Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Side 8
RAX VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.7. 2019 Happy Talk kertastjakar kr. 6.900, 9.800 og 16.000 Spiladósir kr. 6.600 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Rými fyrir ráðstefnur í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur Mikil spenna einkennirþjóðfélag okkar. Stöðugpressa að ná hinu og þessu. Í þessu samhengi má segja að það sé mikilvægt að gefa sér tíma fyrir hreyfingu, góða sam- veru og að læra nýja hluti. Þrír hlutir eru sérlega mik- ilvægir til að viðhalda grunn- þáttum í heilastarfsemi ein- staklinga sem tengjast grá og hvíta efni heilans, þ.e.a.s. tauga- kerfi heilans. 1. Líkamleg þjálfun 2. Góð samvera 3. Að læra eitthvað nýtt Gefum okkur tíma til að sinna líkamlegri hreyfingu 30-60 mín- útur á dag. Líkamleg þjálfun er algert lykilatriði í viðhaldi á taugakerfi heilans. Fólk sem er virkt á líkamlega sviðinu er oftast einnig virkt á vitsmunalega svið- inu. Finnum þá hreyfingu sem passar fyrir okkur. Er það að stunda sund, hjóla, skokka/hlaupa, fara í göngutúra, golf, jóga eða að fara í ræktina? Ef maður kíkir í Laugardalslaugina snemma morg- uns hittir maður iðulega ein- staklinga sem stunda sund sem þjálfunaraðferð og nota heitu pott- ana til að ræða og leysa þjóð- málin, fá góða samveru. Það er líka mjög gaman að sjá heilu fjöl- skyldurnar, afa, ömmur, börn og barnabörn, fara saman í sund til að njóta bæði hreyfingar, leiks og samveru. Við megum ekki gleyma því að þessi samverustund er líka án allra snjallsíma og spjaldtölva – og þær stundir verða æ mik- ilvægari. Gefum okkur tíma í samveru með vinum, fjölskyldu og öðrum sem okkur líður vel með. Góð samvera er gulls ígildi. Þetta er eitt af þeim atriðum sem fræði- menn hafa dregið fram hjá þeim sem hafa lifað löngu og góðu lífi. Fræðimenn kalla þá staði þar sem fólk lifir lengst „bláu svæðin“. Þau eru: Íkaría (Grikklandi), Sardinía (Italíu), Okinawa (Japan), Nicoya (Kosta Ríku) og Loma Linda (Kaliforníu). Ég fór sjálfur sum- arið 2015 til eyjunnar Íkaríu í Eyjahafi til að upplifa og skoða hvað einkennir lífið á þeirri eyju. Samvera fólks var mikil, eldra fólk hafði hlutverk, passaði barnabörn- in eða barnabarnabörnin, vann á veitingastöðum, spilaði á spil eða spjallaði í fleiri tíma við félagana á hverjum degi. Dagleg hreyfing var einnig mikilvæg og fólk bjó sem oftast í bröttu landslagi sem krafðist meira af því. Róleg stemning, friðsæld og vingjarn- leiki var það sem einkenndi þessa flottu eyju sem liggur mitt á milli Samos og Mykonos. Næstum eng- ir ferðamenn voru sjáanlegir en við hittum marga sem voru komn- ir vel yfir 100 ára aldurinn í fullu fjöri. Gefum okkur tíma til að læra eitthvað nýtt, taka nýjum áskor- unum. Þegar áskoranir eru í réttu samhengi við færni, þ.e.a.s. við er- um í flæði, eru möguleikar á að tileinka sér nýja hluti sem bestir. Nýjar áskoranir geta tengst sviði (t.d. tónlist, bókmenntum, íþrótt- um), þema (t.d. H.C. Andersen, Íslendingasögum, garðyrkju, fluguveiði) og færni (t.d. að læra á gítar eða læra nýtt tungumál). Mikilvægt er að finna hvað mann langar til að verða betri í og læra meira um. Einn norskur félagi minn, Arne Kjell Foldvik, 84 ára, má segja að uppfylli alla þessa þætti. Hann stundaði skauta til 20 ára aldurs og hóf þá að æfa ratleik. Þegar hann hætti að vinna við háskólann 67 ára gamall byrjaði hann aftur á skautum; sem sagt 47 árum seinna. Tók áskoruninni að byrja aftur og nú á nýrri gerð af skaut- um (klappskautum). Nýju skaut- arnir kröfðust öðru vísi tækni en gömlu skautarnir, þannig að Arne þurfti að læra nýja færni. Síðustu 17 árin hefur hann æft 10 til 12 tíma á viku. Hann er tífaldur heimsmeistari (old boys) á skaut- um. Hann sagði mér að hann æfði með unglingunum í klúbbnum, 12- 16 ára, en hann gæti verið langafi þeirra. Arne sagði mér einnig að hann væri heppinn að gegnum það að vera með á skautum eignaðist hann nýja vini. Bæði yngri og eldri. Hann hefur eignast góða vini meðal keppinauta sinna í ald- ursflokknum 80-84 ára og hann og kona hafa farið bæði til Rússlands og Hollands. Þannig að það er aldrei of seint að æfa íþróttir, tak- ast á við áskoranir og eignast nýja vini. Gefum okkur tíma Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundur@ru.is ’Þannig að það eraldrei of seint að æfaíþróttir, takast á viðáskoranir og eignast nýja vini.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.