Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Gerið verðsamanburð
Verð 4.990
Mikið úrval
af bolum
Ef allur jökullinn bráðnar er talið
að sjávarborð geti hækkað um allt
að sjö metra. Það er meira en nóg
til þess að færa margar fjölmennar
borgir sem standa við sjóinn í kaf.
Könnunin bendir til þess að
Grænlandsjökull geti bráðnað al-
gerlega á næstu þúsund árum ef
losun gróðurhúsalofttegunda verður
áfram jafnmikil og nú, að því er
fréttaveitan AFP hefur eftir aðal-
höfundi greinar vísindamanna um
rannsóknina, Andy Aschwanden,
rannsóknarprófessor við Jarðeðlis-
fræðistofnun Alaska Fairbanks-
háskóla.
Útlit fyrir metbráðnun
AFP hefur einnig eftir danska
loftslagsfræðingnum Ruth Mottram
að óvenjuhlýtt hafi verið á Græn-
landi það sem af er árinu og útlit sé
fyrir metbráðnun jökulsins og haf-
ísbreiðunnar í ár ef hlýindin halda
áfram. bogi@mbl.is
Ný rannsókn bendir til þess að
Grænlandsjökull bráðni mun hraðar
en vísindamenn hafa gert ráð fyrir,
að því er fram kemur í vísinda-
tímaritinu Science Advances.
Niðurstöður rannsóknarinnar
byggjast á myndum frá rann-
sóknarflugvélum Geimvísindastofn-
unar Bandaríkjanna, NASA. Við
rannsóknina var notað nákvæmara
tölvulíkan en áður og það byggist á
nákvæmari upplýsingum um fram-
rás skriðjökla sem hefur mikla þýð-
ingu fyrir bráðnun Grænlandsjök-
uls. Rannsóknin bendir til þess að
framrás og bráðnun skriðjöklanna
sé hraðari en gert var ráð fyrir í
fyrri líkönum.
Haldi bráðnun Grænlandsjökuls
áfram með sama hraða og nú gæti
það orðið til þess að sjávarborðið á
jörðinni hækkaði um 48 til 160
sentímetra á næstu 200 árum, allt
að 80% meira en gert hefur verið
ráð fyrir.
Bráðnar hrað-
ar en talið var
Bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt
til hærra sjávarborðs en spáð var
Ný rannsókn bendir til þess að jökullinn bráðni mun hraðar
en vísindamenn hafa gert ráð fyrir
Hugsanleg hækkun
sjávarborðs vegna
bráðnunar jökulsins
Á 50 árum:
2,5 -- 10 cm
Á 80 árum:
12,7 -- 33 cm
Á 200 árum
48 -- 160 cm
Miðað við bráðnunina
eins og hún er nú
Rannsóknin byggist á myndum
frá rannsóknaflugvélum NASA
og hún var birt í vísinda-
tímaritinu Science Advances
Miðað við að losun
gróðurhúsalofttegunda
verði álíka mikil og nú
500 km
Nuuk
Ilulissat
Grænlandsjökull bráðnar
Heimild: Rannsóknarverkefni NASA,„Operation IceBridge“
Jaðar
jökulsins
2008
Áætlaður
jaðar jökulsins
árið 2300
AFP/Danska veðurstofan/Steffen Olsen
Ísinn bráðnar Vísindamaður dönsku veðurstofunnar tók myndina af hund-
um sem drógu snjósleða hans að veðurstöð á Norðvestur-Grænlandi 13. júní
og hún sýnir hversu mikið hafísinn bráðnaði á þessum slóðum vegna óvenju-
mikilla hlýinda í mánuðinum. Yfirleitt er þykkur hafís við veðurstöðina á
þessum árstíma en vísindamaðurinn og fylgdarmenn hans þurftu að snúa
við vegna þess að vatnið á ísnum vegna bráðnunarinnar var of djúpt.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu (t.h.), ræddi í gær
við Xi Jinping, forseta Kína (t.v.), sem er í tveggja daga
heimsókn í Pjongjang. Þetta er fyrsta ferð forseta Kína
til Norður-Kóreu í fjórtán ár en Kim hefur farið fjórum
sinnum til Kína frá mars á síðasta ári. Stjórnmálaskýr-
endur segja að með viðræðunum við Xi vilji Kim sýna
Donald Trump Bandaríkjaforseta að Norður-
Kóreumenn njóti stuðnings Kínverja eftir að viðræðum
þeirra Kims og Trumps var slitið án samkomulags í
Víetnam í febrúar. Xi er talinn vilja senda Trump þau
skilaboð að hann geti haft áhrif á stefnu Kims og að
ekki verði hægt að ná varanlegu samkomulagi um
kjarnorkuafvopnun og frið á Kóreuskaga án aðstoðar
eða samþykkis kínverskra stjórnvalda.
AFP
Kim og Xi taldir senda Trump skilaboð
Kosið verður á milli Boris Johnsons,
fyrrverandi utanríkisráðherra Bret-
lands, og Jeremy Hunts utanríkis-
ráðherra í lokaumferð leiðtogakjörs
Íhaldsflokksins þegar skráðir fé-
lagar í flokknum greiða atkvæði í
næsta mánuði.
Þetta varð ljóst eftir fimmtu og
síðustu atkvæðagreiðsluna í þing-
flokki íhaldsmanna í leiðtogakjörinu
síðdegis í gær. Johnson fékk þá 160
atkvæði, Hunt 77 og Michael Gove
umhverfisráðherra 75.
Í fjórðu atkvæðagreiðslunni í gær-
morgun fékk Sajid Javid innanríkis-
ráðherra fæst at-
kvæði, 34, og féll
út úr leiðtoga-
kjörinu. Gove
fékk þá næstflest
atkvæði, 61,
tveimur fleiri en
Jeremy Hunt
sem hafði verið í
öðru sæti í fyrstu
þremur atkvæða-
greiðslunum.
Johnson fékk 157 atkvæði í gær-
morgun og bætti við sig þremur í síð-
ustu atkvæðagreiðslunni.
Boris Johnson er álitinn sigur-
stranglegri en Jeremy Hunt þar sem
hann nýtur mikilla vinsælda meðal
félaga flokksins. Gert er ráð fyrir því
að leiðtogaefnin haldi alls sextán
fundi saman víða um Bretland og etji
kappi í tvennum sjónvarpskappræð-
um áður en félagar í flokknum greiða
atkvæði í póstkosningu. Gert er ráð
fyrir að úrslit leiðtogakjörsins liggi
fyrir í vikunni sem hefst 22. júlí og
sigurvegarinn verði þá forsætisráð-
herra í stað Theresu May sem ákvað
að segja af sér vegna deilunnar um
Brexit. bogi@mbl.is
Boris Johnson gegn Hunt
Johnson álitinn líklegri til að sigra í póstkosningu félaga
í Íhaldsflokknum og verða forsætisráðherra Bretlands
Jeremy Hunt
utanríkisráðherra.