Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 VINNINGASKRÁ 7. útdráttur 20. júní 2019 265 8456 17196 28422 39134 49623 58702 69379 509 8474 17960 28638 39135 49999 58972 69490 532 8677 18029 29942 40165 50162 59501 69699 695 8698 18090 30435 40176 50198 59651 69736 738 8853 18496 30557 40387 50352 59800 70114 991 9516 18845 30684 41277 50444 59833 70297 1215 9647 19001 31189 41383 50502 60658 70342 1360 9925 19347 31681 42076 50830 61118 70485 1462 10053 19672 31727 42455 51229 61414 70926 1514 10201 20107 31979 42664 51338 61550 71418 1545 10427 20181 32237 42812 51440 62377 71900 1808 10885 21138 33152 42818 51475 62706 72054 2041 11522 21274 33217 43003 51830 62729 72597 2051 11935 22112 33389 43368 51845 63090 73285 3070 11945 22190 33614 43829 52040 63151 73724 4197 12683 22482 34035 43973 52235 63393 74178 4313 13076 22735 34104 44091 52260 63802 75027 4332 13101 22909 34168 44202 52406 64013 75072 4500 13265 23527 34603 44236 52531 64049 75582 4509 13318 25020 34727 44350 52622 64360 76322 4608 13585 25622 34854 44367 53663 64585 76393 4705 13734 25861 35031 45072 53672 64769 76577 4813 14035 25943 35253 45228 53864 65946 77317 5242 14161 26456 35788 45603 54546 66599 77469 6124 14269 26723 35822 45668 54640 66837 77656 6589 14825 26822 36260 45882 54785 66993 77989 6648 15073 26916 36370 45991 55013 67044 78195 6665 15097 27298 36455 46143 55708 67629 78266 7017 15491 27407 36790 46290 55819 67968 78570 7199 15576 27467 36979 46442 55853 68160 78940 7437 15773 27484 37223 46464 56218 68588 79514 7487 16267 27615 37259 46622 56281 68634 7546 16473 27658 37377 46819 56800 68932 7790 16680 27925 37646 47602 56811 69161 7889 16906 28290 37683 48480 57002 69200 7948 17103 28299 38630 49487 57407 69230 8217 17169 28402 39130 49579 57948 69335 32 9432 17753 27552 35419 48143 64103 72554 486 9474 18557 27787 38677 52149 64127 74352 1383 11427 18920 28126 38802 53348 64691 76438 2253 12254 19899 28152 39861 53577 64814 77840 2704 13208 20385 28964 39941 54337 65444 78143 5073 13707 20465 30075 40535 54773 65885 79462 5485 14050 20527 31810 41946 55571 66720 79521 5680 14338 21674 32722 42244 58165 67854 79639 6260 15400 23049 32879 44352 59176 69824 79758 6771 15893 24960 34036 45616 59266 70073 7430 16175 26517 34350 46122 61864 70483 7654 16754 27033 34472 46239 62491 70982 8883 17463 27540 34917 46366 63905 71586 Næsti útdráttur fer fram 27. júní 2019 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 31389 46047 50158 69604 73906 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5667 10980 28512 43482 53772 71004 7044 14850 28684 43764 55354 74525 7728 21551 33728 48748 56212 78238 10175 25909 36925 50173 56507 78344 Aðalv inningur Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur) 2 8 0 9 0 Í starfi mínu sem meðferðaraðili hef ég fengið nokkuð góðan skilning á því hvernig geðheilbrigðiskerfið hér á landi getur brugð- ist fólki. Þar að auki hef ég þurft að hafa sam- skipti við geðheilbrigð- isstofnanir sem enn frekar hefur dýpkað skilning minn á tak- mörkunum þessara stofnana. Ég er núna í tvígang, á stuttum tíma, búin að fá ungar konur til mín sem voru neyðarvistaðar á geðdeild. Sú reynsla hafði djúpstæð áhrif á tilfinningalíf þeirra. Þeirra helsta martröð í dag tengist því að verða aftur sendar inn á geðdeild. Ég er með skilaboð frá þessum konum. Þegar fólk kemur inn á geð- deild þá vill það að komið sé vel fram við það; að á það sé hlustað, því sýnd samhygð og fundnar leiðir til að við- komandi geti liðið betur. Fólk vill ekki láta þvinga og þá meina ég þvinga upp á sig tilteknum úrræðum. Eins og gefur að skilja er erfitt fyrir fólk að vera þvingað inn á geðdeild og því gífurlega mikilvægt að fólkið hafi rödd þegar inn kemur. Eins og fólk ætti að sjálfsögðu alltaf að hafa. Í öðru lagi hef ég skilaboð frá for- eldrum. Foreldrar sem eiga ung- menni sem eiga við tilfinningalega (geðræna) erfiðleika að stríða og oft og tíðum fíknir þurfa að fá aðstoð mun fyrr en gerist í dag. Foreldrar eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að botninum sé náð til að neyðar- úrræðum sé beitt. Að mínu mati er þessi botn óhuggulega djúpur. Börn og unglingar sem eru á valdi fíkna og ann- arrar áhættuhegðunar hafa hvorki þroska til að meta aðstæður rétt né til að taka skyn- samlegar ákvarðanir. Það er ekki útilokað að það verði of seint að þau snerti botn- inn. Í þriðja lagi langar mig að benda á að greiningar og lyf eru ekki ávallt lausnir og að mínu mati sjaldnast. Ungmennum sem búa við erfiðar (streituvaldandi) aðstæður, hvort sem er í skólaumhverfinu eða annars staðar, þarf að búa öruggar kring- umstæður. Ef ungmenni eru föst í að- stæðum sem skapa vanlíðan innra með þeim þá skiptir ekki máli hvaða úrræðum við beitum eða hversu oft við notum greiningar. Mín reynsla er sú að það mun ekki gagnast. Að lokum vil ég nefna að við sem vinnum með fólki, sem líður illa, erum að vinna með fólki sem hefur ólíkar þarfir. Fólk er misjafnt og hver og ein manneskja hefur sína sérstöku sögu og upplag. Það er því ekkert eitt rík- isúrræði sem getur hentað öllu fólki. Meðferðarformin í dag eru sem betur fer sífellt að verða fjölbreyttari og að mínu mati er mikilvægt að við nálgumst hverja og eina mannesku á þann hátt sem hentar henni. Dýpt- armeðferðir, eins og EMDR og partavinna, eru sífellt að fanga aukna athygli fóks og áfallasérfræðingar, eins og t.d. Bessel van der Kolk, leggja áherslu á mikilvægi þessara úrræða þegar unnið er úr áföllum. Samt er eins og kerfin hér á landi séu föst í tilteknum meðferðarformum og nái ekki að tileinka sér aðferðir sem gætu líkast til aukið líkur á að fleira fólk fái viðeigandi aðstoð. Ég geri mér grein fyrir því að inn- an geðheilbrigðiskerfisins starfa margir hæfileikaríkir einstaklingar og einnig er ég meðvituð um að það er margt fólk sem hefur fengið aðstoð sem gagnast því. Þegar ég rita þenn- an pistil þá er ég í raun ekki að gagn- rýna starfsfólkið sem starfar innan geðheilbrigðisstofnana. Ég er að gagnrýna þá einsleitu stefnu sem er til staðar í geðheilbrigðismálum hér á landi. Að mínu mati þurfum við að geta komið til móts við fleira fólk á breiðari grundvelli; að leggja okkur fram um að hlusta á fólk, skilja líðan þess og þarfir og jafnframt að eiga fleiri verkfæri í verkfærakistunni. Ákall um breytingar í geðheilbrigð- ismálum – Hlustum og virðum Eftir Kristínu Lilju Garðarsdóttur »Ég er að gagnrýna þá einsleitu stefnu sem er til staðar í geð- heilbrigðismálum hér á landi. Kristín Lilja Garðarsdóttir Höfundur er sálfræðingur og uppeldisfræðingur. Það er með stígandi undran sem ég les viðtal við þá félaga, Ragnar Jónsson og Ágúst Kára- son bæklunarlækna, sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins þ. 16. júní sl. Það er augljóst að hvorugur þeirra hef- ur lesið heilbrigð- isstefnuna né heldur hefur blaðamaðurinn undirbúið sig fyrir viðtalið með því að kynna sér málið. Þeir félagar fá að ryðja úr sér hálfsannindum og sleggjudómum, sem ekkert hafa með heilbrigðisstefnu að gera og blaða- maður gleypir við öllu án þess að spyrja gagnrýnna spurninga eða biðja þá félaga að rökstyðja málflutning sinn með tilvitnun í heilbrigðisstefnu. Hvergi í heilbrigðisstefnu er gerð aðför að þeirri starfsemi sem fram fer í Orkuhúsinu, eins og þeir félagar virðast telja. Mér vitanlega fer þar fram ágæt þjónusta, þótt þar eins og í annarri heilbrigðisþjónustu hér á landi skorti gæðavísa til að meta ár- angur þjónustunnar og skilvirkni. Hvergi í stefnunni er talað um að flytja eigi minni háttar aðgerðir eins og að taka skrúfur úr fæti eða inn- grónar táneglur inn á skurðstofur sjúkrahúsanna enda væri slíkt fárán- legt. Ekki heldur er talað um að flytja allar 500.000 heimsóknir til sérfræð- inga á ári inn á göngudeildir spít- alanna. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er talað um hvernig heilbrigðiskerfinu skuli stjórnað, að ábyrgð og valdsvið yfirmanna sé skýrt, svo og hlutverk ríkis og sveitarfélaga um hver gerir hvað þegar kemur að veitingu heil- brigðis- og félagsþjónustu. Það er rætt um mikilvægi þess að sjúklingar fái rétta þjónustu á réttum stað, að hlutverk veitenda heilbrigðisþjónustu séu skilgreind og reynt sé af fremsta megni að tryggja samfellu í þjónust- unni. Heilbrigðisstefna leggur þunga áherslu á að mönnun heilbrigðiskerf- isins sé sambærileg við það sem best gerist erlendis og að allar heilbrigð- isstéttir vinni saman að málefnum sjúklinga í teymisvinnu. Þá er lögð áhersla á að virkja not- endurna sjálfa til auk- innar ábyrgðar og þátt- töku í þjónustunni og rætt um mikilvægi menntakerfisins og sam- vinnu við önnur lönd í menntun heilbrigð- isstétta. Þá er einnig lögð áhersla á mikilvægi vísindastarfs og þeirra fjölmörgu möguleika sem Íslendingar hafa á því sviði. Í heilbrigðisstefnu er lögð áhersla á mikilvægi þess að kaup ríkisins á heil- brigðisþjónustu séu skilvirk, gerðar séu kröfur um aðgengi og gæði og að kaupin séu byggð á greiningu á þeirri þörf sem fyrir liggur og greiningu á kostnaði þeirrar þjónustu sem veitt er. Það virðist helst vera þetta sem fer fyrir brjóstið á sérgreinalæknum, en eins og allir vita og Ríkisendurskoðun hefur bent á hafa þeir haft sjálfdæmi um það hvaða þjónusta er veitt og af hverjum. Reikningurinn hefur verið sendur á ríkið óháð því hvort þörf hef- ur verið á þjónustunni eða ekki. Þjón- ustan er veitt á forsendum þjón- ustuveitenda en ekki eftir þörfum notenda. Þá er greinilegt að sér- greinalæknar líta á það sem ógn við sína hagsmuni, þegar sagt er í heil- brigðisstefnu að styrkja eigi göngu- deildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst á Landspítala. Þetta er gert til þess að markvisst auka aðgengi lands- manna að þjónustu sérgreinalækna og að sjúklingar eigi aðgang að þessari þjónustu óháð því hvort þeir hafi legið inni á spítalanum eða ekki. Í þessu sambandi má nefna að ófáir sjúklingar með slitgikt í hnjám og mjöðmum hafa notið þjónustu bæklunarlækna í Orku- húsinu um langa hríð til þess að átta sig á því þegar komið er að liðskiptum að slíkar aðgerðir eru ekki gerðar þar og verða þá að bíða mánuðum saman eftir tíma á göngudeild þess spítala sem framkvæmir þessar aðgerðir til þess eins að komast á biðlista eftir að- gerð. Þá kemur fram í viðtali við þá fé- laga, að sjúklingar þeirra geti þurft á þjónustu opinbera kerfisins að halda, ef óvænt atvik koma upp. Þeir geta þess ekki að erlendis greiðir einkaað- ilinn fyrir þann kostnað sem hlýst af mistökum. Sérgreinalæknar vilja bæði éta kökuna og halda henni óskertri. Meirihluti Íslendinga vill hafa sterkt heilbrigðiskerfi sem er fjár- magnað af hinu opinbera. Heilbrigð- isstefna til ársins 2030 tekur raun- verulega ekki afstöðu til opinbers reksturs eða einkareksturs í heilbrigð- isþjónustu. Það sem kemur skýrt fram í stefnunni um þetta mál er að for- sendur fyrir opinberum rekstri og einkarekstri í heilbrigðisþjónustu verði að vera hinar sömu. Þetta hefur verið ein helsta brotalömin í íslensku heilbrigðiskerfi hingað til. Hvatakerf- in hafa leynt og ljóst stýrt heilbrigð- isstarfsfólki, ekki síst sérgreinalækn- um, út í einkarekstur með neikvæðum afleiðingum fyrir opinbera þjón- ustuveitendur. Þar að auki hefur, eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á, marksvisst verið sparað í opinbera kerfinu sl. tvo áratugi meðan einka- rekstur hefur fengið fríbréf og aukið hlutdeild sína. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 hefur verið samþykkt mótatkvæða- laust á Alþingi. Það er hlutverk heil- brigðisráðherra að koma henni til framkvæmdar. Ráðherra hvers tíma hefur tiltölulega frjálsar hendur um áherslur við framkvæmd stefnunnar. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að auknu fé í heilbrigðiskerfið verði varið til þess að styrkja grunn- stoðir opinberu heilbrigðisþjónust- unnar á öllu landinu, sem farið hefur halloka fyrir vaxandi einkavæðingu á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Ég er sannfærður um að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þeirri áherslu. Heilaþvottur Eftir Birgi Jakobsson » Forsendur fyrir opinberum rekstri og einkarekstri eiga að vera þær sömu. Skortur á slíku samræmi hefur verið helsta brotalömin í heilbrigðiskerfinu. Birgir Jakobsson Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. birgir.jakobsson@hrn.is Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.