Morgunblaðið - 21.06.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
ur ávaxtanna að fullu. Undanfarin misseri hafa
margar nýjar lausnir verið kynntar, sem margar
hverjar hafa hlotið góðan hljómgrunn. Þar á meðal
eru greiðslumiðlunarlausnir bandaríska fjártækni-
fyrirtækisins Venmo og tæknirisans Apple.
Fyrr í þessari viku greindi ViðskiptaMogginn
frá því að um 40 þúsund kort viðskiptavina Lands-
bankans og Arion banka séu nú skráð í rafrænt
veski í farsímanum, svokallað Apple Pay. Ekki er
liðinn nema rúmur mánuður frá því að lausnin var
kynnt, en viðskiptavinum bankanna stendur nú til
boða að greiða fyrir vörur og þjónustu með iPhone,
Apple Watch og Mac í verslunum hér heima og er-
lendis. Þá hafa fyrirtæki á borð við Google og Ama-
zon kynnt til leiks lausnir sem miða að því að fækka
milliliðum í fjármálaþjónustu. Auk þessa hafa ýms-
ar fjártæknilausnir á sviði lánaþjónustu, fjármála-
ráðgjafar og annarrar bankaþjónustu litið dagsins
ljós erlendis.
Tekjumódel viðskiptabanka verði úrelt
Í grein eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson, lög-
fræðing hjá Fjármálaeftirlitinu, sem birt var í
Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins á árinu
2018, kemur fram að PSD2 kunni að hafa veruleg
áhrif á rekstur fjármálastofnana og eru viðskipta-
bankar nefndir sérstaklega í því samhengi. Þar
segir ennfremur að áhrif fjártækni muni birtast
með ýmsum hætti og geti jafnframt orðið til þess
að núverandi tekjumódel banka verði úrelt. Á sama
tíma og bankar reyna að verjast og halda í við
tæknibreytingar mun fjöldi nýrra fjártæknifyrir-
tækja spretta upp.
Spár gera jafnframt ráð fyrir að tekjur við-
skiptabanka í Evrópu, þar á meðal hér á landi,
kunni að dragast saman um 25% næstu ár. Um það
er þó engin vissa, enda verður það val viðskiptavina
í Evrópu sem mun koma til með að ráða mestu þar
um. Ákveði neytendur að hætta að eiga viðskipti
við hefðbundna banka gæti verið að PSD2 væri
fyrsta skrefið í átt að viðamiklum breytingum á
fjármálakerfi Evrópu hvað varðar greiðsluþjón-
ustu, lánaþjónustu og aðra þjónustu sem áður var
talin hornsteinn hefðbundinnar bankastarfsemi.
Til að setja það í samhengi er ekki útilokað að t.d.
fasteignalán verði í höndum nýrra tegunda fyrir-
tækja á fjármálamarkaði.
Fjártækni er framtíðin
Til að gera sér í hugarlund hvernig fjármálakerf-
ið mun koma til með að þróast hér á landi er gott að
líta til Bandaríkjanna. Þar í landi hefur reglum,
sem fram til þessa höfðu heft bandarísk fjártækni-
fyrirtæki, verið aflétt. Með auknu frelsi hafa fyrir-
tækin vaxið og dafnað sem gert hefur það að verk-
um að ýmiss konar bankaþjónusta hefur tekið
stakkaskiptum. Til marks um það má benda á að
tekjur vegna greiðslna með snjallsímum hafa ríf-
lega tvöfaldast á síðustu fimm árum. Þá er athygl-
isvert að skoða gífurlegan vöxt einstaklingslána
bandarískra fjártæknifyrirtækja frá árunum eftir
hrun, en árið 2018 lánuðu fjártæknifyrirtæki um
38% allra einstaklingslána, samanborið við 1% árið
2010.
Minni yfirbygging og lægri kostnaður
Það sem veitir fjártæknifyrirtækjum samkeppn-
isforskot á stærri fjármálastofnanir er lægri kostn-
aður. Fjártæknifyrirtæki þurfa ekki að greiða
nema brotabrot af rekstrarkostnaði banka enda yf-
irbyggingin umtalsvert minni. Í stað rekstrar-
kostnaðar upp á tugi milljarða króna líkt og þekkist
hjá íslensku bönkunum hleypur kostnaðurinn jafn-
vel aðeins á milljónum króna.
Athyglisvert verður að fylgjast með þróun fjár-
tækni á næstu árum hér á landi. Fjárfesting í fjár-
tækni hefur aukist jafnt og þétt á milli ára og eng-
inn vafi er á því að tækniframförum á þessu sviði er
hvergi nærri lokið. Ljóst er að PSD2 kemur til með
að breyta landslaginu svo um munar og skammt er
þar til íslenskur almenningur verður í meira mæli
var við breytingarnar.
Fjártæknibylgja nálgast
Bankar Talið er að fjártækni kunni að kollvarpa hefðbundinni bankastarfsemi á næstu árum.
PSD2-tilskipunin breytir landslagi fjármálakerfisins Tekjur viðskiptabanka
gætu dregist saman um 25% Hröð þróun innan fjártæknigeirans síðustu ár
FRÉTTASKÝRING
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Svo virðist sem hreyfing sé að komast á innleiðingu
PSD2, nýrrar tilskipunar ESB um greiðsluþjón-
ustu, hér á landi. Að margra mati markar PSD2
upphaf opinnar bankaþjónustu í Evrópu, en ljóst er
að tilskipunin mun hafa umtalsverð áhrif á starf-
semi fyrirtækja sem sinna hefðbundinni fjármála-
þjónustu í álfunni. Markmið PSD2 er að marka
betur reglur sem gilda um fjártæknifyrirtæki og
greiðslumiðlun í nútímasam-
félagi.
Snemma á síðasta ári áttu að-
ildarríki Evrópusambandsins
að vera búin að innleiða PSD2-
tilskipunina. Í kjölfar innleið-
ingarinnar munu fleiri fyrir-
tæki nú geta veitt upplýsingar
sem einungis bankar bjuggu yf-
ir og gátu áður veitt.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fjársýslu ríkisins er nú liðinn
rúmur mánuður frá innleiðingu
tilskipunarinnar í Noregi sem er EES-ríki. Þess
utan hafa Finnland, Danmörk og Svíþjóð, sem öll
eru í ESB, innleitt PSD2.
Fyrirsjáanlegar tafir hafa orðið á því að PSD2
komi raunverulega til framkvæmda hér á landi
sökum stöðu Íslands sem EES-ríkis, en nú virðist
hreyfing vera að komast á málið. Í svari fjármála-
og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Morgun-
blaðsins kemur fram að tilskipunin hafi verið tekin
upp í EES-samninginn 13. júní sl. Það sem nú
stendur eftir er að útfæra nánar tæknileg atriði til-
skipunarinnar og staðla upp í samninginn. Talið er
að fyrstu skref innleiðingar PSD2 í íslenskan rétt
verði tekin á næsta ári.
Þróun fjártækni verið gríðarlega hröð
Flestir ættu að kannast við hugtakið fjártækni
(e. Fintech) enda orð sem hefur verið að ryðja sér
til rúms í síauknum mæli undanfarin ár. Á síðustu
árum hefur þróun innan fjártæknigeirans verið af-
ar hröð og lítið bendir til annars en að hún muni
halda áfram á sama hraða í fyrirsjáanlegri framtíð.
Segja má að fjártækni sé í sinni einföldustu
mynd tækni sem styður við og virkjar banka- og
fjármálaþjónustu. Nær allt sem viðkemur fjár-
tækni miðar að því að fækka milliliðum og lækka
kostnað. Það kann að vera fullmikil einföldun á
mjög svo flóknu hugtaki, en líkur eru á því að fjár-
tækni kunni að gjörbreyta landslagi hefðbundinnar
fjármálaþjónustu hér á landi.
Tækifæri sköpuðust í hruninu
Það er ekki fyrr en síðustu ár sem fjártækni fór
að birtast almenningi í þeirri mynd sem flestir
kannast við. Segja má að alþjóðlega efnahagshrun-
ið og gjaldþrot stórra fjármálastofnana á borð við
Merill Lynch, Lehman Brothers auk annarra
stórra fyrirtækja árið 2008 hafi orðið til þess að
þróun fjártækni tók mikinn kipp. Mikil tækifæri
sköpuðust við hrun framangreindra stofnana og
svo virðist sem skammt sé þar til almenningur nýt-
Hjálmar Stefán
Brynjólfsson
● Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar-
svæðinu hækkaði um 0,3% í maí frá
fyrri mánuði. Þetta kemur fram í tölum
frá Þjóðskrá Íslands sem mæla breyt-
ingar á vegnu meðalverði fermetra-
verðs á svæðinu. Þar kemur einnig fram
að vísitalan hefur hækkað um 1,2% síð-
ustu þrjá mánuði, 0,7% síðastliðið hálft
ár og um 3,8% síðustu tólf mánuði.
Samkvæmt tölum stofnunarinnar
virðist verð á fjölbýli hafa hækkað um
0,3% milli mánaða nú en verð á sérbýli
hafa hækkað um 0,4%. Svipaða sögu er
að segja sé horft 12 mánuði aftur í tím-
ann. Þá sést að fjölbýlið hefur hækkað
um 3,8% en sérbýlið um 4%.
Íbúðaverð á höfuðborg-
arsvæði hækkar eilítið
21. júní 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.02 126.62 126.32
Sterlingspund 158.56 159.34 158.95
Kanadadalur 94.13 94.69 94.41
Dönsk króna 18.895 19.005 18.95
Norsk króna 14.416 14.5 14.458
Sænsk króna 13.193 13.271 13.232
Svissn. franki 126.23 126.93 126.58
Japanskt jen 1.1619 1.1687 1.1653
SDR 173.92 174.96 174.44
Evra 141.11 141.89 141.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.3201
Hrávöruverð
Gull 1342.4 ($/únsa)
Ál 1732.0 ($/tonn) LME
Hráolía 62.4 ($/fatið) Brent
● Landsbankinn og
Íslandsbanki spá
því að Seðlabanki
Íslands muni á
komandi misserum
stíga frekari skref í
átt að lækkun stýri-
vaxta. Næsta
ákvörðun peninga-
stefnunefndar verð-
ur kynnt á miðvikudag í næstu viku.Þan-
nig gerir greiningardeild Íslandsbanka
ráð fyrir því að stýrivextir verði lækk-
aðir um 0,25 prósentustig og að meg-
invextir Seðlabankans verði eftir það
3,75%. Greiningardeildin telur frekari
lækkanir í farvatninu út árið og að vext-
irnir verði komnir í 3,25% fyrir árslok.
Greiningardeild Landsbankans gengur
lengra og telur að á komandi misserum
muni vextir bankans lækka um 1 pró-
sentustig. Gangi sú spá eftir verða meg-
invextir Seðlabankans 3%.
Bankarnir spá frekari
lækkun stýrivaxta
STUTT