Morgunblaðið - 26.08.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.08.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Prag Ein fegursta borg Evrópu! 26. september í 4 nætur Verð frá kr. 69.995 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins (ICES) upp á 318 þúsund tonn af makríl var gefin út í október 2018. Vitað var að hún var ekki gallalaus og þarfnaðist endurskoðunar, að sögn Kristjáns Freys Helgasonar, formanns samninganefndar Íslands um deilistofna strandríkja. Evrópusambandið (ESB), Fær- eyjar og Noregur mynduðu banda- lag um skiptingu makrílkvótans í N- Atlantshafi árið 2014. Hvorki Ís- lendingum né Grænlendingum, sem sannarlega eru strandþjóðir þegar kemur að makríl, né heldur veiði- þjóðinni Rússum hefur verið hleypt inn. Makrílbandalagið ákvað síðasta haust að miða heildarmakrílaflann við 653 þúsund tonn, sem var 20% minna en ákvörðun síðasta árs. Samkvæmt aflareglu þeirra geta þeir ekki lækkað kvótann meira á milli ára. Þeir sögðust skilja eftir um 100 þúsund tonn (15,6%) fyrir aðila utan samningsins, þ.e. Ísland, Grænland og Rússland. Ósammála um heildaraflann ICES kom með nýja ráðgjöf í byrjun maí upp á 770 þúsund tonna heildarafla. Annar kostur var að miða við 709 þúsund tonn, sam- kvæmt aflareglu samningsaðilanna. Makrílbandalagið ákvað að halda sig við fyrri ákvörðun. Eftir að þessi ráðgjöf ICES lá fyrir var haldinn fundur strandveiðiþjóða í makríl. Kristján sagði að þar hefði verið unnið í aflareglu en makrílbandalag- ið ekki náð niðurstöðu um heildar- afla. „Okkur Íslendingum var gert fyllilega ljóst að á þessum fundi yrði ekki rætt um skiptingu heldur væri verkefnið aðeins að finna út úr há- marksveiðinni,“ sagði Kristján. Hann sagði að makrílbandalagið hefði klofnað í afstöðu sinni. Fær- eyingar vildu veiða 770 þúsund tonn, Norðmenn 653 þúsund tonn og ESB var á milli. Annar fundur strandríkjanna um hámarksafla í makríl var boðaður í júní en hvorki Ísland né Rússland mættu. Ísland hafði tilkynnt fyrir 1. maí í vor 107 þúsund tonna heildar- afla, sem var 16,5% hlutur Íslands miðað við 653 þúsund tonna heildar- afla. Þegar ný ráðgjöf kom frá ICES ákváðu Íslendingar að heild- araflinn yrði 140 þúsund tonn, eða 16,5% af áætlaðri heildarveiði allra makrílveiðiþjóða. Skömmu síðar juku Grænlendingar einnig sinn makrílkvóta og Rússar sömuleiðis kvóta sinn um 16.517 tonn þann 18. júlí sl. og miðuðu við ráðgjöf ICES. Ísland fékk bréf frá fram- kvæmdastjórn ESB þar sem lýst var miklum vonbrigðum með okkar ákvörðun. ESB kvaðst vera að fara yfir málin og m.a. yrði skoðað hvort beitt yrði reglugerð um viðskipta- þvinganir. Skoða að beita viðskiptaþvingunum  Makrílbandalag ESB, Færeyja og Noregs vill ráða skiptingu makrílkvótans  Ísland, Grænland og Rússland eru ósammála því  Ísland veiðir 16,5% af áætlaðri heildarveiði allra makrílveiðiþjóðanna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Makríllöndun Deilt hefur verið um aflahlutdeild þjóðanna. Mynd úr safni. Hoffell SU 80 er búið að veiða um 7.000 tonn af makríl á þessari vertíð. Það er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra, að því er segir á heima- síðu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðs- firði sem gerir skipið út. Aðfaranótt sunnudags landaði Hoffellið um 1.000 tonnum af makríl í heimahöfn. Aflinn fékkst sunnarlega í Smug- unni sem er alþjóðlegt hafsvæði í Barentshafi austan við Svalbarða. Þangað er um 22 klukkustunda sigl- ing frá Fáskrúðsfirði. Sigurður Björnsson, skipstjóri á Hoffellinu, sagði að helsta ástæða betri aflabragða nú væri að makríl- veiðin í íslensku lögsögunni hefði verið betri en í fyrra og að fiskurinn hefði verið miklu fyrr á ferðinni í sumar. Hann sagði að almennt hefði veiðin í Smugunni verið góð. Hoffell- ið stefndi aftur þangað að löndun lokinni. Makríllinn sem fékkst norð- ur í Barentshafi var á bilinu 440 til 480 grömm, ekki alveg jafn góður og sá sem veiddist í íslensku lögsög- unni. Sigurður sagði Hoffellið vera fínt skip og áhöfnina mjög góða. gudni@mbl.is Landaði makríl úr Smugunni  Hoffell komið með 7.000 tonn af makríl Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, taldi víst í samtali við Morgunblaðið á laugardag að starfsemi frístunda- heimila í Reykjavík væri hlutfalls- lega umfangsmeiri og þjónustustig- ið hærra en hjá öðrum sveitarfélögum. Leitað var við- bragða við þessu hjá þeim tals- mönnum nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sem tal náðist af í gær. Gengur betur að ráða „Ég hef enga trú á að þjónustu- stigið sé hærra í Reykjavík en í Kópavogi,“ sagði Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarstjóri í Kópavogi. „Það er félagsmiðstöð í hverjum einasta grunnskóla hjá okkur og boðið upp á frístund í öllum grunnskólunum níu,“ sagði Ármann. Hann benti á að í Reykjavík væru ferfalt fleiri íbúar en í Kópavogi. Í Kópavogi eru 22 leikskólar og ættu því hlutfalls- lega að vera 88 í Reykjavík en þar eru þeir 63 talsins. Ármann sagði að ráðningar starfsfólks í skóla- og frístundastarf í Kópavogi hefðu gengið betur nú en undanfarin ár. Hann sagði að auknar kröfur hefðu verið gerðar til faglegrar þekkingar þeirra sem stjórna frístundastarfinu í Kópa- vogi. Lagt væri upp með að þeir hefðu háskólagráðu í uppeldisfræð- um. Allir sem vilja komast í frístund „Ég hef ekki borið þetta sérstak- lega saman, en ég hef ekki heyrt að þjónustustig sé hærra í Reykjavík en hjá okkur,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mos- fellsbæ. Hann sagði að allir sem vildu fengju inni í frístund í Mos- fellsbæ. Fjórir grunnskólar eru í bænum og frístundaheimili rekin í þeim öllum. Segja þjónustu ekki lakari  Bæjarstjórar tveggja nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur kannast ekki við lægra þjónustustig hjá sér en hjá borginni Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Frístundaheimili Þau keppa meðal annars sín á milli í kassabílaralli. Kona í litríkum klæðum lítur út úr verslun og af svip hennar að dæma líkar henni það sem fyrir augu ber. Hvað það er vitum við þó ekki, en kona þessi var stödd í miðbæ Reykjavíkur þegar myndin var tekin. Eflaust hefur hún komið auga á margslungið mannlíf miðbæjarins. Bleikt blóm speglast í glugga og maður gengur hratt fram hjá. Það truflar ekki konuna sem áfram heldur sinni einbeitingu. Morgunblaðið/Eggert Andartak í hjarta miðbæjarins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.