Morgunblaðið - 21.06.2019, Side 40

Morgunblaðið - 21.06.2019, Side 40
Fegðinin Erla og Stefán S. Stef- ánsson koma fram á fjórðu tón- leikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu á morgun kl. 15. Þau munu flytja tónlist Stefáns, nýja sem og eldri, og mögulega munu djassstandardar fá að fljóta með. Erla syngur, Stefán leikur á saxó- fón, Vignir Þór Stefánsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Feðgin flytja sumar- djass á Jómfrúnni „Þetta var einn af þessum dögum þegar allt gengur upp hjá manni,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson, knattspyrnumaður hjá Aalesund í Noregi. Hólmbert skoraði tvö mörk í 4:0-sigri á Molde, toppliði norsku úrvalsdeildarinnar, í norska bik- arnum. Hann segir KR þurfa tvo góða leiki til að slá Molde út í und- ankeppni Evrópudeildarinnar. »34 Rúllaði yfir toppliðið sem mætir KR-ingum Heiðdís Hólm myndlistarmaður opnar sýninguna „Alltaf aldrei“ í Kaktus, Strandgötu 11b á Akureyri, í kvöld kl. 20 og verður einnig opið á laugardag og sunnudag frá kl. 15 til 18. Heiðdís er fædd árið 1991, uppalin á Egilsstöðum og lauk námi við Myndlistarskólann á Akureyri vorið 2016. Hún býr og starfar í Glasgow í Skotlandi, notar bland- aða listmiðla og legg- ur áherslu á breytileika efni- viðarins. Verkin eru gjarnan sjálfsævisögu- leg og femínísk, um lífið, listina og letina. Alltaf aldrei Heiðdísar Hólm í Kaktusi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Brassband Reykjavíkur leiddi um liðna helgi göngu í árlegum skrúð- göngum í þorpum í Saddleworth og Tameside-héraði í Jórvíkurskíri, skammt frá Oldham á Norður- Englandi, tók þátt í átta keppnum lúðrasveita í kjölfarið og var valið besta erlenda bandið í einni þeirra. „Ferðin heppnaðist sérlega vel og rúsínan í pylsuendanum var að sigra í einni keppninni,“ segir Hans Orri Straumland, stjórnarformaður Brassbands Reykjavíkur og bás- únuleikari. Hann segir að bandinu hafi verið sérlega vel tekið og við- brögðin eftir því. „Við spiluðum Öx- ar við ána“ og „Tjarnarmars“, verk sem Bretar höfðu ekki heyrt áður, og að vera valið besta erlenda band- ið vitandi um gæðastimpil hinna bandanna var alveg frábært.“ Merkilegasti viðburðurinn Hans segir að yfir aldarlöng hefð sé fyrir lúðrasveitamenningu í þorp- unum á svæðinu. Föstudaginn eftir hvítasunnudag sé haldin sérstök há- tíð í kirkjunum og síðan gengið frá þeim í garð í Uppermill á miðju svæðinu. Lúðrasveitir gangi fyrir hverri göngu. Síðdegis hefjist síðan keppnin. Fyrst taki böndin stutta marseringu og síðan keppnis- marsinn. Dómarinn sjái ekki böndin til að tryggja hlutleysi. „Þetta er tal- inn vera merkilegasti viðburðurinn í heimi brassbanda og yfir 80 bönd frá Bretlandi og víðs vegar í Evrópu kepptu í fjölmennustu keppninni,“ segir hann. Í Denshaw tóku 59 bönd þátt í keppninni, sem Brassband Reykjavíkur sigraði í. Brassband Reykjavíkur er sex ára, var stofnað í kjölfar 20 ára af- mælis Skólahljómsveitar Grafarvogs 2013. Hans rifjar upp að skóla- hljómsveitin hafi upprunalega verið brassband. Vegna peningaleysis hafi þótt einfaldast að fá einn kennara, sem gæti kennt á allt, málmblásturs- kennari hafi verið ráðinn til að kenna á málmblásturshljóðfæri og því hafi aðeins málmblástursspilarar verið í hljómsveitinni. Brassband Reykjavíkur hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum og haldið tónleika reglulega, meðal annars farið einu sinni í tónleikaferð til Færeyja. 33 manns voru í hópn- um til Englands og þar af 25 hljóð- færaleikarar. „Allir í bandinu eru sammála um að við verðum að gera þetta aftur,“ segir Hans. Næstu tónleikar verða í Guðríðar- kirkju 15. september næstkomandi. „Þá ætlum við að rekja ferðasöguna, sýna myndir og myndbönd og spila tónlistina sem við spiluðum á Eng- landi,“ segir Hans. AFP Ganga Guðný Einarsdóttir, organisti í Háteigskirkju og fánaberi, og Hans Orri Straumland básúnuleikari. Sigurinn í keppninni rúsínan í pylsuendanum  Brassband Reykjavíkur besta erlenda bandið á Englandi ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Góð heyrn glæðir samskiptiFÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 172. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.