Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 ✝ Jón GunnarSkúlason fædd- ist í Keflavík 28. nóvember 1940. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 7. júní 2019. Jón var sonur hjónanna Skúla Helga Skúlasonar byggingameistara, f. 5. febrúar 1913, d. 3. desember 1982, og Ragnheiðar Guðmundu Sigurgísladóttur húsmóður, f. 10. september 1918, d. 20. nóv- ember 1991. Systkini Jóns eru Skúli, f. 31. mars 1942, d. 23. maí 2013, Bald- ur, f. 1. nóvember 1943, Anna, f. 18. júní 1948, Sigurgísli, f. 13. maí 1950, Guðrún, f. 14. maí 1951, Arna, f. 13. maí 1956, Hrefna Margrét, f. 2. apríl 1959, og Katrín Freyja, f. 25. mars 1961. Jón kvæntist 25. júlí 1972 aftur til Noregs til að sérhæfa sig í jarðtækni og starfaði hjá Norges Geotekniske Institutt í Ósló allt til ársins 1971. Eftir það flutti hann heim og vann eitt ár hjá Verkfræðiþjónustu dr. Gunnars Sigurðssonar en fór svo aftur til Vegagerðar ríkisins ár- ið 1972 og starfaði þar til 1978. Þá réð hann sig til Almennu verkfræðistofunnar og gerðist hluthafi og vann þar í 16 ár. Árið 2004 stofnaði hann eigin verk- fræðiþjónustu og rak hana til ársins 2013. Sérsvið Jóns var jarðtækni, grundun, virkjanir, vega-, flugbrauta- og hafnar- gerð. Hann var frumkvöðull í jarðtækni og heiðursfélagi Jarð- tæknifélags Íslands. Hann ritaði greinar á sérsviði sínu einkum í Árbækur VFÍ Verkfræðingafé- lag Íslands. Árið 2006 greindist Jón með Parkinsonsjúkdóminn sem náði tökum á honum en síðustu árin voru mörkuð af veikindunum. Eftir langa sjúkrahúsdvöl flutti hann á hjúkrunarheimilið Sóltún þar sem hann dvaldi síðustu mánuði ævinnar. Útför hans fer fram frá Nes- kirkju í dag, 21. júní 2019, klukkan 13. Hildigunni Ólafs- dóttur afbrotafræð- ingi, f. 18. júlí 1944. Dóttir þeirra er Marta María mynd- listarkona, f. 31. júlí 1974. Sonur hennar er Jóakim Uni Arnaldarson, f. 2. febrúar 2007. Jón og Hildigunnur byggðu sér hús og ræktuðu garð á Sól- braut 12 á Seltjarnarnesi og bjuggu þar í rúm 40 ár. Síðustu 10 árin sinntu þau um gróður við sumarhús sitt að Ketilhúshaga 3. Jón ólst upp í Keflavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Laugarvatni 1961, fyrri- hlutaprófi í verkfræði frá Há- skóla Íslands 1964 og siv.ing. prófi í byggingarverkfræði frá NTH í Þrándheimi. Að loknu námi í Þrándheimi vann Jón eitt ár hjá Vegagerð ríkisins. Ári síðar 1967 fór hann Bróðir minn og mágur, Jón Gunnar Skúlason verkfræðingur, er látinn eftir þung veikindi. Hann var góður fagmaður, vand- virkur og nákvæmur og var leitað eftir faglegri þekkingu hans. Hann naut vinnu sinnar og hafði gaman af því að leita lausna á oft á tíðum flóknum verkefnum. Hugurinn leitar til æskustöðv- anna en við ólumst upp í Keflavík í stórum systkinahóp. Jón var elstur og var sannkallaður stóri bróðir. Hann ruddi brautina fyrir okkur hin, fór í ML og síðan há- skóla. Hann var okkur góð fyr- irmynd, traustur og fylginn sér. Það eru átta ár á milli okkar og bar hann alla tíð mikla umhyggju fyrir mér. Hann var lærifaðir minn og hafði mikinn metnað fyrir velferð minni. Ein fyrsta minning mín með honum var þegar hann kenndi mér að synda en í þá daga var mikið kapp lagt í að synda tvö hundruð metrana sem allra oftast og við lögðum sannarlega okkar af mörkum. Jón var góður skákmaður og bridsspilari en það var mikið spil- að og teflt þegar allir komu heim í skólafrí. Það var hefð fyrir því að halda skákmót í jólaboðum og var Jón bróðir oftast skákmeistari fjölskyldunnar. Margir lögðu hart að sér í skáklistinni með það að markmiði að sigra Jón bróður í næsta jólaboði. Þannig lagði hann grunninn að almennum áhuga yngri kynslóðarinnar á skák. Hans stóra gæfa í lífinu var að kynnast og giftast Hildigunni Ólafsdóttur. Þau byggðu sér fal- legt heimili á Seltjarnarnesi þar sem smekkvísi þeirra og listfengi fengu að njóta sín. Augasteinar hans voru dóttir hans Marta María og barnabarnið Jóakim Uni. Þau hjónin höfðu gaman af garðrækt og bar garðurinn á Nesinu og sumarbústaðalandið þess merki en þar var að finna margar fágætar og fallegar plöntur. Þau hjónin voru dugleg að ferðast, oft til framandi landa, og deildu þau þekkingu og fróð- leik með okkur hinum og hvöttu til víðsýni. Hann hafði gaman af bóka- lestri og eru margar minningar tengdar umræðum um menn og málefni ásamt hans sérgrein, mannvirkjagerð. Eitt af hans fyrstu verkefnum þegar hann kom heim úr námi var að hanna Strákagöngin. Ég man eftir um- ræðunni um spenninginn sem fylgdi því að vinnuhóparnir sem boruðu sinn hvorum megin frá mættust örugglega á miðri leið. Allt gekk samkvæmt áætlun og réttum útreikningum eins og við var að búast. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Jón að sem bróður, mág og góðan vin. Blessuð sé minning hans. Anna og Brynjólfur. Mágur minn, Jón Gunnar Skúlason, er látinn 78 ára að aldri. Áratugir eru liðnir síðan fundum okkar bar fyrst saman. Jón var einstaklega hæglátur maður sem barst ekki á, frekar seintekinn en ákaflega traustur. Viðkynning okkar fór því hægt af stað en varð þeim mun traustari sem árin liðu. Kynnin eru orðin löng og aldrei hefur skugga á þau samskipti borið. Fyrir það ber sérstaklega að þakka. Jón átti farsælan feril sem verkfræðingur bæði hjá Vega- gerð ríkisins og Almennu verk- fræðistofunni, þar sem hann var meðeigandi, svo og við sjálfstæð verkfræðistörf. Sérsvið hans var jarðvegsverkfræði og hann átti því aðild að mörgum stórfram- kvæmdum, s.s. vegalagningu og brúargerð yfir Gilsfjörð, hafnar- framkvæmdum í Reykjavík og ekki síst fjölmörgum virkjana- framkvæmdum. Störf hans bera vandvirkni og nákvæmni hans vitni sem voru honum eðlislæg enda var hann gerður að heiðurs- félaga í Jarðtæknifélagi Íslands. Samverustundirnar eru orðn- ar margar og fjölskylda mín naut ætíð ríkulegrar gestrisni hans, bæði á Sólbrautinni og austur á Rangárvöllum, við Ketilhúsa- haga. Jón var hjálplegur og ætíð til staðar þegar á þurfti að halda, ekki síst fyrir börn okkar á með- an foreldrarnir dvöldu langdvöl- um erlendis. Það var lítið mál fyr- ir Keflvíking að skjótast fram og til baka frá Reykjavík á Keflavík- urflugvöll. Mágs mín minnist ég af mikilli virðingu og við fjölskyldan eigum eftir að minnast liðinna stunda með honum. Við nutum heim- sókna Jóns víða þar sem við bjuggum erlendis. Jón vílaði ekki fyrir sér ferðalög á framandi slóðir. Einna eftirminnilegust er síðasta heimsókn hans til okkar til Indlands, sigling í morgunsár- ið á Ganges-fljóti og skipulagða öngþveitið og litadýrðin í Var- anasi. Ég samhryggist Hildigunni, systur minni, og dóttur þeirra hjóna og dóttursyni, Mörtu Mar- íu og Jóakim Una, um leið og ég sakna trausts vinar í stað. Haukur Ólafsson. Ég kynntist Jóni fyrst er við vorum saman í verkfræðinámi við Háskóla Íslands fyrir rúmum 50 árum, Jón kom frá Menntaskól- anum á Laugarvatni en ég frá Menntaskólanum í Reykjavík. Báðir fórum við í framhaldsnám til NTH í Þrándheimi og urðum við þar góðir félagar sem entist út ævina. Í Þrándheimi fórum við á gönguskíði um helgar upp í By- marka eins og aðrir Norðmenn og spiluðum bridge á kvöldin. Sumarið fyrir lokaprófið í Þrándheimi fórum við þrír fé- lagar, Hákon Ólafsson, Jón og ég í mjög eftirminnilega ferð suður um alla Evrópu. Við ókum frá Þrándheimi suður Austur-Evr- ópu til Ítalíu og til baka norður Frakkland og Þýskaland. Við gistum í tjaldi og kom sér vel að engin vandamál voru okkar í milli. Aldrei skipti Jón skapi og málin voru bara leyst hvert á sinn hátt. Sama þótt framhjólið brotn- aði undan bílnum í Austur- Þýskalandi, vélin bræddi úr sér í Tékkóslóvakíu og brotist væri inn í bílinn á Frönsku Rívíerunni og ýmsu stolið. Þetta var ævin- týraferð. Eftir námið í Þrándheimi starfaði Jón nokkur ár í Ósló. Jón var frekar feiminn og óframfær- inn við konur. Það var því skemmtilegt að hitta þau Jón og Hildigunni þegar þau komu heim frá Ósló nokkrum árum síðar, geislandi af hamingju og lífs- krafti. Og svo fæddist sólargeisl- inn Marta tveimur árum seinna. Hjónabandið þeirra Jóns og Hildigunnar var eins gott og hjónabönd geta verið, þau bættu hvort annað upp. Jón og Hildigunnur byggði einbýlishús á Seltjarnarnesi fyrir fjölskylduna fljótlega eftir að þau komu heim frá Ósló og bjuggu þar alla ævi. Þetta er fallegt og afar hagkvæmt hús. Þau hjónin ræktuðu skrúðgarð umhverfis hús sitt sem er á Kveldúlfsmeln- um á Seltjarnarnesi þar sem aldrei var stingandi strá í mínu ungdæmi. Við Jón, Skúli bróðir hans og Hákon byrjum að spila bridge í Þrándheimi og héldum því áfram alla tíð þegar báðir voru á land- inu. Þetta var skemmtilegt tóm- stundagaman og tilefni til að hitt- ast reglulega. Jón var góður bridgespilari og nutum við þessa félagsskapar. Jón sérhæfði sig í jarðvegs- verkfræði og var mjög fær í þeirri grein og einn fremsti verk- fræðingur landsins á því sviði. Hann vann mikið við grundun mannvirkja meðal annars fyrir Vegagerðina og Landsvirkjun og allt sem hann tók sér fyrir hend- ur vann hann af stakri samvisku- semi. Hann kom að hönnun margra jarðstíflna og skrifaði fjölda vís- indagreina um grundun og jarð- stíflur. Jón var afskaplega skapgóður maður. Aldrei heyrði ég hann skamma nokkurn mann. Ekki hallmælt hann nokkrum manni, frekar þagði hann. Jón fékk parkinsonveiki fyrir nokkrum árum og var síðasta ár- ið honum sérlega erfitt. Hann tók veikindunum sínum með jafnað- argeði eins og honum var líkt. Við Margrét vottum Hildi- gunni, Mörtu, Jóakim og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Þorkell Erlingsson. Við andlátstilkynningu Jóns Gunnars Skúlasonar streymdu minningarnar fram um góðar sameiginlegar stundir. Haustið 1957 hóf glaðvær hópur ung- menna nám við Menntaskólann að Laugarvatni. Í þessum hópi var ungur hæglátur piltur frá Keflavík. Hann var þar við nám í 4 ár, reyndist góður námsmaður og lauk stúdentsprófi frá stærð- fræðideild skólans 1961. Þá tók við háskólanám í byggingarverk- fræði á Íslandi og í Noregi. Dvaldi hann um tíma við störf í Osló, en þar kynntist hann Hildi- gunni, sem síðar varð lífsföru- nautur hans. Þegar heim var komið hófu þau búskap saman og stofnuðu fjölskyldu. Jón starfaði á verkfræðistofu við hönnun og eftirlit ýmissa mannvirkja og sýndi í störfum sínum árvekni og ábyrgð, réttsýni og heiðarleika. Fyrir tæpum þremur áratugum var Jón einn af 9 manna hópi samstúdenta, sem hittust mánað- arlega til að ræða mál líðandi stundar. Endurnýjuðust þá fyrri kynni yfir kaffibollum og með- læti. Þessi kynni þróuðust með þátttöku maka í matarveislur og ferðalög innanlands. Vináttu- tengslin frá fyrri tíð í skólanum urðu að ævilangri vináttu. Trygg- lyndi hans og heiðarleiki, sem einkenndu hann, styrktu vináttu- böndin. Veikindi sem hrjáðu hann í lokin voru honum erfið og nú við lok ferðar hans kveðjum við góðan dreng. Um leið og við þökkum fyrir samveruna sendum við Hildigunni og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd bekkjasystkina, Sólmundur og Róbert. Það gerðist um 1970 hér á landi að veruleg jarðtæknileg vandamál komu upp við fram- kvæmdir þannig að talin var þörf á erlendri aðstoð. Haft var sam- band við Norðmenn og brugðust þeir vel við og sendu hingað einn af sínum bestu mönnum fyrir verkefnið. Þessi „erlendi“ sér- fræðingur var Jón Skúlason. Þessi saga lýsir því trausti sem menn höfðu á Jóni Skúlasyni strax á hans yngri árum og þetta mat bara jókst með árunum. Ég kynntist Jóni þegar ég kom til starfa hjá Vegagerðinni í júní 1974 og var þá á síðasta ári í byggingatæknifræði við Tækni- skóla Íslands. Mál þróuðust þannig að Jón varð leiðbeinandi minn við gerð lokaverkefnis sem varð svo upphafið að löngu og góðu samstarfi. Jón starfaði hjá Vegagerðinni til ársins 1978 við öll tilfallandi jarðtækniverkefni í tengslum við vega- og brúagerð. Hann var ná- kvæmismaður við alla vinnu, stundaði mikið faglegar rann- sóknir og leitaðist við að aðlaga kenningar og líkön að íslenskum aðstæðum ef þær kynnu að vera öðruvísi en gert var ráð fyrir í fræðiritunum. Jón var frábær fagmaður sem leitaði oft nýrra leiða við lausn verkefna og var frumkvöðull á sviði jarðtækni á Íslandi. Þannig urðu til ýmsar útfærslur á rann- sóknum sem gáfu góða mynd af eiginleikum íslenskra efna til notkunar í vegagerð. Eftir að Jón fór frá Vegagerð- inni starfaði hann hjá Almennu verkfræðistofunni, en verkefnin tengdust mörg hver áfram verk- efnum Vegagerðarinnar og við komum að mörgum verkefnum sem Jón vann fyrir aðra, sem gat verið á öllum sviðum jarðtækni og vegagerðar. Það segir mikið um Jón að til hans var leitað um alla jarðtæknilega þætti við mannvirkjagerð hvort sem það tengdist vegum, brúagerð, höfn- um, flugvöllum eða stíflum, við hönnun eða til úrlausnar oft á erf- iðum deilumálum, sem sýnir hvað Jón var víðsýnn maður og úr- ræðagóður. Þegar litið er yfir tímann hafa málin ekki bara tengst tæknileg- um verkefnum heldur og einnig koma upp margar og góðar minn- ingar um traustan og góðan ferðafélaga, hvort sem það var um skriður, fjalllendi eða blautar mýrar hér heima eða könnun á áhugaverðum stöðum, starfi og menningu annarra þjóða, alltaf var Jón sami ljúfi og trausti fé- laginn. Jarðtæknifélag Íslands heiðr- aði Jón Gunnar Skúlason með því að útnefna hann heiðursfélaga Jarðtæknifélagsins árið 2017 fyr- ir frumkvöðlastarf á sviði félags- ins og fyrir að vera einn af mátt- arstólpum þess frá stofnun félagsins 1978. Að lokum votta ég Hildigunni og fjölskyldu mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Jóns Gunnars Skúlasonar. Haraldur Sigursteinsson. Það hefur löngum þótt var- hugavert að reisa hús sitt á sandi, enda sú listin ekki öllum gefin. Árið 1978 barst okkur á Almennu verkfræðistofunni nýr liðsmaður, Jón Skúlason verkfræðingur. Hann var menntaður í Noregi og sérmenntaður í jarðtækni. Jón hafði unnið um hríð hjá Vega- gerðinni og hannað vegi um ís- lenskar fúamýrar. Það var okkur félögunum mikill hvalreki að fá slíkan mann sem Jón Skúlason í okkar raðir. Það kom fljótt í ljós að maðurinn var mjög vel að sér í sínu fagi enda þjálfaður til margra ára við rannsóknarstofn- anir í Noregi. Á hann hlóðust því sjálfkrafa ýmis hin flóknustu verkefni, sem við á Almennu verkfræðistofunni höfðum við að glíma. Sífellt stærri hafnarbakk- ar í Sundahöfn, jarðvegsstíflur við fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun og síðar Kárahnjúkavirkjun, flugvellir nýir og gamlir og hvað- eina sem sérþekkingar hans krafðist. Jón Skúlason var maður grannvaxinn, hæglátur og lá lágt rómur. Hann hafði ekki í flimt- ingum en var glaðvær í sínum hópi. Aldrei lagði hann til nokk- urs manns. Jón öðlaðist verð- skuldað traust viðskiptavina okk- ar sem leituðu endurtekið hans þjónustu. Jón Skúlason var afar þægi- legur félagi. Hann var ósérhlífinn og naut þess að vinna í hópi. Hann naut sín ekki síður við bridgeborðið í hádeginu, þar sem matast var með annarri hendinni, en haldið á spilunum í hinni. Ég átti því láni að fagna að vinna með Jóni í ýmsum verkum, ekki síst að undirbúningi nýs flugvallar á Egilsstöðum. Þar voru hyldjúp setlög undir norðurenda brautarstæðisins. Nú fergjum við þetta og pressum úr því vatnið sagði Jón. Svo var keyrt heljarfarg á brautarstæðið sem seig um 40-50 cm og situr enn. Fyrir nokkrum árum urðum við þess varir að ekki var allt með felldu varðandi heilsu Jóns. Lúmskur sjúkdómur hafði læðst að honum hljóðlaust og að lokum haft betur. Með Jóni Skúlasyni er fallinn frá einn af færustu jarðtækni- verkfræðingum landsins. Margt sem hann byggði á sandi kann að standa um aldir. Pétur Stefánsson. Jón Gunnar Skúlason Á flugvellinum í Flórens á Ítalíu árið bíða þrír ferðalang- ar eftir farangri sín- um. Töskubandið fer af stað og fyrsta taskan sem birtist er stór og mikil ferðataska frá Íslandi, með mikilvægu innihaldi, ein- stöku listaverki. Taskan rennur inn á bandið og eins og fyrir óskiljanlega utanaðkomandi krafta reisir hún sig upp og siglir Grímur Marinó Steindórsson ✝ Grímur MarinóSteindórsson fæddist 25. maí 1933. Hann lést 5. júní 2019. Útför Gríms Marinós fór fram 12. júní 2019. teinrétt á bandinu í áttina til okkar. Ógleymanleg stund. Við erum á leið á alheims ráðstefnu World Renewable Energy í Flórens. Á ráðstefnunni stend- ur til, meðal annars, að heiðra þá þjóð sem mest hefur lagt af mörkum til að breyta innviðum sínum í sjálfbæra orkugjafa. Verðlaunagripurinn er listaverk eftir Grím Marinó Steindórsson, sem hannaði sérstakan táknræn- an grip; skip sem siglir fullum seglum vindorku, með sólar- geisla yfir hraunmola í skál á þil- fari, tákn jarðvarma og vatns- afls. Allt sem minnir okkur á sjálfbæra orkugjafa jarðar. For- seti Íslands, herra Ólafur Ragn- ar Grímsson, afhendir orkumála- ráðherra Kýpur verðlaunagrip- inn í glæsilegum hallarkynnum Palazzo Pitti og listamaðurinn er djúpt snortinn. Grímur lét ekki mikið yfir sér, en var afkastamikill listamaður og hagur á járn og stál. Eftir hann eru mörg listaverk sem prýða umhverfi sitt víða um land. Hann hélt sýningar og hlaut ýmsar viðurkenningar og verð- laun á langri starfsævi. Einnig var hann bæjarlistamaður Kópa- vogs. Grímur var tryggur vinur vina sinna, barnslega einlægur og með listamannshjarta. Við fórum með honum í nokkrar ferðir til útlanda og það var gaman að sjá hvað hann var opinn fyrir öllu því sem hver staður bauð upp á. Alltaf leitaði hann uppi eitthvað sérstakt til að heimsækja, lista- söfn og útigarða og tók mikið af myndum, sem hann deildi með okkur. Stundum sagði hann okk- ur frá uppvextinum, skipaferðum um allan heim og ástríðu sinni fyrir listinni. Fjölskyldan honum mikilvæg. Ýmislegt hafði á dag- ana drifið, mótaður af erfiðleik- um æskuáranna fyrir stríð, með- læti og mótlæti gegnum lífið. Alltaf tilbúinn að finna hið góða í hverjum aðstæðum, skylduræk- inn og glettinn í senn. Nú er hann hættur að líta við í kaffisopa og súkkulaðimola og við söknum heimsókna hans. Hann átti það til að guða á eld- húsgluggann hjá okkur og var drifinn inn áður en hann hélt áfram á leið sinni. Var bara rétt að koma við hjá okkur, að eigin sögn. Við sendum fjölskyldu hans allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur og minnumst Gríms með miklu þakklæti fyrir þá vináttu sem við áttum saman um árabil. Bergþóra Karen Ketilsdóttir, Þorsteinn Ingi Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.