Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
Samsýning með verkum sjö ís-
lenskra og erlendra myndlistar-
manna verður opnuð í galleríinu
BERG Contemporary að Klappar-
stíg 16 í dag, föstudag, klukkan 17.
Yfirskrift sýningarinnar er Cheat-
ing the Constant og er það
sameiginlegt með verkunum á sýn-
inguni að í þeim takast listamenn-
irnir á við það hvernig hreyfingu og
tíma er beitt í tveimur ólíkum list-
miðlum, skúlptúr og vídeói.
Sýnd eru verk eftir fjóra íslenska
listamenn, þau Doddu Maggý,
Finnboga Pétursson, Sirru Sigrúnu
Sigurðardóttur og Steinu. Aðrir
sýnendur eru Iván Navarro frá Síle,
sem er þekktur fyrir að vinna með
upplýsingar í textaformi, ljós,
spegla og upplýst glerrör í verkum
sem hafa sterkan félagslegan og
pólitískan undirtón – hann var
fulltrúi Síle á Feneyjatvíæringnum
árið 2009; þá er listamaðurinn Jitish
Kallat sem einnig á verk á sýning-
unni einn sýnenda í skála Indlands
á tvíæringnum þessa dagana en
hann vinnur verk í ýmsa miðla, mál-
verk, ljósmyndir, samklipp, skúpt-
úra og innsetningar og hafa þau
verið sýnd víða um lönd; og loks
verða sýnd verk eftir hinn sögu-
fræga ítalska listhóp Gruppo MID.
Í tilkynningu frá galleríinu segir að
hann teljist til „frömuðra kín-
etískrar listar og forritunarlistar“.
Hópurinn var stofnaður í Mílaó árið
1964 af þeim Antonio Barrese, Alf-
onso Grassi, Gianfranco Laminarca
og Alberto Marangoni. Störfuðu
þeir saman í ein átta ár og settu
mark sitt á hreyfimyndilist (e. kine-
tic art) og þróun þess anga mynd-
listarinnar allar götur síðan.
Hreyfing og tími
Listamenn frá Indlandi, Ítalíu, Síle og Íslandi í BERG
Ljósmynd/Diego Flores - birt með leyfi Kasnin Gallery
Skúlptúr Eitt verka Iváns Navarro frá Síle á sýningunni. Webeatme frá
2016. Efniviðurinn er neon, ál, tromma, speglar og rafmagn.
23 atriði hafa bæst á lista þeirra sem
fyrir voru á tónlistarhátíðinni Ice-
land Airwaves sem haldin verður í
Reykjavík 6.-9. nóvember. Meðal
þeirra sem bæst hafa við eru John
Grant, Cautious Clay og Biggi Veira
úr Gus Gus sem þeyta mun skífum.
Við bætast að auki eftirfarandi
tónlistarmenn og hljómsveitir: Or-
ville Peck frá Kanada, Snapped Ank-
les frá Bretlandi, Just Mustard frá
Írlandi, W.H. Lung frá Bretlandi,
Tiny Ruins frá Nýja-Sjálandi, Æ
Mak og Pillow Queens frá Írlandi,
Akkan frá Spáni, Helge frá Hollandi
og frá Íslandi Agent Fresco, Axel
Flóvent, Bríet, Sykur, aYia, Bagdad
Brothers, Blóðmör, Ásta, Konfekt,
Krassasig og Morpholith.
Dagskrá hátíðarinnar og frekari
upplýsingar um hana má finna á vef
hennar, icelandairwaves.is.
Morgunblaðið/Eggert
Á Airwaves John Grant mun halda tónleika á Iceland Airwaves í nóvember.
23 til viðbótar á dag-
skrá Iceland Airwaves
Tímaritið Jón á Bægisá er komið út
í sextánda sinn og eins og áður er
fjölbreytilegt efni í ritinu sem helg-
að er þýðingum á bókmenntum á
einn eða annan hátt.
Meðal efnis má nefna að Magnea
J. Matthíasdóttir skrifar grein um
sálmaþýðingar, birt er smásagan
Heilindi eftir Robin Hemley í þýð-
ingu Hrafnhildar Þórhallsdóttur,
Marion Lerner skrifar um hinsegin
þýðingafræði, birt yfirlýsing
DADA-istans Tristans Tzara í þýð-
ingu Benedikts Hjartarsonar, og
birt eru þrjú ljóð eftir Emily Dick-
inson í þýðingu Magnúsar Sigurðs-
sonar en hann skrifar einnig grein
um skáldkonuna bandarísku. Þá er
í ritinu grein eftir Jeffrey Gardiner
um bandaríska ljóðskáldið Charles
Olson í þýðingu Ástráðs Eysteins-
sonar, en hann birtir einnig þýð-
ingar sínar á ljóðum Olsons, auk
þess sem hann er með grein um
skáldið. Gauti Kristmannsson skrif-
ar um Goethe í íslenskum búningi
og þýðir einnig eitt af hans fræg-
ustu kvæðum, „Prómeþeif“. Júlían
M. D‘Arcy birtir enska þýðingu sína
á „Þorsklofi“ Hannesar Hafsteins
og að lokum er birt þakkarræða
Gunnars Þorra Péturssonar við við-
töku Íslensku þýðingaverð-
launanna sem hann hlaut í ár ásamt
Ingibjörgu Haraldsdóttur.
Þýðingasetur Háskóla Íslands
gefur út tímaritið Jón á Bægisá í
samvinnu við Ormstungu sem hóf
útgáfu þess. Hægt er að gerast
áskrifandi að heftinu eða kaupa það
í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi.
Goethe Grein er í tímaritinu um skáldið
eftir Gauta Kristmannsson sem þýðir einn-
ig einnig eitt af hans frægustu kvæðum.
Fjölbreytt efni í Jóni á Bægisá
Hin árlega tónlistarhátíð Alþjóð-
legt orgelsumar í Hallgrímskirkju
hefst á morgun, laugardag. Alls
verður boðið upp á 28 org-
eltónleika í kirkjunni að þessu
sinni, tónleika þar sem tónar hins
rómaða Klais-orgels fylla hvelf-
ingar kirkjunnar.
Þrennir tónleikar verða í viku
hverri fram til 25. ágúst næstkom-
andi. Fram koma færir og virtir
organistar frá sex þjóðlöndum auk
þess sem íslenskir organistar koma
fram. Eins og síðustu sumur verða
orgeltónleikar á hátíðinni á
fimmtudögum og laugardögum kl.
12 og á sunnudögum kl. 17.
Á upphafstónleikum hátíðar-
innar á morgun, laugardag, kl. 12
til 12.30 kemur fram Björn Steinar
Sólbergsson, organisti í Hallgríms-
kirkju. Hann er einnig skólastjóri
Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem
hann kennir jafnframt orgelleik.
Hann mun þá flytja verk eftir Jo-
hann Sebastian Bach og Alexandre
Guilmant. Á sunnudag kl. 17 til 18
kemur Björn Steinar aftur fram og
þá eru á efnisskránni verk eftir
Louis Viérne, Jón Leifs, Hildigunni
Rúnarsdóttur og Sveinbjörn Svein-
björnsson.
Orgelsumar hefst
í Hallgrímskirkju
Organistinn Björn Steinar Sólbergsson
kemur fram á fyrstu tónleikunum.
Bresku skáldin Lavinia Greenlaw og Simon Armitage, nýskipað
lárviðarskáld Breta, og írska skáldið Paul Muldoon koma fram
á tveimur viðburðum í Reykjavík 21. og 22. júní.
Bréf til Íslands
Letters to Iceland
GESTIR Á NORÐURSLÓÐUM – LETTERS TO ICELAND
21. júní kl. 16. Veröld – hús Vigdísar
Málþing um tengsl Bretlandseyja og Íslands í gegnum skáldskap og ferðir
Bretlandseyjaskálda norður á bóginn fyrr og síðar. Skáldin Lavinia Greenlaw, Paul Muldoon
og Simon Armitage ræða þessi viðfangsefni í eigin skáldskap og textum annarra breskra
skálda sem heimsótt hafa landið. Þau spjalla við Kristínu Svövu Tómasdóttur, Aðalstein
Ásberg Sigurðsson og Svein Yngva Egilsson. Kynnir er skáldið Sjón.
LETTERS TO ICELAND – ÚTGÁFUHÓF OG UPPLESTUR
22. júní kl. 15. Norræna húsið
Í tilefni Íslandsheimsóknar skáldanna Laviniu Greenlaw, Paul Muldoons og Simon
Armitage koma út þrjú ljóðakver undir heitinu Bréf til Íslands - Letters to Iceland.
Valin ljóð skáldanna hafa verið þýdd og koma út í tvímála útgáfu hjá Dimmu. Skáldin
lesa upp og ræða ljóðin og svara spurningum áheyrenda. Magnús Sigurðson,
Sigurbjörg Þrastardóttir og Sjón þýðendur þeirra lesa úr þýðingum sínum.
Kynnir er Ástráður Eysteinsson prófessor.