Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.07.2019, Page 29
hljómsveitum og við sáum fram á það að okkur langaði að spila tónlist sam- an. Við vorum allir að fara í gegnum svipaða hluti; sumir okkar glíma við kvíðaraskanir og þunglyndi og við vildum finna rödd til að tjá okkur. Eymdin er fagnaðarefni í þessari hljómsveit; við komum saman og eig- um opna umræðu um hvernig okkur líður.“ Árið 2017 tók Une Misere þátt í Wacken Metal Battle, alþjóðlegri keppni fyrir málmsveitir án plötu- samnings, þar sem sveitin var á með- al sigurvegara og vann sér réttinn til að spila á einni stærstu málmhátíð heims, Wacken Open Air í Þýska- landi. Í kjölfarið fór boltinn að rúlla og fljótlega var sveitin komin með umboðsmann og plötusamning, en fyrsta plata Une Misere er væntanleg seinna í ár. „Þetta er í rauninni síðasti túrinn okkar áður en platan kemur út,“ segir Finnbogi. „Þetta verður örugglega síðasti túrinn þar sem við þurfum að gera allt sjálfir, þar sem við erum á eigin báti, en ég vona að þetta verði síðasta þrotið sem hljómsveitin þarf að fara í gegnum.“ Fara ekki styttri leiðina Meðlimir sveitarinnar höfðu allir spil- að með öðrum hljómsveitum áður en fljótlega áttuðu þeir sig á að Une Mi- sere var frábrugðin þeim sveitum. „Ég áttaði mig fyrst á því að þetta var meira en bara hobbí þegar ég komst að því að söngvarinn okkar hefði tekið stóra skrefið og hætt allri áfengis- og vímuefnaneyslu. Þá sá ég hvað allir voru tilbúnir að taka þetta alvarlega,“ segir Finnbogi. „Við viss- um það frá byrjun að það væri enginn millivegur; stóra planið væri að fara alla leið. Sama hvort við myndum spila þrisvar á ári eða níutíu sinnum á ári þá kom ekki annað til greina en að gera þetta af fullri alvöru. Við vitum að það er eina leiðin til að afreka eitt- hvað,“ bætir hann við. „Við erum ekk- ert að reyna að fara styttri leiðina.“ Ljósmynd/Eydís Klara Þorleifs Ljósmynd/Amy Haslehurst 28.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 TÓNLIST Greta Thunberg er eflaust einn þekktasti aðgerða- sinni heims um þessar mundir. Hún hefur tekið höndum saman við rokksveitina The 1975 til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í nýju lagi sveitarinnar talar hin sextán ára Thunberg, yfir lágstemmdri tónlist, um hvernig fyrri kynslóðir hafi brugðist og hvað þurfi að gerast til að koma í veg fyrir útrýmingu mann- kynsins af völdum umhverfis- hamfara. Thunberg gengur í hljómsveit Greta Thunberg er kraftmikil. BÓKSALA 14.-23. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Svört perla Liza Marklund 2 Annabelle Lina Bengtsdotter 3 Sara Árelía Eydís Guðmundsdóttir 4 Independent People Halldór Laxness 5 Qaanaaq Mo Malø 6 Sagas of The Icelanders 7 Iceland in a bag Ýmsir höfundar 8 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan 9 Iceland – The land of Fire and Ice Chris McNab 10 Iceland – Visual Explorer Guide Chris McNab 1 40 vikur Ragnheiður Gestsdóttir 2 PAX 1 – Níðstöngin Åsa Larsson / Ingella Korsell / Henrik Jonsson 3 Hvísl hrafnanna 1 Malene Sølvsten 4 Skjaldbökur alla leiðina niður John Green 5 Ljónið Hildur Knútsdóttir 6 Rökkurhæðir 1 – Rústirnar Birgitta Elín Hassell / Marta Hlín Magnadóttir 7 Hvísl hrafnanna 2 Malene Sølvsten 8 Skrifað í stjörnurnar John Green 9 Hyldýpið Camilla Sten/Viveca Sten 10 Bækur duftsins – Villimærin fagra Philip Pullman Allar bækur Ungmennabækur Í sumar hef ég haldið mig að mestu við ljóð. Við erum mjög heppin á Íslandi hvað það hefur verið að koma mikið út af góðu efni. Nýjar þýðingar, frumleg ung- skáld og endurútgefnar ljóðabæk- ur eftir gleymda höfunda. Ein ljóðabókin sem ég hef verið að grúska aðeins í er Þröskuldur húss- ins er þjöl eftir Arn- þrúði Jónatans- dóttur. Um er að ræða endurútgefna ljóðabók sem kom fyrst út árið 1958. Ný útgáfa bókar- innar er falleg og vel unnin og ég er raunar mjög þakk- látur fyrir að einhver skuli hafa grafið þetta upp og gefið út því bókin er bæði stórmerkileg og góð. Það er mikill fengur fyrir unn- endur íslenskra ljóða að uppgötva Þröskuldur hússins er þjöl og ég gæti vel trúað því að endurútgáfa verksins fái marga til að endur- hugsa bókmenntasögu 20. aldar, sem hefur jafnan verið svolítið kar- lapartí. Síðast lauk ég við skáldsöguna Eldhús eftir japanska höf- undinn Banana Yashimoto sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1993. Verkið er einstaklega skemmtilegt og vermir hjartaræt- ur, þótt söguþráðurinn kunni að vera sorglegur. Bókin olli miklu fjaðrafoki þegar hún kom út í heimalandinu árið 1988 en er nú með ástsælustu bókmenntaverk- um Japans. Í bókinni kynnist les- andinn Mikage, ungri japanskri konu með ástríðu fyrir elda- mennsku en hefur þurft að þola þónokkur áföll. Bekkjarfélagi hennar, Yuichi, býður henni að flytja inn með sér og móður sinni sem rekur þekktan næturklúbb fyrir transfólk í Tókýó. Bókin er ein af mínum uppáhalds. Hún sýnir vel japanskt daglegt líf og líf transfólks í Japan en á sama tíma skorar hún hefðbundnar hugmyndir um fjöl- skyldu á hólm. Þegar ég er ekki að lesa hlusta ég oft á hljóðbækur. Þessa dagana er ég að hlusta á Under- land: a deep time jo- urney eftir Robert Macfarlane í Story- tell-appinu. Bókin er einstaklega skemmtileg að hlusta á og höf- undur les af mikilli innlifun. Þegar ég hlusta á bókina á ég til að gleyma mér í frásögnum af kata- kombum Parísar, grafreitum Egyptalands og hellakafara í hellum Ítalíu. Ég gleymi mér oft þegar ég er að hlusta og manni líð- ur eins og maður sé kominn ofan í jörðina, með tilheyrandi innilok- unarkennd. Bókin fjallar í raun um allt það sem er undir fótum okkar, nokkuð sem við veltum ekki endi- lega fyrir okkur í daglegu lífi. Macfarlane, höfundur bókarinnar, er ekki jarðfræðingur heldur bókmenntafræðingur og skrifar af mikilli forvitni og setur náttúruna í samhengi við söguna, bókmenntir og nútímamenningu. Maður lærir töluvert um manneskjuna með því að horfa niður í jörðina. SNORRI FREYR ER AÐ LESA Snorri Freyr Vignisson er bóksali og heimshorna- flakkari Endurhugsar karlapartí 20. aldar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.