Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
Sinnir slætti Grassláttur er í fullum gangi þessa dagana víða á höfuðborgarsvæðinu og stöðug bílaumferðin virtist ekkert trufla starfsmann Kópavogsbæjar við sláttinn við Hamraborgina.
Hari
Þær aldir voru að menn töldu að
Búlandstindur væri ljótur og að
Mývatn væri andstyggilegur stað-
ur, því það hefði orðið til er fjand-
inn mé á móti sólu. Nú er Búlands-
tindur snotur og Mývatn paradís.
Svona kann umræða um fullveldi
og sjálfstæði að snúast.
Þegar umræðu um fullveldi og
„framsal fullveldis“ ber á góma
verður þeim er þetta ritar oftar en
ekki hugsað til þess vanda sem
fylgir því að glata sjálfstæði lands-
ins á vissu sviði með aðild að alþjóðastofnunum
um efnahagssamvinnu.
Þegar Ísland gerðist aðili að Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum og Alþjóðabankanum seint á árinu
1944 virðist það hafa verið gleðiefni fyrir alþing-
ismenn, hvar í flokki sem þeir stóðu, að hið ný-
stofnaða lýðveldi fengi skilyrðislausa aðild að
Sjóðnum og Bankanum.
Slíkri aðild fylgdu skyldur um ábyrga hegðun
í efnahagsmálum, og svo var einnig með aðild að
Evrópsku efnahagssamvinnustofnuninni, sem
síðar varð Efnahags- og framfarastofnunin,
OECD. Meðal þeirra markmiða sem stefnt var
að með aðild að Evrópsku efnahagssamvinnu-
stofnuninni, OEEC, var að auka viðskipti meðal
þjóðanna með því að draga úr viðskiptahindrun-
um og tollum í vöruviðskiptum, meðal annars
með því að stofna tollabandalög og fríverslunar-
svæði.
Fyrsti fulltrúi Íslands á fundum stofnunar-
innar var fiskimálastjóri, augljóslega til að gæta
hagsmuna Íslands vegna þeirrar framleiðslu-
vöru sem mestu máli skipti í íslenskum útflutn-
ingi, en þá voru það sjávarafurðir.
Gengisfellingar
Þegar gengi íslensku krónunnar var fellt
gagnvart öðrum gjaldmiðlum þurfti að leita
samþykkis Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Svo virð-
ist sem það samþykki hafi fengist án mikilla
vandkvæða enda ávallt staðið andspænis orðn-
um hlut og aðeins ein ráðstöfun dugði til að
koma í veg fyrir greiðsluhalla við útlönd. Það
ber ávallt að hafa í huga að gengisfelling inn-
lends gjaldmiðils er leið til þess að
jafna eða draga úr muninum á inn-
lendri og erlendri verðlagsþróun.
Gengisfelling er tilfærsla verð-
mæta frá fólki til fyrirtækja.
Efnahagslegur stöðugleiki eru
mikilvæg verðmæti og til mikils að
vinna fyrir fólk í landinu að stöð-
ugleiki haldist.
Samkvæmt seinni tíma fullveld-
ishugmyndum þá eru slík afskipti
erlendrar stofnunar, sem Ísland á
aðild að, afskipti af innlendum
málum. Samkvæmt fyrri tíma
hugmyndum var fullveldið fólgið í
því að geta samið sig að háttum siðaðra þjóða
með aðild að alþjóðastofnunum til þess að hafa
áhrif á almenna þróun í heiminum, en ekki að
vera aðeins áhorfandi að því sem gerðist í heim-
inum.
Væntingar með aðild að alþjóðastofnunum
voru sjálfsvirðing og að auka hagsæld lýðs og
lands með alþjóðlegri samvinnu. Merkur stjórn-
málamaður á 20. öld orðaði þessa hugsun eitt-
hvað á þá leið að besta leiðin til þess að varð-
veita sjálfstæði þjóðarinnar væri að líkindum að
deila hluta hins stjórnskipulega fullveldis.
Frjálst flæði fjármagns
Það tók Ísland og Íslendinga rúmlega 40 ár
að temja sér háttu siðaðra manna í gjaldeyrisvið
skiptum. Það sem stefnt var að á árunum frá
1944 til 1950 var frjálst flæði fjármagns, en það
varð að raunveruleika árið 1994 með aðild að
Evrópsku efnahagssvæði. Nokkru fyrr hafði
verið slakað á heimildum til íslenskra fyrirtækja
til erlendrar lántöku, sérstaklega án milligöngu
íslenskra fjármálafyrirtækja. Nokkru síðar var
íslenskum fyrirtækjum heimilað að sækja um
að færa bókhald sitt og skattauppgjör í erlendri
mynt.
Slíkt gat ekki verið frágangssök, þar sem að-
eins lítill hluti fyrirtækja í heiminum þarf að
færa sitt bókhald og uppgjör í íslenskum krón-
um.
Þetta „frelsi“ hefur leitt til þess að 25% af ís-
lenskum rekstri gera afkomu sína og efnahag
upp í erlendri mynt. Og hvar er frjálst flæði
fjarmagns í litlu opnu hagkerfi þegar þarf að
stemma stigu við vaxtamunarviðskiptum með
lausafjárbindingu?
Guðinn Briljantín sagði að engir alvöru pen-
ingar væru til, allir peningar væru falskir.
Innlend peningamálastjórn
Það er lögbundið hlutverk Seðlabanka Ís-
lands að annast stjórn peningamála í landinu.
Þau stjórntæki, sem Seðlabanki Íslands hefur
eru fyrst og fremst að ákvarða vexti í við-
skiptum við ríkissjóð og viðskiptabanka. Gengi
gjaldmiðils kann að ráðast að nokkru með inn-
gripi seðlabanka á gjaldeyrismarkaði. Því til
viðbótar kunna seðlabankar að hafa áhrif á
langtímavexti með viðskiptum með rík-
isskuldabréf.
Verulegar breytingar á langtímavöxtum
mildast vegna þess að verðleiðréttingarþætti
vaxta er dreift á eftirstöðvar lánstíma
skuldanna með þeirri reikniaðferð, sem kennd
er við „verðtryggingu“.
Auðvitað dregur það úr þeim mætti, sem á að
felast í lögbundnu hlutverki seðlabanka til að
ákvarða stýrivexti, þegar öll stærstu fyrirtæki
landsins eru óháð stýrivaxtaákvörðunum seðla-
banka með frjálsu aðgengi að erlendum lána-
mörkuðum.
Allt yrði það til mikillar einföldunar að hafa
gamla lagið á, með því að hafa lántökur háðar
leyfisveitingum og að seðlabanki ákvarðaði alla
vexti á innlendum lánamarkaði og gengi gjald-
miðla.
Þá kunna að koma upp ný vandamál á lána-
markaði, en það er einkabankastarfsemi af því
tagi sem lýst er í ljóðinu „Hótel Jörð“.
Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst,
né færi á að ráðstafa nokkru betur
því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst
í líku hlutfalli‘ og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson)
Hér eru það fjármálamenn í Reykjavík,
Metúsalem og Pétur, sem ákvaða vextina. Slíkt
er íhlutun í vaxtaákvörðun seðlabanka og miðl-
un peningamálastefnu.
Sjálfstæði í opnu hagkerfi
Með því að hagkerfi opnast glatast sjálfstæði.
Innlend fyrirtæki þurfa að semja sig að úrlausn
erlendra dómstóla í deilumálum sem kunna að
rísa vegna samninga fyrirtækjanna við erlenda
banka. Erlendir bankar vilja ekki eiga undir ís-
lenskum dómstólum, þar sem réttarmálið er ís-
lenska. Íslenska er mál, sem fáir kunna í réttar-
fari heimsviðskipta. Svo kann einnig að vera að
íslensk fyrirtæki standi berskjölduð vegna
gengisbreytinga á lánum. Flest fyrirtæki eru þó
með náttúrulegar gengisvarnir, þannig að geng-
isbreytingar á lánum ættu ekki að þurfa að hafa
veruleg áhrif á rekstur fyrirtækjanna.
Launafólk hefur í fæstum tilfellum nátt-
úrulegar gengisvarnir, nema sjómenn á fiski-
skipum, sem fá laun á grundvelli hlutaskipta.
Þar með er launafólki mismunað og það verða
tvær þjóðir í einu landi.
Þá er það einnig svo að vegna aukinnar er-
lendrar eftirspurnar eftir íslenskum fiski, kann
verð á soðningu, jafnvel óæðri tegundum eins
og humri og skötusel, að hækka, til skaða fyrir
íslensk heimili. Vissulega kann að vera að ís-
lenskt launafólk njóti háa verðsins utanlands í
hækkuðum launum, þannig að ábati verði af ut-
anríkisviðskiptum.
Allt leiðir þetta til þess að sjálfstæð pen-
ingastefna í opnu hagkerfi hefur sínar takmark-
anir, eins og frelsið.
Sjálfstæði og fullveldi
Það kann að vera að fullveldið glatist með
sjálfstæðinu en sjálfstæðið verði best varðveitt
með því að deila hluta þess með öðrum, eins og
hinn merki stjórnmálamaður á 20. öld hélt fram.
Það er sjálfstæðið sem gefur rétt til frjálsra
samninga. Þeir samningar leiða af sér ábata fyr-
ir báða samningsaðila. Frelsi þegnanna leiðir af
sér að draga kann úr áhrifamætti peninga-
málastefnu seðlabanka. Hvar er þá sjálfstæður
seðlabanki? Sjálfstæðið er þá aðeins gagnvart
öðrum einingum framkvæmdavaldsins en ekki
gagnvart útlöndum og þeim sem vilja kaupa fisk
Það kann að vera að orð í frjálsum samn-
ingum séu of dýr til að nota þau, af því að þau
þýða eitthvað. Tal mannanna kann að vera eins
og óverðbólgnir peningar og reynslan of djúp til
að hægt sé að segja hana.
Eftir Vilhjálm Bjarnason » Væntingar með aðild að
alþjóðastofnunum voru
sjálfsvirðing og að auka hag-
sæld lýðs og lands með
alþjóðlegri samvinnu.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Getur peningamálastefna
verið sjálfstæð í opnu hagkerfi?