Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 KNATTSPYRNA HM kvenna E-riðill: Kamerún – Nýja-Sjáland ........................ 2:1 Njoya Nchout 57., 90. – Sjálfsmark 80. Holland – Kanada .................................... 2:1 Anouk Dekker 54., Lineth Beerensteyn 75. – Christine Sinclair 60. Lokastaðan: Holland 3 3 0 0 6:2 9 Kanada 3 2 0 1 4:2 6 Kamerún 3 1 0 2 3:5 3 Nýja-Sjáland 3 0 0 3 1:5 0 F-riðill: Svíþjóð – Bandaríkin ...............................0:2 Lindsey Horan 3., sjálfsmark 50. Taíland – Síle ............................................0:2 Sjálfsmark 48., Maria Urrutia 80. Lokastaðan: Bandaríkin 3 3 0 0 18:0 9 Svíþjóð 3 2 0 1 7:3 6 Síle 3 1 0 2 2:5 3 Taíland 3 0 0 3 1:20 0 Þessi lið mætast í 16-liða úrslitunum: Noregur – Ástralía England – Kamerún Frakkland – Brasilía Spánn – Bandaríkin Ítalía – Kína Holland – Japan Þýskaland – Nígería Svíþjóð – Kanada KNATTSPYRNA Inkasso-deild kvenna: Fífan: Augnablik – Tindastóll ..............18.00 Varmá: Afturelding – Þróttur..............19.15 Extra völlur: Fjölnir – Grindavík ........19.15 Kaplakriki: FH – ÍR..............................19.15 3. deild karla: Sandgerði: Reynir S. – Álftanes ..........19.00 Valsvöllur: KH – Einherji ....................20.00 GOLF: Íslandsmótið í holukeppni hefst á Garða- velli á Akranesi og stendur þar yfir alla helgina. Í KVÖLD! síðasta ári mætir Englandi í sextán liða úrslitum í Valenciennes á sunnudag. Holland tryggði sér toppsæti E- riðilsins með 2:1-sigri á Kanada í Reims. Lineth Beerensteyn skoraði sigurmarkið á 75. mínútu, en hún kom inn á sem varamaður fimm mínútum fyrr. Áður hafði Anouk Dekker komið Hollandi yfir og Christine Sinclair jafnað fyrir Kan- ada. Holland er að spila á sínu öðru heimsmeistaramóti og hefur liðið farið í sextán liða úrslitin á þeim báðum. Holland mætir Japan í Ren- nes á sunnudaginn kemur. Þrátt fyrir tapið hafnaði Kanada í öðru sæti riðilsins með sex stig. Fyrir leikinn hafði Kanada haldið hreinu fjóra leiki í röð og aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu tíu leikjum. Sigurmark 11 sekúndum fyrir leikslok skaut Kamerún áfram  Bandaríkin og Holland unnu einvígi toppliðanna  Síle þurfti eitt mark í viðbót AFP Tilfinningar Njoya Nchout, hetja Kamerún, fagnar sigurmarkinu og sæti í sextán liða úrslitum af innlifun. HM 2019 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Bandaríkin tryggðu sér toppsæti F- riðils á HM kvenna í fótbolta í Frakklandi með 2:0-sigri á Svíþjóð í Le Havre í gærkvöldi. Lindsey Horan skoraði fyrra markið strax á 3. mínútu og síðara markið var sjálfsmark á 50. mínútu. Með sigr- inum tryggðu Bandaríkin sér leik við Spánverja í sextán liða úrslit- unum og fer hann fram næstkom- andi mánudag í Reims. Svíþjóð hafnaði í öðru sæti riðilsins og mætir Kanada í París á laugardag. Síle gat tryggt sér síðasta sætið í sextán liða úrslitunum en til þess þurfti liðið að vinna Taíland með þremur mörkum eða meira í Ren- nes. Staðan var orðin 2:0 eftir 80 mínútur og Francisca Lara fékk gullið tækifæri til að skora þriðja markið en hún skaut í stöng úr vítaspyrnu á 86. mínútu. Þrátt fyrir mikla pressu náði Síle ekki að skora þriðja markið og tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Bæði lið því úr leik. Nígería fagnaði úrslit- unum mest því Afríkuþjóðin er komin í sextán liða úrslit í annað skipti í sögunni. Nígería mætir Þýskalandi í Grenoble á laugardag- inn. Mátti ekki tæpara standa Kamerún tryggði sér sæti í sex- tán liða úrslitunum á öðru heims- meistaramótinu í röð með drama- tískum 2:1-sigri á Nýja-Sjálandi í Montpellier. Tæpara mátti það ekki standa, því Njoya Nchout skoraði sitt annað mark og sigurmarkið ell- efu sekúndum áður en uppbót- artíminn var liðinn. Með jafntefli hefði Kamerún verið á heimleið. Kamerún hefur farið áfram á báð- um heimsmeistaramótum sínum til þessa. Bronslið Afríkukeppninnar á Knattspyrnukonan Cloé Lacasse gæti spilað sinn fyrsta landsleik fyr- ir Ísland gegn Ungverjalandi á Laugardalsvelli 29. ágúst, þegar ný undankeppni EM hefst. Alþingi samþykkti í vikunni lög sem veita Cloé íslenskan ríkisborgararétt, sem hún hefur beðið eftir síðustu misseri. Cloé, sem er fædd og uppalin í Kanada, er 25 ára gömul og hefur verið ein af bestu leikmönnum úr- valsdeildarinnar á Íslandi síðustu ár. Hún kom til ÍBV fyrir sumarið 2015 og hefur síðan skorað 50 mörk í 73 deildarleikjum auk þess að verða bikarmeistari 2017. Hún er næst- markahæst í deildinni í ár með sjö mörk í sex leikjum. Jón Þór Hauks- son landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fótbolta.net í gær að Cloé kæmi „að sjálfsögðu til greina í landsliðið eins og allir frábærir leikmenn“. Cloé í landsliðinu í ágúst? Morgunblaðið/Árni Sæberg Öflug Cloé Lacasse í leik gegn KR. Hún hefur skorað 7 mörk í sumar. Bandaríski leikstjórnandinn Danielle Rodriguez mun leika með KR á næsta tímabili. Rodriguez er búin að vera afar sterk með Stjörnunni síðustu ár og var stór ástæða þess að liðið fór alla leið í undanúrslit um Ís- landsmeistaratitilinn í körfubolta á síðustu leiktíð. Stjarnan ákvað hins vegar að draga lið sitt úr efstu deild til að spila í 1. deild og færði Rodriguez sig því um set. KR komst einnig í undanúrslit Íslandsmóts- ins á síðasta tímabili en varð að sætta sig við tap gegn verðandi meisturum í Val. Rodriguez, sem er 25 ára, skoraði 25,5 stig, tók 10,9 fráköst og gaf 8,6 stoðsend- ingar að meðaltali í leik síðasta vetur og var á meðal bestu leikmanna úrvalsdeildarinnar. Áður hafði KR krækt í Sóllilju Bjarnadóttur frá Breiðabliki. johanningi@mbl.is Rodriguez í Vesturbæinn Danielle Rodriguez Smáatriðin skipta máli Fáðu sérmenntaðan lýsingarráðgjafa Pfaff í heimsókn án endurgjalds. Pfaff býður upp á framúrskarandi ráðgjöf í lýsingu viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu. Lýsingarráðgjafi Pfaff kemur í heimsókn, tekur út lýsingu á heimilinu og bendir á lausnir sem henta í hverju rými. Hugað er sérstaklega að því hvernig lýsingin kemur út útlitslega og hvaða birta hentar hverjum aðstæðum. Vinsamlega pantið tíma í pfaff@pfaff.is Spænska meistaraliðið Barcelona í handknattleik, sem Aron Pálm- arsson leikur með, hefur styrkt lið sitt vel og krækt í Luka Cindric frá Kielce í Póllandi. Spænska liðið keypti Cindric frá pólsku meist- urunum og skrifaði hann undir fjögurra ára samning við Barce- lona. Aron fær meiri samkeppni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.