Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 ✝ Ásdís HansenLúðvíksdóttir fæddist á Skálum á Langanesi 15. október 1944. Hún lést þann 11. júní 2019 á Landspítala við Hringbraut. Foreldrar Ásdís- ar voru Lúðvík Jó- hannsson, f. 23. nóvember 1913, d. 13. október 1979, og Jóhanna Soffía Hansen, f. 26. maí 1921, d. 5. apríl 1992, bæði frá Skálum. Systkini Ásdísar eru Jóhann Friðriksson, f. 29. september 1939, Samúel Maríus Friðriks- son, f. 25. júní 1941, d. 4. sept- ember 1995, María Friðriks- dóttir, f. 1. mars 1943. Brown Bell. Lúðvík Pétursson, f. 22. ágúst 1973, vinnuvélstjóri hjá Kambi ehf., búsettur í Reykjavík. Sölvi Leví Pét- ursson, f. 17. nóvember 1974, sjómaður, búsettur í Reykja- nesbæ. Barnabörn Ásdísar eru Atli Már Elíasson, Ásgeir Elíasson, Jóhann Arnór Elíasson, Elías Leví Elíasson, Pétur Snær Han- sen Jónsson, Ásdís Birna Bjarnadóttir, Hulda Jenný Han- sen Bjarnadóttir, Egill Fannar Bjarnason, Ester Friðrika Han- sen Bjarnadóttir, Jóhannes Helgi Stefánsson, Abigail Freyja Bell, Ásdís Lúðvíks- dóttir, Ásta Kristín Lúðvíks- dóttir, Guðbjörn Scheving Lúð- víksson, Jökull Bragi Lúðvíks- son, Sölvi Fannar Sölvason. Barnabarnabörn eru Mikael Snær, Fjóla Sif, Gabríela Mjöll Hansen, Róbert Ingi, Garðar Freyr, Aþena Ósk og Guðjón. Útför Ásdísar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 21. júní 2019, klukkan 13. Eiginmaður Ás- dísar var Pétur Leví Elíasson, f. 13. ágúst 1937, d. 10. ágúst 2018, þau skildu 2008. Börn þeirra eru Elías Pétursson, f. 13. júní 1965, sveit- arstjóri í Langa- nesbyggð, búsettur á Þórshöfn. Jó- hanna Soffía Han- sen, f. 23. júlí 1966, hópstjóri þjónustu hjá HS veitum, búsett í Reykjanesbæ, maki Bjarni Jón Bárðarson. Lúðvík Pétursson, f. 20. febrúar 1971, d. 12. apríl 1971. Svava Þóra Bell, f. 26. mars 1972, bókari hjá Scottish Lime Centre Trust, búsett í Skotlandi, maki Alexander Það er svo sárt að kveðja þig, elsku mamma. Ég veit að þú lifir áfram í hjörtum okkar og minn- ingum, en það er ekki það sama og að sjá þig og heyra rödd þína. Ég er þér svo þakklát fyrir svo margt, elsku mamma. Allt sem þú kenndir mér og sýndir. Kær- leikann sem þú gafst okkur og tímann sem þú ávallt hafðir fyrir okkur. Ég get ekki lýst með orðum hversu mikið ég á eftir að sakna þín og tala nú ekki um að hafa þig hjá okkur hér í Skotlandi. Ég á svo margar góðar minningar um ferðir okkar hingað og þangað um Skotland og England. Og þá sérstaklega þegar við fórum til York eða Jórvíkur. Ég á eftir að sakna þess að sitja og spjalla við þig um allt og ekkert, það var alltaf svo gott og gaman að tala við þig og við gát- um svo oft hlegið saman að og með hvor annarri. Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði - kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm, lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (Anna Þóra) Elsku mamma, ég elska þig endalaust. Svava. Þann 11. júní sl. lauk stríði einu miklu, það er 8 ára stríði mömmu við illvígt krabbamein. Mitt mat er að stríðinu hafi ekki lokið með sigri krabbameinsins heldur sigri mömmu. Sigri sem ber í sér öll merki þess hverskon- ar ofurmenni þessi magnaða kona frá Skálum á Langanesi var og verður í hugum okkar allra um ókomna tíð. En þannig var mamma, upp- gjöf var aldrei valkostur fyrr en allar leiðir höfðu verið fullkann- aðar og reyndar. Áralangt stríð hennar við krabbamein og tengd veikindi var háð af æðruleysi, léttlyndi, hárbeittum húmor og vel útilátnum skammti af hinni svokölluðu „Skálaþrjósku“. Sigur sinn vann mamma með því að standa eins lengi og stætt var og tapa hvorki sjálfri sér né lífsgleð- inni. Segja má að mamma hafi tækl- að veikindi sín með sama hætti og lífið allt. Því allt frá barnæsku má af sanngirni segja að ekki hafi mikið verið mulið undir mömmu. Mörg eru mér minnisstæð atvik þar sem mamma stóð af sér áföll og erfiðleika sem hefðu lagt flest okkar kylliflöt, og allt það stóð hún af sér haldandi utan um og verndandi okkur börnin sín. Eitt- hvað sem hér er hvorki hægt að fullþakka né fullsegja frá, til þess duga einfaldlega engin orð. Þrátt fyrir ákaflega mörg uppátæki æsku minnar þá man ég sjaldnast eftir því að mamma hafi orðið reið né skammað mig alvarlega, en vel að merkja þá sjaldan það gerðist átti ég svo sannarlega inni fyrir því og get, held ég, sagt að sú vitleysa sem skammir sneru að hafi ekki verið endurtekin. Skálar á Langanesi voru í huga mömmu miðpunktur alls en þar hafði hún fæðst og búið sín fyrstu æskuár. Margar voru þær sögurnar sem við systkinin feng- um að heyra frá mömmu og frændfólki um þann fornfræga útgerðarstað. Þar var að þeirra sögn ætíð gott veður og nóg að bíta og brenna ásamt endalausu frelsi til athafna. Það var þó ekki fyrr en í ferð sem við fjölskyldan fórum upp úr aldamótum síðustu sem ég gerði mér grein fyrir hve staðurinn átti raunverulega stórt pláss í huga mömmu. Þá við renndum að Skálum seinnipart dags stökk sú gamla út úr bílnum reif sig úr skóm og sokkum út í grasi þöktum móa sem eitt sinn hafði verið tún. Þegar ég hafði lagt bílnum rölti ég til mömmu hvar hún stóð í grasinu þá sá ég fallegt sælu bros á andliti en um leið hamingjutár leka niður kinn- ar, hún var komin heim. Síðar kom reyndar í ljós að lýsingar mömmu og systkina afa áttu ekki við full rök að styðjast hvað varðar að ætíð sé sól að Skálum, veður þar geta svo sann- arlega verið töluvert öðruvísi. En klárt er að vera þeirra allra að Skálum hefur verið með þeim hætti að góðar minningar standa upp úr, minningar sem gera alla daga að sólardögum. Vel fer að ljúka þessari minn- ingargrein með tilvitnun í orð eins sona minna þá við vorum á leið á spítalann í vikunni áður en hún lést. Sagði hann eitthvað á þessa leið: „amma er manneskja sem er nákvæmlega eins og mað- ur á að vera, hörð þegar hún þarf en oftast mjúk og altaf sanngjörn og góð.“ Elsku mamma, njóttu verð- skuldaðrar hvíldar og friðar ... þú ert og munt ætíð verða stór part- ur af okkur öllum. Þinn elskandi sonur, Elías (Elli). Það voru sannkölluð forrétt- indi fyrir okkur fjölskylduna, reyndar mikil og óvænt lukka, þegar Ásdís ömmusystir, eða Asti eins og hún var stundum kölluð af yngri kynslóðinni, flutti í kjallarann til okkar í Gnitanes- inu. Þetta var árið 2007 og miklir umbreytingartímar voru í lífi Ás- dísar en mikið lán fyrir tiltölu- lega nýbakaða foreldra í erilsöm- um störfum með kraftmikil börn, fimm ára stúlku og þriggja ára dreng. Ásdís elskaði börn og mik- ill og náinn vinskapur, endalaus væntumþykja og ást þróaðist frá þessum tíma, allt til síðasta dags; væntumþykja sem aldrei bar skugga á; væntumþykja sem mun að eilífu búa með okkur þó að Ásdís sé fallin frá. Hvenær sem var, eldsnemma að morgni, á laugardagskvöldi, á gamlárs- kvöld eða bara hvenær sem var, alltaf tók Ásdís þeim Jóhönnu og Badda opnum örmum þegar þau lögðust í langt ferðalag á neðri hæðina til elsku Ásdísar. Hún knúsaði og kyssti, spjallaði og spilaði, strauk kinn og koll og sagði sögur, allt eftir því hvers var óskað af börnunum sem litu á Ásdísi sem ömmu sína. Ásdís var einstök manneskja, hjartahlý og góð; manneskja sem fór almennt ekki mikið fyrir í al- mennri umræðu nema þá meðal þeirra sem stóðu henni næst; þar átti hún stóran og ríkan sess. Þrátt fyrir að vindar lífsins hafi á stundum blásið henni í mót hélt hún alltaf þeim eiginleikum sín- um að þykja vænt um fólkið sitt og náungann, vildi gera nánasta umhverfi sitt betra og njóta lífs- ins. Þessa eiginleika þróaði hún með sér allt fram á síðasta dag. Við þökkum fyrir samfylgdina, bæði tímann þegar hún bjó hjá okkur og ekki síður árin sem á eftir komu, allar heimsóknirnar, símtölin, samveruna á Þjóðhátíð í Eyjum, öll afmælin og ferming- arnar, við undirbúning jólanna en síðast en ekki síst í amstri dags- ins og hversdeginum þar sem nærvera og spjall við Ásdísi gerði daginn alltaf betri. Lúðvík (Lúlli), Þóra, Jóhanna og Bjarni (Baddi). Ásdís frá Skálum, Ásdís frænka mín, er kvödd í dag. Ásdís er eftirminnileg og var dásamleg manneskja. Oftast, ef ekki alltaf, kát og lífsglöð, sama á hverju gekk. Fékk hún ýmislegt að reyna en stóð ávallt sem klettur, en enginn má sköpum renna. Að- alsmerki og einkenni Ásdísar var hreinskilni og einlægni ásamt því að vera sanngjörn í dómum um menn og málefni. Áttum við oft samtöl um daginn og veginn og tíðindi líðandi stundar. Ekki var ég henni alltaf sammála en það er önnur saga. Ef henni fannst á sig og sína hallað gat þykknað í frænku og lá hún þá ekki á skoð- un sinni. Var þá engin tæpitunga töluð. Stolt var Ásdís af uppruna sín- um og æskuslóð, Skálum á Langanesi og nágrenni. Sá stað- ur og fólk sem þeim slóðum teng- ist var henni kært. Sýndi Ásdís mikið örlæti og ræktarsemi við átthaga sína með því að gefa oft svartfuglsegg úr Skálabjörgum á árlegan eggjafund Átthagafélags Þórshafnar og nágrennis. Fyrir mér voru það bestu eggin sem ég vil þakka. Aldrei skynjaði ég annað en að Ásdís væri mikill unnandi náttúr- unnar og vildi varðveita hana og vernda. Minningar mínar um Ás- dísi frænku eru margar og allar góðar. Bæði frá því að hún og Guðbjörg systir mín voru ungar dömur á Þórshöfn og eins síðar þegar leiðir okkar lágu saman. Áttum við oft skemmtileg símtöl og ekki var síður skemmtilegt að njóta návistar hennar á manna- mótum í góðum félagsskap. Þar var hún hrókur alls fagnaðar og mikill söngfugl – söng af innlifun og dásamlega. Það fannst mér allavega. Var ekki annað hægt en að líða vel í návist Ásdísar. Þannig var nærvera hennar. Í góðri sögu er sagt um merk- iskonu að hún hafi verið drengur góður. Í mínum huga á það við um Ásdísi, hún var drengur góð- ur. Þannig vil ég og mun ég minn- ast frænku minnar. Börnum hennar og þeirra niðjum og eft- irlifandi systkinum hennar, Jóa og Dúllu frá Skálum, votta ég innilega samúð mína. Kristján Indriðason. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr. Enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) „Maja mín, ég vona bara að þetta gerist ekki með neinum ógnarhraða því eins og þú veist kýs ég að ljúka þeim verkefnum sem til mín koma í rólegheitum. Það hefur aldrei verið neinn asi á mér.“ Baráttunni var að ljúka. Ásdís hafði fengið það staðfest að hún ætti ekki afturkvæmt af sjúkra- húsinu og ætti einungis fáar vik- ur ólifaðar. Hún vildi nýta þann tíma vel. Þannig var Ásdís, frænka mín og vinkona, skipulögð, sterk og yfirveguð, jákvæð og glettin. Og nú er hún farin, með brosið sitt bjarta og hægláta fasið. Með skýra hugsun og gamanyrði á vörum fram á síðasta dag. Þótt smávaxin væri var Ásdís stór í sniðum að flestu leyti, hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og gat orðið hvassyrt ef tilefni gafst. En fyrst og fremst hafði hún ríka réttlætis- kennd, var umhyggjusöm, hjartahlý og hreinskilin, vilja- sterk og vel liðin af öllum sem þekktu hana og síðast en ekki síst, glettin og gamansöm. Skemmtileg. Gamansemi Ásdísar var aldrei rætin í garð annarra og oftar en ekki henti hún gaman að sér sjálfri. Hún hélt því fram að hún væri nánast laglaus sem vissu- lega var ofmælt þótt ef til vill teldist hún ekki hafa fullkomið tóneyra. En hún hafði yndi af að syngja og var hafsjór af söng- textum. Á einu ættarmótinu ákvað hún að stofna Laglausa kórinn, fékk í lið með sér söng- og ljóðelska frændur okkar sem voru eilítið tæpir á tónunum, vissu sjálfir vel af því og voru því meir en fúsir til inngöngu í þennan dæmalausa kór. Laglausi kórinn sló vitanlega í gegn þegar hann söng af hjartans lyst og einlægri sönggleði á kvöldvökunni og úr varð hin dásamlegasta skemmtun. Ásdís var fagurkeri, safnaði um sig fögrum munum og hafði yndi af fallegum fötum, gjarnan litríkum. Þá hafði hún ástríðu fyrir skóm. Helst rauðum. Á sjúkrahúsinu voru rauðu sandal- arnir við rúmið og smekklegar flíkur til skiptanna í skápnum. Sjúkrahúsklæðin voru henni ekki að skapi. Ásdís unni sveitinni sinni, Skálum á Langanesi, þar sem hún sleit barnsskónum og þráði að komast þangað sem oftast. Að hennar mati komust bernsku- slóðirnar úti við ysta haf nálægt því að vera himnaríki á jörð, hún varð nánast upphafin á svipinn þegar talið barst að Skálum. Sem var ósjaldan. Ýmsar kenningar og getgátur eru uppi um það hvað taki við að jarðvist lokinni. Okkur er ekki ætluð sú vitneskja en vel má beita ímyndunaraflinu. Það er auðvelt að sjá fyrir sér móttöku- sveit genginna vina og frænd- fólks fagna komu Ásdísar inn í sumarlandið, fólks sem naut ómældrar umhyggju hennar á ýmsan hátt á meðan kraftar hennar leyfðu. Þá er einnig freistandi að hugsa sér að hún tipli um landið sitt á Skálum, skottist eftir Landsendabrekk- unni eða inn með Skálabjörgum. Í rauðum sandölum. Með lakkað- ar táneglur. Góðrar vinkonu og frænku er sárt saknað en mestur er missir hinna fjölmörgu afkomenda Ás- dísar. Þeim votta ég mína inni- legustu samúð á sorgarstundu. María Vilhjálmsdóttir. Mig langar í fáeinum fátæk- legum orðum að kveðja gamla vinkonu okkar hjóna, mín og Guðbjargar Ársælsdóttur. Ásdís var mikill og einlægur trúnaðar- vinur eiginkonu minnar sem féll fyrir sama illvíga vágestinum og Ásdís fyrir þremur árum. Vinátta þeirra hófst fyrir mörgum áratugum þegar börnin, sem nú eru á miðjum aldri og sum rúmlega það, voru lítil og sum enn ófædd. Ófáir kaffiboll- arnir voru drukknir gegnum tíð- ina, hlegið og grátið í lífsins ólgu- sjó. Þær stöllur fylgdust með barnahópum hvor annarrar verða að fullorðnu fólki með ást og umhyggju, fylgdust með fólk- inu sínu taka skrefin út í lífið, eignast börn og buru og glöddust yfir öllum litlu og stóru hlutunum í lífi hvor annarrar og áttu ein- lægan trúnað sín á milli þegar á móti blés. Hin síðari ár og ára- tugi, eftir að börnin voru komin til manns, áttu þær stöllur marg- ar góðar stundir saman á eigin forsendum, matarboð, leikhús og ferðalög. Ásdís var einstaklega traust vinkona og sat hjá Guðbjörgu minni löngum stundum þegar hún háði lokabaráttuna við krabbameinið í byrjun árs 2016 og þar til hún lést í apríl sama ár. Fyrir það kann ég og mín fjöl- skylda henni okkar bestu þakkir. Einstök kona er fallin frá, glað- lynd og skemmtileg en umfram allt heilsteypt og traust. Magnús Theodór Magn- ússon (Teddi) og börn. Við kveðjum í dag Ásdísi Han- sen frá Skálum á Langanesi, bestu vinkonu mömmu. Ásdís reyndist mömmu okkar alltaf vel, ekki síst í veikindum hennar fyrir nokkrum árum og taldi ekki eftir sér langar strætisvagnaferðir til að heimsækja hana á sjúkrahús- ið. Hún reyndist okkur systrun- um líka vel, ævinlega hjálpfús, skilningsrík og góð. Hún var allt- af tilbúin að sjá um veislur í fjöl- skyldunni enda sannur fagmað- ur. Fallega var lagt á borð, góður matur og öll umgjörð hin smekk- legasta. Hún var dyggur félagsmaður í Átthagafélagi Þórshafnar og gaf um árabil af örlæti sínu hundruð svartfuglseggja úr Skálabjörgum til aðalfundar félagsins þar sem allir brottfluttir Þórshafnarbúar mæta til að styrkja vináttubönd- in. Ljúft skap, gjafmildi, húmor og hlátur voru aðalsmerki Ásdís- ar. Við systur minnumst hennar með kærleika og þakklæti, hún var eftirminnileg kona sem á vís- an stað í hjarta okkar alltaf. Af- komendum Ásdísar sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Steinunn Inga, Guðrún Arnbjörg og Þuríður. „Ég var ung og átti forðum elda þá sem heitast brenna. Ég fékk mest af ástarorðum allra hinna gausku kvenna...“ Hver hefur ekki heyrt Ásdísi syngja þennan ljóðabálk Davíðs Stefáns- sonar um Helgu jarlsdóttur, Harðar konu Grímkelssonar, 23 erindi, takk fyrir? Einhver sagði henni að hún væri laglaus en hún lét sér fátt um finnast, kunni og söng alla íslenska dægurlaga- texta tuttugustu aldarinnar með sínu nefi án þess að líta á blað. En núna er rödd þessarar æskuvin- konu þögnuð. Þó að leiðir okkar lægju ekki alltaf saman, því þar skildi stundum að höf og lönd, bar aldrei skugga á vináttu okkar Ásdísar. Við höfum fylgst að síð- an við vorum litlar stelpur heima á Þórshöfn. Ásdísar er vert að minnast fyr- ir svo margt. Hún var góð vin- kona, stálminnug, sögufróð, skemmtileg og hrókur alls fagn- aðar í margmenni en hún kunni líka að vera ein. Hún var húsmóðir á stóru heimili og var í einu og öllu, móð- ir, kona og meyja og fósturlands- ins freyja. Ásdís vann oftast við mat- reiðslu og var síðasti vettvangur starfsævi hennar í sænska sendi- ráðinu enda hæfðu veislur henn- ar fyrirmennum og konungum. Ekki vegna þess að íburðurinn væri svo mikill, heldur var allt sem hún gerði smekklegt, gott og lystugt. Þær eru ófáar veislurnar sem Ásdís hefur komið að á stóru stundunum í lífi mínu og dætra minna og fyrir það er ég óendan- lega þakklát. Einnig fyrir stuðn- ing á erfiðum stundum í mínu lífi, þá var Ásdís alltaf til taks. Ásdís var alltaf vel til höfð eða fín hvort sem hún var að búa sig á „Sláturhúsballið“ eða í strætis- vagninn, með tösku í stíl við skóna. Alltaf hæstmóðins. Svo gat hún líka verið „trunta og Pollýanna“, en það skemmdi ekki vináttu okkar, hún náði út yfir allt. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku Ásdís mín, en umfram allt er ég svo viss um að við „hittumst fyrir hinum megin“ og þá „getum við í gleði okkar, gengið upp og niður Laugaveginn!“ eins og þú söngst af öllu hjarta. Elsku Elli, Jóhanna, Svafa, Lúlli, Sölvi, Dúlla, Jói og aðrir niðjar Ásdísar, innilegar samúð- arkveðjur. Að eiga góðar minn- ingar er gulli betra. Jóhanna Þuríður Þorsteinsdóttir (Lilla). Enn er fallin frá ein skólasyst- ir okkar, Ásdís Hansen Lúðvíks- dóttir. Við sem dvöldum saman í níu mánuði á húsmæðraskóla kynntumst nokkuð vel og höfum haldið saman, mismikið eins og gengur. En að leiðarlokum viljum við þakka fyrir indælar og skemmti- legar stundir, minningin um Ás- dísi lifir í hjörtum okkar. Sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar frá okkur. Svo vina kæra vertu sæl nú vegir skilja að sinni þín gæti máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér við þökkum kynninguna, um göfuga og góða snót við geymum minninguna. F.h. Laugalandsmeyja 1961- 1962, Kristín Friðbertsdóttir. Ásdís Hansen Lúðvíksdóttir Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.