Morgunblaðið - 21.06.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is
Opið virka daga kl. 8-18
Sængurverasett, dúkar,
servíettur, viskustykki,
dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór,
handklæði & þvottapokar.
Vörurnar fást í
Efnalauginni Björg í Mjódd
LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili,
sjúkrastofnanir og heimili
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Ég hafði ekki hugsað mér að mæta
en dóttir mín dró mig með sér. Ég veit
að ég er aðeins betri en hún þannig að
ég vonaði að ég yrði ekki í neðsta sæti
keppninnar. Ég átti alls ekki von á því
að vinna,“ segir Nína Þórsdóttir sem
sigraði í meistaramóti í krossgátum
sem Edda útgáfa efndi til í gær í til-
efni af útkomu bókarinnar Kross-
gátur þar sem birtar eru 50 gátur af
síðum Morgunblaðsins.
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“
segir Nína um keppnina. Hún fór
þannig fram að fyrst þurftu þátttak-
endur að ráða tvær krossgátur og
fengu 20 mínútur fyrir hvora. Tíminn
réð úrslitum nema hvað hálfrar mín-
útu refsing bættist við hverja villu
sem var í lausninni. Fimm efstu fengu
síðan þriðju gátuna og höfðu þá úr 15
mínútum að spila.
Skilaði villulausri ráðningu
Nína skilaði villulausri lausn eftir
14 mínútur og 11 sekúndur. Raunar
var Bryndís Guðbjartsdóttir fljótari
en hún gerði fjórir villur og varð í öðru
sæti. Ingibjörg Óskarsdóttir varð
þriðja. Hátt í tveir tugir tóku þátt í
krossgátukeppninni.
Nína er krossgátuunnandi. „Við er-
um áskrifendur að Morgunblaðinu og
leysum alltaf krossgátuna í sunnu-
dagsblaðinu. Helgin er ónýt ef við
höfum ekki Moggann. Ef við förum í
frí þá látum við geyma blaðið og tök-
um krossgátumaraþon þegar við
komum heim,“ segir Nína og tekur
fram að hún ráði krossgötur í öðrum
blöðum og bókum.
Hún segir til þess að vera góður í
að ráða krossgátur þurfi viðkomandi
að hafa gaman af tungumálinu. Ann-
ars sé það að ráða krossgátu eins og
hvert annað spil eða leikur. „Það er
gaman að finna rétta orðið og láta
þetta ganga upp,“ segir hún.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Meistaramót Þátttakendur í krossgátukeppninni þurftu að einbeita sér og vera jafnframt fljótir að ráða gátuna.
Vonaði að ég yrði ekki í
neðsta sæti keppninnar
Nína Þórsdóttir sigraði á meistaramóti í krossgátum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sigurvegari Nína Þórsdóttir með sigurlaunin fyrir krossgátukeppnina.
Helgi Bjarnason
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Alþingi samþykkti í gærkvöldi
breytingar á þingsályktunum um
fjármálaáætlun 2020-2024 og fjár-
málastefnu 2018-2022, eftir umræð-
ur allan daginn. Að svo búnu, á ní-
unda tímanum í gærkvöldi, var
Alþingi frestað. Það kemur saman
28. ágúst til að ræða áfram mál sem
tengjast þriðja orkupakka Evrópu-
sambandsins.
Vegna endurmats á fjárþörf At-
vinnuleysistryggingasjóðs og
Ábyrgðarsjóðs launa hækka útgjöld
ríkisins um 11 milljarða króna í ár. Á
tímabili fjármálaáætlunar hækka
framlög vegna aukins atvinnuleysis
að jafnaði um 7-8 milljarða króna á
ári. Kemur þetta fram í breyting-
artillögum meirihluta fjárlaganefnd-
ar við gjaldahlið áætlunarinnar sem
samþykktar voru í gærkvöldi.
Ýmsar ráðstafanir eru gerðar til
að draga úr áður áætluðum út-
gjaldavexti auk þess sem útgjöld
hliðrast á milli ára. Meirihlutinn
lagði þó til hækkanir á öllum mál-
efnasviðum og notaði til þess það
svigrúm sem skapast við það að
ákveðið er að reka ríkissjóð ekki
með afgangi í tvö ár, eins og áður
var áformað og nýja skatta og
hækkanir á öðrum.
Nýir grænir skattar
Tekjur ríkissjóðs minnka vegna
samdráttar í efnahagslífinu og kerf-
isbreytinga á tekjuskatti einstakl-
inga. Á móti vega nýjar ráðstafanir
til tekjuaukningar, samtals um 35
milljarða á tímabilinu. Gert er ráð
fyrir að grænir skattar skili tekjum
frá og með næsta ári, annars vegar
gjald á almenna urðun sorps frá
heimilum og fyrirtækjum og hins
vegar gjald á flúoraðar gróðurhúsa-
lofttegundir sem meðal annars eru
notaðar eru í kæli og frystitæki.
Samtals á þessi skattur að skila 11,5
milljörðum á tímabilinu.
Fyrirhugað er að veita aukið fjár-
magn til skatteftirlits og er áætlað
að skatttekjur aukist um 10 millj-
arða. Meðal annarra ráðstafana til
tekjuaukningar er frestun á banka-
skatti um eitt ár.
Leggja til útgjöld og skatta
Stjórnarandstöðuflokkarnir
kynntu einnig sínar breytingartil-
lögur og var tekist á um hugmynd-
irnar í umræðum um fjármálaáætl-
un og fjármálastefnu á Alþingi í
gær.
Samfylkingin lagði til aukin út-
gjöld ríkissjóðs, meðal annars að
framlag til loftslagsmála hækki auk
framlaga til flestra málefnasviða vel-
ferðar-, heilbrigðis- og menntamála.
Til þess að fjármagna útgjöldin
lagði flokkurinn til skattahækkanir,
meðal annars að auðlindagjöld yrðu
hækkuð sem og fjármagnstekju-
skattur og komið á auðlegðarskatti.
Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, sagði á blaðamanna-
fundi í gærmorgun að flokkurinn
hefði áhyggjur af því að þeir sem
eftir sátu í uppganginum, öryrkjar,
aldraðir, námsmenn og fólk með
meðaltekjur, muni þurfa að líða fyrir
niðursveiflu í efnahagslífinu og nið-
urskurð og lagði áherslu á að þörf
væri á því að stoppa í velferðargötin.
Villandi málflutningur
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra vísar málflutningi minnihlut-
ans um niðurskurð á bug. „Það er
reyndar mjög villandi málflutningur
sem því miður hefur verið hafður
uppi um að hér sé verið að skera nið-
ur í mikilvægum málaflokkum, þeg-
ar staðreyndin er sú að aukning er
hægari en gert var ráð fyrir í fyrri
áætlun,“ segir Katrín.
Aukið atvinnuleysi kostar 7-8 milljarða
Breytingar ríkisstjórnarflokkanna á fjármálaáætlun og fjármálastefnu samþykktar á Alþingi í gær-
kvöldi eftir snarpar umræður Alþingi frestað til 28. ágúst Þá verður áfram rætt um 3. orkupakkann
Logi
Einarsson
Katrín
Jakobsdóttir
Tímamót áttu sér stað í starfsemi
Bjargs, íbúðafélagsins sem BSRB
og ASÍ stofnuðu fyrir þremur ár-
um, en í gær fékk fyrsti leigjandi
félagsins afhenta lyklana að íbúð
við Móaveg í Grafarvogi. Það var
Katrín Einarsdóttir, einstæð
tveggja barna móðir, sem fékk af-
henta lykla að fyrstu íbúðinni sem
fer í útleigu. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Bjargi hefur Katrín búið
um nokkurt skeið í einu herbergi
heima hjá foreldrum sínum ásamt
börnum sínum, sem eru fjögurra og
tíu ára gömul, og því fjölskyldunni
kærkomið að komast í nýja íbúð hjá
Bjargi.
Alls fá 68 leigjendur afhentar
íbúðir á vegum Bjargs í júní og júlí,
við Móaveg og í Asparskógum á
Akranesi. Um 1.150 félagsmenn
ASÍ og BSRB eru nú á biðlista eftir
íbúðum og eru á þessari stundu alls
563 íbúðir í byggingu á vegum fé-
lagsins. 490 til viðbótar eru í hönn-
unarferli. Áætlað er að afhenda
leigjendum 141 íbúð til viðbótar í
ár. omfr@mbl.is
Ljósmynd/aðsend
Afhending Katrín og börn hennar fengu blómvönd og lykla að íbúðinni í gær.
Fékk fyrstu íbúðina
afhenta hjá Bjargi