Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 » TónlistarhátíðinReykjavík Mid- summer Music hófst í gær með tónleikum í Eldborg sem báru yfir- skriftina Minning um Flórens. Fram komu mikilsvirtir tónlistar- menn og fluttu verk eft- ir Brahms, Sjostako- vitsj, Tsjækovkíj. Opnunartónleikar tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music voru haldnir í Eldborg í gær Morgunblaðið/Eggert Ljóðaflokkur Bramhs Víkingur Heiðar Ólafsson og austurríski baritónsöngvarinn Florian Boesch. Áhugi Ólöf Breiðfjörð, Jóna Kristinsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson. Tónlist Svana Víkingsdóttir, Stefanía Ólafsdóttir og Þorgerður Ingólfsdóttir. Gestir Erna Erlingsdóttir, Einar Kárason og Hildur Baldursdóttir. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Tónlistarkonan Rokky mun í fyrsta skipti flytja raftónlist sína á Íslandi þegar hún stígur á svið á Secret Sol- stice-tónlistarhátíðinni í Laugardal á morgun. Hún gaf nýverið út tónlist- armyndband við nýjustu smáskífu sína, „deux“, sem tekið var upp í JL- húsinu við Hringbraut þar sem hót- elið Oddsson var áður. Rokky segist gríðarlega spennt fyrir því að spila raftónlist sína á ís- lenskri grundu og vonast eftir því að allir sleppi sér í dansi um leið og tón- listin fer af stað. „Ég vil að fólk dansi mikið. Ég kom fram á tónlistarhátíð í Eistlandi ekki fyrir löngu og þá hugs- aði ég með mér: „Plís að fólk dansi með mér,“ því ég var fyrst á svið, klukkan sex í eftirmiðdegið,“ segir Rokky og heldur áfram: „Ég geri danstónlist og þegar ég bý hana til prufa ég hana og athuga hvort ég myndi dansa við hana. Það virkaði allavega í Eistlandi og ég vona að slíkt hið sama muni gerast á Íslandi.“ Talar sex tungumál Rokky er íslensk, skírð Ragnheiður og er Haralds- dóttir, en er fædd og uppal- in á Englandi. Þá bjó hún á Íslandi í sex ár og talar við blaða- mann á reiprennandi íslensku. Hún talar að auki fimm önnur tungumál, enda hefur hún að eigin sögn flutt mikið um ævina, og búið í fjórum löndum. Í dag er Rokky búsett í Berl- ín en á smáskífunni „deux“ syngur hún á frönsku. Aðspurð segir hún að raftónlistar- menningin í Berlín sé gríðarsterk og lýsir henni sem „gullnámu“ fyrir tón- listarkonu eins og hana. „Alltaf þegar maður fer út að dansa er geðveik tónlist. Ég elska það. Ég er alltaf að fylgjast með plötu- snúðunum og tónlist- inni og hugsa alltaf með mér hvað þetta er geðveik tónlist. Ég elska hana,“ seg- ir Rokky. Tekur allt upp heima Rokky hafði lengi spilað mikla gít- artónlist, og spilaði á götum úti, „böskaði“, í Berlín um árabil. Hún segir aðspurð að hún böski minna núna, enda einbeiti hún sér meira að raftónlistinni um þessar mundir. „Ég spila reyndar stundum á börum hérna,“ segir hún. Rokky gerir raftónlistina sína sjálf og tekur upp á heimilinu sínu í Berlín. „Ég hef alltaf verið að gera elektrón- íska tónlist heima, bara á iPad-inn eða tölvuna,“ segir Rokky og bætir við hlæjandi að hana fari að vanta fleiri græjur. Rokky gaf fyrstu smáskífu sína út seinasta haust og fékk hún góðar við- tökur. Lagið var m.a. notað í auglýs- ingu fyrir haustlínu tískurisans Esprit og segir Rokky að það hafi verið rosa- lega góð innspýting fyrir hana og fer- ilinn. „Það var ekkert smá geðveikt fyrir mig. Maður er að lifa á nánast engu og vill gefa tónlistinni mikinn tíma. Þá getur maður ekki verið að gera mikið annað. Að fá svona gefur manni mikið „boost“ til þess að gera meira og geta sett aðeins meiri pening í þetta. Ég get ekki lýst því hvað þetta var geðveikt.“ Meira á leiðinni Eins og áður segir sendi Rokky nýverið frá sér nýtt myndband við smáskífuna „deux“. Margrét Seema Taykar leikstýrði myndbandinu og sá um kvikmyndatöku. Myndbandið er með nokkuð sér- stakan blæ yfir sér og segir Rokky að það hafi verið ótrúlega gaman að vinna myndbandið með Margréti. „Hún er með frábæra nálgun og mikla hæfileika. Þetta var alveg æðislegt samstarf og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna,“ segir hún. Spurð hvað sé næst á dagskrá hjá henni, og hvernig hún sjái það sem eftir er af árinu fyrir sér, segir Rokky að fljótlega eftir Secret Sol- stice sé von á annarri smáskífu frá henni sem heitir „Sunshine“. Með því lagi muni fylgja myndband sem er tekið upp í Suður-Frakklandi. Þá sé von á EP-plötu frá henni síðar í ár. Heitasta óskin að fólk dansi Geggjað „Að fá svona gefur manni mikið „boost“ til þess að gera meira og geta sett aðeins meiri pening í þetta. Ég get ekki lýst því hvað þetta var geðveikt,“ segir Rokky um kaup á lagi eftir hana fyrir auglýsingu Esprit.  Rokky kemur fram á Secret Sol- stice í Laugardal Rithöfundurinn Lilja Sigurðar- dóttir hlaut verðlaunin Blóðdrop- ann í ár, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, fyrir glæpa- sögu sína Svik. Verðlaunin voru afhent við athöfn í Iðu í gær. Dómnefnd Blóðdropans las spennubækur þær er gefnar voru út í fyrra og var á einu máli um að um væri að ræða mjög farsælt og sterkt ár fyrir glæpaunnendur, að því er fram kemur í tilkynningu. Segir þar að dómnefnd hafi verið á einu máli um að Svik Lilju Sigurð- ardóttur stæði upp úr á sterku ári. „Sagan er hörkugóður pólitískur spennutryllir og ferskur andblær í íslenska glæpasagnahefð sem hefur ekki oft tekið á spillingu í íslensk- um stjórnmálum. Helsta vægi sög- unnar er margslungin fléttan sem nýtur sín í öruggum höndum höf- undar. Þá prýðir söguna ríkulegt persónugallerí sem segja má að sé stærsti kostur Lilju, en hún er sér- staklega góð í að skapa sannfær- andi persónur sem auðvelt er að hrífast með. Svik sver sig í ætt við skandinavísk ættmenni sín á sviði glæpabókmennta, er í senn vel skrifuð og æsispennandi,“ segir í umsögn dómnefndar. Þetta er annað árið í röð sem Lilja hlýtur Blóðdropann en hún hlaut hann í fyrra fyrir skáldsög- una Búrið. Svik verður tilnefnd sem framlag Íslands til Glerlykilsins sem besta norræna glæpasagan og verður það einnig annað árið í röð sem hún er tilnefnd til þeirra verð- launa. Dómnefnd Blóðdropans í ár skip- uðu Vera Knútsdóttir sem var for- maður, Páll Kristinn Pálsson og Kristján Atli Ragnarsson. Lilja hlaut Blóðdropann fyrir Svik Lilja Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.