Morgunblaðið - 21.06.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.2019, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 „HIN TÝPAN ER MEÐ FLEIRI PRÓGRÖMM OG ER 10.000 KALLI ÓDÝRARI. HVERNIG HRÚTSKÝRIR ÞÚ ÞAÐ?” „HVER HEFUR VERIÐ AÐ NOTA LOFNARBLÓMA FREYÐIBAÐIÐ MITT?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að dansa við besta dansherrann. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVERNIG LÍKAR ÞÉR MATURINN? SLURP SMJATT HRÍÍÍN KJAMMS! ÉG HELD AÐ ÞETTA ÞÝÐI „ég elska þetta” á máli Barbara! ÆTTIR ÞÚ ÞÁ EKKI AÐ VERA TÚNFISKUR? DRAUMAR GETA RÆST Í ALVÖRU? HEIMILISTÆKI ÚTSALA Börn Hauks og Magneu eru: 1) Fjóla Björk, f. 22.12. 1974, grafískur hönnuður og viðskiptafræðingur, bús. í Kópavogi; 2) Jóhannes Hlynur, f. 23.3. 1981, flugstjóri og vélaverk- fræðingur, bús. í Kópavogi. Maki: Hulda Fríða Björnsdóttir, fatahönn- uður og viðskiptafræðingur; 3) Heið- rún Ösp, f. 5.8. 1983, burðarþolsverk- fræðingur, bús. í Kópavogi. Maki: Elmar Ernir Viðarson, tækniteikn- ari. Barnabörnin eru orðin 6. Systkini Hauks: Geir, f. 24.6. 1940, flugvirki og loftskeytamaður, bús. í Hafnarfirði; Auður, f. 4.2. 1943, læknaritari, bús. í Kópavogi; Leifur, f. 11.10. 1951, útvarpsmaður, bús. í Kópavogi. Foreldrar Hauks voru hjónin Haukur Jóhannesson, f. 15.2. 1915, d. 13.8. 1999, loftskeytamaður og stöðv- arstjóri hjá Pósti og síma, og Auður Helga Ingibjörg Jónsdóttir, f. 8.9. 1918, leikstjóri, bús. í Kópavogi. Úr frændgarði Hauks Haukssonar Haukur Hauksson Björg Einara Hákonardóttir húsfreyja á Ísafi rði Kristján Sigurbjörn Kristjánsson skipstjóri á Ísafi rði María Sigurbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík Auður Helga Ingibjörg Jónsdóttir leikstjóri Geir Jón Jónsson kennari og gjaldkeri í Rvík Helga Jónsdóttir húsfreyja á Hvarfi og Hlíðarenda í Bárðardal Jón Sigurgeirsson bóndi og hreppstj. á Hvarfi í Bárðardal Hulda Svava Jónsdóttir húsfreyja í Rvík Hallur Þorsteinsson fv. blaðamaður á Morgunblaðinu Ragnheiður Jóhannes dóttir hár- greiðslukona og húsfr. í Mosfellsbæ Vífi ll Oddsson verkfræðingur í Rvík Guðný Jóhannesdóttir húsfr. og skrifstofum. í Rvík Úlfur Árnason erfðafræðingur og prófessor í Lundi í Svíþjóð Helgi Jóhannesson loftskeyta maður í Rvík Jóhannes L.L. Helgason frkvstj. Happdrættis Háskólans Guðný Hannesdóttir húsfreyja á Kvennabrekku Helgi Helgason bóndi á Kvennabrekku Guðríður Helgadóttir húsfreyja á Kvennabrekku Jakob Jóhannesson Smári skáld og kennari Sigurður Jó- hannes- son full trúi í Rvík Flosi Sig- urðs son veður- fræð- ingur í Rvík Sigurður Flosa son tón listar- maður Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson prestur og málfræðingur á Kvennabrekku í Dölum Arnbjörg Jóhannesdóttir húsfreyja á Hesti Jóhann Tómasson prestur á Hesti í Borgarfi rði Haukur Jóhannesson loftskeytam. og stöðvarstj. hjá Pósti og síma Yngvi Jó hannes- son skáld og skrif- stofum. í Rvík Steinunn Helga Yngva- dóttir hús freyja í Rvík Páll Harðar- son for stjóri Kaup- hallar- innar Ég hitti karlinn á Laugaveginumþar sem hann var að spóka sig í góða veðrinu og heilsaði honum glaðlega. Hann leit til mín, hnykkti höfðinu eilítið aftur á bak á ská og tautaði: Mælti Kristbjörg, var stífluð af kvefi: „Að mér kæfandi sækir nú efi og ég tek því ei létt: Fleira rangt er en rétt í Reykjavíkurbréfi.“ Og var horfinn. Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur Arnfinnsson þessar fallegu stökur um „Fjallablóm“: Örlítið blóm sem blikar og brosir ljósinu mót feimið bærir sinn bikar á berangri við minn fót. Innan um ótal steina í auðninni, stillt og rótt, ilmar hér blómið eina í öræfakyrrð um nótt. Og það er bjart yfir þessu erindi Péturs Stefánssonar: Dýrðleg er sólin hún geislar svo glatt, glitra hér vogar og flóar og firðir og víkur ég segi það satt, svo sindra hér fjöllin og skógar. Finnst mér í landinu fegurðin slík að fyllist ég lotning og gleði og þjóðin hún öll er af atorku rík og einmuna heilbrigð á geði. Helgi Ingólfsson kemur úr ann- arri átt: Hér hafa í ríkinu viðirnir vígindi og veðrinu sagt er þeir haldi, þótt mæði á þeim þessi hamfarahlýindi og hagkerfisstinningskaldi. Indriði á Skjaldfönn spurði hvort „vígindi“ væri nýyrði. Því neitaði Helgi: – Vígindi eru eru t.d. tágar eða kvistir, sem gefa viði mynstur sitt. Séu þeir þverskornir veikja vígindin jafnan viðinn, en eftir endilöngu styrkja þau hann. Eftir nokkur orðaskipti orti síðan Helgi: Það eflaust telst della og drýgindi og dálítið óvenjulegt að velja sér orð eins og „vígindi“. Í vísnasmíð getur það blekkt. Hjálmar Freysteinsson segir að sig gruni að mannanafnanefnd hafi séð fram á enn meiri vandræði ef hún samþykkti nafnið Kona. Stundum segir nefndin nei svo nafnið engan blekki. Ein vill heita María Mey en má það ekki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Reykjavíkurbréf, vígindi og lúsmý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.