábært fyrir fótboltann. Auðvitað vonuðu allir að innkoma sjálfs landsliðsmark- varðarins í deildina myndi vekja meiri áhuga á henni, og ég er viss um að það hefur gengið eftir hvort sem áhorfendatölur end- urspegla það eða ekki. Flestir virðast styðja Hann- es í þessu óvenjulega brúð- kaupsmáli en aðrir gagnrýna hann og lauma með skoti á ótrú- lega stöðu Íslandsmeistara Vals, í fallbaráttu með næstflest mörk fengin á sig í deildinni. Kannski væri gagnrýnin minni ef Valur væri í toppmálum eins og búist var við fyrir tímabilið, og kannski væri stuðningurinn minni ef Hannes hefði ekki átt tvo glimr- andi sigurleiki með landsliðinu fyrir brúðkaupið. Það er að minnsta kosti gott að í deildinni séu slíkir stjörnuleikmenn að fólk myndi sér skoðun á því hvernig þeir hlúa að sínum meiðslum eða hvað þeir gera um helgar, en best væri að slík umræða byggð- ist á staðreyndum. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.