Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 Nokkrum mínútum eftir að Helga Steffensen brúðuleikhúskona hafði ásamt Lilla apa þakkað borgarstjóra þann heiður að vera útnefnd Reyk- víkingur ársins var hún komin í vöðl- ur og gekk ásamt Ásgeiri Heiðari leiðsögumanni að sjávarfossi í Ell- iðaánum. Klukkan var sjö í gær- morgun og tími til að reyna að ná fyrsta laxi sumarsins þar á land. Helga hefur rekið hinn sívinsæla Brúðubíl frá árinu 1980 og skemmt mörgum kynslóðum barna ásamt Lilla og öðrum brúðum, vinum henn- ar sem koma þar fram. En hún var í nýju hlutverki þegar hún renndi undir leiðsögn Ásgeirs maðki í Sjáv- arfoss, beint undir Höfðabakka- brúnni, og reyndi í fyrsta skipti á ævinni að setja í lax. Og það tók ekki margar mínútur; fljótlega fór endi stangarinnar að titra og kipptist nið- ur, Helga kipptist þá til, lyfti stöng- inni brosandi og þau Ásgeir stigu upp úr ánni. Skömmu síðar var Helga komin með maríulaxinn, sjö- tíu sentimetra hæng í hendurnar. „Ætli hann sé ekki bara tíu kíló,“ sagði hún glöð og beindi silfruðum fiskinum til himins, en sex pund, þrjú kíló, var þó nær lagi. Takan og löndunin hjá Reykvík- ingi ársins var ljós- og kvikmynduð af fulltrúum fjölmiðla og félaga- samtaka sem fjölmenntu á staðinn og á eftir vildu allir ræða við veiði- konuna. Blaðamaður gekk svo með henni að veiðihúsinu þar sem hún hélt á laxinum og hún sagði það skemmtilegt, hún væri vön að halda á brúðunum en laxinn færi líka vel í hendi. Hún gladdist yfir viðurkenn- ingunni. „Ég er stolt af því að hljóta hana,“ sagði Helga. „Ég er Reykvíkingur í húð og hár, vil hvergi annars staðar vera, og í fjörutíu ár hef ég unnið með yngstu kynslóðinni í Brúðubíln- um hér í borginni. Mér finnst ég al- veg geta staðið undir þessari útnefn- ingu.“ Og þegar Helga renndi laxinum í vask við húsið sagði hún þetta maríulaxinn en hún hefði þó áður veitt en eingöngu silung í vötn- um. Hvernig fannst henni annars að veiða með fjölmiðlana viðstadda? „Ég tók ekkert eftir þeim,“ svar- aði hún brosandi. „Ég var svo upp- tekin af því að finna fyrir laxinum. Hann sveimaði fyrst í kring, snerti og ég fann fyrir honum, og þegar hann beit á var þetta verulega flott.“ Og hún bætti við að leiðsögumað- urinn kynni sitt fag. Þegar Helga hafði landað fyrsta laxinum tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við stönginni og renndi í Sjávarfoss. Og varla var mínúta lið- in er stöngin svignaði og talsvert tog hófst en því lyktaði með því að 83 cm hængur kom á bakkann og borg- arstjórinn brosti breitt yfir þeim væna afla. Og þá var komið að Þór- dísi Lóu Þórhallsdóttur borgar- fulltrúa og hún var ekki eftirbátur hinna, landaði fyrstu hrygnunni, 80 cm langri. Laxinn er greinilega mættur til borgarinnar. efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Takan Laxinn tekur maðkinn hjá Helgu Steffensen við Sjávarfoss og hún gleðst yfir að finna fyrir honum. Ásgeir Heiðar er henni til aðstoðar. „Var svo upptekin af því að finna fyrir laxinum“  Helga Steffen- sen útnefnd Reyk- víkingur ársins Upphafning Helga hampar marílax- inum undir Höfðabakkabrúnni. Borgarstjórnarfulltrúa úr meiri- hluta annars vegar og minnihluta hins vegar greinir á um það hvort 37% tekjuaukning Reykjavíkurborg- ar á síðastliðnum fjórum árum vegna fasteignaskatts sé eðlileg. Umfjöllun um miklar hækkanir fasteignaskatta birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag en tekjur Reykjavíkur- borgar hafa aukist mun meira vegna þeirra en hjá öðrum sveitarfélögum og eru nú 146 þúsund krónur á hvern íbúa. „Sláandi“ samanburður „Það er sláandi að sjá samanburð- inn á milli sveitarfélaga. Þetta er al- veg gríðarleg hækkun sem hefur átt sér stað,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um hækkanirnar. „Ég tel að þetta séu orðnar mjög óeðlilegar álögur fyrir íbúa Reykja- víkur sem búa við þessa hertu gjald- töku,“ segir Vigdís sem telur mikið svigrúm til lækkana á álögum borg- arinnar á borgarbúa. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, er ekki sammála því. „Ef við ætlum að minnka tekjur okkar mjög mikið þá þurfum við að ákveða hvar við ætlum að skera nið- ur þjónustu.“ Segir ekki svigrúm til lækkana Heiða segir auknar tekjur borg- arinnar af fasteignaskatti eðlilegar. „Önnur ástæðan er sú að það er verið að byggja mjög mikið í borginni og hin sú að verðið á húsnæði hefur hækkað. Okkar viðbrögð við því voru að lækka prósentuna á síðasta kjör- tímabili,“ segir Heiða. Ekki hefur komið til skoðunar að lækka prósentuna aftur á þessu kjörtímabili. „Á síðasta kjörtímabili fannst okk- ur vera svigrúm til þess að gera það en nú metum við stöðuna fram undan ekki þannig að það sé tímabært að fara að velta því fyrir sér,“ segir Heiða sem bætir því við að samt sem áður sé stefnan að lækka álögur á fasteignahúsnæði á næsta ári. Vigdís segir að minnihlutinn muni beita sér fyrir því að fasteignaskatt- urinn í höfuðborginni verði lækkaður en hann bitni helst á tekjulágum hópum. ragnhildur@mbl.is Greinir á um skattalækkanir  Vigdís segir nú tækifæri til lækkana Morgunblaðið/Ómar Miðbærinn Húsnæðisverð í borginni hefur hækkað mikið á síðustu árum. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Kjalvegur er aldrei góður en af Kjalvegi að vera er hann í lagi hér norður af. Nokkrar holur og þvotta- bretti,“ segir Gunnar Þór Karlsson, bílstjóri hjá SBA-Norðurleið, en hann fór í fyrstu áætlunarferð fyrir- tækisins yfir Kjalveg á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar á þriðju- daginn var. Vegurinn var opnaður að fullu 24. maí síðastliðinn, tæplega mánuði fyrr en síðasta sumar en þá var vegurinn opnaður 15. júní. Að sögn Magnúsar Inga Jónssonar, þjónustufulltrúa Vegagerðarinnar, var vegurinn heflaður fyrir þremur vikum og er fær öllum bílum. Enginn snjóskafl á leiðinni Gunnar var á ferð yfir Kjalveg þegar blaðamaður hafði samband og sagði eftirtektarvert hversu þurrt væri á veginum og kvaðst engan snjóskafl hafa séð þrátt fyrir að vera í 600 metra hæð. Þetta segir Gunnar óvenjulegt á þessum tíma en hann hefur ekið áætlunarferðir um Kjöl í 14 ár. Hann segir útlit vegarins gefa til kynna að veturinn hafi verið mild- ur og bætir við að lækkandi yfirborð Blöndulóns segi til um að þurrkurinn hafi byrjað snemma í vor. Gunnar segist lítið hafa orðið var við ryk á leiðinni en telur líklegt að sandfok gætið orðið á veginum með auknum vindi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa vinsælir fjallvegir almennt verið opnaðir fyrr en vana- lega. Vegur 208 úr Þjórsárdal yfir í Landmannalaugar var opnaður 24. maí en vegurinn yfir Skaftártungu var opnaður síðasta laugardag og er, að sögn Magnúsar Inga, jeppafær. Segist hann ekki reikna með að vegurinn inn á Sprengisand verði opnaður fyrir mánaðamót en að veg- ir á Syðra-Fjallabaki verði líklega opnaðir í næstu viku. Morgunblaðið/Einar Falur Hálendið Kjalvegur var opnaður tæplega mánuði fyrr en í fyrra. Kjalvegur opinn og ekki snjóskafl að sjá  „Nokkrar holur og þvottabretti“  Vinsælir fjallvegir opnaðir snemma Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.